Morgunblaðið - 11.05.2020, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 11.05.2020, Qupperneq 32
Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Tímapantanir í síma 533 1320 Við tökumvel ámóti ykkur SPARAÐU 30%þegar þú bókar4 meðferðir íháreyðingu VARANLEG LASER HÁREYÐING Viðbjóðumupp á nýjustu tækni í laser háreyðingu g Fjarlægir óæskilegan hárvöxt g Er einföld og þægileg meðferð Gjörningur verður framinn í dag og næstu mánudaga og föstudaga kl. 14.30-15.00 og 15.20-15.50 í D-sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi og er hann hluti af sýningu Andreas Brunner í salnum sem nefnist Ekki brotlent enn. Gjörningurinn felur í sér að tveir aðilar mála súlu í salnum hvor í sínum lit. Málararnir, sem færa sig rangsælis um súluna, sjá ekki hvor annan og munu því í sífellu mála yfir hvor hjá öðrum. Hringrásin verður endalaus svo lengi sem sýningin er opin. Sýningin stendur yfir til sunnudags 7. júní. Gjörningur framinn á mánudögum og föstudögum í D-sal Hafnarhúss MÁNUDAGUR 11. MAÍ 132. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. „Ég er í raun bara að hoppa út í djúpu laugina og von- andi kann maður að synda. Ef ekki, þá þarf maður að læra það ansi fljótt. Það eru gerðar væntingar til mín þarna en það hefur líka fylgt handboltaferli mínum að ég hef spilað með liðum þar sem kröfurnar hafa verið ansi miklar. Ef maður hefði ekki viljað hafa hlutina þannig hefði maður að öllum líkindum bara endað í ein- hverjum þægilegheitum í bumbubolta,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson, nýráðinn þjálfari Gummersbach, m.a. við Morgunblaðið í dag. »26 Guðjón Valur hoppar út í djúpu laugina í nýju starfi í Þýskalandi ÍÞRÓTTIR MENNING arnir okkar, Lakshman, Madaiah, Prakash og Biju, hafa starfað með okkur áratugum saman. Það segir sitt,“ segir hún og bætir við að þau hafi opnað fyrstu Hraðlestina á Hverfisgötu 2003 til að létta á álag- inu á Austur-Indíafjelaginu. Vin- sældirnar hafi farið fram úr björt- ustu vonum og þótt mörgum þyki undarlegt að opna veitingastað í samkomubanni sé það ekki óeðlilegt. „Viðskiptavinirnir hafa sýnt okkur mikla hollustu á þessum erfiðu tím- um rétt eins og þeir hafa alltaf gert. Þegar þeir gátu ekki komið til okkar með sama hætti og áður komum við til þeirra og þeir hafa brugðist vel við.“ Þó að kórónuveirufaraldurinn hafi komið snöggt las Chandrika rétt í hann og byrjaði með heimsendingar í byrjun mars auk þess sem haldið var áfram að afgreiða mat til að fara með annað. „Við vorum viðbúin lokunum í sal og ákváðum að halda áfram með sama fólk í hverju eldhúsi, fórum eft- ir öllum ráðleggingum yfirvalda, hver eining var út af fyrir sig og gerði nánast ekkert annað en að vinna og sofa án samneytis við aðra. Þetta gekk vel, við sögðum engum upp en vinnuhlutfallið var skert og eftir að við opnuðum matsalina með tvo metra á milli borða í vikubyrjun eru hjólin farin að snúast hraðar hægt og sígandi.“ Chandrika áréttar að í raun sé um fjölskyldufyrirtæki að ræða og hún gæti ekkert án góðs og trausts starfsliðs. „Börnin mín, Jóhanna og Ísarr, hafa staðið við hlið mér sem klettar. Við höldum áfram að gera það sem við gerum best og stöndum öll saman. Framtíðin er björt, jafnt hjá okkur og viðskiptavinum okkar. Hjá landinu okkar.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Chandrika Gunnarsson, eigandi veit- ingakeðjunnar Hraðlestarinnar, opnaði fjórða veitingastaðinn með sama nafni síðasta vetrardag. Auk þess á hún og rekur veitingastaðinn Austur-Indíafjelagið á Hverfisgötu í Reykjavík, sem hún og eiginmaður- inn Gunnar Gunnarsson heitinn byrjuðu með 1994 eftir að hafa kynnst í háskólanámi í Bandaríkj- unum og flutt til Íslands árið áður. „Með tilliti til aðstæðna vegna kór- ónuveirunnar get ég ekki kvartað, gestir hafa tekið nýja staðnum á Grensásvegi vel, rétt eins og hinum,“ segir hún, en þeir eru á Hverfisgötu og í Lækjargötu, einn- ig í Reykjavík, og í Hlíðasmára í Kópavogi. Hún segist lengi hafa haft augastað á hverfinu og þegar húsnæði hafi boðist á horni Grensásvegar og Skeifunnar í lok nýliðins árs hafi hún ekki þurft að hugsa sig um tvisvar. Þar hafi hún fundið stað þar sem starfsfólk Hrað- lestarinnar hefði góða aðstöðu til að sinna vöruþróun og þjóna við- skiptavinum úr nærliggjandi hverfum. Góð reynsla frá Indlandi Chandrika er frá Bangalore í suðurhluta Indlands. Þar ólst hún upp við indversk krydd og indverska matargerð auk þess sem hún vann í öllum störfum frá uppvaski til stjórn- unar á veitingastað samfara námi í Suður-Karólínu. „Mér hefur alltaf þótt gaman að elda mat og þegar ég flutti til Íslands var enginn indverskur matstaður hérna, en með reynslu mína í huga fannst mér tilvalið að opna slíkan stað,“ segir hún um byrjunina fyrir 26 árum. „Með því slægi ég tvær flugur í einu höggi, skapaði okkur at- vinnu og byði gestum upp á það besta í indverskri matargerð.“ Frá upphafi hefur Chandrika lagt áherslu á ferskt úrvalshráefni og leggur hún áherslu á að það skipti mjög miklu máli. „Við höfum rekið fyrsta veitingastaðinn á sama stað á sömu kennitölu í 26 ár, starfsfólkið hefur unnið lengi hjá okkur og kokk- Hraðlestin í nýtt hverfi  Chandrika Gunnarsson rekur fimm veitingastaði Ljósmynd/Gísli Baldur Gíslason Hraðlestin Chandrika Gunnarsson á nýja staðnum á Grensásvegi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.