Morgunblaðið - 23.05.2020, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 23.05.2020, Qupperneq 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2020 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Óperudeild Söngskóla Sigurðar De- metz sýnir óperuna Schauspieldir- ektor eða Óperustjórann, eftir Wolf- gang Amadeus Mozart, í Tjarnar- bíói á mánudaginn, 25. maí, kl. 18 og 20.30. Óperan er gamanleikur og þar sem hlutverkaskipan býður ekki upp á þann fjölda hlutverka sem deildin þurfti á að halda var samin leikgerð sem hentaði og hlutverkum og tónlistaratriðum fjölgað, aríum bætt við og þá að mestu úr óperum Mozarts en ein eftir Rossini er í uppfærslunni. Óperan fjallar um óperustjóra sem vill gjarnan vera óperulistinni trúr en er neydd- ur til að horfast í augu við nýja tíma, breytta heimsmynd, og fjallar verkið um hugarangur hans og þá oft á fremur gamansaman hátt, eins og því er lýst í tilkynningu. Þar segir einnig að takmarkaður fjöldi gesta geti mætt og því beðið um að óskir um miða verði sendar á netfangið song- skoli@songskoli.is. Nemendur gátu ekki stundað leikæfingar Gunnar Guðbjörnsson, skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz, segir að skólaslitum hafi verið frestað um hálfan mánuð vegna COVID-19 og þau verði því 5. júní næstkomandi. „Við ákváðum, þó að æfingar hafi ekki náð að vera eins – hvorki í söngleikjasýningu sem við erum með í júní né þessari óperusýningu – að reyna að halda á hlutunum á lífi meðan ástandið var eins og það var, í gegnum netið með því að láta fólk æfa sig heima og gefa því ýmsa hluti í gegnum netið sem það gat þá unn- ið með. Svo var farið í samtöl og slíkt líka á netinu og þannig héldum við æfingum lifandi en gátum ekki stundað leikæfingar. Við erum að reyna að hespa þær af á mjög stutt- um tíma og það verður líka eitthvað að gefa eftir, við einföldum báðar sýningarnar til muna og höfum eins einfaldar og hægt er að hafa þær en okkur er mjög mikilvægt að nem- endurnir fái þetta tækifæri til að standa á sviði og spreyta sig,“ segir Gunnar. Hann segir form sýning- anna fyrir vikið mun einfaldara en til stóð í upphafi en sem betur fer hafi æfingar verið hafnar áður en kom til samkomubanns. Púsluspil Hægt er að stunda söngtíma á netinu með nútímatækni og segir Gunnar mestu furðu hversu vel það hafi gengið. „Það lætur fólki misvel að kenna í gegnum netið en margir hafa verið nokkuð sáttir við það. Það veltur líka dálítið á því hvernig báðir endar eru tæknilega séð, teng- ingin báðum megin,“ segir hann og að kennarar hafi staðið sig frábær- lega í því að halda nemendum við efnið og vera í sambandi við þá. Umstangið hafi verið mikið en stöku kennarar hafi þó kennt allan tímann með því að virða reglur um fjölda og fjarlægð milli fólks og með því að sótthreinsa vel milli tíma. Nemendurnir sem syngja munu óperu Mozarts eru níu talsins og segir Gunnar að uppfærslan sé mik- il áskorun fyrir þá. „Einföldunin gerir hlutina ekki mikið einfaldari fyrir þau heldur gerir hún skipu- lagningu einfaldari. Það er nánast engin sviðsmynd og einfaldir bún- ingar, lítið af leikmunum og þetta gerir þau miklu berskjaldaðri þann- ig að áskorunin er gríðarlega stór,“ segir Gunnar. Söngleikurinn Kysstu mig Kata tíu dögum seinna „Venjulega höfum við lagt í ein- hverja sviðsmyndagerð og haft um- gjörðina skrautlegri en það er auð- vitað mjög erfitt þegar tíminn er svona stuttur og lítill möguleiki á að komast inn í Tjarnarbíó, það er mjög þéttsetið þannig að við erum í raun að æfa þetta mjög lítið þar. Þess vegna er þetta stór áskorun og önnur sýning tíu dögum seinna hjá