Morgunblaðið - 30.05.2020, Qupperneq 23
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2020
á heimasíðu Hreyfils:
hreyfill.is
eða í App Store
og Google Play
SÆKTU APPIÐ
Sæktu appið frítt á AppStore
eða Google Play
Hreyfils appið
Pantaðu leigubíl á einfaldan
og þægilegan hátt
Þú pantar bíl1
3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn.
2 fylgist með bílnum í appinu
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Íslendingum, Norðmönnum og Þjóð-
verjum verður frá 15. júní heimilt að
fara yfir landamærin til Danmerkur.
Jafnframt er Dönum heimilt að
ferðast til þessara landa. Þetta kom
fram á blaðamannafundi Mette
Fredriksen, forsætisráðherra Dan-
merkur, í gær, en dönsku landamær-
in hafa nánast verið lokuð frá 14.
mars síðastliðinn.
Eftir sem áður verða ákveðnar
takmarkanir á ferðafrelsi ferða-
manna frá þessum löndum innan
Danmerkur. Þannig þurfa þeir að
framvísa staðfestingu á gistingu í að
minnsta kosti sex nætur utan Kaup-
mannahafnar við komuna til lands-
ins. Flest kórónuveirusmit í Dan-
mörku hafa greinst í höfuðborginni
og því vilja stjórnvöld ekki að ferða-
menn dvelji þar á hótelum.
Magnus Heunicke, heilbrigðisráð-
herra Danmerkur, sagði hins vegar á
blaðamannafundinum að ferðamenn
mættu fara til borgarinnar og snæða
til dæmis þar á veitingahúsum en
þeir yrðu að sofa utan borgarmark-
anna.
Fredriksen sagði að síðar í sumar
yrði borgurum í öðrum Schengen-
ríkjum og Bretlandi væntanlega
leyft að koma til Danmerkur. Dönsk
stjórnvöld ráða Dönum þó frá því að
ferðast til sólarlanda í sumar, eða að
minnsta kosti til 31. ágúst.
Veirupróf skylda
Ferðamenn sem koma til Dan-
merkur verða skimaðir fyrir kórón-
uveiru við landamærin. Þá verða
settar upp færanlegar rannsóknar-
stofur á helstu ferðamannastöðum
landsins svo að starfsmenn verslana,
veitingastaða og skemmtistaða geti
farið í skimun reglulega. Þá verður
ferðamönnum sem eru með greinileg
sjúkdómseinkenni ekki hleypt inn í
landið.
Færeyska landsstjórnin tilkynnti
einnig í gær að frá og með 15. júní
gætu Íslendingar auk Dana og
Grænlendinga heimsótt eyjarnar.
Ekki er enn búið að ákveða hvort
og þá hvaða takmarkanir verða sett-
ar. Hugsanlega verður þess krafist
að ferðamenn sæti einhvers konar
sóttkví og smitrannsóknum.
Alls veiktust 187 Færeyingar af
Covid-19 en þeir hafa allir náð sér og
enginn lést af völdum sjúkdómsins.
Ekkert smit hefur greinst síðan 22.
apríl. Færeysk stjórnvöld ætla þó að
fara varlega og t.d. verða tónlist-
arhátíðir ekki leyfðar í sumar.
Dönum ráðið frá sólarferðum
Íslendingum, Þjóðverjum og Norðmönnum verður leyft að koma til Danmerkur eftir 15. júní
AFP
Danir opna Mette Frederiksen for-
sætisráðherra kynnir nýjar reglur.
Kveikt var í lögreglustöð í Minneapolis í Minne-
sota í Bandaríkjunum aðfaranótt föstudags, en
mikil ólga er í borginni og nágrannaborginni St.
Paul vegna andláts blökkumanns, George Floyd,
sem lét lífið eftir að lögreglumaður þrýsti hné
sínu að hálsi hans. Donald Trump Bandaríkja-
forseti skrifaði á Twitter að „glæpamenn“ hefðu
vanvirt minningu Floyds og hvatti þjóðvarðliðið
til að stilla til friðar í borgunum.
AFP
Eldar loga í Minneapolis
Myndir hafa náðst af kolkrabba á
botni Indlandshafs á sjö kílómetra
dýpi. Er þetta tveimur kílómetrum
dýpra en áður hefur verið vitað til að
þessar skepnur gætu hafst við á.
Vísindamenn sem skrifa grein um
þetta í tímaritið Marine Biology segja
að kolkrabbinn sé af tegund sem
kennd er við Dúmbó, fílinn fljúgandi í
teiknimyndum Disneys, vegna þess
að flaksandi uggar ofan við augun
minna á eyrun á Dúmbó.
Sá sem stýrði rannsókninni, Alan
Jamieson, hefur sérhæft sig í rann-
sóknum á miklu dýpi. Hann notast við
ramma, hlaðna mælitækjum, sem
varpað er í sjóinn úr rannsóknar-
skipum. Rammarnir lenda á botn-
inum og skrásetja og taka myndir af
lífverum sem fara framhjá.
Fram kemur á vef breska ríkis-
útvarpsins, BBC, að Jamieson hafi
náð myndum af tveimur kolkröbbum,
öðrum á 5.769 metra dýpi og hinum á
6.957 metra dýpi. Kolkrabbarnir voru
tæplega hálfur metri að lengd.
Leifar af kolkröbbum og egg þeirra
hafa áður fundist á miklu dýpi, en fyr-
ir hálfri öld náðist mynd af kolkrabba
á 5.145 metra dýpi undan ströndum
Barbados.
BBC hefur eftir Jamieson að dýr
sem hafist við á svona miklu dýpi
þurfi að laga sig að aðstæðum með
sérstökum hætti svo að frumurnar í
líkama þeirra standist hinn gífurlega
þrýsting sem þar er.
Kolkrabbi
á 7 kíló-
metra dýpi
Djúpt Mynd sem náðist af Dúmbó-
kolkrabba á sjö kílómetra dýpi.
Barn lést í Sviss úr COVID-19, sjúk-
dómnum sem kórónuveiran veldur.
Er þetta fyrsta barnið sem deyr þar
í landi vegna veirunnar, en yfirvöld
í Sviss vildu ekki greina frá aldri
þess í gær. Stefan Kuster sótt-
varnalæknir sagði einungis að um
væri að ræða ungt barn. Alls eru yf-
ir 30.700 staðfest kórónuveirusmit í
Sviss og hafa til þessa 1.656 látist.
Í Rússlandi létust á einum sólar-
hring 232 af völdum veirunnar og
eru staðfest smit þar um 387.500.
Ungt barn lést
vegna veirunnar
SVISS