Morgunblaðið - 16.05.2020, Page 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2020
✝ SigfinnurGunnarsson
fæddist 17. ágúst
1933 á Dallandi í
Böðvarsdal í Vopna-
firði. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Skjólgarði 7. maí
2020.
Foreldrar hans
voru Hansína Sig-
finnsdóttir og
Gunnar Runólfsson.
Systkini Sigfinns voru Sigvaldi
(hálfbróðir samfeðra), Krist-
björg, Hreinn (látinn), Jóna
Guðný, Gunnhildur Aagot (látin)
og Pálmi.
Eiginkona Sigfinns er Sig-
urbjörg Ragnarsdóttir, f. 26. nóv-
ember 1932. Þau giftu sig 26.
desember 1954 og áttu því 65 ára
brúðkaupsafmæli um síðustu jól.
Börn Sigfinns og Sigurbjargar
eru: 1) Gunnar
Hans, börn hans og
Guðnýjar Dóru eru
Hrefna Björg, Sig-
finnur og Ragnar
Ingi. 2) Ragna Sig-
rún, dóttir hennar
er Sigurbjörg Sara
Bergsdóttir, og
börn hennar og
Friðriks eru Friðrik
Ragnar og Elfa
Rún. 3) Björn, börn
hans og Esterar eru Eva Ösp,
Sigfinnur og Dóra Björg. 4) Guð-
rún, börn hennar eru Kristófer
og Alexandra. Langafabörnin
eru 13.
Sigfinnur elskaði sjóinn og má
segja að hann hafi verið sjómað-
ur frá barnsaldri og síðar einnig
útgerðarmaður.
Útför Sigfinns fer fram frá
Hafnarkirkju í dag, 16. maí 2020.
Ljúfar voru stundir
er áttum við saman.
Þakka ber Drottni
allt það gaman.
Skiljast nú leiðir
og farin ert þú.
Við hittast munum aftur,
það er mín trú.
Hvíl þú í friði
í ljósinu bjarta.
Ég kveð þig að sinni
af öllu mínu hjarta.
(Maren Jakobsdóttir.)
Minn kæri tengdafaðir, Sig-
finnur Gunnarsson, fyrrverandi
útgerðarmaður og sveitarstjórn-
armaður, er fallinn frá 86 ára að
aldri. Ég er svo innilega þakklátur
fyrir að hafa fengið að kynnast
honum og hans einstöku hlýju og
björtu persónu. Við Sigfinnur
kynntumst þegar ég náði í dóttur
hans fyrir fjórum áratugum. Sig-
finnur var mikill fjölskyldumaður
og vildi hann allt fyrir fjölskyld-
una sína gera. Sigfinnur og Sig-
urbjörg voru mjög samrýnd og
var unun að sækja þau heim að
Hagatúni 3 á Höfn í Hornafirði og
ekki var síðra að fara með þeim
upp í Lón í bústaðinn þeirra þar.
Síðar keyptu þau Lækjarnes sem
var gamli ættarstaður fjölskyldu
Sigurbjargar. Þar byggðu þau sér
yndislegt skjól og nutu þess að
eyða tíma þar. Ég vil þakka enn og
aftur fyrir kynni mín af þér, kæri
Sigfinnur, það geri ég líka fyrir
hönd barna minna sem sárt sakna
afa síns. Eftirlifandi eiginkonu
hans til 66 ára, Sigurbjörgu Ragn-
arsdóttur, vil ég senda mínar
dýpstu samúðarkveðjur.
Friðrik Karlsson.
Það er margt sem kemur fram í
hugann er ég kveð Sigfinn tengda-
föður minn. Það sem einkenndi
hann var létt lund, góðmennska og
hann vildi allt fyrir alla gera og
fólki leið vel í návist hans. Sigfinn-
ur átti góðan lífsförunaut og voru
þau sérstaklega samhent hjón.
