Morgunblaðið - 16.05.2020, Side 31

Morgunblaðið - 16.05.2020, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2020 Í minningu frænku minnar og vinkonu. Við Kristín frænka mín vissum alltaf hvor af annarri, eins og gengur í fjöl- skyldum. Fyrir tuttugu árum tókst með okkur góður vinskapur, sem hélst alla tíð síðan. Við vorum saman í ferðaklúbb, sem ferðaðist um Ís- land á hverju sumri. Margar góðar og skemmtileg- ar minningar á ég um Kristínu frænku úr þessum ferðum okkar. Eftir að ferðaklúbburinn lagð- ist af stofnuðum við Kristín og Inga, sameiginleg vinkona okkar, lítinn klúbb. Við kölluðum hann „Þrjár á flakki“. Við fórum saman í dagsferðir Kristín Ragnarsdóttir ✝ Kristín Ragn-arsdóttir fædd- ist 30. júlí 1945. Hún lést 17. apríl 2020. Útför Kristínar var gerð 5. maí 2020. og lengri ferðalög innanlands og skemmtum okkur saman. Þetta voru góðar samveru- stundir og margs að minnast. Ég votta eigin- manni Kristínar, systkinum hennar og þeirra fjölskyld- um mína dýpstu samúð. Elsku Kristín mín, þín verður sárt saknað. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Þín frænka og vinkona, Anna Björg Guðjónsdóttir. Við kveðjum elsku Kiddý með söknuði en minnumst hennar með hlýhug og þakklæti. Kiddý var einstaklega glaðvær, frænd- rækin og þakklát kona. Hún var mikil félagsvera og naut þess að vera með öðru fólki. Það var alltaf stutt í brosið og hláturinn og Kiddý var oft ótrú- lega orðheppin. Hún var mikil handavinnu- kona, öll áttum við peysur eftir hana og börnin okkar fengu síðan eins peysur. Kiddý fylgdi alltaf ömmu og afa og því var samgang- urinn mikill. Kiddý var mikill nagli, kvartaði aldrei og ætlaðist ekki til neins af okkur hinum, enda átti enginn von á því að hún væri orðin svona veik eins og raunin var. Við erum viss um að henni hafi verið tekið opnum örmum þegar í sumarlandið kom. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem) Takk fyrir allt elsku Kiddý. Guðni, Ester og Ragnheiður. ✝ Maríus Kára-son fæddist á Víðidalsá við Stein- grímsfjörð 28. júlí 1936. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hólmavík 10. maí 2020. Foreldrar hans voru Kári Sumarliðason, f. 1902, d. 1979, og Helga Jasonar- dóttir, f. 1905, d. 1981. Systkini Maríusar eru: Jóhann Jason Kárason, f. 1935, d. 19. nóv- ember 2019, Jóhanna Guðrún Káradóttir, f. 1942, Ástríður Káradóttir, f. 1945, og Jakobína Guðmundsdóttir, f. 1950. Á gamlársdag árið 1970 gift- ist Maríus eftirlifandi eiginkonu sinni, Kristbjörgu Jónsdóttur, f. á Drangsnesi 20. júní 1937. For- eldrar Kristbjargar voru Jón Guðmundsson og Ingibjörg Kristmundsdóttir. Börn Maríus- unn Elfa Sæmundsdóttir. Börn þeirra eru Arnþór Örvar, Elfa Björg og Sæunn Nanna. Sam- býliskona Arnþórs er Guðný Björk Proppé og dóttir þeirra er Sóldís Lea. Fyrir á Arnþór son- inn Maron. Maríus bjó ásamt fjölskyldu sinni á Víðidalsá til ársins 1947 er þau fluttu til Hólmavíkur. Þar bjó hann ásamt fjölskyldu alla ævi og vann þar ýmis störf til sjós og lands. Hann nam við Stýrimannaskólann á Ísafirði og lauk þaðan prófi 1958. Hann keypti bátinn Sigurfara ST117 árið 1974 og gerði hann út frá Hólmavík til ársins 1986. Hann hóf störf hjá Hólmadrangi hf. eftir að hann hætti útgerð og vann þar til ársins 2007. Maríus var mikill áhugamaður um m.a. skák og bridge, kartöfluræktun og berjasprettu og var virkur í ýmsum félagsstörfum. Útför Maríusar fer fram frá Hólmavíkurkirkju í dag, 16. maí 2020, klukkan 13. Í ljósi að- stæðna verða einungis nánustu aðstandendur og vinir við- staddir athöfnina. ar og Kristbjargar eru: 1) Selma, f. 11. september 1969, sambýlismaður hennar er Óli Þór Árnason. Börn þeirra eru Maríus Þorri, Hersir Otri og Bríet Jara. 2) Berglind, f. 16. október 1975, dótt- ir hennar er Krist- ný Maren Þorvalds- dóttir. Faðir Kristnýjar er Þorvaldur Stefánsson. Sam- býlismaður Kristnýjar er Arnór Gunnarsson og synir þeirra eru Gabríel Ares, Benjamín Eyvar og ónefndur drengur. 