Morgunblaðið - 23.05.2020, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2020
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Mér finnst mikilvægt að ekki sé
settur sami stimpill á alla áhrifa-
valda,“ segir Gunnar Birgisson, eig-
andi framleiðslu- og ráðgjafarfyrir-
tækisins Swipe Media, um svo-
kallaða áhrifavalda. Með því er átt
við einstaklinga sem hafa það að at-
vinnu að auglýsa vörur og fyrirtæki
á samfélagsmiðlum. Swipe Media er
með um tíu slíka á sínum snærum,
en allir eru þeir með vinsæla reikn-
inga á samfélagsmiðlinum Insta-
gram.
Að sögn Gunnars hafa áhrifavald-
ar þurft að þola neikvætt umtal
undanfarin misseri. „Sumir áhrifa-
valdar eru auðvitað mikið á milli
tannanna á fólki. Það er hins vegar
mikilvægt að átta sig á því að
áhrifavaldar eru mismunandi eins
og þeir eru margir. Ekki er hægt
að setja þá alla undir sama hatt,“
segir Gunnar og bætir við að trú-
verðugleiki skipti öllu fyrir áhrifa-
valda.
Sé hann ekki til staðar verði
áhrifavaldar fljótt varir við færri
fylgjendur. „Fólk sem við erum að
vinna með tekur ímynd sína og trú-
verðugleika mjög alvarlega. Af
þeim sökum höfum við oft sagt nei
við hin ýmsu fyrirtæki því verk-
efnið hentar ekki. Við pössum alltaf
upp á að áhrifavaldarnir okkar séu
eingöngu með vörur sem henta.“
Spurður hvort auglýsingar
áhrifavalda skili sér til væntanlegra
viðskiptavina kveður Gunnar já við.
Það gerist þó ekki nema unnið sé
markvisst að því. „Okkar vinna felst
í því að finna réttan talsmann fyrir
vörumerkið. Við viljum helst að
okkar fólk sé í samstarfi til lengri
tíma og gerist þannig eiginlegur
talsmaður fyrirtækisins. Með þessu
byggjum við upp langt samstarf
sem á að skila sér í betri árangri,“
segir Gunnar.
Aðspurður segir hann að árangur
sé mælanlegur á marga vegu. Ekki
sé einungis hægt að einblína á sölu-
tölur. „Til að mynda vilja sumir
auka fylgjendafjölda fyrirtækisins á
samfélagsmiðlum. Þetta er auðvitað
mælt á mismunandi hátt en við
reynum alltaf að stilla upp skýrum
markmiðum með okkar viðskipta-
vinum,“ segir Gunnar.
Áhrifavaldar verði fyrir gagnrýni
Ímynd og trúverðugleiki skiptir miklu
máli Þurfa að þola neikvætt umtal
AFP
Samfélagsmiðlar Gríðarlegur fjöldi fólks fylgist með samfélagsmiðlum á
degi hverjum. Þar eru áhrifavaldar oft á tíðum fyrirferðarmiklir.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Deiliskipulag Espigerðis fyrir lóð-
ina nr. 23 við Furugerði er ógilt.
Þetta er niðurstaða úrskurðar-
nefndar umhverfis- og auðlindsam-
ála frá 20. maí sl. Þetta þýðir að
Reykjavíkurborg þarf að auglýsa
skipulagið að nýju með venjulegum
athugasemdafrestum og fram-
kvæmdir munu því tefjast sem því
nemur.
Samkvæmt skipulagslögum þarf
auglýsing um samþykkt deiliskipu-
lag að birtast innan eins árs í B-
deild Stjórnartíðinda frá því að at-
hugasemdarfresti til deiliskipulags-
ins lauk. Athugasemdarfresti til
hins kærða deiliskipulags lauk 7.
janúar 2019 en auglýsing um sam-
þykkt þess birtist hins vegar ekki í
B-deild Stjórnartíðinda fyrr en 22.
janúar 2020. Var deiliskipulagið því
ógilt. Íbúar við Espigerði og Furu-
gerði höfðu kært hið nýja skipulag.
„Verður máli þessu því vísað frá úr-
skurðarnefndinni, enda hafa kær-
endur ekki lögvarða hagsmuni af
úrlausn ágreinings um ógilda
ákvörðun,“ segir í úrskurðinum.
Í lok árs 2017, þegar upplýst var
um mikla íbúðarbyggð á svæðinu,
stofnuðu íbúar við Furugerði að-
gerðarhóp gegn framkvæmdunum.
Upphaflega átti að byggja þarna 37
íbúðir en þeim var síðar fækkað í
30. Engu að síðu töldu íbúarnir
þetta of stórtæk áform og kærðu
deiliskipulagið.
Umræddar lóðir eru við Bústaða-
veg. Þarna var um árabil, frá 1944
til 2002, starfrækt gróðrarstöðin
Grænahlíð. Búið er að rífa gróður-
hús og íbúðarhús á lóðinni, enda
mannvirkin í niðurníðslu.
Á fundi byggingafulltrúans í
Reykjavík nýlega var tekin fyrir
umsókn EA11 ehf. Skólavörðustíg
12 um leyfi til þess að byggja tvö 10
íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum
á reit A og 10 íbúða raðhús á tveim-
ur hæðum á reit B með sameigin-
legan bílakjallara á lóð nr. 23 við
Furugerði. Heildarstærð er 3.253,3
fermetrar.
Borgin auglýsti skipulagið of seint
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Furugerði Á lóðinni voru fyrir gömul gróðurhús sem nú hafa verið rifin.
Deiliskipulag Espigerðis fyrir lóðina nr. 23 við Furugerði var ógilt Auglýsa
þarf skipulagið að nýju Fyrir lá umsókn um leyfi fyrir 30 íbúðum á reitnum
Vinnumálastofnun hefur birt á vef
sínum nöfn þeirra fyrirtækja sem
hafa gert samkomulag við starfs-
fólk sitt um skert starfshlutfall,
nýtt hina svokölluðu hlutabótaleið.
Aðeins eru þó birt nöfn þeirra
fyrirtækja sem hafa haft sex starfs-
menn eða fleiri á hlutabótum. Á
listanum eru 1.162 fyrirtæki.
Vinnumálastofnun telur, þrátt
fyrir álit Persónuverndar um að
það sé heimilt, ekki rétt að birta
nöfn fyrirtækja sem eru með fáa
starfsmenn á hlutabótum vegna
persónuverndarsjónarmiða. Undir
það falla langflest fyrirtækin, alls
5.273. Heildarfjöldinn er því 6.435.
Birtir nöfn sumra fyr-
irtækja á hlutabótum
Stöðvun Ferðaþjónustufyrirtæki eru
áberandi á lista stofnunarinnar.
Sumarstemmning var í Nauthólsvík í gær
enda blíðviðri í höfuðborginni eins og víðast
hvar á landinu. Hópar borgarbúa söfnuðust
þar saman og virtust flestir gæta að tveggja
metra reglunni. Útlit er fyrir að bjartviðri
verði um allt land í dag nema hvað það
þykknar upp með rigningu eða slyddu um
landið norðaustanvert. Þá varaði Veður-
stofan við miklum vindhviðum á Suðaustur-
landi og stendur gul viðvörun hennar fram
undir hádegi í dag. Á morgun gengur í suð-
austanátt með rigningu víða um land.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Sumarstemmning hjá höfuðborgarbúum í Nauthólsvík