Sjómennska var hans aðalstarf og
átti hug hans allan. Oft er dvalið
var á Höfn var farið með net og
lagt fyrir silung í firðinum. Sig-
finnur var mjög verklaginn og var
alltaf að. Það eru ófá handtökin
eftir hann bæði við smíðar og
gróðursetningu í Lækjarnesi en
þar undi hann sér vel. Fjölskyldan
var honum kær og barnabörn og
langafabörnin hændust að honum
enda gaf hann sér alltaf tíma með
þeim. Sigfinnur var mikill söng-
maður og oft er fjölskyldan kom
saman var slegið á létta strengi og
sungið. Öll eigum við í fjölskyld-
unni margar og góðar minningar
með honum. Hann kenndi okkur
margt um lífið og tilveruna og
barnabörnin nutu leiðsagnar
hans. Ég minnist Sigfinns tengda-
föður míns með þakklæti og virð-
ingu.
Ó, blessuð vertu, sumarsól,
er sveipar gulli dal og hól
og gyllir fjöllin himinhá
og heiðarvötnin blá.
Nú fossar, lækir, unnir, ár
sér una við þitt gyllta hár,
nú fellur heitur haddur þinn
á hvíta jökulkinn.
(Páll Ólafsson)
Guðný Dóra
Ingimundardóttir.
Það er sólbjartur dagur og smá-
bátahöfnin nær tóm þar sem flest-
ar trillur eru á sjó. Táknrænt að á
slíkum degi kvaddi elskulegur
tengdafaðir minn Sigfinnur Gunn-
arsson þessa jarðvist, fór sína
hinstu ferð og sé ég hann fyrir mér
sigla út fjörðinn á leið í róður með
hinum bátunum. Það er sárt og erf-
itt að kveðja ástvin en ljúft að
minnast góðra stunda og gleðjast
yfir öllu því fallega og góða. Minn-
ingabrotin hlaðast upp, krakkarnir
að skottast til ömmu og afa í Haga-
túnið, allir kaffisoparnir og spjallið
við eldhúsborðið geymast nú sem
gull í hjarta. Einstök samheldni
Sigfinns og Sigurbjargar og þeirra
trausta og fallega hjónaband er
okkur öllum í fjölskyldunni mikil
fyrirmynd. Að sjá þau saman kom-
in vel á níræðisaldurinn, svífandi
létt í dansi eins og unglingar er svo
lýsandi fyrir þau og þeirra fallega
samband. Þegar ég hugsa til
tengdapabba minnist ég hversu
einstaklega hlýr, traustur og glett-
inn hann var. Sé hann fyrir mér
skellihlæjandi slá sér á lær eins og
þegar talið barst að því hverjir
væru fallegustu og veðursælustu
staðir landsins og við þá sammála
um að það væru auðvitað Vopna-
fjörður og Seyðisfjörður. Eftir að
tengdapabbi hætti að mestu að róa
var ekki setið auðum höndum held-
ur tóku við vinnuferðir út í Lækj-
arnes að byggja þar upp og gróð-
ursetja. Oft var nú gantast með það
síðustu árin þegar kíkja átti í
Hagatúnið, enginn þá heima og við
farin að leita, jæja hvort skyldu nú
heiðurshjónin hafa beygt til hægri
við Lónsafleggjarann og skroppið
upp í Lón eða haldið beint áfram og
keyrt í Lækjarnes. Oftar var það
nú út í Lækjarnes en þar undu þau
sér bæði vel og Sigfinnur þá gjarn-
an að planta, slá, laga girðingar,
veiða silung eða sinna viðhaldi enda
vinnusamur með eindæmum og féll
sjaldnast verk úr hendi. Tengda-
pabbi var mikill söngmaður með
einstaklega fallega rödd og alltaf
var gaman þegar fjölskyldan kom
saman að syngja, sérstaklega vænt
þykir okkur öllum um lagið Rósin
en enginn söng það eins vel og
hann. Minningin um einstakan
mann lifir og yljar.
Ester Þorvaldsdóttir.