3) Haf- rún, f. 23. júní 1977, sambýlis- maður hennar er Hallgrímur Hjálmarsson og sonur þeirra er Huldar Hafþór. Fyrir átti Krist- björg soninn Ægi Þórðarson, f. 5. september 1968, faðir hans er Þórður Ársælsson, f. 4. febrúar 1946. Eiginkona Ægis er Þór- Tveir þrestir byggðu birkigrein, þá batt með tryggðum ástin ein. En hjörtu þeirra harmur skar og hljóta’að skilja sárast var. Þeir hófu dapran sorgarsöng er sendi hljóm um skógargöng. Þá söng hinn fyrri „Sjafninn“ minn! Ég sáran harm við skilnað finn. Ég sakna þess er sæll ég naut, er sorgin fylgir mér á braut. Þó sjáumst aldrei ástin mín, ég allar stundir minnist þín. Þá klökkum rómi kvakar hinn: Nú kveðjumst við í hinsta sinn. Þeir héldu sinn í hvora átt og hurfu út í fjarskann brátt. En kveðja leið um himinshvel, í hinsta sinn: Far vel! Far vel. (Þýtt úr dönsku Erla.) Fallinn er frá mágur minn til fimmtíu ára, Maríus Kárason. Góðhjartaður, hógvær og lítil- látur, orðvar maður sem vildi gera allt fyrir alla. Ég vil byrja á að þakka góð kynni sem ég átti í gegnum tíðina. Af mörgu er að taka og vil ég fyrst byrja á að rifja upp þau skipti sem ég hringdi til Hólmavíkur til að spjalla við systur mína Krist- björgu (Systu), eiginkonu hins látna. Oft svaraði Maríus þegar ég hringdi og samtalið byrjaði á því að við fórum að tala um veðrið og yfirleitt lá við að hann slægi tengdason sinn (veðurfræðinginn) út í veðurlýsingum. Og er það reyndar ekki skrýtið eftir því sem ég hef heyrt að þeg- ar hann var á sjónum sem skip- stjóri á sínum bát hafi hann fund- ið lykt af veðrinu sem ákvað hvort hann færi til sjós eða ekki. Stundum kom fyrir að ég hringdi og spurði hann um ým- islegt sem hann myndi vita um, þegar forvitni mín var að keyra mig í kaf, t.d langaði mig að vita hvenær var farið að veiða rækju við Ísland í fyrsta skipti. Ég man ekki svarið vel en mig minnir að hann hafi sagt 1926. Hvort það er rétt veit ég ekki. Eins var það ef ég vildi fá að vita eitthvað um einhverja ætt norður á Ströndum þá dugði oft að spyrja Maríus. Síðast en ekki síst vil ég þakka allar berjasend- ingarnar sem hafa komið frá þeim Systu og Maríusi síðustu tugi ára. Maríus var liðtækur í berjatínslunni á haustin eftir að hann hætti á sjónum. Og núna í haust þó hann væri orðinn veikur fór hann út um holt og hæðir að leita að berjum. Takk fyrir öll aðalbláberin. Við þessi kaflaskil í lífi ykkar sendum við ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum almættið að veita ykkur styrk og kraft í ykkar sorg. Guð blessi ykkur öll, elsku Systa, Ægir, Selma, Berglind, Hafrún og ykkar fjölskyldur, og systur hans, Guðrúnu, Ástu og Jakobínu og aðra ættingja og vini. Hvíldu í friði, elsku Maríus. Kveðja, Inga Helga Jónsdóttir og fjölskylda. Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt sérhver alda rís en hnígur jafnan skjótt hverju orði fylgir þögn og þögnin hverfur alltof fljótt. En þó að augnablikið aldrei fylli stund skaltu eiga við það mikilvægan fund því að tár sem þerrað burt aldrei nær að græða grund. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. Þú veist að tímans köldu fjötra enginn flýr enginn frá hans löngu glímu aftur snýr. Því skaltu fanga þessa stund því fegurðin í henni býr. (Bragi Valdimar Skúlason) Maríus Kárason er kominn í sólskinslandið. Aldrei hef ég farið norður án þess að koma við á B7 og hitta elsku Systu og Maríus og margar ferðirnar hafa verið farnar á Strandirnar á minni ævi. Ljúfar minningar á ég þaðan bæði úr barnæsku og á fullorðinsárum. Setið allt of lengi við eldhúsborðið og hámað í mig kleinur og kökur og vínarbrauð sem eru enn bestu kökur í heimi. Ferðir á Bjarnanes- ið í leit að hnyðjum með þeim hjón- um og foreldrum mínum, ömmu- kaffi, Kárahús, Bryggjuhátíð, ættarmót, Ljónið flotta, kisa, Gunnuflatkökur, bryggjan, bóka- búðin, berjatínsla og börnin þeirra öll; allt rennur þetta í gegnum hugann á kveðjustund við Maríus. Þennan rólega duglega mann sem var alltaf svo yfirvegaður og alltaf tilbúinn að spjalla við gesti sem gerðu ekki boð á undan sér þó það væri fullt hús af þeim þegar hann kom heim frá vinnu, sýna okkur gamlar myndir, útskurð