Morgunblaðið - 23.05.2020, Qupperneq 40
40 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2020
Þýskaland
Hertha Berlín – Union Berlín ................. 4:0
Staðan:
Bayern M. 26 18 4 4 75:26 58
Dortmund 26 16 6 4 72:33 54
Mönchengladb. 26 16 4 6 52:31 52
RB Leipzig 26 14 9 3 63:27 51
Leverkusen 26 15 5 6 49:31 50
Wolfsburg 26 10 9 7 36:31 39
Freiburg 26 10 7 9 35:36 37
Schalke 26 9 10 7 33:40 37
Hoffenheim 26 10 5 11 35:46 35
Hertha Berlín 27 9 7 11 39:48 34
Köln 26 10 3 13 41:47 33
Union Berlin 27 9 3 15 32:47 30
E.Frankfurt 25 8 4 13 39:44 28
Augsburg 26 7 6 13 37:54 27
Mainz 26 8 3 15 36:55 27
Düsseldorf 26 5 8 13 27:50 23
Werder Bremen 25 4 6 15 28:59 18
Paderborn 26 4 5 17 30:54 17
Færeyjar
Víkingur – NSÍ Runavík.......................... 1:0
Efstu lið: Víkingur 7, B36 6, NSÍ Runa-
vík 6, HB 6, Fuglafjörður 3, Klaksvík 3.
KNATTSPYRNA
GOLF
Fyrsta mót ársins á mótaröð GSÍ, B59 Hot-
el-mótið, heldur áfram á Leynisvelli á
Akranesi. Annar hringur er leikinn í dag og
sá þriðji og síðasti á morgun.
UM HELGINA!
23. maí 1950
Fyrsti landsleikurinn í hand-
knattleik er háður hér á
landi þegar
karlalandslið Ís-
lands og Finn-
lands mætast á
Melavellinum í
Reykjavík.
Lokatölur eru
3:3, Finnar eru
2:0 yfir í hálfleik en Valur
Benediktsson, Birgir Þorgils-
son og Orri Gunnarsson
koma Íslandi í 3:2 í seinni
hálfleik. Morgunblaðið segir
að Sólmundur Jónsson mark-
vörður hafi verið besti leik-
maður Íslands og „náð ótrú-
legustu knöttum“.
23. maí 1984
Arnór Guðjohnsen fær silfur-
verðlaunin í UEFA-bikarnum
með Ander-
lecht frá Belg-
íu eftir tvo
jafnteflisleiki
gegn Totten-
ham Hotspur,
sem báðir
enda 1:1.
Enska liðið sigrar í víta-
spyrnukeppni eftir seinni
leikinn á White Hart Lane í
London og Tony Parks,
markvörður Tottenham,
tryggir því sigurinn með því
að verja síðustu spyrnu
Anderlecht frá Arnóri.
23. maí 1999
Ísland sigrar Rúmeníu,
74:61, í undankeppni Evr-
ópumóts karla
í körfuknatt-
leik í Slóv-
akíu, nær með
því þriðja sæti
og kemst
áfram í
undanúrslita-
riðil. Herbert Arnarson skor-
ar 22 stig, Helgi Jónas Guð-
finnsson og Falur Harðarson
20 stig hvor.
24. maí 1997
Ísland sigrar Litháen, 21:19,
á heimsmeistaramóti karla í
handknattleik í Kumamoto í
Japan og hefur þar með
tryggt sér sæti í 16-liða úr-
slitum keppninnar með sjö
stig úr fjórum leikjum. Ólaf-
ur Stefánsson skorar fimm
mörk fyrir íslenska liðið og
Valdimar Grímsson fjögur.
Á ÞESSUM DEGI
STJARNAN
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Jasmín Erla Ingadóttir, 21 árs
knattspyrnukona hjá Stjörnunni, er
spennt fyrir Íslandsmótinu sem
hefst hinn 12. júní næstkomandi.
Jasmín, sem er miðjumaður, kom til
Stjörnunnar frá FH fyrir síðasta
sumar og lék alla 18 deildarleiki liðs-
ins á síðustu leiktíð og skoraði í þeim
fimm mörk.
Þá hefur hún einnig leikið með
Fylki í meistaraflokki, en hún er
uppalin hjá Fjölni. Eftir tímabilið
hér heima síðasta sumar hélt hún til
Kýpur þar sem hún lék með Apollon
Limassol í efstu deild þar í landi í
vetur, í láni frá Stjörnunni. Jasmín
lék 14 deildarleiki með liðinu og
skoraði fimm mörk, en liðið er með
mikla yfirburði á Kýpur.
„Þetta sumar er spennandi. Mér
líst mjög vel á að fá Betsy Hassett
og Ingibjörgu Lúciu [Ragnars-
dóttur] til Stjörnunnar. Betsy er
mjög mikill hlaupagarpur og er úti
um allt og Ingibjörg er mjög sterk
inni á miðjunni. Ég hlakka til að
spila með þeim,“ sagði Jasmín við
Morgunblaðið um þann liðstyrk sem
Stjarnan hefur nælt í fyrir leiktíðina.
