Morgunblaðið - 23.05.2020, Side 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2020
Áfarsóttartímum er forvitnilegt að rifja upp elstu sagn-fræðiheimild sem til er um slíkan faraldur. Árið 430 f.Kr., snemma í stríðinu milli Aþeninga og Spartverja,gaus upp skelfileg drepsótt í Aþenu. Sagnritarinn Þú-
kýdídes segir frá þessum atburði í Sögu Pelópseyjarstríðsins, sem
kom út í afar vandaðri þýðingu Sigurjóns Björnssonar prófessors
árið 2014. Talið er að allt að 100 þúsund
manns hafi dáið af völdum plágunnar
sem var vísast mjög skæð flekkusótt
(typhus) eða taugaveiki (typhoid), þótt
áreiðanleg sjúkdómsgreining sé erfið nú
2450 árum síðar.
Þúkýdídes, sem sjálfur var Aþen-
ingur, skýrir frá því að farsóttin hafi
byrjað í Eþíópíu og breiðst yfir Austur-
lönd nær til Grikklands, uns hún skall
skyndilega á Aþenuborg. Læknarnir
stóðu ráðþrota og eins og endranær
voru heilbrigðisstéttirnar í mestri
hættu. Mannleg úrræði dugðu ekkert og
enn síður áköll til guðanna. „Fórnfær-
ingar í hofum, véfréttasvör og annað af
því tagi var gagnslaust,“ segir sagn-
fræðingurinn þurrlega.
Lýsing á sjúkdómseinkennum er
mjög ítarleg: „Fyrst kom mikill hiti í
höfuðið, augun urðu rauð og bólgin.
Munnhol, háls og tunga urðu strax blóð-
rauð og andardráttur rammur og óeðli-
legur. Í kjölfar þessara
fyrstu einkenna kom svo
hnerri og hæsi. Fljótlega
færðist svo sjúkdómurinn
niður í brjóstið og fylgdi
því mikill hósti.“ Ekki nóg
með það, heldur leitaði
sjúkdómurinn í magann:
„Sjúklingurinn kúgaðist og kastaði upp öllum þeim galltegundum
sem læknar eiga nöfn yfir. Vanlíðanin var hræðileg.“ Útlistun á
ytri einkennum sjúkdómsins er ekki síður nákvæm: „Líkaminn var
ekki mjög heitur við snertingu utan frá, ekki heldur fölur, en rauð-
leitur, grár og alþakinn litlum blöðrum og kýlum.“ Og áfram heldur
hann: „Sjúkdómurinn fór um allan líkamann, byrjaði efst þar sem
hann hafði aðsetur í höfðinu. Ef menn lifðu af fyrstu hryðjuna fór
hann í útlimina. Þá lagðist hann á kynfærin sem og fingur og
tær … Aðrir misstu augun. Enn aðrir misstu algerlega minnið þeg-
ar þeir voru á batavegi. Þeir vissu ekki lengur hverjir þeir voru og
þekktu ekki sína nánustu.“
„En hið hræðilegasta við þessa plágu,“ segir skrásetjarinn, „var
örvæntingin sem greip fólk þegar það fann að það var orðið veikt.
Fólk gafst hreinlega upp og reyndi ekki að vinna gegn sjúkdómn-
um. Þá var það líka smitunin sem varð við umönnunina. Hún strá-
felldi fólk eins og búfénað.“
Þótt gríðarlega margir létust batnaði öðrum. „Því að sami maður
veiktist aldrei tvisvar, að minnsta kosti ekki svo að til bana drægi,“
segir Þúkýdídes, sem vissi hvað hann söng því að hann veiktist
sjálfur en náði bata. „Því voru þeir öfundsverðir,“ bætir hann við af
sálfræðilegu innsæi, „bæði að því þeim sjálfum fannst og öðrum. Í
gleði stundarinnar gerðu þeir sér vonir um að aldrei framar yrði
neinn sjúkdómur til þess að ræna þá lífi.“ Gott ef satt hefði verið.
Fordæmalausar
aðstæður til forna
Tungutak
Þórhallur Eyþórsson
tolli@hi.is
Þúkýdídes Sigurjón Björnsson
þýddi stórvirki hans.
Vandamál Icelandair hafa orðið til þess, að staðalífeyrissjóðanna í atvinnulífinu er skyndilegakomin í brennidepil umræðna. Ástæðan er sú,að lífeyrissjóðirnir eru orðnir stærstu hlut-
hafar í flestum af stærstu fyrirtækjum landsins, sem eru
á markaði. Til marks um það er að fimm lífeyrissjóðir,
ásamt einu sjóðastýringarfyrirtæki, eiga nær helming í
flugfélaginu.
Þetta þýðir, að fari málefni Icelandair á versta veg
blasir við að mikið fjárhagslegt áfall lífeyrissjóðanna af
þeim sökum getur leitt til þess, að lífeyrir lífeyrisþega í
þeim sjóðum, sem um er að ræða, getur lækkað umtals-
vert. Það eru m.ö.o. lífeyrisþegarnir, sem verða verst
úti.
