Morgunblaðið - 23.05.2020, Side 31

Morgunblaðið - 23.05.2020, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2020 ✝ BjarnfríðurOddný Valdi- marsdóttir fæddist 29. maí 1928 á Bíldudal í Arnar- firði. Hún lést á sjúkradeildinni á Húsavík 9. maí 2020. Foreldrar henn- ar voru Valdimar Guðbjartsson, f. 1895, d. 1972, og Bjarnfríður Oddný Tóm- asdóttir, f. 1890, d. 1928. Fóstur- foreldrar Bjarnfríðar voru Guð- mundur Arason, f. 1888, d. 1966, og Þorbjörg Guðmundsdóttir, f. 1887, d. 1953. Bjarnfríður taldi sig eiga nítján systkini, þ.e. fjög- ur alsystkini, tíu fóstursystkini og fimm hálfsystkini. Bjarnfríður giftist Hauki Aðalgeirssyni, f. 13. september 1926, d. 31. desember 2017. Syn- ir þeirra eru: 1) Örn Arnar, f. 17. apríl 1946, kvæntur Þóru Ottósdóttur, f. 27. maí 1951, og eiga þau einn son og þrjú barnabörn. 2) Ellert Aðalgeir, f. 1. mars 1957, kvæntur Kristínu Arnfríði Sigurðar- dóttur Hammer, f. 9. maí 1958, eiga þau þrjú börn, sex barnabörn og eitt barnabarnabarn. 3) Birgir Valdi- mar, f. 10. nóvember 1962, kvæntur Steinunni Ósk Stef- ánsdóttur, f. 17. október 1964, eiga þau þrjú börn og fimm barnabörn. Útför Bjarnfríðar fer fram frá Reykjahlíðarkirkju í dag, 23. maí 2020, klukkan 15. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu geta aðeins nánustu aðstand- endur verið viðstaddir útförina. Streymt verður frá athöfninni. Stytt slóð á streymið: https:// n9.cl/3p32w. Slóðina má nálg- ast á www.mbl.is/andlat. Amma, elsku amma. Að setj- ast niður og ætla að skrifa nokkur vel valin orð til þín hlýj- ar mér um hjartað og ég get ekki varist því að brosa, því þannig var lífið með þér og afa. Eflaust hefur þú einhvern tím- ann þurft að byrsta þig við mig en það er allt löngu gleymt. Það sem lifir er gleðin og hláturinn, því þú gast alltaf hlegið og þá líklega mest að sjálfri þér. Ég ólst upp við það og hef aldrei þekkt annað en að hafa ömmu Fríðu í lífinu, að kíkja í kaffi og spjalla um allt og ekkert. Sem krakki að hlaupa yfir túnin í hlýjuna hjá afa og ömmu var ómetanlegt. Að liggja á bekkn- um hans afa og hlusta á gamlar sögur á kassettum, byggja spilakastala með stóru spilunum í stofunni, leggja kapal í horn- inu við eldhúsborðið, læðast í brúnu krúsina með bakkelsinu og maula súkkulaði sem afi stakk að mér. Amma á morg- unsloppnum á sunnudegi og afi að leggja kapal, líklega svindla smá, á meðan þau söngluðu við ástarlag í útvarpinu, þetta er minning sem ég á af góðri stund í ömmu- og afahúsi. Amma, þú varst ótrúleg kona, glæsileg kona, dugleg, sterk, hreinskilin, húmoristi, partíp- inni, vinkona og fyrirmynd í einu og öllu. Elsku amma, þú varst mér svo kær og ég átti alltaf öruggt skjól hjá þér. Góða ferð í sumarlandið, ég bið að heilsa afa og ég mun alltaf geyma ykkur í hjarta mínu. Aðalbjörg. Bjarnfríður Oddný Valdimarsdóttir ✝ Hjónin JóninnaMargrét Pét- ursdóttir og Reynir Mar Guðmundsson létust á Landspít- alanum í Fossvogi hinn 23. mars og 2. apríl síðastliðinn. Jóninna fæddist hinn 4. júní 1948 í Hafnarfirði. For- eldrar hennar voru Pétur Pétursson, sjómaður frá Tjörn á Skaga, f. 26. maí 1906, d. 18. júní 1990, og Sigríður Hansína Hannesdóttir frá Keflavík, f. 2. september 1924, d. 4. maí 2015. Hún bjó í foreldrahúsum í Hafnarfirði og síðar í Kópavogi þar til hún fór í húsmæðraskólann á Staðarfelli. Eftirlifandi systkini Jóninnu eru Vilhjálmur Björn Hannes Roe, f. 8. des. 1943, Guðmundur, f. 10. nóvember 1949, og Guðrún Maríanna, f. 11. júní 1953. Reynir var frá Geirshlíð í Flókadal. Foreldrar hans voru Guðmundur Bergsson frá Lundi í Stíflu, Skagafirði, síðar bóndi í Guðný, f. 31. mars 1947, Svan- fríður Kristín, f. 24. júlí 1951, Lovísa, f. 15. des. 1951, Bergur Geir, f. 18. júlí 1954, Birna, f. 7. maí 1956, Pétur Benedikt, f. 10. janúar 1959, Erna Björk, f. 27. júlí 1960, og Guðni Kristinn, f. 12. des. 1967. Synir Ninnu og Reynis eru: 1) Pétur, f. 10. febrúar 1967, kvæntur Áslaugu Einarsdóttur. 