Morgunblaðið - 16.05.2020, Side 27

Morgunblaðið - 16.05.2020, Side 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2020 ✝ Auður Guð-mundsdóttir var fædd á Stóru- Borg í Víðidal 16. mars 1926. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Grund 4. maí síð- astliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Ólöf Helgadóttir (1898- 1945) og Guð- mundur Jónsson (1892-1936). Alsystkini: Njáll (1920-1998), tvær stúlkur fæddar og dánar samdægurs (1921), Jóhann Helgi (1922-1988), Guðrún Jó- hanna (1924), Ólafur Ingi- mundur (1928-2005), Anna (1930-2018), Ásborg (1931- 1948), Reynir Líndal (1932- 1984), Þórður (1934), Rannveig Sigríður (1935) og Guðmundur (1936-2001). Hálfbræður samfeðra voru Hjörtur Frímann (1918-2009) og Björn Tryggvi (1918-1943). Árið 1954 giftist Auður Jó- hanni Benediktssyni frá Neðri- hjúkrunarfræðingi, f. 1965. Börn þeirra eru: a) Davíð, f. 1989. b) Áslaug, f. 1991, gift Daníel Steingrímssyni, f. 1986. Börn þeirra eru Þuríður, f. 2015, Haraldur, f. 2018, og Ágúst, f. 2020. c) Ingunn, f. 1995. Sambýlismaður hennar er Eyþór Eiríksson, f. 1995. 4) Guðmundur viðskiptafræð- ingur, f. 10. júlí 1963, kvæntur Önnu Magnúsdóttur tannlækni, f. 1970. Börn þeirra eru: a) Helgi, f. 1997, b) Benedikt, f. 2001, og c) Dagný, f. 2003. Auður ólst upp á Stóru-Borg við algeng sveitastörf. Hún stundaði nám við Héraðsskól- ann á Reykjum í Hrútafirði 1944-46 og var farkennari í Vesturhópi og Víðidal á ár- unum 1949-54. Fyrstu búskap- arár þeirra Jóhanns bjuggu þau á Efri-Fitjum í Víðidal í sambýli við fósturbræður hans en fluttust til Reykjavíkur 1957 og bjuggu þar til dauða- dags, lengst á Melhaga 7. Sam- hliða annasömum heim- ilisstörfum vann Auður við ræstingar í Melaskóla 1973-94 en mestalla starfskrafta sína helgaði hún afkomendum sín- um. Útför Auðar fór fram í kyrr- þey sökum aðstæðna í þjóð- félaginu. Fitjum, f. 15. jan- úar 1919, d. 31. janúar 1999. For- eldrar hans voru hjónin Sigríður Friðriksdóttir og Benedikt Pétur Benónýsson í Kambhól en fóst- urforeldrar Sigríð- ur Guðmunds- dóttir og Árni Vernharður Gísla- son á Neðri-Fitjum. Börn Auðar og Jóhanns eru: 1) Sigríður menntaskólakenn- ari, f. 29. apríl 1954. 2) Ólafur sóknarprestur, f. 1. júlí 1959, kvæntur Þóru Harðardóttur kennara, f. 1959. Börn þeirra eru: a) Jóhann, f. 1988. Sam- býliskona hans er Auður Al- bertsdóttir, f. 1989, og sonur þeirra Ólafur, f. 2013. b) Auð- ur, f. 1991. Sambýlismaður hennar er Sölvi Thoroddsen, f. 1991, og sonur þeirra Einar, f. 2019. 3) Haraldur taugalæknir, f. 9. febrúar 1961, kvæntur Margréti Jóhannesdóttur Þakklæti er mér efst í huga þegar ég minnist mömmu. Ekki er hægt að segja að ég hafi fæðst með silfurskeið í munni í hefð- bundnum skilningi en mín silfur- skeið var að eiga ástríka foreldra sem lögðu alla áherslu á að veita börnum sínum gott atlæti. Við bjuggum þröngt í mörg ár, vorum sex manna fjölskylda í tveggja herbergja kjallaraíbúð, en okkur skorti ekki neitt og við börnin fórum ekki á mis við neitt sem máli skipti. Þá peninga sem ekki þurfti að nota í brýnustu nauðsynjar nýttu foreldrar mínir yfirleitt í eitthvað fyrir okkur börnin en sjálf veittu þau sér frekar fátt. Mamma ólst upp í stórum systkinahópi en 10 ára missti hún föður sinn úr lungnabólgu og var 19 ára þegar móðir hennar lést úr berklum. Eins og gefur að skilja hafði þetta mikil áhrif á hana og markaði þau spor síðar að hún gaf sig alla í að sinna fjöl- skyldu sinni. Eftir að mamma og pabbi rugl- uðu saman reytum stunduðu þau í fyrstu búskap