Morgunblaðið - 08.05.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.05.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2020 Góðkunningjar lögreglunnar“er þekkt hugtak og merking þess er ekki eftir orðanna hljóðan. „Góðkunningjar þjóðarinnar“ lúta sömu lögmálum en þeir birtust í fréttum síðustu daga. Þeir seildust vísvitandi í úrræði ríkisstjórnar af því að láðst hafði að taka fram í lögum að misnotkun eða gripdeild væri bönnuð á fram- lögum sem almenn- ingur yrði síðar lát- inn „endurgreiða“ ríkinu með hækk- uðum sköttum eða minni þjónustu.    Ríkissjóður áenga peninga. Hans peningar, hver króna, eru sneiðingar af launum einstaklinga fyrir útborgun, áður en þeir fá að brúka afrakstur vinnu sinnar.    Þegar fyrirtæki greiða eig-endum sínum hundruð millj- óna í arð eða með öðrum trikkum og sækja sér svo bakdyramegin milljónir af bjargráðafé almenn- ings, sem úthlutað var til að tryggja vinnu á neyðartímum, er það ekki ósvífni heldur eitthvað svo miklu, miklu verra. Og það er merkilegt að sjá að það eru „góð- kunningjar þjóðarinnar“ sem komnir eru á stjá.    Fréttaritari „RÚV“ spurði for-sætisráðherra efnislega og réttilega hvort kallað yrði eftir því að þessari sjálftöku góðkunn- ingjanna yrði skilað og svaraði ráðherra í löngu máli að vænt- anlegar lagabreytingar (Seint í r…inn gripið-lög) yrðu ekki aft- urvirkar.    Það er vitað og var ekki spurn-ingin. Katrín Jakobsdóttir Góðkunningjarnir STAKSTEINAR Jón Ásgeir Jóhannesson Umsóknum um aðstoð til Hjálpar- starfs kirkjunnar fjölgaði um 58,4% í mars og apríl síðastliðnum miðað við sama tíma í fyrra. Síðustu tvo mán- uði hafa 564 fjölskyldur sem búa við fátækt fengið aðstoð, borið saman við 356 fjölskyldur á þessum tíma á síðasta ári. Aðstoðin fólst aðallega í inneignarkorti fyrir matvöru. Hjálparstarf kirkjunnar aðstoðar fólk einnig við lyfjakaup í neyðartil- fellum og fjölgaði beiðnum þar um þá aðstoð sömuleiðis. Félagsráðgjaf- ar hafa aðlagað þjónustuna eftir því sem aðstæður hafa breyst í sam- félaginu vegna kórónuveirufarald- ursins og bjóða nú fólki sem er í við- kvæmri stöðu að hafa samband símleiðis eða með tölvupósti. „Við finnum að fólk er mjög kvíðið og viðtölin við hvern og einn sem hingað leitar eru því lengri og við fylgjum fólkinu betur eftir en áður. Það er nauðsynlegt að hlusta á fólk í þessu óvissuástandi og veita því sál- rænan stuðning,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi og um- sjónarmaður innanlandsstarfs Hjálparstarfsins, í tilkynningu frá stofnuninni. „Við sjáum líka þá erfiðu aðstöðu sem útlendingar sem ekki tala ís- lensku eru í núna,“ segir hún enn fremur. Beiðnum um aðstoð fjölgaði um 58%  Hjálparstarf kirkjunnar aðstoðaði 564 fjölskyldur í mars og apríl í ár Hjálparstarf Júlía Margrét Rúnars- dóttir, Sædís Arnardóttir og Vil- borg Oddsdóttir veita aðstoð. Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is Gerið verðsamanburð Full búð af nýjum og fallegum vörum 5.990 kr. Túnika - kjóll Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Nokkuð hefur verið um tilkynningar til Hafrannsóknastofnunar síðustu vikur um fullorðna loðnu inni á fjörð- um fyrir norðan land og jafnvel rekna á fjörur, t.d. í Hrútafirði. Strandveiðimenn í Eyjafirði töluðu í vikunni um að þorskurinn væri stút- fullur af loðnu. Utar við Eyjafjörð- inn veiddist vel af þorski í gær og mikið var af loðnu í þorskmögunum, í mörgum tilvikum var hún hrogna- full. Einn þorskanna hafði sporð- rennt um 40 loðnum áður en hann beit á krók veiðimannsins í Arnar- nesvík utan við Hjalteyri. Birkir Bárðarson fiskifræðingur segir að fréttir um hrygningarloðnu fyrir Norðurlandi komi ekki á óvart. Síðustu ár hafi talsvert af loðnunni hrygnt fyrir norðan og ljóst sé að hrygning hafi verið að aukast þar. Miðað við rannsóknir vetrarins hafi allnokkuð magn verið á ferðinni fyr- ir norðan, en hvorki liggi fyrir hversu mikið, né hversu stór hluti af heildinni hafi hrygnt þar. Birkir seg- ist telja að meginhrygningunni fyrir norðan sé lokið, en oft sé eitthvað um seinni hrygningu, jafnvel fram á sumar. aij@mbl.is Loðna víða nyrðra Magafylli Yfir 40 ferskar loðnur komu úr einum þorskmaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.