2) Jón Vilberg, f. 28. janúar 1971, sambýliskona hans er Guðný Elísabet Ísaksdóttir. 3) Þröstur, f. 23. nóvember 1975. Ninna og Reynir fluttu til Hveragerðis árið 1974 og hóf Reynir þá störf hjá Kristjáni Jónssyni við rútuakstur og við- gerðir en Ninna fór fljótlega að vinna hjá Kjörís sem Reynir gerði líka nokkru síðar. Reynir starfaði alltaf í tengslum við bif- reiðir, bæði við akstur og við- gerðir. Ninna var í vinnu hjá Kjörís í nokkur ár en síðustu 30 starfsárin var hún hjá Dvalar- heimilinu Ási. Útför þeirra fór fram hinn 15. apríl 2020. Hvammi, Ölfusi, f. 2. júní 1915, d. 26. júní 2000, og Ljótunn Jónsdóttir, saumakona frá Geirshlíð í Flókadal, Borg- arfirði, f. 16. apríl 1914, d. 7. september 2008. Hann flutti ungur með móður sinni og eldri bróður, Pálma Jónssyni (sam- mæðra), f. 8. október 1938, til Reykjavíkur þar sem hann ólst upp í Vesturbænum. Hann lærði bifvélavirkjun og vann hjá Ræsi, síðar vann hann einnig hjá Vest- fjarðaleið. Eftirlifandi systkini Reynis eru (samfeðra) Halldór Ómar, f. 28. apríl 1945, Lovísa Elsku mamma og pabbi. Mikið er ótrúlega erfitt að skrifa þessi orð. Ég bara hrein- lega trúi því varla ennþá að þið séuð farin og ég geti ekki komið í heimsókn og tekið utan um ykkur. Sest niður, fengið kaffi og rætt málin. Mig langar til að birta hérna orðin sem voru lesin við útförina ykkar, þau lýsa ykk- ur og ykkar lífshlaupi svo vel. Fyrstu árin bjuggu mamma og pabbi í íbúð við Holtsgötuna í Vesturbæ Reykjavíkur. Þau giftu sig um jólin 1967. Áður en þau fluttu til Hveragerðis starf- aði mamma við afgreiðslu í verslun í Kópavogi þar sem for- eldrar hennar bjuggu. Pabbi lærði bifvélavirkjun hjá Ræsi sem var þá umboðsaðili Merce- des Benz á Íslandi. Í einhver ár starfaði hann síðan hjá Vest- fjarðaleið en fékk síðan vinnu hjá Kristjáni Jónssyni í Hvera- gerði þar sem hann sá um við- gerðir og akstur á rútum, hann flutti sig síðan yfir í næsta hús og fór að vinna fyrir Kjörís þar sem hann var verkstæðisfor- maður. Í gegnum árin starfaði pabbi við margt en þó alltaf tengt bílum. Hann rak verk- stæði, keyrði rútur og vörubíla og vann hjá Frumherja við bif- reiðaskoðun. Mamma fór fljótlega að vinna í Kjörís og starfaði þar í mörg ár. Hún fór síðar að vinna hjá Dvalarheimilinu Ási og vann þar síðustu 30 árin áður en hún lét af störfum vegna aldurs. Þó að mamma hafi starfað lengst af hjá þessum góðu fyrirtækjum lét hún það ekki nægja, enda alltaf til í að prófa allt. Hún tók meðal ann- ars rútupróf þegar hún var ófrísk að Þresti, hún keyrði leigubíl og rak Shell-skálann ásamt Reyni sínum um tíma. Mamma var alltaf hress og kát, hún var mikill vinur og mátti ekkert aumt sjá. Hún var alltaf tilbúin að hjálpa öðrum og standa við bakið á þeim sem þurftu. Mamma var mikill meistara- kokkur og eldaði besta mat í heimi. Enda gekk hún í hús- mæðraskólann á Staðarfelli á sínum yngri árum. Þessi menntun hennar frá Staðarfelli kom sér vel í öllum þeim störf- um sem hún tók sér fyrir hendur í gegnum árin. Hún prjónaði líka mikið; peysur, húfur, sokkar og vettlingar hafa gengið barna á milli innan sem utan fjölskyldunnar árum saman. Mamma hafði alla tíð mikinn áhuga á andlegum mál- efnum en það var ekki fyrr en síðari ár að hún fór að sinna því að einhverju ráði. Hún