Morgunblaðið - 11.05.2020, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2020
Sími 555 2992 og 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Égheyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“
Á Ítalíu, sem var í upphafi einn af
miðpunktum faraldursins í Evrópu,
voru um 500 andlát á hverja milljón
íbúa, en í Bretlandi, þar sem flestir
hafa dáið til þessa í Evrópu, eru
skráð andlát um 460 á hverja milljón
íbúa. Þá höfðu Frakkar skráð um
398 andlát á hverja milljón íbúa.
Belgísk stjórnvöld hafa hins veg-
ar sagt samanburðinn gallaðan, þar
sem dánartölur þeirra séu nákvæm-
ari en annarra ríkja, og Sophie
Wilmes, forsætisráðherra landsins,
gaf til kynna nýlega að mögulega
væri andlátstalan of há, þar sem
einnig hefðu verið þar með andlát á
hjúkrunarheimilum eldri borgara
þar sem sterkur grunur leikur á að
kórónuveiran sé dánarorsökin.
Þessi staðreynd endurspeglast í
því að um það bil helmingur allra
dauðsfalla af völdum veirunnar í
Belgíu hefur verið skráður á hjúkr-
unarheimilum landsins.
Svíþjóð verr úti en Bandaríkin
Nokkra athygli vekur þegar
dauðsföll af völdum kórónuveir-
unnar eru skoðuð út frá höfðatölu að
þau eru nokkru fleiri í Svíþjóð en í
Bandaríkjunum, þar sem langflestir
hafa dáið til þessa.
Hafa Svíar skráð um 314 andlát á
hverja milljón íbúa en Bandaríkja-
menn hafa um 231 andlát á hverja
milljón íbúa.
Þetta hlutfall Svía er einnig mun
hærra en samsvarandi dánartölur
hjá hinum ríkjunum á Norðurlönd-
unum, en í Noregi eru skráð 40 and-
lát á hverja milljón íbúa, í Dan-
mörku eru andlátin 90 og í Finn-
landi eru þau 47 á hverja milljón
íbúa. Ísland er varla samanburðar-
hæft vegna fámennis, en fyrir helgi
höfðu tíu manns látist hér, sem er
jafnt 29 andlátum á hverja milljón
íbúa.
Dánartíðnin er hæst í Belgíu
Dánartíðni kórónuveirunnar
Andlát á hverja milljón íbúa í þeim löndum þar sem meira en 1.000 manns hafa látist af völdum faraldursins
0 800700600500400300200100
0
80.000
70.000
60.000
50.000
40.000
30.000
20.000
10.000
BelgíaBrasilía
Kína
(meginland)
4.633
Frakkland
25.809
Írland
Ítalía
29.684
Holland
Spánn
26.070
Svíþjóð
Sviss
Bretland
30.076
Bandaríkin
73.431
Fj
öl
di
d
au
ðs
fa
lla
Andlát á hverja milljón íbúa
Heimild: Talning AFP skv. opinberum gögnum 7. maí
Um það bil fjórar milljónir tilfella kórónuveirunnar hafa greinst í heiminum,
flest í Bandaríkjunum Belgía er í efsta sæti yfir dauðsföll á hverja milljón íbúa
BAKSVIÐ
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Um það bil fjórar milljónir manna
hafa nú greinst með kórónuveiruna
og rúmlega 270.000 manns hafa lát-
ist af völdum hennar. Þegar horft er
til þeirra ríkja sem verst hafa orðið
úti í faraldrinum tróna Bandaríkin
þar á „toppnum“, en þar hafa nú um
1,3 milljónir manna veikst af völdum
kórónuveirunnar og rúmlega 76.000
manns látist.
Spánverjar hafa fengið að glíma
við næstflest skráð tilfelli til þessa,
eða rúmlega 220.000 manns, og
Bretar eru með næstflest dauðsföll,
um 32.000 talsins þegar horft er til
talningar Johns Hopkins-háskólans,
en opinberar tölur breskra stjórn-
valda eru nokkuð hærri.
Auk Breta og Bandaríkjamanna
hafa Ítalir, Spánverjar og Frakkar
orðið sérstaklega illa úti þegar horft
er til dauðsfalla af völdum veir-
unnar, en í öllum ríkjunum hafa
fleiri en 25.000 manns dáið af völd-
um hennar. Í Brasilíu, sem er í
sjötta sæti yfir dánartölur, hafa
rúmlega 9.000 manns dáið.
Höfðatala gefur aðra mynd
Þessi samanburður tekur að vísu
ekki inn í myndina hversu fjölmenn
ríkin eru, en þegar horft er til höfða-
tölu virðist sem faraldurinn hafi ver-
ið einstaklega skæður í Belgíu. Þar
hafa, samkvæmt dánartölum fyrir
helgi, um 735 manns dáið á hverja
milljón íbúa, en það eru mun fleiri
en á Spáni, þar sem skráð voru um
562 andlát á hverja milljón íbúa.