Elsku hjartans afi minn, mikið
finnst mér erfitt að skrifa þessi orð
til þín, sérstaklega þar sem ég upp-
lifði þig sem hraust ofurmenni með
skóflu og mér leið eins og þú yrðir
120 ára eða eldri. Ég hef oft hugsað
og sagt upphátt: mikið vona ég að
ég fái allt þetta einstaka sem afi og
amma eiga. Þú varst einstakur
gleðigjafi, alltaf stutt í húmorinn,
þvílíkur viskubrunnur og algjör
gullmoli. Ég sakna þín, elsku besti
afi minn, megi algóður Guð um-
vefja þig og blessa.
Sigurbjörg Sara Bergsdóttir.
Í dag kveðjum við elsku afa okk-
ar. Við systkinin áttum margar
góðar stundir með honum á Horna-
firði og þegar hann og amma komu
í bæinn. Hann var fróður og vel að
sér í öllu og það var gott að leita til
hans. Hann gaf sér alltaf góðan
tíma með okkur til að spjalla um
daginn og veginn. Við systkinin
viljum þakka fyrir allar góðu
stundirnar og minnumst hans með
ást og virðingu. Hvíldu í friði, elsku
afi. Þín barnabörn.
Fel þú, Guð, í faðminn þinn,
fúslega hann afa minn.
Ljáðu honum ljósið bjarta,
lofaðu hann af öllu hjarta.
Leggðu yfir hann blessun þína,
berðu honum kveðju mína.
(L.E.K.)
Hrefna Björg Gunnarsdóttir
Sigfinnur Gunnarsson
Ragnar Ingi Gunnarsson.
Elsku afi.
Þegar ég hugsa til baka þá eru
allar mínar minningar um okkur
eins og sögur úr ævintýrum. Ég
hlakkaði alltaf svo mikið til að koma
til þín og ömmu, þá var nefnilega
öruggt mál að við myndum gera
eitthvað skemmtilegt saman. Báts-
ferðir, bíltúrar, alltaf var þetta gert
þannig að þetta voru engar venju-
legar ferðir í mínum augum og
glöddu mig alltaf jafn mikið. Þú
gafst þér alltaf tíma til að spjalla og
sýndir mér og strákunum mínum
seinna meir mikla hlýju og vænt-
umþykju.
Eins og gengur og gerist þá var
ég ekki nógu duglegur að kíkja til
ykkar seinna meir en ég verð æv-
inlega þakklátur fyrir síðustu
heimsókn mína til ykkar ömmu.
Þar fórst þú „á sjó“ með strákana
mína eins og þeir segja alltaf og
rérir með þá á árabátnum út í
Lækjarnes, strákarnir muna vel
eftir þessu og þessi litla bátsferð er
kær minning sem þeir munu alltaf
eiga. Takk fyrir allar góðu stund-
irnar, elsku afi.
Friðrik Ragnar, Laufey, Krist-
ófer Kató og Franz Hrólfur.
Í dag er við kveðjum Sigfinn afa
reikar hugurinn til baka í Hagatún
og Lækjanes. Allar skemmtilegu
minningarnar sem við eigum um
afa og ömmu á þeim slóðum. Í
Hagatúni 3 vorum við systkinin
mikið enda ekki langt að rölta yfir í
heimsókn til afa og ömmu.
Í þessu fallega húsi sem afi
byggði var margt skemmtilegt að
skoða. Þau voru ófá skiptin sem
maður stalst upp á skrifstofu til afa
að skoða alla merkilegu hlutina
sem þar voru. Gömlu myndirnar og
myntirnar, og alls konar hlutir sem
afi hafði safnað í gegnum tíðina.
Fyrir okkur var þetta eins og ann-
ar heimur.
Við minnumst þess að skrifstof-
an hans afa hafi verið eins og
„spæjarastofa“ enda var þar stórt
stækkunargler sem gaman var að
nota til að skoða hlutina hans afa.
Afi átti líka annan skemmtileg-
an stað, það var bílskúrinn hans.
Ekki var minna um hlutina þar;
gamlar þjalir, sagir, gömul verk-
færi og fleira skemmtilegt sem
maður sá ekki í bílskúrnum heima
hjá sér. Þetta var eins og hið besta
minjasafn. Þar var afi mikið að bar-
dúsa og var alltaf gaman að kíkja á
hann og fá að hjálpa með það sem
hann var að gera hverju sinni.
