Morgunblaðið - 23.05.2020, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 23.05.2020, Qupperneq 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2020 Stærðir eru breytilegar og hægt að innrétta að vild. Umhverfið er í miðju fjölbreyttu miðborgarlífinu með mikla nálægð við ferðamenn. Möguleikarnir eru endalausir en rýmin henta vel ýmiskonar rekstri s.s. gullsmiði, snyrtistofu, hárgreiðslustofu, kaffihús, heilsubúð, mörkuðum af ýmsu tagi, listamönnum, einnig sem skrifstofur s.s lögfræðistofur, auglýsingastofur og arkitektar svo fátt eitt sé nefnt. Einnig gefst kostur á að tengja saman rekstur og búsetu í sama húsnæðinu. Brynjureitur afmarkast af Laugavegi 27 a og b og Hverfisgötu 40-44 og á milli þeirra liggur ný og skemmtileg göngugata sem getur skapað sér sérstöðu í hringiðu miðbæjarins og hefur fengið nafnið Kasthúsastígur. Við Laugaveg 27 a og b eru stærði í boði á bilinu 31 m² til 239 m² en við Hverfisgötu frá 60 m² til 255 m². Nýtt og spennandi verslunar- og þjónustuhúsnæði á Brynjureit TIL LEIGU Nánari upplýsingar veita: Evert Guðmundsson löggiltur fasteignasali í s. 823 3022 evert@atvinnueign.is Halldór Már Sverrisson löggiltur fasteignasali í s. 898 5599 halldor@atvinnueign.is Helgi Már Karlsson löggiltur fasteignasali í s. 897 7086 hmk@jofur.is Ólafur Jóhannsson löggiltur fasteignasali í s. 824 6703 olafur@jofur.is Umfjöllun í blöðum um bók Sigurðar Más Jónssonar „Afnám haftanna – samningar aldarinnar?“ vakti at- hygli og lestur hennar olli ekki vonbrigðum, heldur sívaxandi áhuga. Í bókinni er lýst eftirleik hrunsins, hvernig Íslandi var forðað út úr kröfu- súpu hrægammasjóða, í hvaða um- hverfi það verk var unnið og hvernig menn urðu að tileinka sér nýja hugsun og þekkingu til að ljúka því verki á farsælan hátt. Þótt höfundur reyni eftir megni að setja sig ekki í dómarasæti yfir mönnum og málefnum kemst hann ekki hjá því að lýsa dómum sam- tímans gegnum tilvitnanir í samtöl og skrif, enda er þar um að ræða lýsingu á samtímadómum sem mótuðu þann þjóðfélagsanda sem vinna varð í. Dómur sögunnar er samt sem áður eftir. Á bóluárunum, forleik hrunsins, söfnuðust mikil verðmæti í vörslu íslenskra banka og þeim sem öðr- um verðmætum þjóðarbúsins vildu hrægammasjóðirnir ná undir sitt vald til að gera sér mat úr, hvort sem um var að ræða eignir eða skuldir. Þeir höfðu fylgst með stöðu íslenska þjóðarbúsins um nokkurt skeið og höfðu trúlega framan af betri upplýsingar þar um en íslensk stjórnvöld. Þeir höfðu undirbúið sig vel, fjárfest í skuldabréfum og krónum og aflað sér tengsla á Íslandi. Þegar svo bankahrunið hófst og forsætisráð- herra flutti Guð-blessi-Ísland-ræðu sína jafnframt sem hann gekkst fyrir setningu neyðarlaga, þá hófu hrægammasjóðirnir aðför sína og bókin lýsir eftirleiknum. Frásögn bókarinnar um fyrstu hugmyndir til lausnar vandans er afar athyglisverð. Þær hugmyndir voru fyrst og fremst innan við- urkenndra fræða um banka- viðskipti, þar sem gjaldeyris- varasjóðir eru styrktir með lána- línum og skuldir greiddar upp, enda sýndu fyrstu úttektir Seðla- bankans að vandinn væri ekki óyfirstíganlegur. Það kom hins vegar í hlut manna úti í bæ að leiða raunverulegt umfang vandans í ljós. Þegar svonefnd Júpí- ter-skýrsla leit dags- ins ljós fór það smátt og smátt að renna upp fyrir ráðamönnum að lausn vandans eftir hefðbundnum leiðum mundi skilja efna- hagslíf þjóðarinnar eftir í ólífissárum til margra ára. Hinar hefðbundnu leiðir lutu að því að afla vina og fá þá til að veita lán og ábyrgðir og var þá fyrst og fremst horft til ESB, enda höfðu Bandaríkin brugðist okkur í upp- hafi hrunsins. Ekki var þó á vísan að róa hjá ESB eins og kom í ljós í Icesave-málinu og alltaf mátti vera ljóst að engin lausn fengist sem væri fordæmisgefandi fyrir aðrar þjóðir og full greiðsla varð að koma fyrir. Í Icesave-málinu var