í V-Húnavatns- sýslu en fluttust síðan á mölina árið 1957 eins og svo margir um það leyti. Pabbi stundaði verka- mannavinnu og varð svo verk- stjóri hjá Reykjavíkurborg en mamma sá um heimilið. Mamma var eldklár og minnug og hefði án efa haft hæfileika til að stunda langskólanám ef tæki- færi hefði gefist. Í staðinn var hún mjög áhugasöm um að börnin hennar menntuðu sig og fagnaði hverjum áfanga þeirra á mennta- brautinni. Mamma var hlý og góð mann- eskja. Ég man enn að sumir krakkarnir í götunni sögðu: „Mundi, þú átt svo góða mömmu“ (og það var ekki bara eftir að hún var búin að gefa þeim pönnukök- ur). Mamma hafði ríka réttlætis- kennd og átti sterka trúarsann- færingu. Hún kenndi okkur bænir og þær voru okkur gott veganesti út í lífið, já meira að segja enn betra nesti en pönnu- kökurnar sem voru rómaðar. Mamma var yfirleitt glaðvær og auðvelt var að finna fyrir hlýju hennar. Barnabörnin nutu þess- arar hlýju og nú seinast barna- barnabörnin. Þeim fannst gott að láta ömmu og langömmu dekra við sig. Síðustu tvö ár mömmu voru henni ekki auðveld en þá gat hún ekki lengur séð um sig sjálf. Dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu Grund þar sem hún naut góðrar umönnunar til æviloka. En minningin lifir um góða, glaðlynda, ástríka og heiðarlega konu sem ég var svo lánsamur að eiga sem móður. Guð blessi minn- ingu hennar. Guðmundur Jóhannsson. Við fráfall mömmu leitar hug- urinn aftur til hamingjudaga bernskunnar á Melhaga 7. Efnin voru lítil og húsrýmið takmarkað en hjartarýmið þeim mun meira og öryggið fullkomið. Veganestið að heiman hefur dugað vel í meðbyr og andstreymi lífsins. Mamma og pabbi voru reglufólk, nægjusöm, æðrulaus og töluðu vel um annað fólk. Þau kenndu okkur systkinunum bæn- ir og hvöttu til þátttöku í barna- starfi kirkjunnar og öðru kristi- legu starfi. Mamma var líka úrræðagóð og lausnamiðuð, eins og það heitir nú til dags. Ungur las ég í einhverri sögu „hafa skal það sem hendi er næst og hugsa ekki um það sem ekki fæst“. Núna finnst mér að þessi speki hafi verið lífsmottó mömmu. Hún bar sig ekki saman við aðra, lét aldrei á sér finnast að hún óskaði sér einhvers sem aðrir gátu leyft sér en hún ekki. Þvert á móti var henni eiginlegt að gera það besta úr öllu og samgleðjast öðrum. Þau hin segja að við ljóshærða fólkið í fjölskyldunni eigum það skapgerðareinkenni sameiginlegt að vera fljót upp og fljót niður aft- ur. Mamma kenndi mér ungum Efes. 4:26B: „Sólin má ekki setj- ast yfir reiði ykkar.“ Sáttfýsi er mikilvæg og óuppgerð misklíð eitrar, ekki síst líf þeirra sem hafna sáttinni. Mömmu kom vel saman við flesta og samferðafólk- ið ber henni vel söguna. Þegar barnabörnin komu til sögunnar reyndist hún einstök amma. Hún áttaði sig um leið á persónueinkennum og lundarfari hvers þeirra og náði til þeirra allra. Þau áttu hjá henni öruggt skjól og höfðu algeran forgang hjá henni. Mamma varð 94 ára og hlaut hægt andlát, sátt við Guð og menn. Hún kappkostaði að halda fermingarheitið og nú hafa ræst á henni orð frelsarans: „Vertu trú (r) allt til dauða og ég mun gefa þér kórónu lífsins“ (Op. 2:10B). Ólafur Jóhannsson. Elsku Auður, tengdamamma mín! Tryggð og þakklæti koma fyrst upp í hugann þegar ég minnist þín. Kynni okkar ná yfir hátt í 40 ár og ég er ríkari vegna vináttu þinnar og samvistanna við þig. Lengst af bjuggum við nálægt hvor annarri, oddatölumegin á Melhaganum, og hjá þér var alltaf opið. Melaskóli var einnig okkar sameiginlegi vinnustaður. Eftir að börnin þín stálpuðust varstu í því