Afa var margt til lista lagt og var
hann t.d. frábær söngvari og hafði
rosalega gaman af að dansa. Hann
var kannski ekki alltaf sáttur við
skort á danskunnáttu okkar unga
fólksins en var alltaf tilbúinn til að
dansa við okkur og hjálpa okkur
að læra gömludansana.
Á seinni árum fannst afa mjög
gaman að púsla og var meirihluti
jólagjafanna hans púsluspil. Við
systkinin ákváðum því ein jólin að
panta handa honum sértilbúið
púsl með mynd af honum og
ömmu með börnunum sínum frá
því í 85 ára afmælinu hans. Það
sem honum fannst gaman að
þessu púsluspili, og fannst alveg
ótrúlegt að það væri hægt að
senda mynd til útlanda og fá þetta
fallega púsluspil í hendurnar
nokkrum vikum síðar. Hann hló
mikið að þessu sem og flestöllu
sem maður sagði og gerði með afa,
enda alltaf glaður og brosandi.
Afi var duglegur maður og sat
sjaldan verkalaus. Jafnvel á sínum
síðustu árum var hann enn að róa í
firðinum og fiska, fara upp á þak
þegar enginn var til að skamma
hann og keyra um á Rauði upp
hóla og hæðir í sveitinni. Hann var
mikið uppi í Lækjanesi og var
gaman að fara með afa að rölta um
landið og heyra sögur, eða sjá
hann koma róandi að landi með
silunginn sem hann veiddi. Afi var
alltaf stoltur af barnabörnunum
sínum og lét mann reglulega vita
af því. Sömuleiðis vorum við ótrú-
lega stolt af því að eiga hann sem
afa, enda frábær maður og betri
fyrirmynd er ekki hægt að hugsa
sér. Elsku afi okkar, við gleymum
aldrei minningunni um þig og vit-
um að nú ertu kominn á betri stað
þar sem þú getur róið út í sólsetr-
ið. Við kveðjum þig, elsku afi, með
miklum söknuði og þakklæti.
„Eitt er það sem aldrei gleym-
ist, aldrei það er minning þín.“
Blessuð sé minning þín elsku
afi.
Dóra Björg, Sigfinnur
og Eva Ösp.
Það er vor i lofti á Hornafirði á
ótrúlegum tímum, en lífið gengur
sinn gang þrátt fyrir allt. Það er
komið að kveðjustund í fjölskyld-
unni og í dag kveðjum við kæran
vin Sigfinn Gunnarsson.
Á kveðjustund rifjast upp
minningarnar, ein af annarri og
árin renna saman í eitt. Það eru
fríðindi að hafa fengið að alast upp
í næsta húsi við Sigurbjörgu
frænku og Sigfinn og börnin
þeirra fjögur.
Á þeim tíma voru allir í litla
þorpinu okkar eins og ein fjöl-
skylda og allir þekktu alla og
stóðu saman í blíðu og stríðu. Ég
man ekki eftir Sigfinni öðruvísi en
með bros á vör og honum brá ekki
við hinar ýmsu uppákomur hjá
okkur krökkunum. Hann var allt-
af hress og kátur og með stríðn-
isglampa í augum.
Árin liðu og þegar Guðbjartur
kom í fjölskylduna var dag einn
ákveðið að nú skyldu menn fara
saman út fyrir landsteinana í
„menningarferð“. Í framhaldi af
því fórum við, tíu til tuttugu
manns í nokkrar borgarferðir.
Minningarnar úr þeim ferðum lifa
og oft vitnað í þær enn í dag og allt
sem við tókum okkur fyrir hend-
ur, sem var mikið!
Þegar ein ferðin var undirbúin
og verið að ákveða hvert fara skyldi
og Sigfinnur spurður hvert hann
langaði að fara, sagði hann „mér er
alveg sama þó við færum í næstu
sýslu, bara að við verðum saman“.
Við Guðbjartur þökkum góðum
vini ómetanleg kynni og samveru-
stundir í áraraðir. Sigurbjörgu
frænku og hennar fjölskyldu
sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur á erfiðum tímum.
