Morgunblaðið - 23.05.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2020
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Helgi Bjarnason
Aron Þórður Albertsson
Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir
„Ég er mjög bjartsýnn um það. Ég
veit fyrir hvað félagið stendur og verð-
mæti sem í því eru. Ég hef fulla trú á
því að þegar þetta verður kynnt fyrir
mögulegum fjárfestum muni þeir sjá
sömu mynd og ég er að horfa á,“ segir
Úlfar Steindórsson, formaður stjórnar
Icelandair, eftir fund með hluthöfum í
gær þar sem tillaga um heimild til
stjórnar að auka hlutafé um allt að 30
milljarða króna var samþykkt. Hann
var spurður hvort hann teldi að það
tækist að selja hlutaféð.
Úlfar segir að málinu sé stillt þannig
upp að félagið geti staðið það af sér
þótt það nái ekki á árinu 2024 sömu
stærð og það var í á síðasta ári. „Við
erum ekki að spá þessu og teljum að
staðan verði enn betri en verið er að
teikna þarna upp.“ Samkvæmt heim-
ildum blaðsins greiddi að minnsta
kosti einn hluthafi atkvæði á móti.
Icelandair hyggst sækja 22 til 29
milljarða króna með sölu hlutafjár
dagana 29. júní til 2. júlí nk. Stefnt er
að því að ganga frá samningum við
stjórnvöld um ábyrgðir á lánum, lán-
veitendur, leigusala, söluaðila, Boeing
um Max-vélarnar og fleiri fyrir 15. júní
og að kynna útboðslýsingu fyrir fjár-
festum dagana 16. til 22. júní.
Munu ná samningum um MAX
Gengið hefur verið frá samningum
við stéttarfélög flugmanna og flug-
virkja en ósamið er við flugfreyjur.
„Ég er bjartsýnn um að það takist að
semja við flugfreyjur á næstu dögum,“
sagði Bogi Nils Bogason forstjóri á
hluthafafundinum. Upp úr viðræðum
samninganefnda Icelandair og Flug-
freyjufélags Íslands slitnaði í vikunni
en málið er enn hjá ríkissáttasemjara.
Forysta Flugfreyjufélagsins fór yfir
stöðu mála með félagsmönnum á fund-
um í gær og segir Guðlaug Líney Jó-
hannsdóttir formaður að mikil sam-
staða hafi komið fram.
Úlfar segir að samningar um MAX-
vélarnar muni nást fyrir tilsettan tíma,
spurningin sé aðeins um það hvernig
málinu verði lokað. „Ég veit þó að nið-
urstaðan verður góð fyrir félagið.“
Í lok fundarins brýndi hann hluthafa
á að standa með félaginu og frábæru
starfsfólki þess í vinnu þess fyrir hlut-
hafana. Gat hann þess að þegar á móti
blési yrðu til fjölmargir sérfræðingar
úti í bæ sem hefðu skoðun á hlutunum
án þess að hafa þekkingu á viðfangs-
efninu. Fulltrúar hluthafanna sýndu
hug sinn með lófataki.
Samþykkt að selja allt að
30 milljarða króna hlutafé
Gengið verði frá lausum endum fyrir 15. júní
Morgunblaðið/Eggert
Hluthafafundur Bogi Nils Bogason og Úlfar Steindórsson kynntu málin.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Barátta Flugfreyjur sýndu forystu sinni stuðning á félagsfundi í gær.
Sigmundur Sigurgeirsson
Selfossi
Lokun hringvegarins um Austurveg á Sel-
fossi hefur valdið ökumönnum í gegnum bæ-
inn nokkrum vandræðum þegar umferð
þyngist. Verið er að leggja stórt ræsi þvert
yfir Austurveginn, gegnt bensínstöð N1
austast í bænum, og umferð beint sunnar
eða með ánni á meðan á framkvæmdum
stendur. Svo virðist sem margir ökumenn
horfi framhjá skiltum sem vísa á hjáleiðir,
sem hefur orðið til þess að margir bílar fara
um áður fáfarnar húsagötur í grennd við
framkvæmdasvæðið.
Fjölmargar eldri lagnir í götunni orsaka
að verkið er nokkuð snúið en flokkur
Borgarverks er reynslumikill og gengur
með ágætum að þvera veginn. Að sögn Gísla
Þórs Guðmundssonar verkstjóra átti upp-
haflega að loka veginum í um sex vikur en
hann vonast nú til að hægt verði að opna
Austurveginn og þar með hringveginn fyrir
hvítasunnuhelgina.
Gísli bendir ökumönnum stærri bíla á að
fara um Suðurhóla, þ.e. sunnan við Selfoss,
og ökumönnum hefðbundinna bifreiða að
fara ýmist til hægri út úr hringtorginu við
brúna og um Fossheiði, eða Árveginn við
Ölfusá, þar sem komið er aftur út á hring-
veginn austan við framkvæmdasvæðið.
Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson
Lokað Starfsmenn Borgarverks eru að leggja nýtt ræsi þvert yfir Austurveginn á Selfossi, en vonast er til að vegurinn opnist aftur fyrir hvítasunnu.
Framkvæmdir hrella ferðalanga
Hringvegurinn lokað-
ur í miðjum Selfossbæ
vegna framkvæmda
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ríkisstjórnin treystir sér ekki til að
verða við óskum Bændasamtaka Ís-
lands um að sleppa útboðum á toll-
kvótum til innflutnings á kjöti frá
Evrópusambandinu á seinni hluta
þessa árs. Talið er að það yrði brot á
samningum við ESB. Formaður
Bændasamtakanna segir að verði
innflutningskvótarnir nýttir muni
safnast upp kjöt í birgðageymslum.
Gunnar Þorgeirsson, formaður
Bændasamtaka Íslands, bendir á að
ein af forsendum þess að ákveðið var
að auka innflutning á kjöti sé sá
mikli fjöldi ferðamanna sem hingað
hafi komið. „Ferðamaðurinn lætur
ekki sjá sig núna vegna kórónuveiru-
faraldursins. Þess vegna óskuðum
við eftir athugun á möguleikum þess
að sleppa seinna útboði á tollkvótum
þessa árs. Við erum ekki að biðja um
að útboðin verði alfarið tekin af.“
Fram kemur í svarbréfi landbún-
aðarráðherra að leitað hafi verið um-
sagnar utanríkisráðuneytisins og
niðurstöður athugunar beggja ráðu-
neyta hafi verið ræddar í ríkisstjórn.
Ákveðið hafi verið að hafna erindinu
á þeim grundvelli að það væri brot á
samningum við ESB ef tollkvótar
yrðu ekki boðnir út.
Kvótarnir eru fyrir 1.426 tonnum
af kjöti og 245 tonnum af osti. Gunn-
ar bendir á að búvöruframleiðslan
haldi áfram þótt færri séu til að
borða matinn. Því safnist upp birgðir
í landinu, sérstaklega af verðmætari
afurðum úr kjöti.
Í svari landbúnaðarráðherra kem-
ur fram að ríkisstjórnin hafi ákveðið
að gera úttekt á hagsmunum Íslands
af tollasamningum og segist Gunnar
fagna því að það skuli gert.
Kjöt áfram flutt inn
Kjötbirgðir aukast í landinu vegna fækkunar ferðafólks
Stjórnvöld hafna beiðni um að sleppa úthlutun tollkvóta
Morgunblaðið/Eggert
Nautakjöt Leyft verður að flytja
inn 1.426 tonn af kjöti til áramóta.