Og um leið og farið er fram á, að lífeyrissjóðirnir leggi
fram nýtt hlutafé til þess að styrkja rekstrargrundvöll
félagsins, er verið að óska eftir að þeir sömu lífeyris-
þegar taki á sig mikla áhættu, vegna þess, að enginn
getur fullyrt með einhverri vissu,
að þessi björgunarleiðangur
gangi upp.
Jafnframt er ljóst að rökin
fyrir því að sjóðirnir taki á sig
slíka áhættu eru þau, að með því
séu þeir að bjarga eigin fjárfest-
ingu í félaginu.
Fyrir nokkrum áratugum var einn af þáverandi for-
svarsmönnum eins stærsta lífeyrissjóðs landsins á ferð
um Bandaríkin til þess að taka púlsinn á viðskiptalífinu
þar. Hvar sem sá maður kom heyrði hann sömu við-
vörun: Aldrei að fjárfesta í flugfélögum. Því fylgir mikil
áhætta.
Ekki er ósennilegt að þessar umræður verði til þess,
að fjárfestingar lífeyrissjóðanna, bæði hér og í öðrum
löndum, verði skoðaðar með gagnrýnni augum en til
þessa. Það er bara heilbrigt og líklegt má telja, að sjóð-
irnir verði krafðir um meiri rökstuðning fyrir fjárfest-
ingum sínum en farið hefur verið fram á til þessa.
Hér er um fjármuni að ræða, sem eru sparifé laun-
þega í landinu til efri ára.
En jafnframt bendir margt til þess, að fleira í starfi
lífeyrissjóðanna komist undir smásjá almennings. Á
undanförnum árum hafa umræður um ójöfnuð og launa-
mun orðið æ háværari. Það er mál út af fyrir sig, að þeir
sem tala mest um ójöfnuð eru fulltrúar sömu pólitísku
afla og tóku stærstu ákvörðun 20. aldarinnar í þeim efn-
um.
Þegar framsal veiðiheimilda var gefið frjálst urðu til
fyrstu milljarðamæringarnir á Íslandi. Um þá ákvörðun
hafði ríkisstjórn Framsóknarflokks, Alþýðuflokks,
Alþýðubandalags og leifanna af Borgaraflokknum for-
ystu árið 1990. Hún gerði þau grundvallarmistök að gefa
framsalið frjálst án þess að taka upp auðlindagjald um
leið.
Engin ein ákvörðun stjórnvalda hefur leitt til meiri
ójafnaðar en sú ákvörðun er í öllu tali talsmanna Sam-
fylkingar og Vinstri-grænna, arftaka Alþýðuflokks og
Alþýðubandalags, um ójöfnuð aldrei nefnd á nafn.
Um leið og lífeyrissjóðirnir urðu jafn stórir hluthafar í
stórum fyrirtækjum á markaði og orðið hefur mætti
ætla, að fulltrúar verkalýðsfélaganna í stjórnum lífeyris-
sjóðanna hefðu beitt sér fyrir því að sú eignaraðild yrði
notuð til þess að takmarka launamun innan þessara
fyrirtækja og halda honum innan þeirra marka, sem ASÍ
hefur nýlega ítrekað að væru hæfileg, þ.e. þrefaldur.
En með sama hætti og hið frjálsa framsal veiðiheim-
ilda er aldrei til umræðu af hálfu þeirra flokka, sem
kenna sig við jafnaðarmennsku, er ekki að sjá, að
fulltrúar launþega í stjórnum þeirra fyrirtækja, sem líf-
eyrissjóðir eiga stóra hluti eða ráðandi hluti í, hafi beitt
áhrifum sínum til þess að halda launamun innan þeirra í
skefjum.
Hvað hefur valdið þessum tví-
skinnungi?
En hver sem ástæðan er kann
nú að verða breyting á.
Fyrir nokkrum dögum sagði
Kristján Þórður Snæbjörnsson,
formaður Rafiðnaðarsambands-
ins og 1. varaforseti ASÍ, í samtali
við mbl.is, netútgáfu Morgunblaðsins:
„Það er auðvitað þannig, að launafólk á að stýra
lífeyrissjóðum að öllu leyti, nú er kominn tími til að við
náum tökum á okkar eignum.“
Það er líklega um aldarfjórðungur liðinn frá því að
Morgunblaðið vakti fyrst athygli á því, að helminga-
skiptakerfi milli atvinnurekenda og launþega í stjórnum
lífeyrissjóða væri úrelt fyrirbæri og að taka ætti upp
þann hátt, að félagar í lífeyrissjóðum, þ.e. eigendur
peninganna, kysu sjálfir stjórnir sjóðanna.
Þær ábendingar fengu litlar sem engar undirtektir og
ekkert frekar frá verkalýðsfélögum en atvinnu-
rekendum. Raunar hefur ríkt þögn um þær ábendingar
þar til nú.