Útgöngubann mun áfram gilda í
Bretlandi til að minnsta kosti 1. júní,
en bannið hefur verið í gildi frá 23.
mars. Boris Johnson, forsætisráð-
herra Bretlands, greindi frá áætl-
unum um hvernig tilslökunum yrði
háttað í sjónvarpsávarpi á sunnu-
dag. Johnson sagði ekki rétt að af-
nema útgöngubann á þessum tíma-
punkti. Talið er að faraldurinn hafi
náð hápunkti í Bretlandi, en þrátt
fyrir það sagði Johnson það vera
„algjört brjálæði“ að fórna því sem
almenningur hefur lagt á sig síðan
útgöngubannið var sett á með því að
afnema bannið of snemma. Stefnt er
að því að skólar og verslanir verði
opnuð að nýju 1. júní, svo lengi sem
fjöldi nýrra smita haldist í lágmarki.
Þá tilkynnti Johnson að hann hygð-
ist á næstu vikum kynna nýjar regl-
ur um sóttkví. Þannig verði þeim
sem komi til landsins gert að fara í
sóttkví til að forðast frekari smit að
utan.
Flest dauðsföll í Evrópu
Tæplega 32.000 manns hafa látist
af völdum kórónuveirunnar, en
hvergi í Evrópu hafa jafn margir
látist. Aðeins í Bandaríkjunum er
dánartíðni vegna veirunnar hærri,
en þar hafa tæplega 80.000 manns
látist. Johnson, sem lá sjálfur á
sjúkrahúsi í viku vegna veirunnar,
sagði mikilvægt að vera áfram á
varðbergi og að hætta væri á að allar
aðgerðir hefðu verið til einskis ef út-
göngubannið yrði afnumið of
snemma. Í vikunni munu stjórnvöld
hvetja fólk til að mæta til vinnu að
nýju, hafi það ekki þann kost að
sinna starfi sínu heima hjá sér, svo
sem iðnaðarmenn og þeir sem sinna
framleiðslustörfum. Frá og með
miðvikudeginum mun fólk geta
stundað líkamsrækt utandyra að
vild, svo lengi sem það er aðeins með
öðrum innan sama heimilis. Þá
standa vonir til þess að í byrjun júlí
verði hægt að leyfa almenna heil-
brigðisþjónustu og aðra opinbera
starfsemi. Barir og aðrir staðir með
vínveitingaleyfi fá líklegast ekki
leyfi til að hefja starfsemi að nýju
fyrr en á haustmánuðum, og skóla-
hald á meðal barna eldri en 11 ára
mun líklegast ekki hefjast að nýju
fyrr en í september. Þá sagði John-
son í ávarpi sínu að ef stjórnvöld
yrðu vör við bakslag í baráttunni við
veiruna yrði að nýju gripið til að-
gerða.
Útgöngubann í
Bretlandi til 1. júní
AFP
Ávarpar þjóðina Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kynnti í sjón-
varpi í gær fyrirhugaðar tilslakanir á aðgerðum vegna kórónuveirunnar.
Bretar búa sig undir tilslakanir
Líkamsleifar 25 einstaklinga fund-
ust í fjöldagröf við yfirgefinn
sveitabæ nærri borginni Guadala-
jara í Mexíkó fyrir helgi. Saksókn-
ari Jalisco-héraðs sagði í gær að bú-
ist væri við því að fleiri lík ættu
eftir að finnast í gröfinni. Ekki hef-
ur tekist að bera kennsl á hin látnu,
en líkamsleifar þeirra eru nú til
rannsóknar. Það sem af er ári hafa
alls 115 lík fundist í 10 fjöldagröf-
um í Jalisco, en eiturlyfjahringir
eru fyrirferðarmiklir í héraðinu.
MEXÍKÓ
AFP
Ofbeldi hefur færst í aukana í Jalisco.
Hið minnsta 25 lík
fundust í fjöldagröf
Barack Obama, fyrrverandi Banda-
ríkjaforseti, gagnrýndi eftirmann
sinn Donald Trump harðlega vegna
viðbragða Bandaríkjanna við kór-
ónuveirufaraldrinum. Á lokuðum
fundi vegna forsetaframboðs Joe
Biden sagði Obama að viðbrögð
Bandaríkjanna vegna faraldursins
hefðu verið „óskipulagðar hörm-
ungar“. Hvíta húsið sagði í tilkynn-
ingu sinni á sunnudag að „for-
dæmalausar“ aðgerðir Trump
hefðu „bjargað lífi Bandaríkja-
manna“. Meira en 1,2 milljónir
smita hafa verið staðfest í Banda-
ríkjunum og hafa tæplega 80.000
manns látist af völdum veirunnar.
BANDARÍKIN
Obama gagnrýnir
viðbrögð Trump