Morgunblaðið - 30.05.2020, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 30.05.2020, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2020 Glæsilegar og vandaðar íbúðir fyrir 60 ára og eldri Íbúðirnar eru frá 44,7 m2 Verð frá: 42,5 millj. Hlíðasmári 6. Sími: 510 7900. lind@fastlind.is Nánari upplýsingar 60 ÁRA OG ELDRI Einstaklings-, 2ja og 3ja herbergja íbúðir Vandaðar innréttingar og tæki frá Bræðrunum Ormsson Steinborðplötur Votrými flísalögð Mynddyrasímar Stæði í bílakjallara með flestum íbúðum Glæsilegt útsýni og stutt í útivist og alls kyns þjónustu LÁRA ÞYRI EGGERTSDÓTTIR Lögg. fasteignasali B.A. í lögfræði 899 3335 lara@fastlind.is STEFANÍA BJÖRG EGGERTSDÓTTIR Viðskiptafræðingur 895 0903 stefania@fastlind.is Hraunbær 103 (a, b, c.) OPIÐ HÚS laugard. 30. maí og sunnu d. 31. ma í kl. 15:00- 16:00 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við vildum hafa tvær ferðir á dag eins og vanalega. Ég myndi segja að það hafi verið varnarsigur að ná þó einni ferð á dag enda eru rekstrar- forsendur Sæferða allt aðrar í sumar en undanfarin ár,“ segir Jakob Björgvin Jak- obsson, bæjar- stjóri í Stykkis- hólmi. Fyrr í vikunni var útlit fyrir að Breiðafjarðar- ferjan Baldur myndi ekki sigla í sumar. Sæferðir, fyrirtæki í eigu Eimskips, sem reka ferjuna töldu ekki forsendur fyrir útgerðinni vegna hruns í komu ferðamanna. Sæferðir hafa notið ríkisstyrks til siglinga Baldurs á veturna en ferjan hefur siglt á markaðsforsendum á sumrin. Úr varð að stjórnvöld hjuggu á hnútinn og samið var við Vegagerðina um framlag sem trygg- ir siglingar í sumar. Aðeins verður um eina ferð á dag að ræða en ekki tvær eins og verið hefur. Hins vegar er gert ráð fyrir að hægt sé að bæta við fimmtán aukaferðum á álags- tímum í sumar. Hagsmunaaðilar eru uggandi yfir þessari fækkun ferða þó þeir fagni því að samgöngur séu tryggar. „Það er ánægjulegt að búið sé að tryggja eina ferð á dag en hvort það er nóg er ekki komið í ljós. Við höfum áhyggjur af því að þetta hafi áhrif á straum ferðamanna á Vestfirði,“ segir Gerður Björk Sveinsdóttir, staðgengill bæjarstjóra í Vestur- byggð. Guðmundur Ragnarsson veit- ingamaður, sem tók nýverið við rekstri Hótels Flateyjar, segir að þetta séu kaldar kveðjur. Hann hafi lækkað verð og aukið framboð á gistingu til að anna komum íslenskra ferðamanna í sumar en nú sé fyrir- séð að færri komi en ella. Jakob, bæjarstjóri í Stykkishólmi, segir að ef vel gangi í sumar sé eðli- leg krafa að Sæferðir endurskoði sína þjónustu og bæti í. „Þetta er líka byggðamál því íbúar í Flatey þurfa að fá sitt vatn, olíu og nauð- synjar sem og húseigendur í Flatey. Eins þarf að horfa til vöruflutninga á svæðinu og hlutverks Baldurs í tengslum við ferðaþjónustu. Baldur skipar mjög stóran sess í þessum samfélögum hér. Þetta er okkar þjóðvegur um Breiðafjörð,“ segir hann. „Það hefði verið óásættanlegt ef Sæferðir hefðu ekki siglt því það bera allir samfélagslega ábyrgð í svona stöðu, bæði ríkið og fyrirtæki. Sæferðir og Eimskip geta ekki skýlt sér alfarið á bak við ástandið. Það verða allir að axla ábyrgð í stöðu sem þessari.“ Aðeins ein ferð á dag í sumar  Útgerð Breiðafjarðarferjunnar Baldurs í sumar tryggð með viðbótarframlagi  Hagsmunaaðilar ósáttir við að aðeins verði siglt einu sinni á dag en ekki tvisvar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Baldur Aðeins verður ein ferð á dag með Breiðafjarðarferjunni í sumar í stað tveggja eins og verið hefur. Jakob Björgvin Jakobsson Litlu munaði milli frambjóðenda í embætti formanns Samtaka fyrir- tækja sjávarútvegi (SFS) á aðal- fundi samtakanna í gær. Hlaut Ólafur Helgi Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Ramma hf., 49,99% atkvæða en Ægir Páll Friðberts- son, framvæmdastjóri Brims hf., 49,05%. Ólafur Helgi er því nýr formaður samtakanna, en Jens Garðar Helga- son hefur gegnt embættinu frá stofnun SFS árið 2014 eða sex ár, en samkvæmt samþykkt samtak- anna er ekki heimilt að gegna emb- ættinu lengur en sex ár. Ólafur Helgi kvaðst í samtali við mbl.is í gær ánægður með úrslitin og benti á að Ægir Páll muni gegna embætti varaformanns. „Þannig að það er góð sátt á milli okkar og við munum vinna þetta saman, gera okkar besta fyrir samtökin,“ sagði formaðurinn. gso@mbl.is Ljósmynd/SFS Skipti Fráfarandi formaður og nýr. Ólafur Helgi nýr formað- ur SFS  Sigraði með naumindum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.