Eftirfarandi liggur nú fyrir:
Mikil eignarhlutdeild lífeyrissjóða í einstökum fyr-
irtækjum getur verið áhættusöm og á endanum eru það
lífeyrisþegar hverju sinni sem bera tapið, ef tap verður.
Sjálfstæði okkar í samgöngum við önnur lönd skiptir
öllu máli fyrir eyþjóð eins og okkur en það er ekki sjálf-
sagt að lífeyrissjóðirnir og þar með félagsmenn þeirra
hlaupi undir bagga hjá Icelandair. Þá ábyrgð verður
þjóðin öll að taka á sig.
Það er eðlilegt að Alþingi setji lög, sem kveði á um að
stjórnir lífeyrissjóðanna verði framvegis kjörnar af
félagsmönnum sjálfum. Framlög þeirra í sjóðina eru
hluti af launakjörum þeirra og atvinnurekendur eiga
ekkert erindi inn í ákvarðanir um það hvernig það fé er
ávaxtað.
Svo lengi sem lífeyrissjóðir eru stærstu hluthafar í
umræddum félögum á markaði er eðlilegt að sjónarmið
þeirra komi við sögu við ákvörðun á launakjörum æðstu
stjórnenda.
Þessi málefni er sjálfsagt og eðlilegt að ræða á opnum
fundum sjóðfélaga í lífeyrissjóðum.
Lífeyrissjóðir í brennidepli
Það er ekki sjálfsagt að líf-
eyrissjóðir bjargi Icelandair –
það á öll þjóðin að gera.
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Þegar menn keppast við aðleggja á ráðin um aukin ríkis-
útgjöld, að því er virðist umhugs-
unarlaust, er ekki úr vegi að rifja
upp frægan fyrirlestur sem banda-
ríski félagsfræðingurinn William
Graham Sumner hélt í febrúar
1883 um „gleymda manninn“.
Sumner bendir þar á hversu hlut-
dræg athyglisgáfa okkar er. Hið
nýja og óvænta er fréttnæmt, ann-
að ekki. Hann nefnir sjálfur gulu
og berkla, en nýlegra dæmi er
uppnámið yfir veirufaraldri sem
kostað hefur 323 þúsund mannslíf
á fjórum mánuðum og er víðast í
rénun. Á hverju ári látast 1,6 millj-
ónir úr sykursýki, 1,3 milljónir úr
berklum og ein milljón úr alnæmi.
Sumner segir: Í hvert sinn sem
eitthvað kemur fyrir X, talar A um
það við B, og B stingur upp á lög-
gjöf X til aðstoðar. Þessi löggjöf
felur ætíð í sér fyrirmæli um hvað
C eigi að gera fyrir X eða einstöku
sinnum hvað A, B og C eigi að
gera fyrir X. Sumner bendir á að
vandinn sé enginn ef A og B
ákveði sjálfir að aðstoða X, þótt
sennilega væri hægara að gera það
beint en með löggjöf. En Sumner
beinir athygli að C: Hann er
gleymdi maðurinn, hið óþekkta
fórnarlamb, sem á að bera kostn-
aðinn af því þegar bæta skal böl
annarra.
Flestir umbótamenn vilja taka
fé af sumum og afhenda öðrum.
Nú telur Sumner að stundum
kunni það að eiga rétt á sér. (Ég
tel til dæmis einhverja samtrygg-
ingu gegn drepsóttum og náttúru-
hamförum réttlætanlega.) En
Sumner brýnir fyrir okkur að
gleyma aldrei C, hinum venjulega
manni, sem gengur til vinnu sinnar
á hverjum degi, sér um sig og sína
eftir megni, sækist ekki eftir emb-
ættum og kemst ekki í blöðin
nema þegar hann gengur í hjóna-
band eða gefur upp öndina. Hann
er föðurlandsvinur en skiptir sér
ekki af stjórnmálum og greiðir at-
kvæði á fjögurra ára fresti. Þá láta
stjórnmálamenn dátt að honum.
En þess í milli gleyma þeir honum.
Þeir koma sér saman um alls kon-
ar opinberar aðgerðir en ætlast
alltaf til þess að hann beri kostn-
aðinn. Og ekki er síður ástæða til
þess árið 2020 að minna á gleymda
manninn en árið 1883.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Gleymdi maðurinn
SVALALOKANIR
Svalalokanir frá Glerborg eru nýtískulegar
og falla vel að straumum og stefnum
nútímahönnunar.
Lokunin er auðveld í þrifum þar sem hún opnast inná við.
Hægt er að fá brautirnar í hvaða lit sem er.
Svalalokun verndar svalirnar fyrir regni, vindi og ryki og eykur
hljóðeinangrun og breytir notkun svala í heilsársnotkun.
Glerborg
Mörkinni 4
108 Reykjavík
565 0000
glerborg@glerborg.is
www.glerborg.is
2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG
FÁÐU TILBOÐÞÉR AÐKOSTNAÐAR-LAUSU