það forseti Íslands sem hristi menn af hinni hefðbundnu leið eins og enn er í fersku minni þjóðar- innar. Í eftirleik hrunsins voru það höfundar Júpíter-skýrslunnar sem leiddu menn af hinni hefðbundnu leið bankaviðskipta yfir á svið leikjafræðinnar, þar sem farsæl lausn náðist fram eftir mikla vinnu. Það er eftir á að hyggja at- hyglisvert hvernig Seðlabankinn dró þá lappirnar í málinu alla tíð síðan, en þar á bæ hafa menn ef- laust litið til mikilla hagsmuna af að halda fullum trúnaði alþjóða- fjármálakerfisins. Hrægammasjóðirnir voru iðnir við að kaupa sér stuðning aðila sem þeir töldu sér gagn í. Þar í hópi voru lögfræðingar, fjölmiðla- menn, stjórnmálamenn og hugs- anlega einstaklingar innan stjórn- kerfisins. Þetta er hefðbundin barátta á sviði leikjafræðinnar og við því urðu þeir sem stóðu í eld- línunni af Íslands hálfu að bregð- ast. Þeir urðu bæði að skapa sér góðan trúnað þjóðarinnar og vinnufrið en jafnframt sjá við njósnum og jafnvel hótunum and- stæðinganna sem urðu meiri eftir því sem á leið. Til að vinna málið þurftu ís- lensku aðilarnir að beita bæði „gulrót og kylfu“ eins og það nefn- ist, það er að koma andstæðing- unum í þá stöðu að hættan á tapi jafnist á við gróðavonina. Þar var byggt á öllu sem áður var gert, gjaldeyrishöftunum fyrst og fremst, en líka því, að þegar vand- inn var endurskilgreindur sem fjárflæðivandi í stað skuldavanda opnuðust fleiri leiðir til að fella málið undir svið þjóðaröryggis sem ríkisstjórn hvers fullvalda ríkis skal ein bera ábyrgð á. Það nýttist, að ESB hafði fallist á nauðsyn gjaldeyrishafta og sennilega líka það að hrægammasjóðirnir höfðu keypt íslenska banka í „einkavæð- ingunni síðari“ sem var umdeild. Hrægammasjóðirnir höfðu kom- ið málum þannig fyrir, að þeir gætu gert samhæfða árás á gjald- eyrisvarasjóð okkar og grætt á. Þeir voru því dregnir til ábyrgðar fyrir stöðugleika efnahagslífsins, sem framganga þeirra ógnaði, og þeir fengu valið um að semja um það eða slitabúin sem gættu verð- mæta þeirra hér yrðu látin greiða himinháa skatta sem vefengja varð fyrir íslenskum dómstólum. Sjóð- irnir völdu að semja. Bókin segir magnaða sögu af mönnum sem unnu Íslandi allt og oft án mikillar greiðslu en líka sögu tregðu og vanhæfis innan stjórnkerfisins. Þetta er líka saga um hvernig menn nýta neyðar- ástand sér til hagnaðar og hvernig einstök stjórnmálaöfl reyna að nýta það sama ástand til að koma hreyfingu á umdeild stefnumál sín eins og aðild að ESB eða afnám krónunnar. Í þessari baráttu má segja að Íslands hamingju hafi orðið allt að vopni, en þá hamingju má ekki veðja á endalaust. Eftirleikar hrunsins Eftir Elías Elíasson » Bókin segir magnaða sögu af mönnum sem unnu Íslandi allt og oft án mikillar greiðslu en líka sögu tregðu og vanhæfis innan stjórn- kerfisins. Elías Elíasson Höfundur er verkfræðingur. eliasbe@simnet.is Stjórnaskrá er í eðli sínu fyrst og fremst lýsing á tæknilegri uppbygg- ingu stjórnkerfisins, hvernig valdastofn- anir fá vald sitt og hvernig því skal beitt í grundvallaratriðum. Pólitísk álitamál eiga ekki heima í stjórnarskrá, þau þurfa að vera opin til umræðu hvenær sem er, svo hægt sé að breyta þeim á auðveldan hátt til samræmis við þróunina. Í stjórnaskrá Íslands er mælt fyrir um að valdið skuli vera þrí- skipt eins og kunnugt er: Lög- gjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Hinsvegar er lítið gagn að þeirri skiptingu nema gefið sé til kynna hvar mörkin liggja milli þeirra hvers um sig. Í 14. grein stjórnarskrárinnar koma í ljós mörkin milli dóms- valdsins og framkvæmdavaldsins. Þar segir: „Alþingi getur kært ráðherra vegna embættisfærslu hans, Landsdómur dæmir þau mál.