Morgunblaðið - 30.05.2020, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 30.05.2020, Qupperneq 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2020 Sumarverkin Unnið var að holuviðgerðum í Breiðholti í vikunni. Eggert Það ætti að vera nægilega augljóst til þess að ekki þurfi að nefna það, en tæki- færi Íslands í framtíð- inni eiga líklega mörg það sameiginlegt að tengjast þeirri stað- reynd að við búum að einni verðmætustu náttúruauðlind ver- aldar; hafinu í kring- um okkur. Þó er það gjarnan þannig að augljósustu sannindin eru þau sem eiga það til að gleym- ast; og því þarf reglulega að minna sig á þau. Hvernig lítur bláa hagkerfið okkar út að fáeinum áratugum liðnum? Munu fyrirtæki sem selja búnað og tæki fyrir sjávarútveg verða enn öflugri hérlendis? Verða líftæknifyrirtæki verðmætustu fyrirtækin í íslenskum sjávar- útvegi? Þessum og fjöldamörgum öðrum spurningum er ugglaust erfitt að svara í dag en líklegt er að gott sambland af hugviti og reynslu af nýtingu auðlindanna verði áfram mikilvægasta uppspretta verðmætasköpunar á Íslandi. Því er það ákaflega mikilvægt fyrir Ís- lendinga að hefja kortlagningu á þeim tækifærum sem eru í bláa hagkerfinu og fylgjast stöðugt með þeim vendingum sem hafa áhrif á möguleika okkar til að viðhalda og styrkja stöðu okkar á þeim vett- vangi. Afleiðingar COVID-19 faraldurs- ins sýndu fram á mikilvægi mat- vælaframleiðslu heimsins og fæðu- öryggis. Engin þjóð í Evrópu er jafn umsvifamikil og Íslendingar í matvælaframleiðslu og tækni henni tengdri sé horft til stærðar hag- kerfisins. Í því felast tækifæri. Í kófinu kom meðal annars glögg- lega í ljós hversu mikilvægar tækninýjungar eru fyrir mat- vælaframleiðslu þar sem meðal annars sjálfvirknivæðing treysti allt framleiðsluferlið a tímum samkomubanns og margvíslegra takmarkana á athafnafrelsi víða um heim. En hvernig ætlum við Íslend- ingar að nýta þau bláu tækifæri sem kunna að skapast eftir CO- VID-19? Norsk stjórnvöld hafa á undanförnum vikum lagt töluverða vinnu í samtal á milli ólíkra greina norsks sjávarútvegs og stjórnvalda til að meta þau tækifæri sem Nor- egur hefur til að sækja fram á þessum sviðum eftir COVID. Markmiðið er að norskur sjávar- útvegur og allar þær greinar tengdar honum verði mikilvægur hluti af þeirri uppbyggingu sem þarf að eiga sér stað í atvinnulífi Noregs. Norðmenn benda á að eft- ir fjármálakreppuna árið 2008 hafi vöxtur í norskum sjávarútvegi (að meðtöldu fiskeldi) verið um 300% og starfsfólki í greinunum hafi fjölgað um helming. Norðmenn telja að gera megi enn betur. Víðtæk stefnumótun um bláa hagkerfið hérlendis getur stuðlað að auknum skilningi á tækifærum fyrir Íslendinga á þessu sviði. Hér- lendis höfum við mörg dæmi um einstakan árangur í bláa hagkerf- inu. Á grundvelli hugvits, verkvits og viðskiptavits hefur íslenskum sjómönnum og athafna- og hug- vitsfólki tekist að skapa sífellt meiri verðmæti úr sömu auðlind. Þessi þróun getur haldið áfram að vera undirstaða þess að viðhalda og auka lífsgæði í landinu. Í byrjun ársins kom út á vegum Sjávarklasans ritið „Bak við yztu sjónarrönd“. Í því er gerð tilraun til þess að byrja að móta heild- ræna hugsun um hin fjölmörgu tækifæri sem Ísland hefur til þess að skapa enn meiri verðmæti úr sínu einstaka sambandi við auð- lindir hafsins. Hugmyndin um bláa hagkerfið snýst um að Ísland nýti tækifærið til þess að vera al- þjóðleg miðstöð efnahagslegrar, vísindalegrar og menningarlegrar nýsköpunar sem tengist hafinu. Slíkir klasar geta gefið sam- félögum tækifæri til þess að við- halda lífsgæðum og tækifærum mun lengur en tilvist auðlindanna ein og sér. Bláa hagkerfið