Betsy Hassett, sem hefur leikið
119 landsleiki fyrir Nýja-Sjáland,
þrisvar leikið í lokakeppni HM og
einu sinni á Ólympíuleikum, kemur
frá KR og Ingibjörg frá ÍBV.
Stjarnan hafnaði í fimmta sæti
deildarinnar í fyrra undir stjórn
Kristjáns Guðmundssonar sem
þjálfar Garðabæjarliðið áfram.
Æfði með bróður sínum
Jasmín er sjálf nýbyrjuð að æfa
með Stjörnunni fyrir sumarið, en
hún hefur æft ein heima og með
bróður sínum, Kristal Mána Inga-
syni, sem er á mála hjá FC Kaup-
mannahöfn í Danmörku og að láni
hjá Víkingi í Reykjavík.
„Ég fæ að vita betur hvernig
formið á mér er þegar ég fæ að spila
11 á móti 11 en ég hef reynt að halda
mér í eins góðu standi og ég mögu-
lega get í þessu Covid-fríi. Ég hef
æft einu sinni til tvisvar á dag og
hlaupið mikið og æft með bolta líka
til að halda mér við efnið. Ég er
heppin að eiga lítinn bróður sem er í
Víkingi og við höfum farið út saman
að spila,“ sagði hún.
Jasmín fór til kýpversku meistar-
anna Apollon Limassol í lok septem-
ber á síðasta ári og lék með liðinu í
vetur. Var liðið með gríðarlega yfir-
burði í kýpversku deildinni og vann
alla 20 deildarleikina á leiktíðinni
með markatölunni 163:4. Jasmín við-
urkennir að kýpverska deildin sé
ekki sterk en segir Apollon-liðið
mjög gott.
„Deildin sjálf var ekkert rosalega
sterk en liðið sem ég var hjá var
mjög öflugt og í Meistaradeildinni.
Það eru flestallar sem koma þangað
að koma til að geta spilað í Meistara-
deildinni. Deildin sem slík er hins
vegar ábyggilega verri en 1. deildin
hér heima,“ sagði Jasmín og bætti
við að leikirnir hefðu getað unnist
enn stærra ef þjálfarinn hefði leyft
það. Tvö önnur lið skoruðu yfir 100
mörk í 20 leikjum en þrjú neðstu lið-
in fengu á sig um eða yfir 100 mörk.
Máttum ekki skora meira
í seinni hálfleik
„Oft í hálfleik vorum við komnar í
11:0, en svo máttum við ekki skora
meira. Þjálfarinn sagði það vera
óvirðingu svo við þurftum að senda
boltann á milli allan seinni hálfleik-
inn. Þetta var oft mjög leiðinlegt,“
viðurkenndi Jasmín, sem var annars
hrifin af dvölinni á Kýpur og kveðst
vera betri leikmaður í dag. Ekki
náðist að klára tímabilið hins vegar
vegna kórónuveirunnar.
„Þetta gerði mér gott. Áhersl-
urnar eru öðruvísi og meira um
tækni og meiri sambabolti. Við spil-
uðum svo í hverri viku á móti
strákum til að fá alvöruleiki. Ég
bætti mig mjög mikið úti en það var
leiðinlegt að ná ekki leikjum hérna
heima eftir að við hættum að spila
úti, þar sem ég þurfti að fara í
sóttkví. Ég kom heim rétt áður en
öllu var lokað. Það var leiðinlegt að
geta ekki klárað tímabilið úti, en við
fáum sem betur fer meistaradeildar-
sæti,“ sagði Jasmín og vill hún spila
með Apollon í Meistaradeildinni á
næstu leiktíð. „Ég stefni á að spila í
Meistaradeildinni með þeim á næstu
leiktíð ef hún verður. Það er planið
eins og er.“
Fótboltafjölskyldan
Jasmín er úr mikilli íþrótta-
fjölskyldu og byrjaði ung að spila
fótbolta með bræðrum sínum. Þá lék
Ingi Pétur Ingimundarson faðir
hennar m.a. með Leikni í Breiðholti
og þjálfaði lengi og föðurbræður
hennar sömuleiðis.
„Báðir eldri bræður mínir voru
mjög góðir og ég var alltaf úti á velli
með þeim og með fjölskyldunni.
Pabbi var að þjálfa og bræður pabba
líka þannig að ég hef mikið verið út á
fótboltavelli.“
Föðurbræður hennar, Óskar og
Steinar Ingimundarsynir, léku lengi
í efstu deild og áttu síðan farsælan
þjálfaraferil. Óskar var sóknar-
maður í KR og KA og afrekaði síðan
sem þjálfari m.a. að koma Leiftri
tvisvar upp í efstu deild og Víði úr
Garði einu sinni. Steinar lék með
KR, Leiftri og Víði í efstu deild og
þjálfaði bæði Fjölni og Víði, sem og
kvennalið Keflavíkur. Í stórfjöl-
skyldunni eru m.a. Hákon Ingi Jóns-
son, framherji Fylkismanna, og
Ingimundur Níels Óskarsson sem
lengi lék með Fjölni, Fylki, FH og
KR. Þá stígur 18 ára bróðir Jasmín-
ar, Kristall Máni, sem áður var
nefndur til sögunnar, væntanlega
sín fyrstu skref í efstu deild í sumar.