okkur, söngleikurinn Kiss me Kate. Við erum með einn sal í skóla- húsnæðinu og hann er nánast not- aður alla daga, frá klukkan fjögur til um tíu eða ellefu á kvöldin, af því verið er að æfa tvær sýningar. Svo eru allir að fara í próf og allt á fullu í lokatónleikum hjá kennurum og nemendum. Þetta hefur verið ansi mikið púsl,“ segir Gunnar og dæsir yfir öllu saman. Singspiel Óperustjórinn er gamanópera og skemmtileg fyrir skóla að setja upp þar sem hægt er að leika sér tals- vert með hana, að sögn Gunnars. „Þetta er það sem við köllum „Singspiel“ á þýsku, fjórar óperur eftir Mozart eru hreint og klárt singspiel. Þekktastar eru Brott- námið úr kvennabúrinu og Töfra- flautan þar sem eru töluð samtöl. Þessi er þannig,“ útskýrir Gunnar. „Við bjuggum til okkar útgáfu af þessu þannig að óperan er dálítið færð inn í nútímann og það á af- skaplega vel við þessa óperu, hún er í raun mjög sígild. Það er hægt að leika sér mikið með formið,“ segir hann. Öðrum óperum sé svo bland- að inn í þessa gamanóperu sem var með þeim fyrstu sem Mozart skrif- aði. Mikið hlegið á æfingum Leikarinn og leikstjórinn Þor- steinn Bachmann stýrir uppfærsl- unni og segir Gunnar að þeir hafi reynt að gefa fleiri nemendum tæki- færi á að syngja með því að fjölga aríum. Gunnar giskar á að upp- færslan verði um 80 mínútur að lengd og sýningar aðeins tvær, eins og fyrr sagði. „Ég vona bara að þetta verði skemmtilegt, það hefur alla vega verið hlegið mikið á æfing- um,“ segir hann og blaðamaður spyr hvort Mozart sé ekki alltaf skemmtilegur. „Jú, hann er alltaf skemmtilegur, toppmaður,“ svarar Gunnar kíminn, „aríurnar sem eru skrifaðar fyrir stykkið eru mjög skrautlegar, mikið flúr í þeim.“ Mikilvægt tækifæri fyrir nemendur  Óperudeild Söngskóla Sigurðar Demetz sýnir Óperustjórann eftir Mozart í Tjarnarbíói  Einfald- ari umgjörð en vanalega og aríum og hlutverkum fjölgað  Takmarkaður fjöldi gesta á sýningar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tilhlökkun Nemendurnir níu við óperudeild Söngskóla Sigurðar Demetz sem flytja munu gamanóperu Mozarts, Óp- erustjórann. Á myndina vantar leikstjóra uppfærslunnar, Þorstein Bachmann, en stóllinn er líklega frátekinn fyrir hann. „Þetta er það sem við köllum „Singspiel“ á þýsku,“ segir Gunnar Guðbjörnsson skólastjóri um óperu Mozarts. Gunnar Guðbjörnsson Sýningin Sóttqueen verður opnuð í Ásmundarsal í dag kl. 17 og er hún á vegum prentverkahópsins Postprent sem sendi 24. mars síðastliðinn frá sér eftirfarandi auglýsingu, að því er fram kemur á Facebook: „Á þessum FORDÆMALAUSU tímum langar okkur hjá POST- PRENT að sjá hvers konar list verð- ur til á tímum sóttkvíar og samkomu- banns. Sýnið okkur hvað þið eruð að fást við með því að senda okkur teikningu/ljósmynd/grafík sem við birtum svo hérna á Instagram. Eina reglan er að þetta tengist ástandinu undanfarnar vikur á einhvern hátt.“ Segir í texta um sýninguna að á annað hundrað verka hafi borist og að á sýningunni megi sjá úrval þeirra. Verkin spanni tveggja mán- aða tímabil, séu fjölbreytt og spegli hvert á sinn hátt sálarástand og stemningu síðustu missera. „Sýn- ingin er sniðin eftir þeim takmörk- unum sem við þurftum að innleiða í kjölfar ástandsins, þar sem tveggja metra reglan er í hávegum höfð og mikið lagt upp úr því að tryggja ör- yggi sýningargesta,“ segir jafnframt um sýninguna og að þar fari for- dæmalaus sýning um fordæmalausa tíma. Fordæmalaus sýning um fordæmalausa tíma Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sýningarstaður Í Ásmundarsal verður í dag opnuð sýningin Sóttqueen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.