Morgunblaðið - 16.05.2020, Síða 20
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Fyrirframinnheimtar tekjur Ice-
landair Group af farmiðasölu nema
nú hærri fjárhæð en laust fé fé-
lagsins er. Félagið treysti því í nú-
verandi ástandi á að viðskiptavinir
sem nú þegar hafa greitt fyrir flug-
ferðir, sem fella hefur þurft niður,
þiggi inneignir vegna þess sem
þeir eiga inni hjá félaginu í stað
þess að krefjast endurgreiðslu eins
og lög kveða á um að þeir eigi rétt
til.
Með því móti gengur félagið
hægar á laust fé í bókum sínum en
félagið hefur enn verulegan kostn-
að af mörgu í starfsemi sinni sem
nýta þarf lausaféð í, fremur en að
endurgreiða flugmiða.
Afbóka aðeins sjö daga fram í
tímann til að draga úr útflæði
Af sömu sökum hefur félagið
haldið sig við þá vinnureglu að af-
bóka flug aðeins eina viku fram í
tímann, jafnvel þótt augljóst hafi
verið að það gæti ekki staðið við
mikinn fjölda ófloginna ferða
margar vikur fram í tímann.
Með því að fella flugin ekki fyrr
niður nær félagið að seinka því að
til lögbundinnar skyldu til endur-
greiðslu stofnist. Hafa flest flug-
félög leitað þessarar leiðar, eða
annarra áþekkra, til að koma í veg
fyrir enn meiri lausafjárskort en
þau glíma nú þegar við.
Heimildir Morgunblaðsins herma
að enn þiggi ríflega helmingur við-
skiptavina félagsins inneignir í stað
endurgreiðslu. Samkvæmt öðrum
heimildum jókst þó þrýstingur á
endurgreiðslur í kjölfar ummæla
Bjarna Benediktssonar fjármála-
ráðherra sem hann létt falla í þætt-
inum Víglínunni á Stöð 2 síðastlið-
inn sunnudag. Þar sagði hann að
sér sýndist félagið stefna í gjald-
þrot að öllu óbreyttu.
Í nýjum árshlutareikningi Ice-
landair er nær útilokað að fá ná-
kvæma mynd af því hverjar fyr-
irframinnheimtar farmiðatekjur
félagsins eru.
Flytja skuldina til í bókhaldinu
Þannig hefur félagið vegna stöð-
unnar sem nú er uppi fært stærst-
an hluta þeirra tekna undir annan
lykil í reikningnum, þ.e. skamm-
tímaskuldir. Þannig fara fyrirfram-
innheimtar farmiðatekjur úr 154,2
milljónum dollara, jafnvirði 22,5
milljarða króna, í 26,9 milljónir
dollara, jafnvirði 3,9 milljarða
króna.
Hins vegar vaxa skammtíma-
skuldir félagsins úr 221 milljón
dollara, jafnvirði 32,2 milljarða
króna, í 453 milljónir dollara, jafn-
virði 66 milljarða. Er það aukning
um 232 milljónir dollara eða 33,8
milljarða króna. Hins vegar er ekki
tilgreint hvort aukningin sé öll
komin til vegna færslunnar úr fyr-
irframinnheimtum farþegatekjum
eða hvort aðrar skuldir komi þar að
auki.
Gengur hratt á lausaféð
Samkvæmt nýju árshlutaupp-
gjöri var lausafjárstaða félagsins
enn sterk í lok fyrsta fjórðungs
ársins eða 281 milljón dollara. Af
því voru 62,5 milljónir dollara í
óádregnum lánalínum. Markmið fé-
lagsins er að lausafjárstaðan fari
ekki undir 200 milljónir dollara.
Þann 1. maí gaf félagið hins vegar
út að það gerði ráð fyrir að lausa-
fjárstaðan færi undir þetta mark
„innan fárra vikna“.
Þótt ríflega helmingur farþega
þiggi inneignir vegna þeirra ferða
sem ekki hefur verið hægt að
standa við er félaginu nauðsynlegt
að stöðva útflæði tengd endur-
greiðslum. Heimildir Morgunblaðs-
ins herma að eina haldbæra leiðin
til þess sé að opna fyrir sem flestar
flugleiðir út úr landinu svo að hægt
sé að standa við áður útgefnar
skuldbindingar eða færa farþega
milli fluga og koma þeim milli
áfangastaða innan þeirra marka
sem lög og reglur gera ráð fyrir að
heimilt sé gagnvart neytendum.
Hagfelldir samningar við
kortaþjónustufyrirtækin
Icelandair Group hefur notið
mjög hagfelldra samninga við
færsluhirðingarfyrirtæki og heim-
ildir Morgunblaðsins herma að nær
allar tekjur félagsins af farmiðasölu
skili sér fljótt og vel inn á reikn-
inga félagsins. Félagið er að því
leyti í ólíkri stöðu en WOW air var
í frá haustinu 2017 þegar kortafyr-
irtæki tóku að halda sífellt stærri
hluta farmiðasölu flugfélagsins eft-
ir, fram að þeim tíma að það innti
þjónustu sína gagnvart kaupendum
af hendi. Slíkar ráðstafanir þurrk-
uðu upp lausafé félagsins á svo að
segja einni nóttu.
