Morgunblaðið - 16.05.2020, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.05.2020, Blaðsíða 5
FRÉTTIR 5Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2020 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Forsvarsmenn námsmanna halda áfram fast við þá kröfu að stúdentar fái rétt til atvinnuleysisbóta þrátt fyrir boðaðar aðgerðir stjórnvalda til að tryggja námsmönnum tíma- bundin sumarstörf. Sigrún Jóns- dóttir, forseti Landssamtaka ís- lenskra stúdenta, segir aðgerðirnar sem félagsmálaráðherra og mennta- málaráðherra kynntu sl. miðvikudag ekki leysa vanda allra. Vel á þriðja þúsund höfðu í gær undirritað ákall Landssamtaka ís- lenskra stúdenta eftir stuðningi við þá kröfu að námsmenn fái rétt til at- vinnuleysisbóta. Sigrún segir að búið sé að kort- leggja stöðuna ágætlega með þrem- ur könnunum sem voru lagðar fyrir stúdenta í apríl, sem bentu til að ríf- lega sjö þúsund stúdentar væru ekki komnir með sumarvinnu. Með átaksverkefni stjórnvalda eiga að verða til 3.400 tímabundin störf fyr- ir námsmenn. Segir Sigrún að það blasi því við að þessi úrræði dugi ekki fyrir stóran hóp stúdenta, sem eigi ekki heldur rétt á atvinnuleys- isbótum. Áfram verði barist fyrir þeirri kröfu og undirskriftasöfn- uninni haldið áfram næstu eina til tvær vikurnar. Telst ekki í virkri atvinnuleit Kannanir á liðnum árum hafa leitt í ljós að um 70% stúdenta vinna með námi og 87% í námshléum. Margir eru því í mikilli óvissu um fram- færslu og fjárhagsöryggi sitt á kom- andi vikum og mánuðum. Nína Eck er í þeim hópi. Hún er að ljúka fyrsta námsárinu í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og samhliða fullu námi hefur Nína verið í 80% vinnu. Að undanförnu hefur hún hins vegar verið í veikindaleyfi frá vinnu og fékk svo þær fregnir að ráðning- arsamningurinn við hana verði ekki endurnýjaður. ,,Ég sé fram á að þurfa að lifa á barnabótum og orlofi sem ég fékk útborgað í byrjun maí af því að ég á ekki rétt á atvinnu- leysisbótum. Maður telst ekki vera í virkri atvinnuleit ef maður er skráð- ur í nám á næstu önn, sem mér finnst mjög skrýtið vegna þess að ég var alltaf í vinnu með skóla og borga skatta og önnur gjöld,“ segir hún. Skv. reglum Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs teljast þeir sem hyggjast halda námi áfram á næstu námsönn ekki vera í virkri atvinnuleit og eiga því ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Nína er einstæð móðir og leigir á opnum leigumarkað. ,,Að með- töldum hita, rafmagni og interneti er ég að borga um það bil 200 þús- und krónur á mánuði og það myndi ekki duga mér að vera bara í helg- arvinnu með náminu. Þær greiðslur sem ég fæ frá LÍN duga mér varla fyrir leigunni,“ segir hún. Nína á von á greiðslum frá LÍN í lok vorannarinnar en hafði hugsað sér að geyma þær til hausts þegar hún heldur náminu áfram en sér núna ekki fram á annað en að hún þurfi að ganga á þennan pening frá LÍN. Hún segist hafa hugsað sér að vinna ekki eins mikið með námi næsta haust en á liðnum vetri vann Nína sjö næturvaktir í röð aðra hverja viku samhliða náminu. Nú er alls óvíst hvernig ganga mun að ná endum saman á næstu mánuðum. Spurð hvort hún gæti nýtt sér sumarnámið sem bjóða á upp á í sumar segir Nína að komið hafi fram í umræðu meðal nema í fé- lagsráðgjöf að það nám sem stendur til boða í sumar virðist ekki geta hentað þeim. Ráðið í störf í tvo mánuði Sumarstörfin fyrir námsmenn sem ríkið og sveitarfélögin ætla að bjóða upp á eru miðuð við ráðning- artímabilið frá 1. júní til 31. ágúst. Sigrún bendir hins vegar á að fram hafi komið í kynningu ráðherra að eingöngu verði ráðið í einstök störf í mesta lagi tvo mánuði. ,,Sumarið er einfaldlega ekki svo stutt og þá er spurningin sú hvernig stúdentar eiga að framfleyta sér mánuðinn sem eftir stendur og þær vikur sem þeir hafa ekki tryggt starf,“ segir hún. Á þriðja þúsund krefjast bótaréttar  Aðgerðir stjórnvalda grípa ekki alla námsmenn  Nemandi við HÍ segist sjá fram á að þurfa að lifa á barnabótum og orlofsgreiðslu  Á ekki rétt á bótum þrátt fyrir 80% starf með fullu námi Ljósmynd/LÍS Á Háskólatorgi Margir stúdentar hafa unnið með námi og greiða í Atvinnu- leysistryggingasjóð eða tryggingagjald en eiga samt ekki rétt á bótum. Sigrún Jónsdóttir Nína Eck Þegar þú velur íslenskt tekur atvinnulífið við sér!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.