Morgunblaðið - 30.05.2020, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2020
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
ALVÖRUMATUR
Á ÖRFÁUM MÍNÚTUM
Morgunblaðið kemur næst út
þriðjudaginn 2. júní. Frétta-
þjónusta verður um hvíta-
sunnuhelgina á fréttavef Morg-
unblaðsins, mbl.is. Hægt er að
koma ábendingum um fréttir á
netfangið netfrett@mbl.is.
Þjónustuver áskriftardeildar
er opið í dag frá kl. 8 til 12 en
lokað er á hvítasunnudag og
annan dag hvítasunnu. Net-
fang áskriftardeildar er
askrift@mbl.is og símanúmer
er 5691122. Þjónustuverið
verður opnað á ný á þriðjudag
kl. 7.
Auglýsingadeildin er lokuð
um helgina en verður opnuð
aftur á þriðjudag kl. 8. Hægt er
að bóka dánartilkynningar á
mbl.is.
Fréttaþjónusta
mbl.is um helgina
Það var örlagarík helgi í maí árið
2014 fyrir Georg Leite og Anaïs
Barthe þegar þau sáust fyrst á dans-
námskeiði sem Anaïs hélt.
Amor hitti þau bæði í hjartastað
og var Anaïs flutt til Íslands ári síðar
en Georg, sem er frá Brasilíu, bjó
hér á landi. Anaïs og Georg eign-
uðust soninn Samuel Mána í fyrra en
fyrir átti Georg dótturina Sofiu Leu.
Bæði segja Íslendinga hafa tekið vel
á móti sér þótt þau viðurkenni að Ís-
lendingar mættu faðmast og kyssast
oftar. Georg kom hingað upphaflega
sem skiptinemi fyrir um tuttugu
árum.
„Ég fann að ég var öðruvísi, en á
þessum tíma voru ekki margir litaðir
hér á landi, nema hermenn af vell-
inum. Fólk tók rosalega vel á móti
mér og mér leið strax vel hérna. Það
gerði það að verkum að ég elskaði
Ísland strax.“ »Sunnudagur
Morgunblaðið/Ásdís
Hjón Anaïs og Georg ánægð hér.
Brasilía
mætir
Frakklandi
Fundu ástina á
Íslandi og settust að
„Þetta er smátt
og smátt að
mjakast í rétta
átt,“ sagði Guð-
laugur Þór Þórð-
arson utanríkis-
ráðherra í sam-
tali við mbl.is í
gær, en danska
ríkisstjórnin til-
kynnti í gær að
landamæri Dan-
merkur yrðu opnuð fyrir Íslend-
ingum, Norðmönnum og Þjóðverj-
um frá og með 15. júní næst-
komandi. Þá verður Íslendingum
einnig heimilt að ferðast til Fær-
eyja og opnað verður á ferðalög til
Eistlands nú á mánudaginn.
Íslendingar geta nú þegar
ferðast til Svíþjóðar og Guðlaugur
Þór segir stjórnvöld í Noregi vera
jákvæð fyrir að opna landamærin
fyrir Íslendingum. „Það er þó ekki
komin endanleg niðurstaða í það.
Einnig erum við inni í frumvarp-
inu hjá Þjóðverjunum,“ segir ráð-
herra.
Ljóst er að ferðalögin verða háð
einhverjum skilyrðum eins og á við
um ferðafólk sem kemur hingað til
lands frá 15. júní. Til að mynda má
ferðafólk að utan ekki gista í
dönskum borgum þar sem íbúa-
fjöldi er yfir 200.000. „Þetta eru
útfærslur eftir löndum en hlutirnir
eru að gerast svolítið hratt núna,“
segir Guðlaugur Þór og bætir við
að flest ríki séu að draga eins mik-
ið úr áhættu og mögulegt er. Hann
á von á frekari fregnum af mögu-
legum ferðalögum Íslendinga í
sumar og segist trúa því að málin
séu að þróast í rétta átt.
„Þetta gerist ekki af sjálfu sér
og við þurfum að halda okkar
hagsmunum á lofti í þessu og það
höfum við gert. Hin ástæðan fyrir
því að við erum inni í þessu er sú
að við höfum staðið okkur vel í að
halda veirunni niðri.“ »23
Þróunin í rétta átt
Íslendingar fá að ferðast til Danmerkur í næsta mánuði
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Þung umferð var á helstu vegum sem liggja frá
höfuðborgarsvæðinu í gær, og ljóst að margir
hugðust leggja land undir fót um helgina.
Ragnhildur Haraldsdóttir hjá lögreglunni á
Norðurlandi vestra sagði í samtali við mbl.is í
gær að umferðin hefði gengið vel fyrir sig, en
það væri greinilegt að Íslendingar væru á far-
aldsfæti. Þá voru hjól og tjaldvagnar sýnilegri í
eftirdragi en síðustu helgar.
Mikil umferð út úr bænum um hvítasunnuhelgina
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Mikill ferðahugur í Íslendingum
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn
hjá ríkislögreglustjóra, segir að
fyrirkomulag skimunar á ferða-
mönnum muni skýrast eftir helgi,
og verður allt kapp lagt á að ljúka
þeirri vinnu sem eftir er við út-
færslu hennar um helgina. „Ég
hugsa að á þriðjudag, í síðasta lagi
miðvikudag, verði komin skýrari
mynd á þetta,“ sagði Víðir í samtali
við mbl.is í gær.
Kári Stefánsson, forstjóri Ís-
lenskrar erfðagreiningar, fundaði í
gær með Víði, Þórólfi Guðnasyni
sóttvarnalækni og Ölmu D. Möller
landlækni, auk þess sem fulltrúi
forsætisráðuneytisins var viðstadd-
ur fundinn, en þar var aðkoma Ís-
lenskrar erfðagreiningar að skim-
unum ferðamanna rædd.
Víðir segir að í sjálfu sér hafi
ekkert nýtt komið fram á fund-
inum. „Við vorum að tryggja sam-
skiptaleiðirnar, þetta var góður
fundur og þessi vinna er komin á
fullt og við erum að hitta alla sem
koma að útfærslunni.“ Víðir segir
að Íslensk erfðagreining horfi á það
sem samfélagslega skyldu sína að
taka þátt í skimun ferðamanna.
„Þau hafa lagt mikla vinnu í þetta
hingað til og eru tilbúin í að halda
áfram að hjálpa.“
erlamaria@mbl.is
Fyrirkomulagið
skýrist eftir helgina