einvalaliði sem sá um þrif í skólanum, ásamt nokkrum öðrum konum úr hverfinu sem urðu góð- ar vinkonur þínar. Þið sáuð um skólastofurnar eins og þær væru ykkar eigin stofur. Þegar Jóhann og Auður fædd- ust voru þau strax velkomin. Þau nutu ástúðar þinnar, örlætis, ósérhlífni og öryggis. Þú varst ætíð tilbúin að vera hjá þeim veik- um eða taka á móti þeim eftir skóla. Þú prjónaðir ullarsokka til skiptanna, sagðir sögur, lagðir fyrir þau gátur og fórst með fróð- leik. Þú fylgdist með þeim vaxa úr grasi og samgladdist þeim með hvern áfanga í lífinu. Þú varst vitur, víðlesin, jákvæð og hugurinn virkur fram undir það allra síðasta þótt líkaminn fylgdi ekki eftir. Þú hugsaðir mik- ið um tölur, mundir daga og ártöl, en einnig um áttirnar, tunglkom- ur og gang sólarinnar. Aldrei brást að gjöf kæmi frá þér þegar einhver í fjölskyldunni átti afmæli, hjá þér voru afmæl- isdagar miklir hátíðisdagar. Í bókinni Ljóð dagsins velur Sig- urbjörn Einarsson biskup ritn- ingarvers úr Fyrsta Jóhannesar- bréfi fyrir afmælisdaginn þinn, 16. mars: „Börnin mín, elskum ekki með tómum orðum heldur í verki og sannleika“ (I. Jóh. 3:18). Þannig varst þú. Trú þín kom fram í verki. Sr. Hallgrímur Pétursson var í miklu uppáhaldi hjá þér og þú hlustaðir alltaf á lestur Passíusál- manna í útvarpinu. Í Heilræða- vísum sr. Hallgríms er vísa sem lýsir vel lífsstefnu þinni: Víst ávallt þeim vana halt: vinna, lesa, iðja, umfram allt þó ætíð skalt elska Guð og biðja. Þú lagðir mikið upp úr sam- verustundum fjölskyldunnar, vildir helst ná öllum saman, og ótaldar eru pönnukökurnar sem þú bakaðir og hurfu jafnóðum of- an í viðstadda. Langömmubörnin voru svo sannarlega ljósgeislar í tilveru þinni þegar heilsunni hrakaði. Síðastliðin tvö ár voru þér erfið. Alla ævina hafði þér aldrei fallið verk úr hendi en eftir heilablóð- fallið gastu fátt gert af því sem áður hafði leikið í höndunum á þér. Samt hélstu þinni léttu lund og skýru hugsun og varst orð- heppin eins og áður. Hafðu þökk fyrir allt og allt, þú varst mér góð og sönn vinkona jafnt í gleði og sorg. Friður Guðs þig blessi. Þóra Harðardóttir. Að fá að eiga eins umhyggju- sama ömmu og Auður var er ómetanlegt. Við eigum óteljandi góðar minningar af heimsóknum til ömmu á Melhagann. Þar voru haldin fjölmörg Út- svarskvöldin þar sem við barna- börnin sameinuðumst hjá ömmu yfir sjónvarpinu og gæddum okk- ur á flatkökum og kókómjólk. Amma var alltaf með hugann við það að allir hefðu það gott og nytu sín vel. Það var mjög ríkt í henni að all- ir sætu við sama borð og allir fengju jafnt. Þannig var það að ef eitt barnabarnanna fékk eitthvað þá skyldu hin barnabörnin fá það sömuleiðis. Hún var afar gjafmild og passaði upp á að dekra vel við barnabörnin, og þótti henni af og frá að haft væri fyrir henni eða henni gefnar gjafir. Amma hafði unun af því að miðla af þekkingu sinni, þannig kenndi hún okkur að spila og prjóna, auk þess sem hún fékk okkur til að brjóta heilann yfir alls kyns gátum og vísum. Amma fylgdist vel með okkar lífi og var alltaf dugleg að spyrja út í skóla, áhugamál og vini. Hún hafði afar hlýja nærveru, hafði húmor fyrir sjálfri sér og fékk mann alltaf til að brosa. Við mun- um alltaf búa vel að öllu því sem hún kenndi okkur og gerði fyrir okkur. Davíð, Áslaug og Ingunn. Elsku amma mín. Nú hefurðu kvatt okkur og mér finnst svo skrýtið að hugsa til þess að ég sjái þig ekki oftar. Það var erfitt að fá ekki að heimsækja þig síðustu mánuðina en ég hef reynt að ylja mér við gamlar og góðar minn- ingar. Þegar ég