Morgunblaðið - 11.05.2020, Page 2

Morgunblaðið - 11.05.2020, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2020 Nýbýlavegur 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 úr silki LEIKFÖNG Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ólafur Bernódusson Skagaströnd Það er af sem áður var að hvalreki þótti hið mesta happ og bjargaði oft heilu byggðarlögunum frá hung- urdauða. Nú á tímum er hvalreki vandamál sem við- komandi sveitarfélag verður að leysa, oft með ærn- um tilkostnaði. Þannig er málum háttað með tæplega 14 metra langan búrhvalstarf sem rak upp í fjöru í Kálfsham- arsvík, líklega fljótlega eftir helgina 2.-3. maí. Hval- urinn liggur á einum af fallegustu stöðunum í Kálfs- hamarsvík og því þarf að fjarlæga hræið sem fyrst. Að sögn Dagnýjar Rósu Úlfarsdóttur, oddvita Skagabyggðar, kemur ekki til greina að láta hræið rotna á þessum stað né heldur að grafa það í stór- grýttri fjörunni. Þessi staður er einn vinsælasti við- komustaður ferðamanna á svæðinu, þar sem stuðla- bergið skapar fallega umgjörð um víkina. Dagný segir að ekki verði þó gripið til aðgerða fyrr en svör hafi borist frá Umhverfisstofnun við nokkrum spurningum sem hún sendi stofnuninni. Þá hugsar hún sér að fá björgunarsveitina Strönd á Skagaströnd til að draga hræið út á rúmsjó á Húna- björginni og sökkva hvalnum þar. Síðan fréttist af hvalrekanum þarna hefur fólk streymt á staðinn til að skoða þessa risastóru skepnu þar sem hún liggur í fjörunni með sinn tunnulaga haus. Þeirra á meðal var Bjarni Jónsson, for- stöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra, en hann tók sýni úr hvalnum til greiningar og mældi dýrið í bak og fyrir. Hvalreki í Kálfshamarsvík Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Kálfshamarsvík Búrhvalurinn sem liggur í fjörunni er um 14 metra langur og sjálfsagt tugir tonna á þyngd. Aðgerðir verða kynntar á morgun  Aðgerðapakki fyrir stúdenta verður kynntur á morgun  Áhersla lögð á að takmarka atvinnuleysi Lilja Hrund Lúðvíksdóttir liljahrund@mbl.is Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segist skilja áhyggjur námsmanna yfir mögulegu atvinnuleysi í sumar. Hún segir að verið sé að vinna að aðgerðapakka fyrir stúdenta sem verði kynntur á morgun. Áhersla verði lögð á að skapa störf fyrir stúdenta og aðrar leiðir sem feli í sér virkni fyrir sem flesta. Mikið hefur borið á kröfum stúdenta um rétt námsmanna til atvinnuleysis- bóta í sumar. Margir stúdentar eru ekki enn komnir með sumarvinnu og hafa Landssam- tök íslenskra stúdenta, Stúd- entaráð Háskóla Íslands og fleiri hagsmunasamtök krafist þess að stúdentum standi at- vinnuleysisbætur til boða í sumar. Lilja segist vona að fyrirhugaður aðgerðapakki nái að takmarka at- vinnuleysi stúdenta verulega. Í pakkanum verður farið yfir ýmis mál sem snerta fjárhagsöryggi og hagsmuni stúdenta á tímum kór- ónuveirufaraldursins. „Það eru ýmsar aðgerðir sem við erum að fara í,“ segir Lilja. Hún vonist til þess að sem flestir námsmenn fái atvinnu í sumar í gegnum aðgerðir stjórnvalda og atvinnulífsins, en þegar búið verði að ráða í öll störf þurfi að skoða hve margir sitji þá eftir án atvinnu í sumar. Lilja nefn- ir nokkra þætti sem muni styrkja stöðu námsmanna, meðal annars „stórefling Nýsköpunarsjóðs náms- manna, nám á framhalds- og há- skólastiginu, þúsundir nýrra starfa, efling grunnrannsókna, meira fjár- magn til Rannsóknar- og tækni- sjóðs. Að auki er verið að auka verulega fjármuni til nýsköpunar í landinu. Allt eru þetta aðgerðir sem miða að því að leggja grunninn að störfum framtíðarinnar sem byggja á aukinni færni og nýsköpun“. Gagnrýna ummæli Ásmundar Landssamtök íslenskra stúdenta og Stúdentaráð Háskóla Íslands sendu í gær frá sér tilkynningu þar sem ummæli Ásmundar Ein- ars Daðasonar, félags- og barna- málaráðherra, í Silfrinu í gær voru gagnrýnd. Ásmundur sagðist ekki vera hvatamaður þess að náms- menn né aðrir á atvinnu- leysisbótum „fái fjármagn úr ríkis- sjóði fyrir að gera ekki neitt“. Í samtali við mbl.is sagði Sigrún Jónsdóttir, forseti LÍS, að um- mæli Ásmundar væru „til hábor- innar skammar“ og merki um skilningsleysi hans á stöðu stúd- enta. Lilja Alfreðsdóttir Lag Daða og gagnamagnsins, Think About Things, er meðal allra vinsæl- ustu Eurovision-laganna á streymis- veitunum Spotify og Youtube. Eins og áður hefur komið fram var Euro- vision blásið af í ár sökum heimsfar- aldurs kórónuveiru. Það hefur þó ekki dregið úr áhuganum á keppn- inni og eru lögin gífurlega vinsæl á framangreindum streymisveitum. Þannig hefur lagi Daða og Gagna- magnsins samtals verið streymt yfir tíu milljón sinnum á veitunum tveim- ur. Situr það í 3. sæti á Spotify og 6. sæti á Youtube yfir vinsælustu Eurovision-lögin í ár. Í gær var svo tilkynnt að lagið hefði unnið Eurostream 2020, sem er ein fjölmargra „fjar-Eurovision- keppna“ sem haldnar hafa verið í ár. Félag áhugafólks um söngvakeppn- ina stóð að baki keppninni og var hún fremur stór í sniðum, þar sem ríflega 20 aðdáendasíður víðs vegar um heim sameinuðu krafta sína. aronthordur@mbl.is Daði nýtur vinsælda  Streymt meira en 10 milljón sinnum Morgunblaðið/Eggert Daði Lag Daða og Gagnamagnsins er vinsælt á streymisveitum. Fjöldi fólks naut veðurblíðunnar í miðbænum um helgina. Þar var talsvert meira um manninn en undanfarnar helgar eftir að takmörkunum á samkomubanni vegna kórónuveirunnar var af- létt 4. maí. Vel viðraði bæði laugardag og sunnu- dag og vorilmur var í lofti. Veðurhorfur fyrir næstu daga eru þó ekki eins sólríkar, en á suð- vesturhorninu má búast við rigningu eða skúrum í kvöld. Á morgun verður áfram skýjað og rign- ing syðst á landinu. Þá má vænta stöku skúra vestanlands á miðvikudag og vætu við norður- ströndina en annars verður skýjað og þurrt. Mannlíf eykst í miðbænum með hækkandi sól Morgunblaðið/Sigurður Jökull Vorblíða í miðbænum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.