Skyndilega kemur kveðjustund
kæri vinur, þakkir fyrir allt,
tryggðina og þína léttu lund
og lífsgleðina þó að blési kalt.
Úti á sænum ævistarfið var,
aflinn sóttur vítt á fiskimið.
Þegar síðan bát að landi bar
birtist fjölskyldan við þína hlið.
Þó að sinni verði vegaskil
vermir ennþá glaður hláturinn.
Liðnar stundir veita okkur yl,
alfaðir mun greiða veginn þinn.
(G.Ö.)
Agnes og Guðbjartur.
Sigfinnur
Gunnarsson
Okkar ástkæri,
SALBERG JÓHANNSSON,
lést á heimili sínu í Seattle í Bandaríkjunum
laugardaginn 9. maí eftir langvarandi
veikindi.
Jarðarförin fer fram í kyrrþey en
minningarathöfn verður haldin hér heima þegar aðstæður leyfa.
Melanie Jóhannsson
Guðmundur Hermann Salbergsson
Vildís Inga Salbergsdóttir
Jóhann Jökull Salbergsson
Unnur Eva Ernudóttir
Elísabet Sól Guðmundsdóttir
Jóhann Guðmundur Hálfdanarson
Vilhelmína Þórdís Salbergsdóttir
Þorgeir Jóhannsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
BRYNDÍS TÓMASDÓTTIR
píanókennari og húsmóðir,
lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum
mánudaginn 11. maí.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarkort
Parkinsonsamtakanna, parkinson.is.
Hermann Eyjólfsson Sigrún Erla Siggeirsdóttir
Tómas Eyjólfsson Hrefna Einarsdóttir
Ása Sigríður Eyjólfsdóttir Einar Júlíusson
Eydís Eyjólfsdóttir Davíð Ágúst Sveinsson
Anna Katrína Eyjólfsdóttir
barnabörn og langömmubörn
Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir okkar,
tengdamóðir, systir, mágkona og amma,
SIGRÍÐUR KRISTÍN PÁLSDÓTTIR
lést á Landspítalanum í Fossvogi
þriðjudaginn 12. maí. Jarðsungið verður
frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn
27. maí klukkan 13.
Guðjón Sigurðsson
Guðrún Kristjánsdóttir
Sigurður V. Guðjónsson Ólöf H. Pálsdóttir
Sveinn H. Guðjónsson Sigrún Helga Ásgeirsdóttir
Valgerður Pálsdóttir
Alexander Pálsson Rannveig S. Vernharðsdóttir
Kristín Ásta Sigurðardóttir
Hildur Helga Sigurðardóttir
Stefán Bjarni Sigurðsson
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir
og amma,
SIGRÚN ELÍN EINARSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
Höfðagrund 21, Akranesi,
lést á hjúkrunarheimilinu Höfða, Akranesi,
fimmtudaginn 7. maí. Útför Elínar verður mánudaginn 18. maí
klukkan 13 frá Akraneskirkju.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunar
Vesturlands, kennitala 510214-0567, bankareikningur
0326-26-005100.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu og fjöldatakmarkana verður
streymt frá athöfninni, sjá vefslóð www.akraneskirkja.is
Jón Gunnlaugsson
Gunnlaugur Jónsson
Stefán Jónsson Þórunn M. Örnólfs–Brynjud.
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÁRNI JÓN SIGURÐSSON
vélstóri,
Miðtúni 5, Seyðisfirði,
lést á Fossahlíð, Seyðisfirði, fimmtudaginn
14. maí. Útförin verður auglýst síðar.
Pálína Haraldsdóttir
Haraldur Árnason Stefanía Stefánsdóttir
Mekkín Árnadóttir Páll Þórir Rúnarsson
Sverrir Haraldsson Fríða Björk Teitsdóttir
Stefán Haraldsson Ólöf Brynjólfsdóttir
Pálína Haraldsdóttir Halldór Hinriksson
Árni Jón Pálsson Ása Jacobsen
Elínborg Pálsdóttir Tomas Brattelid
og barnabarnabörn