byrjaði í Melaskóla og kom til þín hvern einasta dag eftir skóla. Þar beiðstu mín með heitan mat, kókómjólk og svo spiluðum við oftar en ekki marías. Þegar ég ætlaði að flytja að heiman, þá sex ára gömul. Pakk- aði því allra nauðsynlegasta í bak- poka og kom til þín. Þegar við frændsystkinin kom- um til þín á hverju föstudags- kvöldi og horfðum með þér á Út- svar. Og þegar við Jóhann fórum tvisvar með þér í salinn að horfa. Það var alltaf svo gott að koma til þín á Melhagann. Þú tókst mér alltaf opnum örmum, og öllum sem til þín komu. Passaðir að allir hefðu nóg að borða og drekka og liði vel. Það er skrýtið að hugsa til þess að Einar fái ekki að kynnast lang- ömmu sinni en mér þykir svo vænt um stundirnar sem þið fenguð saman. Takk fyrir allt. Þín nafna, Auður. Elsku amma mín. Það er erfitt að sjá þig fyrir sér sem eitthvað annað en ömmu. Þú smellpassað- ir í hlutverkið og sinntir því af al- úð fyrir okkur öll. Samt var það aðeins brot af þinni viðburðaríku ævi og þeirri góðvild sem þú sýndir gegnum tíðina. Sem barn vissi ég að prakkar- inn í mér væri kominn frá ömmu. Ekkert fékk á hana, hún talaði og hló manna hæst. Amma lýstist upp í hvert sinn sem við komum, hvort sem heimsóknin var áætluð eða óvænt. Fyrr eða síðar voru sætindi dregin fram; alveg óvænt í hvert einasta skipti! Fyrst um sinn lék ég mér með krökkunum í dótinu hennar á meðan hin full- orðnu ræddu um heima og geima. Síðar meir tók ég virkari þátt á meðan hún rifjaði upp ævi og af- drif gamalla kunningja, sveitunga sinna og allra þeirra ættmenna. Amma þekkti alla! Sama hvaða áhugamál við tók- um okkur fyrir hendur studdi amma það, jafnvel þegar hún þekkti ekkert til þess. Hún var fremsti aðdáandi hljóðfæraleiks systkina minna og fróðleiksfýsn- ar minnar. Þegar ég fékk áhuga á stjörnunum sagði hún mér frá gangi himintunglanna og kvart- ilaskiptum tunglsins. Grunnbæk- ur um stjörnufræði hrundu inn við afmæli og önnur tímamót. Í gegnum tíðina otaði amma að mér ótal bókum með ýmsum fróðleik úr stóru bókahillunni sinni. Skemmtilegar staðreyndir, spennandi ævintýri og hnyttnar dæmisögur sem vöktu ýmis heila- brot. Það var hjá ömmu sem ég lærði ólsen-ólsen og lönguvit- leysu, og jafnvel spilið marías, sem ég efast um að nokkur jafn- aldri minn hafi þá kunnað. Enn í dag get ég ekki verið viss hvort ég hafi verið afburðaspilari af nátt- úrunnar hendi - eða þá hvort elsku amma hafi haft jafn gaman af sigrum mínum og ég. Amma óttaðist ekki dauðann, hún vissi vel að þegar jarðvist hennar lyki stigi hún upp til frels- arans. Ég kynntist ömmu á loka- köflum ævi hennar og fékk aldrei að kynnast afa. En amma á efri árum í litlu íbúðinni sinni var ein sú hressasta og litríkasta persóna sem ég hef nokkurn tímann kynnst. Við barnabörnin vöktum henni sífellda kátínu og undir það síð- asta urðu barnabarnabörnin líf hennar og yndi. Við munum öll sakna hennar. Hvíl í friði amma mín, og takk fyrir þá samvist sem okkur var gefin. Helgi Guðmundsson. „Ert þetta þú, Jóhann minn?“ spurði amma þar sem ég þramm- aði inn til hennar eftir skóla á ímynduðum októberdegi 1996. Þarna, eins og alla aðra daga alla mína skólagöngu í Melaskóla, fór ég beint til ömmu og afa eftir skóla. Þar var ég eins og lítill prins, eins og í þessari heimsókn 1996: Þegar til ömmu var komið gat ég valið hvað ég borðaði. Kjötboll- ur, steiktan fisk, grjónagraut eða „bara“ rúgbrauð og kókómjólk. Eftir matinn fékk ég næði, eins og átta ára strákar þurftu, og fór yfir íþróttasíður Moggans. Að því loknu kom að heilagri stund hjá mér og ömmu: Við hlustuðum á veðurlýsinguna eftir fréttir á Rás 1. Hvernig var veðrið klukkan níu þann morguninn á Dalatanga? Það urðum við að vita þó ég hefði ekki minnstu hugmynd um hvar margir staðanna í veðurlýsing- unni væru. Eftir heimalærdóm og spjall um daginn og veginn varð ég oft mjög lúinn og lagði mig í sófann eða spilaði marías við ömmu og fékk ef til vill smá súkkulaði með. „Jæja, Jóhann minn. Klukkan er orðin fjögur og mamma þín og pabbi eru komin heim,“ sagði amma við mig. Dekrinu var lokið í bili en það var gott að fá eitt knús að lokum. „Svo sjáumst við bara á morgun, amma.“ Jóhann. Auður Guðmundsdóttir er nú látin. Hún er samofin mínum fyrstu bernskuminningum á æskuheimili mínu norður í Húna- þingi vestra. Heima hjá ömmu minni, Guðrúnu Magnúsdóttur, húsfreyju á Stóru-Borg. Foreldrar Auðar og þeirra systkina, þau Ólöf Helgadóttir og Guðmundur Jónsson, létust á besta aldri frá stórum barnahópi. Þannig gekk það á fleiri heimil- um, banvænn vágestur var á ferð. Seinni maður ömmu minnar, Jó- hann Líndal Helgason (1895- 1931), var móðurbróðir Auðar og systkina, hann var kennari í sveitinni og sum systurbarna hans ólust upp hjá honum og ömmu. Þegar Auður komst á ung- lingsárin fór hún af heimilinu til að afla sér menntunar og kom eft- ir það um árabil einungis heim í fríum. Ég fagnaði alltaf komu hennar og vappaði oft kringum rúmið hennar, óþreyjufull. Svo hellti mamma venjulega upp á kaffi og þær hófu spjallið uppeld- issysturnar. Ég var ekki orðin skólaskyld, þegar ég heyrði að næsti kennari í skólahéraðinu yrði mín elskaða Auður. En ég lærði þar fyrir utan afar margt af henni og nemend- um hennar þótti vænt um sína lærimóður. Eftir fjögur kennara- ár Auðar í farskóla Þverárhrepps flytur hún, fer að kenna í Fitjár- dal. Þá var hún trúlofuð Jóhanni Benediktssyni frá Neðri-Fitjum. Og nú ætlaði Jóhann brátt að koma með sinni heittelskuðu Auði í fermingu systur minnar. Það hafði spurst út að hann spilaði á harmoniku. Og allt tók fólkið spor í veislunni, dansaði við undirleik Jóhanns sem sat innst í norður- stofunni heima. Örlögin höguðu því svo til, að þau Auður og Jóhann dvöldust ekki lengi fyrir norðan eftir að þau giftu sig, heldur fluttust þau suður til Reykjavíkur eins og svo margir á þeim tíma, bjuggu lengi vel við Birkimel, síðar á Melhaga. Auður og Jóhann eignuðust fjög- ur börn, eina dóttur og þrjá syni. Mannvænlegt og gott fólk eins og þau eiga kyn til og öll fengu þau notið langskólamenntunar. Dótt- irin, Sigríður, sem ég þekki best þeirra, hafði sem kennari við MR lengi tök á að dveljast í sveit og var lengi á Stóru-Borg hjá B. Tryggva Jóhannssyni, bróður- syni ömmu hennar og hálfbróður móður minnar. Í ættgarði þeirra Auðar og Jó- hanns eru margir sterkir sterkir stofnar. Þar vil ég fyrst frægan telja föðurbróður Jóhanns, skáld- ið Valdimar K. Benónýsson, sem lengst af bjó á Ægissíðu á Vatns- nesi. Bróðir Jóhanns var skák- hetjan Benóný Benediktsson frá Kambhóli í Víðidal. Föðurbróðir Auðar var séra Valdimar J. Ey- lands frá Laufási í Víðidal, lengst af prestur í Winnipeg. Allt þetta fólk er nú horfið okk- ur. Og nú hefur hún líka kvatt í sumarbyrjun, konan sem ávallt bar sól og sumar í hjarta sínu, þótt skin og skúrir skiptust á í lífi hennar eins og okkar allra. Við Leo kveðjum hana með þökk. Börnum hennar og fjölskyldum þeirra bið ég allrar blessunar og farsældar um ókomna tíð. Guðrún Karlsdóttir frá Stóru-Borg. Auður Guðmundsdóttir Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.