Verða að treysta á inneignarnótur
Fyrirframinnheimt fargjöld og laust fé Icelandair
Árslok 2019 31. mars 2020 Breyting
Fyrirframinnheimtar tekjur 154,2 26,9 -127,3
Skammtímaskuldir 221 453,1 232,1
Laust fé 301,6 281 -20,6
Þar af óádregnar lánalínur 55 62,5 7,5
Heimild: Ársreikningur Icelandair Group 2019, Árshlutareikningur
1. ársfj. 2020 og tilkynningar frá félaginu
Upphæðir eru í milljónum dollara
Fyrirframinnheimtar tekjur af farmiðasölu slaga upp í lausafjárstöðu Icelandair Færa stærstan hluta
þessara tekna sem skammtímaskuldir Verða að komast í loftið til að stöðva lekann af reikningum
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2020
● Hreinn gjaldeyrisforði Seðlabankans
hélt áfram að vaxa í aprílmánuði líkt og
mánuðinn á undan og nam 970,6 millj-
örðum króna. Hækkaði hann því um 23
milljarða milli mánaða. Þetta má lesa úr
nýútkomnum hagtölum bankans.
Gjaldeyrisforðinn hefur ekki verið
hærri síðan í maímánuði 2012 þegar
hann fór í 1.063 milljarða króna.
Langstærstur hluti eignanna er í er-
lendum gjaldeyri, einkum erlendum
verðbréfum, seðlum og innstæðum. Þá
nemur gulleign bankans nú tæpum 16
milljörðum króna og hefur ekki verið
verðmætari alla þessa öld. Nettó út-
greiðslur gjaldeyriseigna Seðlabankans
og ríkissjóðs fyrir næstu 12 mánuði eru
áætlaðar 16 milljónir króna.
Gjaldeyrisforðinn
heldur áfram að vaxa
● Hlutabréfaverð flestra félaga í Kaup-
höll hækkaði í gær. Verðmæti fimm fé-
laga stóð í stað en önnur hækkuðu.
Mest var hækkun á bréfum Icelandair
Group eða 17,9% í 28 milljóna króna
viðskiptum. Næstmesta hækkunin varð
á bréfum TM og nam 3,3%. Mest voru
viðskipti með bréf Marels og námu
þau 354 milljónum króna. Stóð verð
bréfa félagsins í stað í viðskiptunum.
Næstmest voru viðskipti með bréf Ar-
ion banka og námu þau 336 milljónum.
Hækkaði félagið lítillega í viðskiptunum.
Grænt í Kauphöllinni
STUTT
Hagnaður
Landsvirkjunar
nam 31,5 millj-
ónum dollara á
fyrsta ársfjórð-
ungi, samanborið
við 41,2 milljónir
dollara yfir sama
tímabil í fyrra.
Rekstrartekjur
námu 126,2 millj-
ónum dollara,
17,9 milljörðum króna, og lækkuðu
um 7 milljónir dollara frá sama
tímabili í fyrra. Jafngildir það 5,3
samdrætti í tekjum. Sala raforku
dróst einnig saman eða um 3,4%.
Nettóskuldir félagsins lækkuðu
um 54,2 milljónir dollara, jafnvirði
7,7 milljarða frá áramótum og voru
í lok marsmánaðar 1.637 milljónir
dollara, jafnvirði 232,5 milljarða
króna. Handbært fé frá rekstri nam
74,5 milljónum dollara, jafnvirði
10,7 milljarða króna sem er 10,2%
lækkun frá sama tímabili í fyrra.
Segir Hörður Arnarson, forstjóri
fyrirtækisins, að afkoman hafi
reynst viðunandi í ljósi ytri að-
stæðna. Raforkuverð hafi lækkað í
samningum sem tengdir eru álverði
eða Nord Pool-raforkuverði. Segir
hann að áhrifin af útbreiðslu kór-
ónuveirunnar muni verða mun
meiri á komandi mánuðum en komi
fram í uppgjörinu. Segir hann
fyrirtækið vel í stakk búið til að
takast á við áskoranirnar fram und-
an.
„Nýverið var tilkynnt um 12
milljarða króna framlag til ýmissa
nýframkvæmda, endurbóta og við-
halds á orkuvinnslusvæðum á
næstu þremur árum, auk þess sem
við munum veita tímabundna af-
slætti af raforkuverði til við-
skiptavina meðal stórnotenda að
fjárhæð 1,5 milljarðar króna.“
Hagnaður
Landsvirkj-
unar minnkar
Orkusala dregst
saman um 3,4%
Hörður
Arnarson
16. maí 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 146.62
Sterlingspund 179.13
Kanadadalur 104.12
Dönsk króna 21.228
Norsk króna 14.365
Sænsk króna 14.886
Svissn. franki 150.57
Japanskt jen 1.3703
SDR 199.35
Evra 158.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 192.3636
Hrávöruverð
Gull 1716.4 ($/únsa)
Ál 1439.0 ($/tonn) LME
Hráolía 29.52 ($/fatið) Brent
Allt um
sjávarútveg
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
., '*-�-��,�rKu�,
Kæli- & frystibúnaður
í allar gerðir sendi- og flutningabíla
Vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Sími 555 3100 www.donna.is
Honeywell gæða lofthreinsitæki
Hreint loft - betri heilsa
Loftmengun er hættuleg heilsu og
lífsgæðum. Honeywell lofthreinsitæki
eru góð við myglu-gróum, bakteríum,
frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir allt
að 99,97% af ofnæmisvaldandi efnum.
Verð kr.
18.890
Verð kr.
49.920
Verð kr.
35.850Verð kr.15.960
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum