Morgunblaðið - 16.05.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.05.2020, Blaðsíða 18
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Talsvert er um snjóbrot víða í skógum á Norð- urlandi, ekki síst í minni reitum og á trjám við sumarbústaði og í húsagörðum, t.d. á Akureyri og í Skagafirði. Framundan er því víða mikil vinna við hreinsunarstarf. Tjónið virðist reynd- ar ekki vera eins mikið og óttast var, bæði eftir stórviðrið í desember og veðrasama tíð á Norð- urlandi í allan vetur. Undanfarið hafa mörg tré sem sliguðust í snjóum vetrarins rétt glettilega mikið úr sér. Bjóða aðstoð við hreinsun Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga, segir að í Kjarnaskógi hafi mörg tré brotnað meðfram göngustígum og skemmdirnar séu áberandi. Við opin svæði hafi tré farið verr heldur en þar sem tré standa þétt. Í Kjarnaskógi sé fjölsótt útivistarsvæði með miklu stígakerfi og þar sé gríðarmikil vinna framundan við hreinsun. Hann segir það ánægjulegt hversu margir hafi boðið fram aðstoð við hreinsun og upp- byggingu í Kjarnaskógi undanfarið. Nefnir í því sambandi útivistarfólk og áhugamenn um skógrækt. Verið sé að undirbúa komu þessa góða fólks til aðstoðar í skóginum. Ingólfur segist vona að skógarbændur hafi ekki orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni, en ekki séu öll kurl komin til grafar því víða sé snjór enn yfir. Í görðum á Akureyri hafi víða orðið tjón á trjám sem gjarnan hafi tilfinningalegt gildi fyr- ir fólk. Ingólfur segir að sumarbústaðaeigend- ur séu margir byrjaðir að saga og snyrta eftir skemmdirnar og þar sé víða verk að vinna. Sígræn tré eins og greni og fura hafi í mörg- um tilvikum farið verr heldur en t.d. lerki og ösp, þar sem ekki verði eins mikil snjósöfnun í trjánum. Eitthvað sé um að birki hafi bæði bognað og brotnað. Skaflar voru áberandi Johan Holst, skógarbóndi á Silfrastöðum í Skagafirði og skógræktarráðgjafi Skógrækt- arinnar í Húnavatnssýslum, segir að tjón á milli einstakra svæða sé mjög misjafnt. Á Silfrastöðum, innarlega í Norðurárdal, sé stór skógur, en snjólétt og litlar skemmdir. Þegar komi út fyrir Varmahlíð og í Húnavatnssýslur hafi verið áberandi hversu miklir skaflar hafi verið í vetur í litlum heimareitum og mikið tjón. Sömu sögu sé til dæmis að segja úr skóg- inum á Páfastöðum í Skagafirði. Víða í Skaga- firði og Húnaþingi megi sjá grenitré og greina- mikil furutré, sem hafi kubbast í sundur. Jóhann nefnir einnig önnur dæmi um skógarreiti á svæðinu sem standa norðan við mannvirki og trén hafi þannig varið hús fyrir snjó og stormum vetrarins. Tjón hafi orðið á trjánum, en þau hafi þjónað ákveðnum til- gangi. Hann segir að á Norðurlandi vestra sé hins vegar mikið um brunnið barr á greni og furu. Það dragi að líkindum úr vexti trjánna, en von- andi nái þau sér á strik. Mikið hreinsunarstarf í skógum nyrðra  Talsvert um snjóbrot eftir harðan vetur  Víða varð tjón í görðum og heimareitum Morgunblaðið/Árni Sæberg Brotin og bogin Víða á Norðurlandi gáfu tré og hríslur eftir eins og við Laufás í Eyjafirði. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Líklegt er að útgerðir uppsjávar- skipa hugi að makrílveiðum nokkru fyrr í sumar heldur en almennt var í fyrra. Ástæður eru einkum aukinn kvóti á þessu ári og eins að talsvert þurfti að hafa fyrir afla er leið á haustið og sækja þurfti makrílinn djúpt austur af landinu. Nokkur óvissa er um sölu á afurðum í kjölfar kórónuveikinnar. Sérfræðingur í sölumálum segir að talsverðar áskoranir verði á mörkuðum, en seg- ist samt vera þokkalega bjartsýnn. Vill landa fyrir lok júní Ingimundur Ingimundarson, út- gerðarsjóri uppsjávarskipa hjá Brim, sagði í vikunni að í fyrra hefði fyrsta makrílfarminum úr skipum félagsins verið landað 11. júlí. Í ár yrðu menn fyrr á ferðinni og hann sagðist gjarnan vilja fá fyrsta farm- inn að landi fyrir lok júní. Vonandi yrði makríll þá kominn á veiðislóð suður af landinu og ekki mikið blandaður íslenskri sumargotssíld, eins og stundum hefði verið. Svipuð áform hefði hann heyrt frá öðrum fyrirtækjum, sem síðustu ár hefðu byrjað 2-4 vikum seinna. Alls verður makrílkvóti Íslands rúmlega 152 þúsund tonn í ár sam- kvæmt ákvörðun sjávarútvegsráð- herra, en var 140 þúsund tonn í fyrra. Um 20 þúsund tonn af heim- ildum í makríl voru geymd á milli ára. Vonast eftir betra ástandi á mörkuðum í haust Megnið af makrílframleiðslu síð- asta árs er selt, en einhverjar leifar munu þó vera eftir. „Það sem er eftir í frystigeymslum hér á landi er ekki óviðráðanlega mikið, en hins vegar heyri ég að talsverðar birgðir séu í Færeyjum og Noregi, sem gæti haft áhrif á markaðinn fram undan,“ seg- ir Teitur Gylfason, sölustjóri hjá Iceland Seafood. „Aukið framboð með auknum kvóta gæti sömuleiðis haft áhrif á markaði og einnig áhrif kórónuveik- innar. Ég vænti þess að áhrif farald- ursins fari dvínandi á næstu mán- uðum og allar söluleiðir verði opnar á ný í haust þegar megnið af afurð- unum verður selt. Undanfarið hafa veitingastaðir verið lokaðir víða um heim, en þeir sem hafa selt í gegnum smásala hafa staðið betur að vígi. Þetta verður eflaust einhver brekka, en ég met stöðuna þokka- lega og er alltaf bjartsýnn,“ segir Teitur. Hann segir að langstærsti markaður fyrir makríl frá Íslandi sé í austurhluta Evrópu. Þar séu löndin í kringum Svartahafið sterk, einkum Úkraína, Georgía og Moldavía, einn- ig Kasakstan og Úsbekistan og þá sé Tyrkland vaxandi markaður. Verðmætasti markaðurinn sé hins vegar í Asíu, en það sem sé selt þangað endi að stórum hluta í Japan. Sá markaður taki þó ekki endalaust við og þar sé mikil samkeppni frá Norðmönnum, Skotum og Írum. Teitur segir að í Evrópu sé mark- aður fyrir flök mikilvægur þar sem ekki er borgaður tollur af flökum frá Íslandi sem seld séu til landa innan Evrópusambandsins. Áður var Rússland stærsti kaupandinn á síld og makríl, en ekkert hefur verið selt þangað síðan sumarið 2015 er Rúss- ar settu á viðskiptabann á sjávaraf- urðir frá Íslandi. Teitur segist ekki eiga von á breytingum á því á næstu árum. Uppsjávarveiðar allt árið Veiðar á uppsjávartegundum við Ísland dreifast á árið. Venjan er sú að loðnuveiðar byrji í janúar og standi fram í mars, en um slíkt hefur ekki verið að ræða tvö síðustu ár. Kolmunni er veiddur seint á haustin og fyrstu mánuði ársins, mest við Færeyjar og í alþjóðlegri lögögu austur af Írlandi. Á sumrin og fram eftir hausti er áhersla lögð á makríl- og síldveiðar, sem fara í vinnslu til manneldis. Lýsi og mjöl er hins veg- ar unnið úr kolmunna. Um veiðar úr þessum deilistofnum var fjallað á heimasíðu Fiskistofu í vikunni. Ingimundur útgerðarstjóri segir að kolmunnaveiðar hafi gengið þokkalega undanfarið suður af Fær- eyjum, en meiri kraftur hefði þó mátt vera í veiðum. Algengt hafi verið að menn hafi fengið 3-400 tonn á sólarhring og því hafi tekið nokkra daga að fylla skipin sem flest bera 2-3 þúsund tonn. Kolmunnakvóti ársins er 245 þús- und tonn og samkvæmt yfirliti á vef Fiskistofu er búið að landa um 130 þúsund tonnum frá áramótum, þar af um 40 þúsund tonnum í maí. Þá er ótalinn afli sem er í skipunum eða hefur verið landað allra síðustu daga. Fyrr til makrílveiða í ár  Aukinn kvóti og áskoranir í sölu afurða  Mest af makrílnum fer til austurhluta Evrópu  Meiri kraftur hefði mátt vera í kolmunnaveiðum suður af Færeyjum Veiðar á uppsjávarafla árið 2019 Þúsundir tonna, frá febrúar til desember Heildarkvótar ársins 2020 80 70 60 50 40 30 20 10 0 feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. Kolmunni Makríll Norsk-íslensk síld Heimild: Fiskistofa 30,4 64,4 60,8 69,2 66,6 42,7 18,1 48,4 48,4 29,9 3,4 6,4 3,0 Kolmunni Makríll Norsk-íslensk síld 245 152 91 þúsund tonn Þúsundir tonna Líklegt er að stöðvun grásleppu- veiða eigi þátt í að fleiri sækja nú á strandveiðar heldur en tvö síðustu ár, en einnig erfitt atvinnuástand. Samkvæmt yfirliti frá Lands- sambandi smábátaeigenda eru út- gefin leyfi nú orðin 540, en voru 453 á sama tíma í fyrra og 396 vorið 2018. Í ár hafa 467 strandveiðibátar landað afla. Flestir hafa róið frá stöðum við vestanvert landið, frá Arnarstapa að Súðavík. Áberandi aukning hefur orðið síðustu ár í strandveiðum á suðursvæði frá Höfn til Borgarness, en á öllum svæðum hefur fjölgað á strandveiðum frá 2018. Alls var aflinn á fimmtudagskvöld orðinn 1.262 t. í 1.859 löndunum eða að meðaltali 2,7 tonn á bát. Í róðri er meðalbáturinn með 679 kíló og er það svipaður meðalafli og var í fyrra, en heldur minni en 2018. Í ár er búið að veiða 1.203 tonn af þorski. Ef mið- að er við 11 þúsund tonn af þorski í heild á strandveiðum sumarsins er búið að veiða um 10,9% aflans fyrstu tvær vikur vertíðar. aij@mbl.is Alls staðar fjölgun á strandveiðum Vertíð Á strandveiðum fyrir utan Ólafsvík fyrir nokkrum árum.  Búið að landa 1.203 tonnum af þorski Morgunblaðið/Alfons 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2020

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.