ákvað að sækja sér menntun í þessum fræðum hjá Sálarrann- sóknarfélagi Íslands, sem hún hafði mikið gaman af. Mamma og pabbi voru ein- stök hjón, þau áttu marga og góða vini sem minnast þeirra með hlýju. Ég kveð þau með ást, sökn- uði og hlýju. Þakka fyrir árin sem ég fékk að hafa þau hjá mér og minningarnar sem þau hafa gefið mér. Þótt það sé erfitt að sakna og tárin streymi bíð ég eftir þeim degi þar sem á undan tárunum kemur bros. Með kærri kveðju, elsku mamma og pabbi. Við sjáumst í Sumarlandinu. Meira: mbl.is/andlat Ykkar Pétur. Jóninna Margrét Pétursdóttir og Reynir Mar Guðmundsson Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Elskulegur eiginmaður minn, tengdasonur, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN MATTHÍAS KJARTANSSON frá Þórisholti, Lómasölum 12, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut 14. maí. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju 25. maí kl. 13. Einnig verður streymað á Facebooksíðu Kristins. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á sjóð Krabbameinsdeildar 11-EG Lsp. Guðrún Helgadóttir Sigríður Skúladóttir Steinar Þór Kristinsson Sigrún Stefánsdóttir Sigríður Kristinsdóttir Halldór Bárðarson Kristín Björg Kristinsdóttir David Hedin afa- og langafabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN RAGNA PÁLSDÓTTIR, Lautasmára 1, Kópavogi, sem lést laugardaginn 11. apríl á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 27. maí klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Gunnar Páll Guðbjörnsson Björgvin Jens Guðbjörnsson Steinunn G. Jónsdóttir Rafnar Þór Guðbjörnsson Guðrún Á. Eðvarðsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI JÓN SIGURÐSSON vélstjóri, Miðtúni 5, Seyðisfirði, lést á Fossahlíð Seyðisfirði fimmtudaginn 14. maí. Útförin fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju miðvikudaginn 27. maí klukkan 14:00. Pálína Haraldsdóttir Haraldur Árnason Stefanía Stefánsdóttir Mekkín Árnadóttir Páll Þórir Rúnarsson Sverrir Haraldsson Fríða Björk Teitsdóttir Stefán Haraldsson Ólöf Brynjólfsdóttir Pálína Haraldsdóttir Halldór Hinriksson Árni Jón Pálsson Ása Jacobsen Elínborg Pálsdóttir Tomas Brattelid barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍSABET ÁSTA DUNGAL, lést á líknardeildinni í Kópavogi 17. maí. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 29. maí klukkan 13. Gunnar Haukur Arnarson Elísabet Arnardóttir Hjálmar Georg Theodórsson Anna Berglind A. Dungal Victor Strange Jón Örn Arnarson Margrét Helga Skúladóttir og ömmubörn Elskuleg amma okkar, langamma, langalangamma, tengdamóðir og frænka, GUÐRÚN STEFANÍA JÓHANNSDÓTTIR, Bakkakoti í Meðallandi, lést á Hrafnistu Nesvöllum í Reykjanesbæ 15. maí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 28. maí klukkan 13. Brynjar Hólm Sigurðsson Anna María Sveinsdóttir Guðrún Lilja Sigurðardóttir Víðir Pétursson Hafliði Már Brynjarsson Arna Hlín Daníelsdóttir Sigurður Hólm Brynjarsson Daníel Hólm Hafliðason Hugrún Anna Hafliðadóttir Sigurður Vilhjálmsson Jóhann Grétar Sigurðsson Gréta Sigfúsdóttir Ástkær faðir, tengdafaðir og afi, VILHJÁLMUR KNUDSEN kvikmyndagerðarmaður, Hellusundi 6a, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 14. maí. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki B2 í Fossvogi fyrir góða umönnun. Útför fer fram með nánustu aðstandendum. Ósvaldur Knudsen Brynhildur Lilja Björnsdóttir Elín Louise Knudsen Eiríkur Dór Jónsson Vilhjálmur Louis Knudsen Alexander Óðinn, Brynja Rán, Kristófer Elísabet Unnur og Eva Þórunn Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.