grundvallast vissulega á getu okkar til að veiða og vinna hefðbundnar sjávaraf- urðir en enginn getur vitað hvar mesta verðmætasköpun framtíð- arinnar kann að liggja. Það sem við vitum hins vegar er að með því að hlúa að bláa hagkerfinu og ný- sköpun eigum við framúrskarandi möguleika til þess að vera áfram forystuþjóð í öllu því sem snýr að hafinu okkar bláa. Við hvetjum stjórnvöld til að lyfta bláa hagkerfinu á þann stall sem það á skilið. Burtséð frá átök- um og ágreiningi um stjórn fisk- veiða er myndin af tækifærum Ís- lands í hafinu miklu stærri. Þar má finna sprota og hugmyndir í líftækni, heilsuefnum, vinnslu- og rekjanleikatækni, eldi, veiðum og ýmsu öðru sem getur orðið mun fyrirferðarmeira en hefðbundinn sjávarútvegur ef rétt er á málum haldið og fólk með fjölbreyttar hugmyndir sem tengjast hafinu fær raunverulegt tækifæri til þess að efla okkar hag, hvern einasta dag. Eftir Þór Sigfússon og Þórlind Kjartansson » Líklegt er að gott sambland af hugviti og reynslu af nýtingu auðlindanna verði áfram mikilvægasta upp- spretta verðmætasköp- unar á Íslandi. Þór Sigfússon Höfundar eru áhugamenn um bláa hagkerfið. thor@sjavarklasinn.is Bláa hagkerfið Þórlindur Kjartansson Hinir gríðarlegu erfiðleikar sem flug- félög og ferðaþjón- ustan í heild standa frammi fyrir hafa ekki farið framhjá neinum sem hefur fylgst með fréttum. Umhverfi ferðaþjón- ustunnar hefur breyst til frambúðar og lang- an tíma mun taka að vinna upp það tjón sem orðið hefur. Icelandair hefur verið óskabarn þjóðarinnar um langa tíð og notið einstakrar stöðu á Íslandi og aðgangs að þeirri fyr- irgreiðslu sem þörf hefur verið. Félagið hefur nú tapað gríð- arlegum fjármunum síðustu þrjú árin og hafa allir séð að þegar flugfélög lenda í áföllum er um há- ar fjárhæðir að ræða. Þetta reyndi undirritaður á eigin skinni þegar Primera Air-flugfélagið lenti í röð áfalla sem leiddu til rekstrarstöðv- unar félagsins, en tap einnar þotu vegna tæringar, og seinkun á af- hendingu sex nýrra Airbus- flugvéla, reyndist stærri biti en ráðið varð við. Það voru þung skref að stöðva rekstur góðs fé- lags, sem hafði gengið vel árum saman með frábæru starfsfólki, af því að áframhaldandi fjármögnun fékkst ekki. Sá taprekstur og þau áföll sem Icelandair hefur lent í undanfarin ár hafa nú þegar valdið því tjóni sem orðið er. Tapað fé er tapað fé. Fyrst staðan er nú með þeim hætti sem orðinn er og á margan hátt vegna ytri aðstæðna sem enginn gat séð fyrir er kannski tæki- færi til að stokka spil- in og tryggja Íslandi samkeppnishæft félag til frambúðar. Ice- landair hefur notið mikillar fyrirgreiðslu í gegnum tíðina og nú þarf félagið 29 millj- arða í nýtt hlutafé. Eftir hrunið voru 23 milljarðar af skuldum af- skrifaðir, en aðrir, eins og Primera Air, fengu ekki eina krónu nið- urfellda. Félagið var síðan endur- fjármagnað og átti nokkur góð ár vegna hagfelldra ytri aðstæðna. Á sama tíma hefur félagið setið uppi með arf frá fyrri tíð sem erf- itt hefur verið að eiga við. Það er stórmerkilegt að lesa viðtal við for- seta ASÍ, sem hótar því að beita lífeyrissjóðum landsmanna fyrir sig ef Icelandair semur ekki við Flugfreyjufélagið. Þetta er sama félag og beitti ítrekað fyrir sig fréttamiðlum RÚV til að koma höggi á Primera Air vegna lög- mætis áhafnasamninga sem félagið var svo ítrekað sýknað af. Það eru einstök forréttindi fyrir hverja þjóð að geta greitt góð laun. Og ein hæstu meðallaun í heimi eru nú á Íslandi. Hins vegar, ef forsendur eru ekki lengur til þess í sumum greinum, þá er öll- um til hagsbóta að horfast í augu við þá staðreynd til að tryggja laun til frambúðar. Án sterkra fyrirtækja er