Morgunblaðið - 30.05.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2020
Landssamband lögreglumanna lagði
fram á sáttafundi hjá ríkissáttasemj-
ara í fyrradag það sem formaðurinn,
Snorri Magnússon, kallar leið að lausn
„gamalla synda“. Segir hann að samn-
inganefnd ríkisins hafi tekið við þess-
um hugmyndum og reiknar hann með
að heyra viðbrögð hennar í næstu viku.
Það sem Snorri kallar „gamlar
syndir“ er bókanir frá síðustu kjara-
samningum sem lögreglumenn vilja að
verði útkljáðar áður en hægt verður að
ræða af alvöru um lífskjarasamning-
inn. Bókanirnar voru að stærstum
hluta gerðar í kjarasamningum lög-
reglumanna á árinu 2014 en einnig í
samningunum 2015. Ekki hafi verið
unnið úr þeim.
Snorri segir að bókanirnar snúist
um greiðslur fyrir aukna ábyrgð, álag
og breytt vinnufyrirkomulag. Sífellt sé
verið að auka kröfur til lögreglu-
manna, á öllum sviðum. „Menn geta
ekki endalaust hlaupið hraðar. Það
verður að koma til móts við fólk þannig
að það fáist til að spretta úr spori,“
segir Snorri.
Samningslausir í rúmt ár
Lögreglumenn hafa verið samn-
ingslausir í 14 mánuði. Snorri segir
það ekkert nýtt. Frá því að verkfalls-
réttur þeirra var afnuminn hafi þeir
iðulega staðið í stappi með kjaramál
sín og margítrekað lent í þeirri stöðu
að vera með lausa kjarasamninga í
heilt ár og meira. helgi@mbl.is
Vilja gera upp „gamlar syndir“
Lögreglumenn benda á lausn á bókun
varðandi þóknun vegna aukins álags
Morgunblaðið/Eggert
Lögreglumenn Lítið hefur gengið í samningum lögreglumanna og ríkisins.
Útilistaverkið Römmuð sýn er óð-
um að taka á sig mynd á jarðhita-
svæðinu við Þeistareyki í Suður-
Þingeyjarsýslu. Sjálfir ramm-
arnir, sem mynda stærstan hluta
verksins, voru nýlega fluttir á
staðinn, að því er fram kemur á
heimasíðu Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hefur ætíð látið
vinna listaverk í tengslum við
byggingu helstu mannvirkja
sinna. Fyrir tveimur árum var
efnt til hugmyndasamkeppni um
listaverk í nágrenni við jarð-
varmastöðina að Þeistareykjum.
Jón Grétar Ólafsson arkitekt
hlaut fyrstu verðlaun. Dómnefnd
sagði að tillaga hans, Römmuð
sýn, væri kröftug og djörf og
vekti athygli á Þeistareykjum sem
áningarstað. „Í verkinu er lands-
lagið hafið upp og rammað inn á
skemmtilegan hátt. Verkið býr yf-
ir aðdráttarafli og vekur forvitni
þeirra sem leið eiga um svæðið.
Upplýsingar um nærumhverfið
auka á upplifun verksins,“ sagði
dómnefndin. sisi@mbl.is
Ljósmynd/Landsvirkjun
Römmuð sýn Rammarnir, sem mynda stærstan hluta verksins, settir upp.
Römmuð sýn sett upp
Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com
Sölustaðir:
Hagkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin, Nettó, Heilsuhúsin, Vegan búðin,
Fiskkompaní, Frú Lauga, Brauðhúsið og Matarbúr Kaju á Akranesi
með súkkulaðibragði
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
20%
af Gilbret yfirhöfnum
Skoðið // www.hjahrafnhildi.is
Verð: 35.980 Nú: 28.784
Skipholti 29b • S. 551 4422
Fylgið okkur á facebook
Sumaryfirhafnir
Gallabuxur
NÝTT
NETVERSLUNLAXDAL.IS