Morgunblaðið - 16.05.2020, Side 8

Morgunblaðið - 16.05.2020, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2020 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, semer þingmaður VG og varafor- maður utanríkismálanefndar, en ekki stuðningsmaður ríkisstjórn- arinnar nema við allra bestu aðstæður, fer mikinn í gagnrýni sinni á „samstarfs- flokkinn“ fyrir tillögu hans. Tillagan fólst í því að leyfa Atlants- hafsbandalaginu að byggja upp á Suð- urnesjum, sem fyrir utan að vera þýðing- armikið fyrir varnir Íslands hefði skapað hundruð starfa á ein- um erfiðasta tíma í at- vinnusögu Íslands.    Rósa Björk segist ánægð með aðráðherrar VG hafi „staðið í lappirnar,“ en er þá um leið að segja að lappir annarra hafi gefið eftir.    Sigríður Andersen, formaður ut-anríkismálanefndar, þingmaður „samstarfsflokksins“ og hefur ólíkt Rósu Björk verið stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar, kallar eftir rök- stuðningi VG við því að hafna þess- um framkvæmdum.    Sigríður segir það ábyrgðarhlutaað hverfa frá þjóðarörygg- isstefnunni og „hunsa þannig mögu- legar þarfir í varnarsamstarfi okk- ar“. Hún segist undrandi á því að staðið sé „gegn uppbyggingu á borð við þessa. Þetta er uppbygging borg- aralegra innviða, sem varnarsam- starf byggist í síauknum mæli á.“    Forsætisráðherra gefur lítið fyrirþetta og segist mótfallin hern- aðaruppbyggingu. En er það inn- legg í málið? Er Ísland ekki enn í Nató? Eða eiga dyntir einstakra þingmanna VG að ráða þessu eins og öðru í stjórnarsamstarfinu, alveg óháð stöðu og stefnu landsins? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Ráða dyntir óró- legu deildarinnar? STAKSTEINAR Sigríður Andersen Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Neyðarástand skapaðist fyrir stuttu þegar mikill vatnsleki varð í turni Skálholtsdómkirkju. Þannig lýsir Kristján Björnson víslubiskup atvik- inu á vefsíðunni skalholt.is. Í fram- haldi af þessum atburðum hafði vef- síðan kirkjan.is samband við vígslubiskupinn og spurði hann nán- ar út í málið. Inni í turninum liggja þakrennur sem gáfu sig á klukkuloftinu og safn- aðist þar vatn fyrir sem lak ofan næstu hæðir turnsins, segir biskup. Í turninum er hið merka bókasafn Þorsteins Þorsteinssonar sýslu- manns, sem keypt var til Skálholts- staðar á sínum tíma. Mildi má teljast að ekki urðu vatnsskemmdir á því en vígslubiskupinn komst að þessum leka í tæka tíð svo ekki varð tjón á safninu. Starfsfólk Skálholts hóf þegar aðgerðir og vígslubiskupinn lagaði rennuna til bráðabirgða. Í framhaldinu sendi biskup erindi til kirkjuráðs þar sem hann lýsti neyðarástandi í Skálholtsdómkirkju. Kirkjuráð brást snarlega við og ákvað að strax yrði farið í viðgerð á þaki kirkjunnar, turni og ytra byrði. Flögusteinninn á þakinu er ónýtur og þekjan öll mosagróin. Þá hefur lengi lekið úr turni og niður í kirkju. Framkvæmdin kostar tæpar 100 milljónir króna. sisi@mbl.is Neyðarástand í Skálholtskirkju  Mikill vatnsleki í kirkjuturninum  Kirkjuráð brást snarlega við beiðni Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skálholt Lekinn hefur valdið usla. Fólk sem stundað hefur sjóíþróttir á Seltjörn við Gróttu eru afar óhresst með þá ákvörðun bæjarstjórnar Sel- tjarnarness að banna sjóíþróttir á svæðinu frá 1. maí til 1. ágúst. Sett hefur verið af af stað undir- skriftasöfnun á netinu þar sem fólk er hvatt til að mótmæla þessari ákvörðun. Í framhaldinu verði vænt- anlega gripið til einhverra aðgerða. Eins og fram kom í frétt hér í blaðinu á fimmtudag telur bæjar- stjórnin nauðsynlegt að banna sjó- íþróttir á svæðinu til að skapa næði á varp- og uppeldistíma fugla. „Við, sem höfum fengið að stunda sjóíþróttir á Seltjörn, svo sem segl- bretti, kætsörf, kajak, brimbretti og sjósund, könnumst ekki við að hafa truflað fugla á hreiðrum eða brotið gegn friðun Gróttu sem enginn ágreiningur er um,“ segir m.a. í texta undirskriftasöfnunarinnar. Í stað þess að bærinn hafi kannað málið, t.d. með viðtölum við fugla- fræðinga sem til þekkja, hafi verið vísað til óskilgreindra erlendra rannsókna, sem sjóíþróttafólk hafi ekki fengið að tjá sig um. „Auk þess að vekja athygli á því að ákvörðun Seltjarnarnesbæjar á sér enga heimild í lögum mótmælum við undirritað sjóíþróttafólk hér með þeirri mismunun sem birtist í um- ræddri aðgerð bæjarins og krefj- umst þess að bærinn endurskoði af- stöðu sína að undangenginni rannsókn á staðreyndum málsins.“ Bent hefur verið á að sjó- íþróttamenn hafi náð að stöðva svip- aðar hugmyndir á síðasta ári með samtali við bæjaryfirvöld. Þeir stefna að því að safna 1.000 undirskriftum og í gær höfðu 125 manns skrifað undir. sisi@mbl.is Óhressir með bann við sjóíþróttaiðkun  Safna undirskrift- um til að knýja fram afnám bannsins Morgunblaðið/ Bogi Þór Arason Við Gróttu Brimbrettakappi nýtir sér öflugar öldurnar á Seltjörn.ODEE Sýning í Gallerí Fold 28. mars - 18. apríl Circulum Landvættir Í ljósi varúðarráðstafanna vegna Covid-19 faraldurins verður engin eiginleg opnun Listamaðurinn mun spjalla um verk sín í beinu streymi á Facebook-síðu Gallerís Foldar laugardaginn 28. mars, kl. 14

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.