enginn launagreið- andi. Nýtt rekstrarumhverfi – lægri fargjöld Flugheimurinn í dag hefur gjör- breyst á nokkrum árum. Félög eins og Wizz Air og Ryanair hafa yfirburði gagnvart öðrum félögum vegna hagkvæmni, og sífellt erf- iðara er fyrir félög eins og British Airways, SAS og Lufthansa að halda í horfinu, þrátt fyrir gríð- arsterka stöðu. Sama gildir um Icelandair. Ef félagið ætlar að halda áfram að flytja farþega milli Evrópu og Bandaríkjanna, í sam- keppni við mun samkeppnishæfari félög, verður félagið að hafa til þess forsendur, enda eru flestir viðskiptavinir þess farþegar sem fljúga beint áfram, en stoppa ekki á Íslandi. Það verður ekki séð að einstaklingar muni koma að end- urfjármögnun Icelandair, og það er tvíeggjað ef fjármagni lífeyr- issjóðanna er ráðstafað í slíkan áhætturekstur. Ef Wizz Air myndi ákveða að byrja að tengja Evrópu við Ameríku, í gegnum Keflavík, væri vonlaust að keppa við það fé- lag. Ef ríkið ætlar að taka við keflinu er best að það sé á nýjum samkeppnishæfum grunni. Nýr floti – einstakt tækifæri Þegar Icelandair tók ákvörðun um kaup á Boeing Max-vélunum var það miðað við bestu upplýs- ingar á þeim tíma. Nú er öldin önnur, og forsendur aðrar, og komnar aðrar tegundir flugvéla sem henta betur. Max-vélarnar munu væntanlega ekki fljúga á þessu ári. Nú er hins vegar auð- velt að fá nýjar vélar, því hundruð flugvéla eru nú verkefnalaus og flugvélaeigendur og flugvéla- leigusalar bjóða nú vélar á betri kjörum en sést hafa síðustu 10 ár- in. Kannski er nú tækifæri til að nota þessar skelfilegu aðstæður og hugsa dæmið upp á nýtt. Í hverri krísu eru líka tækifæri. Það er hægt að tryggja Icelandair 10 nýj- ar þotur fyrir aðeins 1,5 milljarða króna. Það þarf ekki 29 milljarða til. Svissneska leiðin Þegar SwissAir fór í þrot árið 2002 trúði því enginn að sviss- neska ríkið myndi ekki bjarga fé- laginu, enda stolt þjóðarinnar með sinni alþjóða starfsemi. Annað kom á daginn og niðurstaðan varð sú að Swiss Airlines var stofnað á grunni Crossair sem var innandlandsflug- félag Sviss. Með því var hægt að búa til nýtt umhverfi fyrir félagið sem sat þá ekki uppi með fortíð- arvanda sem ekki var hægt að leysa. Það er ljóst að komið er að þeim tímapunkti að ef ríkið velur að setja inn meira fé í rekstur fé- lagsins fyrir utan þá 20 milljarða sem það hefur lánað nú þegar, verður það að vita að það er gert á samkeppnishæfum grunni. Hvati fyrir önnur flugfélög Það skiptir öllu máli að tryggja erlenda ferðamenn til Íslands. Það gerist með því að halda uppi hag- kvæmum fargjöldum og góðri tíðni. Það var mikið áfall fyrir ferðaþjónustuna eftir fall WOW þegar EasyJet dró úr framboði sínu, sérstaklega yfir veturinn, og ekkert hefur komið í staðinn, ein- faldlega vegna þess að Ísland var orðið of dýrt. Það má líka búa til hvatakerfi fyrir önnur flugfélög til að fljúga til Íslands í stað þess að einblína á að halda Icelandair í þeim rekstri sem það er í dag. Það sem skiptir máli er að viðhalda ódýrum fargjöldum til landsins, svo að ferðamenn haldi áfram að koma, og fá ný félög til að hefja flug til landsins. Það voru verstu fréttir fyrir ferðaþjónustu á Ís- landi sem hægt var að koma á framfæri á síðasta ári þegar fram kom að Ísland væri orðið dýrasti áfangastaður í heimi. Eftir Andra Má Ingólfsson » Það sem skiptir máli er að viðhalda ódýr- um fargjöldum til lands- ins, svo að ferðamenn haldi áfram að koma, og fá ný félög til að hefja flug til landsins. Andri Már Ingólfsson Höfundur er stofnandi Aventura, Heimsferða og fyrrverandi eigandi Primera Air. andri@aventura.is Tækifæri í flugrekstri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.