Morgunblaðið - 08.05.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.05.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2020 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARST með og án rafmagns lyftibú Komið og skoðið úrvalið ÓLUM naði PON er umboðsaðili PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður Sími 580 0110 | pon.is Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna! GÆÐI OG ÞJÓNUSTA 8. maí 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 147.51 Sterlingspund 182.66 Kanadadalur 104.97 Dönsk króna 21.348 Norsk króna 14.376 Sænsk króna 14.605 Svissn. franki 151.35 Japanskt jen 1.3875 SDR 200.88 Evra 159.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 189.6057 Hrávöruverð Gull 1698.9 ($/únsa) Ál 1438.5 ($/tonn) LME Hráolía 32.27 ($/fatið) Brent Undirritað hefur verið samkomulag um sameiningu Kynnisferða og fé- laga sem eru í eignasafni Eldeyjar, sjóðs sem hefur fjárfest í mörgum ferðaþjónustufyrirtækjum á borð við Norðursiglingu, Arcanum Fjallaleið- sögumenn, Dive.is og Logakór. Kynnisferðir eru eitt stærsta ferða- þjónustufyrirtæki landsins á sviði fólksflutninga. Samkvæmt tilkynn- ingu miðar sameiningin að því að hag- ræða í rekstri auk þess að styrkja sameiginlegt sölu- og markaðsstarf. Heimildir Morgunblaðsins herma að enn liggi ekki fyrir hversu stór hlutur núverandi eigenda fyrirtækj- anna verður í sameinuðu félagi en viðræður standa nú yfir um útfærslu samkomulagsins. Samruni í kortunum  Eldey og Kynnis- ferðir sameinast Hagnaður Heimavalla dróst saman um 44% á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. Nam hann nú 52,3 milljónum króna, saman- borið við 93,2 milljónir í fyrra. Leigutekjur námu 794,4 millj- ónum og drógust saman um 103,2 milljónir. Rekstrarkostnaður fjár- festingareigna jókst hins vegar milli ára og nam 240,2 milljónum samanborið við 234,7 milljónir á fyrsta fjórðungi ársins 2019. Annar rekstrarkostnaður dróst talsvert saman. Nam nú 75,9 milljónum en var 124 milljónir í fyrra. Matsbreytingar fjárfestingar- eigna voru jákvæðar um 44,9 millj- ónir en höfðu verið 33,8 milljónir í fyrra. Hins vegar var nú bókfært sölutap af fjárfestingareignum upp á 9,7 milljónir en hagnaður hafði reynst af slíkri sölu upp á 132,6 milljónir í fyrra. Fjármagnsgjöld drógust saman milli ára og námu tæpum 467 millj- ónum samanborið við 603,3 millj- ónir í fyrra. Eignir Heimavalla stóðu í 52,6 milljörðum í lok fyrsta ársfjórðungs og lækkuðu um ríflega 1,4 milljarða frá áramótum. Eigið fé var nærri því óbreytt eða rúmir 20 milljarðar og eiginfjárhlutfallið 38,1%. Hagnaður Heimavalla minnkar Arnar Gauti Reynisson  Matsbreytingar hækka milli ára Baldur Arnarson baldura@mbl.is Kórónuveirufaraldurinn og fjölgun fólks í fjarvinnu hefur ekki breytt áætlunum Landsbankans um nýjar höfuðstöðvar við Hörpu. Þetta kemur fram í skriflegu svari bankans við fyrirspurn blaðsins. Sagði þar að gert væri ráð fyrir að bankinn flytti starfsemi sína í nýjar höfuðstöðvar árið 2022. Þá var spurt hvort faraldurinn hefði haft áhrif á áætlaða húsnæðis- þörf bankans í húsinu. „Áætluð húsnæðisþörf er óbreytt en húsakynnin sem bankinn mun nota í nýja húsinu eru tæplega helm- ingi minni en þau sem hann nýtir undir starfsemina nú.“ Betra að hafa fólkið í húsinu Því næst var spurt hvort bankinn hefði mögulega endurmetið hversu margir starfsmenn gætu verið í fjar- vinnu til frambúðar. „Þótt fjarvinna/heimavinna hafi gengið vel, hjá þeim hluta starfsfólks sem hefur kost á því, og verði áfram notuð í einhverjum mæli, teljum við betra að starfsfólk komi að jafnaði til starfa á vinnustaðnum. Ekki hefur farið fram sérstakt endurmat á hlut- falli starfsfólks sem unnið getur í fjarvinnu,“ sagði í svari bankans. Svo var spurt hvort bankinn hefði mögulega endurmetið væntar leigu- tekjur af öðrum hlutum hússins. „Væntar leigutekjur hafa ekki verið endurmetnar og áfram er gert ráð fyrir að skrifstofu- og þjónustu- húsnæði á þessum fágæta stað verði til framtíðar eftirsótt til útleigu.