Það er því ljóst að fótboltinn er vin-
sælt umræðuefni í fjölskylduboð-
unum.
Leiðinlegt að sjá launamuninn
Mikil umræða hefur skapast að
undanförnu um launamál knatt-
spyrnudeildar Stjörnunnar og þann
mun sem er á rekstri karlaliðsins og
kvennaliðsins hjá félaginu. Nam
heildarkostnaður við leikmenn hjá
karlaliði félagsins 95 milljónum
króna og var þjálfarakostnaður 40
milljónir fyrir síðustu leiktíð. Heild-
arkostnaður hjá kvennaliðinu var 13
milljónir króna og þjálfarakostn-
aðurinn rúmar 11 milljónir króna á
sama tíma.
„Ég held að leikmennirnir sjálfir
séu ekki að velta þessu mikið fyrir
sér akkúrat núna. Það er stutt í mót
og við viljum ekki búa til vont and-
rúmsloft. Það er samt auðvitað leið-
inlegt að sjá þetta. Launamunur hef-
ur lengi verið í umræðunni og talað
um að þetta sé svona út af aðsókn á
leiki og muninum á áhuga á íþróttum
karla og kvenna. Það er samt leið-
inlegt að sjá hversu stórar tölur
þetta eru, sérstaklega þegar maður
leggur svona mikið á sig og ekki
minna en strákarnir. Það er sorglegt
hvernig þetta bitnar alltaf á kvenna-
boltanum. Kvennaliðið í körfunni var
lagt niður, en af hverju bara kvenna-
megin?“ sagði Jasmín, en mikið púð-
ur hefur verið sett í karlalið Stjörn-
unnar í körfubolta á meðan
meistaraflokkur kvenna var lagður
niður.
Landsliðið alltaf takmark
Jasmín spilaði á sínum tíma með
U19, U17 og U16 ára landsliðum Ís-
lands, alls 23 leiki. Í þeim skoraði
hún tvö mörk. Segir hún að mark-
miðið sé að komast í A-landsliðið.
„Auðvitað. Maður stefnir alltaf á
landsliðið. Það hefur verið mark-
miðið síðan ég var lítil og ég hætti
ekki að reyna fyrr en ég legg skóna
á hilluna,“ sagði Jasmín Erla
ákveðin.
Kemur sterk-
ari heim frá
Kýpurdvöl
Jasmín lék með Apollon sem skor-
aði 163 mörk í 20 leikjum Spennt
fyrir nýjum liðsfélögum í Stjörnunni
Ljósmynd/Apollon Limassol
Kýpur Jasmín Erla Ingadóttir fagnar einu fimm marka sinna sem hún skor-
aði fyrir Apollon í kýpversku deildinni í vetur. Fyrsti leikur Stjörnunnar á
Íslandsmótinu er gegn Þór/KA á Akureyri laugardaginn 13. júní.
Framherjinn Guðmunda Brynja Óla-
dóttir verður ekki með KR í fyrstu
leikjum tímabilsins í Pepsi Max-
deildinni í fótbolta vegna meiðsla.
„Hún hefur verið að glíma við
meiðsli í mjöðm og nára frá því í
nóvember og er að fara í aðgerð
núna 25. maí,“ sagði Jóhannes Karl
Sigursteinsson, þjálfari KR, í samtali
við Fótbolta.net. Guðmunda kom til
KR frá Stjörnunni fyrir síðustu leik-
tíð og skoraði fimm mörk í fimmtán
deildarleikjum síðasta sumar. Hefur
hún skorað eitt mark í fimmtán
leikjum með A-landsliðinu.
Guðmunda á
leiðinni í aðgerð
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Meiðsli Guðmunda Brynja hefur
glímt við meiðsli í vetur.
Knattspyrnulið Gróttu hefur fengið
liðsstyrk fyrir komandi átök í sum-
ar því Ástbjörn Þórðarson er geng-
inn í raðir félagsins að láni frá
grönnunum í KR. Grótta leikur
fyrsta tímabil sitt í efstu deild í
sumar og mætir Breiðabliki í 1. um-
ferð Pepsi Max-deildarinnar sunnu-
daginn 14. júní. Ástbjörn þekkir vel
til hjá Gróttu því hann lék með lið-
inu síðari hluta tímabilsins í fyrra,
alls níu leiki, og hjálpaði liðinu að
tryggja sér efsta sæti 1. deildar-
innar. Ástbjörn hefur leikið ellefu
leiki í efstu deild með KR.
Grótta fær leik-
mann KR að láni
Morgunblaðið/Hari
Nágrannar Ástbjörn fer að láni frá
Gróttu til grannanna í KR.