Morgunblaðið - 23.05.2020, Síða 1
L A U G A R D A G U R 2 3. M A Í 2 0 2 0
Stofnað 1913 121. tölublað 108. árgangur
SPENNANDI SUMAR
FRAM UNDAN
Á ÍSLANDI
HUGUR OG
METNAÐUR Í
ÁRNESSÝSLU
NÝTT ÍÞRÓTTAFÉLAG 14TIL BAKA FRÁ KÝPUR 40
Nýr e-up!
Rafmagnið er á up!leið
Tilboðsverð frá
3.090.000 kr.
HEKLA · Laugavegi 170 · Sími 590 5000 · hekla.is/volkswagensalur
Sigtryggur Sigtryggsson
Baldur Arnarson
Fordæmalausar aðstæður í ferða-
þjónustu kalla á breytta hönnun svo-
nefnds Landsímareits.
Þetta er inntakið í minnisblaði
sem Icelandair Group hefur sent
Reykjavíkurborg, fyrir hönd Flug-
leiðahótela og Lindarvatns.
Án breytinga sé hætt við að
reksturinn standi ekki undir sér.
Ein viðamesta breytingin sem
Lindarvatn vill gera er að 650 fer-
metra skrifstofurými á 3. og 4. hæð
næst NASA að Thorvaldsensstræti 2
verði breytt í hótelherbergi. En bent
er á að markaður fyrir skrifstofu-
rými í miðborginni sé að mettast og
því sé ekki gurndvöllur fyrir því að
innrétta skrifstofur í rýminu.
Við Hörpu er annað lúxushótel í
byggingu en vonir eru bundnar við
að hótelin tvö muni laða efnaða
ferðamenn til landsins. Á þeim verða
alls á fimmta hundrað herbergi.
Hægði á framleiðslunni
Sveinn Björnsson, framkvæmda-
stjóri og einn eigenda Íslenskra fast-
eigna, segir kórónuveirufaraldurinn
hafa tafið uppbyggingu Edition-
lúxushótelsins við Hörpu. Faraldur-
inn hafi þannig sett strik í reikning-
inn við framleiðslu innréttinga og
búnaðar í Evrópu. Á þessu stigi sé
því erfitt að tímasetja hvenær hót-
elið verður opnað.
Endurskoða áformin
Aðstæður þykja kalla á breytingar á lúxushóteli við Alþingi
Veiran hefur tafið uppbyggingu lúxushótels við Hörpu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Við Austurvöll Óskað er eftir því að
hafa spa við hlið gamla Víkurgarðs.
MLúxushótel »18, 20
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Icelandair mun bjóða út nýtt hlutafé
að fjárhæð 22 til 29 milljarðar króna
dagana 29. júní til 2. júlí. Tilgang-
urinn er að tryggja rekstur félags-
ins til frambúðar vegna áfalla sem
það hefur orðið fyrir í kórónu-
veirufaraldrinum. Hluthafar sam-
þykktu hlutafjáraukninguna á fundi
í gær.
Áður þarf félagið að eyða óvissu
um ýmis atriði. Stefnt er að því að
ganga frá samningum við stjórnvöld
um ábyrgðir á lánum, lánveitendur,
leigusala, söluaðila, Boeing um
Max-vélarnar og fleiri fyrir 15. júní.
Úlfar Steindórsson, formaður
stjórnar Icelandair, hefur fulla trú á
að allir þessir samningar takist. Sér-
staklega spurður um samninga við
Boeing segir Úlfar að samningar um
Max-vélarnar muni nást fyrir tilsett-
an tíma, spurningin sé aðeins um það
hvernig málinu verði lokað. „Ég veit
þó að niðurstaðan verður góð fyrir
félagið.“
„Ég er mjög bjartsýnn um það,“
segir Úlfar um árangur væntanlega
hlutafjárútboðs. „Ég veit fyrir hvað
félagið stendur og verðmæti sem í
því eru. Ég hef fulla trú á því að þeg-
ar þetta verður kynnt fyrir mögu-
legum fjárfestum muni þeir sjá sömu
mynd og ég er að horfa á.“ »2
Viss um góða samn-
inga um Max-vélar
Hlutafé Icelandair boðið út í lok júní
Húsbílaeigendur taka sumarið snemma til að geta nýtt góð-
viðrisdagana. Nokkrir bílar voru á tjaldsvæðinu á Þingvöllum
í gær. Ekki þurftu þeir að elta sólina því hún skein um allt
land. Búist er við að Íslendingar ferðist innanlands í sumar og
hafa ferðaþjónustufyrirtæki verið að búa sig undir það. Ríkis-
stjórnin stuðlar að því með svokallaðri ferðagjöf, 5.000 króna
ávísun sem nota má til að greiða fyrir veitingar, gistingu, bíla-
leigubíla, ferðir og afþreyingu. Stefnt er að því að ferðagjöfin
verði afhent í byrjun næsta mánaðar. »11
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Húsbílaeigendur taka útilegusumarið á Íslandi snemma