í tré og segja okkur frá sauðburð- inum sem hann sat yfir og í seinni tíð fréttir af börnum og barna- börnum. Nú ekki var ég alltaf viss um síðari ár að hann heyrði hvað mað- ur sagði. En þá sagði hann bara já og kinkaði kolli. Og alltaf æddum við inn niðri eins og við ættum heima þarna og gerum enn. Eftirlifandi elskuleg móður- systir mín Systa, Ægir og Þórunn, Selma og Óli, Berglind, Kristný og Arnór, Hafrún og Halli og barna- börn öll, innilegar samúðarkveðjur til ykkar. Megi ljúfar minningarnar ylja ykkur á sorgarstundu. Ingibjörg Sigríður Ármannsdóttir og dætur. Þakklæti er tilfinningin sem er sterkust þegar mér verður hugsað til heimsókna minna til Systu og Maríusar á Hólmavík. Minnis- stætt að sitja við eldhúsborðið hlaðið kaffi og heimabökuðu góð- gæti, hlusta og segja frá. Sumt er ferskt í minni, annað upprifjun en stundum atriði sem ég hafði ekki vitað áður. Þannig verða til tengsl sem ég er þakklát fyrir. Sem ég rifja þetta upp, reyni ég að sjá fyr- ir mér okkur öll sitjandi við eld- húsborðið og tala saman. Maríus hlustaði af eftirtekt, með augn- sambandi og deplaði augunum íhugult og ef heyrnartækið var að stríða honum þá spurði hann. Nú er ég byrjuð á mannlýsingu og það getur reynst tvíeggjað sverð, en í þeim tilgangi að minn- ast hans ætla ég að taka áhættuna. Vonandi tekur lesandinn þá vilj- ann fyrir verkið, ef mér mistekst. Maríus hafði verið sjómaður og skipstjóri á eigin bát, samt var hann ekki hávær eða ágengur eins og þannig mönnum er oft lýst, en vinnusamur og blessunarlega laus við það böl sem fylgir víni. Aldrei heyrði ég hann tala illa um neinn, jafnvel ekki um þá stjórnmálamenn sem sigldu þjóð- arskútunni nánast í strand. Hann sóttist ekki eftir völdum í bæjar- félaginu, en hjálpaði til þegar þurfti hjá bændum í nágrenninu þegar þau hjónin hættu að vinna. Þau ræktuðu kartöflur af mikilli natni og voru mjög samheldin og samhent. Nú gætu sumir haldið að Maríus hafi verið daufur og ómannblendinn, en í samræðum var hann líflegur og brosmildur en ekki þrætugjarn, og honum þótti félagsskapur góður. Þegar mér barst sú frétt að hann væri með ólæknandi krabba- mein, fór ég fljótlega í heimsókn til Systu og Maríusar. Æðruleysi hans kom mér á óvart, en hann hann hlustaði íhugull og lagði öðru hvoru orð í belg. Vegna heimsfar- aldursins urðu heimsóknirnar ekki fleiri þar til hann lést. Blessuð sé minning hans. Innilegar samúðar- kveðjur, Anna Jonna Ármannsdóttir. Maríus Kárason Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR SIGURÐSSON, Vogatungu 97, Kópavogi, lést sunnudaginn 12. apríl á hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum Sunnuhlíð og öðrum stofnunum fyrir góða umönnun. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Ólafur L. Haraldsson Jóhanna S. Hannesdóttir Sigurdór Haraldsson Eygló Haraldsdóttir Birgir Haraldsson Hrefna Vestmann Haraldur R. Haraldsson Ósk Eiríksdóttir Ellert Haraldsson Brynja K. Pétursdóttir Guðbjörg S. Haraldsdóttir Marteinn H. Þorvaldsson barnabörn og barnabarnabörn Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og aðstoð við andlát og útför okkar ástkæru KRISTÍNAR RAGNARSDÓTTUR, Garðabraut 2a, Akranesi. Grettir Ásmundur Hákonarson Fríða Ragnarsdóttir Ásgeir Rafn Guðmundsson Ragna Ragnarsdóttir Helgi Þröstur Guðnason Birna Ragnarsdóttir Kristinn Eiríksson Leó Ragnarsson Halldóra S. Gylfadóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRGNÝR ÞÓRHALLSSON frá Stóra-Hamri, Suðurbyggð 2, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð 13. maí. Innilegar þakkir til starfsfólks á Beykihlíð fyrir hlýja umönnun. Hekla Ragnarsdóttir Guðrún Ösp Þórgnýsdóttir Dagný Björk Þórgnýsdóttir Sverrir Konráðsson Inga Þöll Þórgnýsdóttir Hekla Björt Helgadóttir Þórgnýr Inguson Edda Rún Sverrisdóttir Guðrún Lóa Sverrisdóttir LILJA KRISTÍN EYJÓLFSDÓTTIR KOLBEINS, Vesturvallagötu 1, Reykjavík, lést á Grund hjúkrunarheimili 28. apríl. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Systkinabörn og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.