Morgunblaðið - 16.05.2020, Side 14

Morgunblaðið - 16.05.2020, Side 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2020 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég hef haft það ágætthér á þessum covid-tímum. Það er ekkislæmt að vera hérna þrátt fyrir ástandið í heilbrigð- iskerfinu. Ég held að þetta sé blásið svolítið upp í fréttum, ég finn alla vegana ekki of mikið fyrir þessu meinta slæma ástandi þar sem ég er. Vissulega eru göturnar tómleg- ar og við erum beðin um að vera heima eins mikið og við getum. Við megum fara út í göngutúr og út í búð ef við erum með grímu, og auð- vitað þurfum við að halda tveggja metra fjarlægð. Við erum tvær vin- konur sem leigjum saman íbúð, svo ég hef ekki fundið fyrir of mikilli einangrun,“ segir Kamilla Alfreðs- dóttir sem býr í New York og starf- ar þar við leiklist. „Ég flutti hingað fyrir tveimur árum, en ég hafði verið hér í einn mánuð sumarið á undan, þegar ég fór á söngleikjanámskeið hjá New York Film Academy. Síðan fékk ég inngöngu í söngleikjanám hjá þeim og var þar í eitt ár. Að því loknu var ég í eitt ár í námi í kvikmyndaleik, einnig hjá New York Film Aca- demy,“ segir Kamilla sem hefur verið að vinna við leiklist frá því hún lauk náminu. Hún er menntað- ur hjúkrunarfræðingur en ástæð- una fyrir því að hún skipti alfarið um starfsvettvang, segir hún vera að hún hafi alla tíð verið mikið fyrir að koma fram. „Ég tók þátt í öllum nemenda- leikritunum þegar ég var í Versló. Ég hef ekki snúið bakinu við því fagi sem ég menntaði mig í, draumastaðan væri að geta starfað bæði sem hjúkrunarfræðingur og listamaður. Listin hefur alltaf kall- að á mig og þegar ég fékk inngöngu í skólann hér þá ákvað ég að skella mér, á meðan ég gæti.“ Alger geðveiki stundum „Ég hef verið í nokkrum bak- grunnsverkefnum við kvikmyndir, sem felst þá í því að leika í hópsen- um eða leika til dæmis manneskju sem gengur hjá eða er inni á bar í einhverri senu. Þetta er mjög gam- an og ég kynnist alls konar fólki í þessu. Ég vinn líka á Times Square við að kynna söngleiki á Broadway. Þá dressum við okkur upp eins og persónur úr söngleikjum, til dæmis úr Chicago-söngleiknum og Waitress. Þetta er í raun eins og lif- andi auglýsingar fyrir söngleiki sem eru í sýningu hverju sinni, við dönsum og syngjum á götunni í þessum karakterum. Þetta er dag- vinnan mín og heldur mér á floti fjárhagslega,“ segir Kamilla og bætir við að úti í New York gangi þetta út á að vera stöðugt að fara í áheyrnarprufur. „Baráttan er hörð, margir leik- arar um hlutina. Maður mætir og skráir sig á lista eldsnemma um morgun og reynir að komast inn í herbergið til að fá prufu. Við sem erum að byrja og erum ekki í félagi leikara, af því við erum ekki búin að vinna í bransanum nógu lengi, við þurfum að mæta á svæðið og reyna að vera fyrst til að skrá okkur á lista. Þau sem eru í félaginu geta skráð sig á netinu og eru þá með pantaðan tíma til að fara í prufur. Þetta er alger geðveiki stundum. Ég hef farið í prufu þar sem 500 manns voru á skráðum lista. Stund- um eru raðir í kringum húsið til að komast inn í bygginguna. Þetta er mjög áhugavert,“ segir Kamilla og hlær. Vinnan okkar að fara í prufur „Ég reyni að sækja um allt sem ég sé. Maður þarf að mæta á svæðið fyrir söngleikjaprufurnar af því þá er píanóleikari á staðnum sem spil- ar undir, það þarf að vera lifandi flutningur. Ég sæki líka mikið um fyrir leikrit, kvikmyndir og þætti, en þær prufur eru flestar í gegnum netið, ég sendi þá myndband af mér að leika. Okkur var sagt í skólanum að ef við ætluðum að vera leikarar í New York, þá fælist vinnan okkar í því að fara í prufur, en það væri bónus ef við fengjum hlutverk. Þetta er raunveruleikinn hér.“ Kamilla segir að í opnu prufunum sem hún fari í þá hafi hún í mesta lagi tvær mínútur til að vera inni í prufuherberginu. „Í dómnefndinni við borðið eru nokkrar manneskjur, stundum bara ein. Þetta gengur mjög hratt fyrir sig, ég heilsa, geng til píanóleikarans, sýni honum hvaða lag ég ætla að syngja og svo syng ég. Kveð og fer.“ Vorið kemur heimur hlýnar „Planið er að vera hér á meðan ég get. Ég hef alveg pælt í því að flytja aftur heim til Íslands, en Broadway er heillandi. Þetta er vissulega erfitt, en ég reyni að sjá skemmtunina í því að fara í prufur og fá að koma fram þar. Ég kynnist skemmtilegu fólki sem ég hitti kannski aftur og aftur í biðherberg- inu í prufunum. Broadway er í raun lítið samfélag, þó það samanstandi af álíka mörgu fólki og öllum Ís- lendingum.“ Kamilla söng lagið Vorið kemur heimur hlýnar, á svölunum á Man- hattan í covid-tíðinni og setti á netið og var það sýnt í Landanum hér heima. „Ég sótti um verkefni og sendi búta úr nokkrum lögum og Instagram-reikninginn minn þar sem með myndbandið er af mér að syngja Vorið kemur. Í framhaldinu var mér boðið að syngja í „virtual live cabaret“ fyrir Table Top Broadway sem kallast „Live From Quarantine“. Þessi þáttur verður í beinni útsendingu í dag laugardag klukkan 19 á íslenskum tíma. Það er hægt að kaupa miða á þessa sýn- ingu í gegnum instagram reikning- inn minn: @Kamilla_A_Dottir Ljósmynd/theatreMAMA.com Fjölbreytt vinna Kamilla (lengst t.v.) í kynningarvinnunni á Times Square í New York í hinum ýmsu hlutverkum úr söngleikjum á Broadway, Chicago-söngleiknum, Waitress og Pip’s Islands. Ljósmynd/theatreMAMA.com Ljósmynd/theatreMAMA.com Listin hefur alltaf kallað á mig Kamilla Alfreðsdóttir lif- ir og hrærist í leiklistar- bransanum í New York. Hún syngur í kvöld í beinni útsendingu á viðburði sem heitir „Live From Quarantine“. Jólabros Kamilla (til hægri) með vinkonu sinni á Times Square að kynna jólasöngleikinn Rockettes á Broadway. Ljósmynd/theatreMAMA.com

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.