“ Engin ákvörðun verið tekin Loks var spurt hversu hátt hlut- fall húsgagna í nýju höfuð- stöðvunum yrði erlend framleiðsla. Svarið var að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvernig kaup- um á lausum búnaði yrði háttað. Fram kom í tilkynningu frá bankanum í febrúar síðastliðnum að Landsbankinn myndi nýta um 60% höfuðstöðvanna, eða um 10 þúsund fermetra, en leigja frá sér eða selja um 40% byggingarinnar, eða 6.500 fermetra. Áætlað var að höfuðstöðvarnar myndu kosta um 11,8 milljarða króna og að kostnaður við þann hluta sem bankinn myndi nýta væri 7,5 milljarðar. Bankinn myndi flytja starfsemi úr 12 húsum í miðborg- inni, ásamt stærstum hluta Borg- artúns 33, undir eitt þak í nýju húsi. Þegar bankinn birti þessar upp- lýsingar 7. febrúar síðastliðinn kost- aði evran 137,9 krónur. Nú kostar hún hins vegar 20 krónum meira. Af þessu tilefni var send sérstök fyrirspurn til bankans um hvort kostnaðurinn yrði fyrir vikið hærri. „Kostnaðaráætlun hefur ekki ver- ið uppfærð frá því sem kemur fram í ársskýrslu bankans en hafa bera í huga að kostnaðaráætlunin tekur breytingum í samræmi við þróun byggingavísitölu,“ sagði í svarinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Uppbygging í miðborginni Landsbankinn hyggst flytja í nýjar höfuðstöðvar við Hörpu árið 2022. Landsbankinn flytur 2022  Faraldurinn hefur ekki breytt áformum Landsbankans  Betra sé að hafa starfsfólk í höfuðstöðvum en í fjarvinnu  Gengisveiking gæti aukið kostnað Landsbankinn tapaði 3,6 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi. Við- snúningur frá fyrra ári nemur 10,4 milljörðum því á fyrsta ársfjórðungi 2019 nam hagnaður bankans 6,8 milljörðum króna. Virðisrýrnun út- lána nam 5,2 milljörðum en yfir sama tímabil í fyrra var slík rýrnun bók- færð á 1 milljarð. Jafngildir virðis- rýrnunin um 0,4% af lánasafni bank- ans. Hins vegar var vanskilahlutfall útlána í lok marsmánaðar 0,7% sem er sama hlutfall og í lok mars 2019. Útlán til ferðaþjónustu nema 95,7 milljörðum hjá bankanum, eða um 8,1% af heildarútlánum hans. Lækk- uðu þau á fjórðungnum um hálfan milljarð. Arðsemi eigin fjár var neikvæð um 5,9% á ársgrundvelli, samanborið við 11,2% arðsemi yfir sama tímabil í fyrra. Hreinar vaxtatekjur bankans voru 9,4 milljarðar og lækkuðu um 800 milljónir frá fyrra ári. Hreinar þjón- ustutekjur námu 2 milljörðum og lækkuðu um 5,6% miðað við sama fjórðung fyrra árs. Rekstrarkostnaður dróst saman um 488 milljónir og nam 6,7 millj- örðum. Þar af var launakostnaður 3,8 milljarðar en var 3,7 milljarðar yfir sama tímabil í fyrra. Útlán til einstaklinga og fyrirtækja jukust um 4,4% frá áramótum eða um rúma 50 milljarða króna. Þar af voru um 33 milljarðar vegna gengisbreytinga. Innlán jukust um 47 milljarða frá áramótum sem jafngildir 6,7% aukn- ingu. Eigið fé bnkans var 244,1 milljarð- ur í lok mars og eiginfjárhlutfallið 24,9%. Lilja Björk Einarsdóttir banka- stjóri segir viðsnúning í rekstri end- urspegla greinilega þau áhrif sem kórónuveiran hefur haft. Bankinn vinni nú með viðskiptavinum að því að greiða úr þeim vanda sem hún hefur valdið. „Til þessa hafa tæplega 1.250 einstaklingar og fjölskyldur frestað greiðslum á íbúðalánum um sex mánuði en samtals nema útlánin sem um ræðir um 7% af útlánum bankans til einstaklinga. Þá hafa yfir 600 fyrirtæki sótt um að fresta af- borgunum en útlánin sem um ræðir nema um 8% af útlánum bankans til fyrirtækja,“ segir Lilja Björk m.a. í tilkynningu frá bankanum. Landsbanki tapar 3,6 milljörðum  Virðisrýrnun útlána 5,2 ma.  1.250 lántakendur fresta greiðslum af íbúðalánum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.