“ Hvernig í ósköpunum ætti Al- þingi að gera það? Ráðherrar vinna alfarið á ábyrgð Alþingis. Alþingi hefur tilnefnt þá til emb- ættis og ráðherrar eru oftast einnig alþingismenn. Og tilheyra meirihlutanum. Ef ráðherra glat- ar trausti Alþingis biðst hann einfaldlega lausnar og einhver annar tekur við. Svo einfalt er það. Þetta tilvitnaða ákvæði verð- ur ekki skilið bókstaflega, en ef það er skilið táknrænt þá er vit í því, þá sýnir það mörk framkvæmdavalds (ráðherra) og dómsvalds. Það kemur í veg fyrir að störf ráðherra verði lögð fyrir almennan dómstól. Landsdómur stendur þar á milli og hefur sína þýðingu þó að hann sé aldrei kallaður saman. Hliðstætt dæmi er síðari hluti 26. greinar. Þar segir: „Nú synj- ar forseti lagafrumvarpi staðfest- ingar og skal þá efnt til þjóðar- atkvæðagreiðslu og heldur frumvarpið gildi sínu ef meiri- hluti atkvæða styður það.“ Þetta má skilja svo að rísi ágreiningur milli framkvæmdavalds (forseta) og löggjafarvalds skal slíkur ágreiningur ekki lagður fyrir al- mennan dómstól, heldur er sér- ákvæði um hvernig með skuli fara. Eru þetta ekki mörkin milli þessara sviða? Það er jafn frá- leitt að forseti neiti að staðfesta lög eins og að Alþingi dragi ráð- herra fyrir Landsdóm! Lögð er áhersla á að dómsvaldið sé sjálf- stætt og skarist ekki við hin tvö sviðin. Staða forsetans í stjórnkerfinu er tilgreind í 11. greininni. Þar segir: „Forseti er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum.“ Þetta orðalag „ábyrgðarlaus“ er at- hyglisvert. Mætti ekki eins segja t.d.: Forseti ber enga ábyrgð á stjórn- arathöfnum? Orðið „ábyrgðarlaus“ er svolítið víðtækara, gefur til kynna –að vísu óljóst – að það felist eitthvað meira í því eða að geti verið um undirliggjandi mótvægi að ræða. Og það er einmitt svo: Sá sem er ábyrgðarlaus er að sama skapi réttlaus. Réttur og ábyrgð eru tvær hliðar á sama hlut og verða því ekki aðskilin. Greinin gæti því allt eins orðast svona: Forseti er réttlaus gagnvart stjórn- arathöfnum! Forseti er ekki dóm- ari yfir Alþingi og getur því ekki ráðið neinu um setningu laga. Ábyrgðarlaus á stjórnar- athöfnum þýðir einnig að hann skal vera hlutlaus í pólitík. Að- eins þannig getur hann verið for- seti allra landsmanna. Embættisstörf forseta eru til- greind í stjórnaskránni, hann geri ekkert að eigin frumkvæði. Menn vilja stundum kanna vilja fólksins og halda allsherjar- atkvæðagreiðslu um eitthvert álitamál en á hverju byggist „vilji“ fólks? Er slíkt nokkuð lýð- ræðislegra en meirihluti á Al- þingi? Þar sem þó er búið að ræða málið í þaula og tína til öll rök með og móti. Viljinn er ekki nóg! Ákvarðanir verða að byggj- ast á rökum fremur en geðþótta. Allsherjaratkvæðagreiðsla um pólitísk mál getur ekki verið bindandi fyrir Alþingi. Alþingi fer með löggjafarvaldið, ekki fólkið. Ætti fólkið að stjórna stjórnvöldunum? Þó er sjálfsagt að bera breytingar á stjórnarskrá undir þjóðaratkvæði enda var stjórnarskráin samþykkt á þann hátt í upphafi. Þegar Alþingi hefur samþykkt breytingu á stjórnarskránni er hún í rauninni öll úr gildi fallin og Alþingi því án starfsgrund- vallar, því er þing rofið og efnt til þingkosninga og það fyrsta sem nýkjörið þing gerir er að sam- þykkja nýja stjórnarskrá og skapa sér þannig starfsgrundvöll að nýju. En þingkosningar segja ekkert um það hvort kjósendur hafi samþykkt umræddar stjórnarskrárbreytingar því þing- kosningar snúast aldrei um eitt- hvert eitt afmarkað mál heldur er kosið um flokka sem túlka mis- munandi lífsviðhorf. Hugleiðing um stjórnarskrá Eftir Pétur Guðvarðsson » Sá sem er ábyrgð- arlaus er að sama skapi réttlaus! Pétur Guðvarðsson Höfur er fyrverandi bóndi o.fl. faxatrod@simnet.is Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgun- blaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru send- ar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendi- kerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að við- komandi hefur skráð sig sem not- anda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.