Morgunblaðið - 30.05.2020, Page 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2020
Hafnargata 29, í miðbæ Keflavíkur
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
Nýjar fullbúnar íbúðir í vönduðu fjölbýli.
Sjávarútsýni í meirihluta íbúða
Stæði í bílakjallara fylgir öllum íbúðum.
Verð frá aðeins kr. 39.900.000.-
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555
SÖLUSÝNING SUNNUDAGINN 31. maí frá kl. 14-15
Skáklífið á Íslandi braust úrgreipum COVID-19 farald-ursins þegar Íslandsmótið ískólaskák fór fram í Rima-
skóla um síðustu helgi. Teflt var í
yngri og eldri flokki grunnskóla-
nemenda. Í yngri flokki, sem skip-
aður var nemendum 1.-7. bekkjar,
sigraði Vatnsendaskóli í Kópavogi
eftir aukakeppni við Landakots-
skóla, en báðar sveitirnar hlutu 24
vinninga af 32 mögulegum. Sveit
Háteigsskóla kom rétt á eftir með
22½ vinning. Í sigursveit Vatns-
endaskóla – sjá mynd – tefldu Arnar
Logi Kjartansson, Guðmundur Orri
Sveinbjörnsson, Mikael Bjarki Heið-
arsson, Jóhann Helgi Hreinsson og
Tómas Möller.
Í eldri aldursflokknum, 8.-10.
bekk, sigraði sveit Ölduselsskóla
með nokkrum yfirburðum,
hlaut 23½ vinning af 28
mögulegum. Hörðuvalla-
skóli varð í 2. sæti með 18½
vinning og Háteigsskóli,
sem var með sömu sveit í
báðum keppnunum, varð í 3.
sæti með 17½ vinning. Í
sveit Ölduselsskóla tefldu
bræðurnir Óskar Víkingur
og Stefán Orri Davíðssynir,
Baltasar Máni Wedholm
Gunnarsson og Birgir
Logi Steinþórsson. Móta-
hald þetta heppnaðist með
miklum ágætum.
Mótasyrpa Magnúsar Carlsen
Þó að opnað hafi verið fyrir hefð-
bundin skákmót hér á landi er
ástandið annars staðar í heiminum
því miður með allt öðrum hætti og
óvissa ríkir um það t.d. hvenær
áskorendamótið verður til lykta
leitt, en því var slitið í miðjum klíð-
um í mars síðastliðnum.
Sú mótasyrpa sem Magnús Carl-
sen og hans menn standa fyrir er ör-
lítil sárabót. Heimsmeistarinn rétt
marði það að komast í átta manna
hópinn en svo komst hann almenni-
lega í gang. Í átta manna úrslitunum
náði hann fram langþráðum hefnd-
um fyrir niðurlæginguna í Fischer-
random einvíginu við Wesley So í
fyrra því að hann vann 5:1 og í fyrri
hluta einvígisins við Nakamura á
fimmtudaginn vann hann allar þrjár
skákirnar og virðist öruggur með að
komast í úrslitaeinvígið við Kínverj-
ann Liren Ding eða Rússann Daniil
Dubov.
Í sjöttu skákinni réð hann betur
við flækjur tafls:
Wesley So – Magnús Carlsen
Katalónsk byrjun
1. Rf3 d5 2. d4 Rf6 3. c4 e6 4. g3
dxc4 5. Bg2 Bb4+ 6. Bd2 a5 7. O-O
O-O 8. Ra3 Bxa3 9. bxa3 b5
Sú aðferð að reyna að halda í c4-
peðið er að mörgum talin eina leið
svarts til að tefla til vinnings gegn
katalónsku byrjuninni.
10. Db1 c6 11. e4 h6 12. g4!?
Með hugmyndinni 12. … Rxg4 13.
e5 en svartur á betri reit fyrir þenn-
an riddara.
12. … Rh7 13. h4 e5!
Sókn á væng skal svarað með
gagnárás á miðborði er gömul
kenning.
14. Rxe5 Dxd4 15. Bf4 He8 16.
Dc1 Dc5 17. Hd1 Ra6 18. Rxc6!
Óvæntur leikur eftir mislukkaða
byrjun. Nú hefjast miklar flækjur.
18. … Dxc6 19. e5 Dc5 20. Bxa8
Bxg4 21. Be3 Dxe5 22. Hd4 Rf6 23.
Bc6 He6 24. Bg2 Rc5 25. Dc3 Kh7
26. Dxa5 Rd3 27. Hb1!
Með mikilli útsjónarsemi í erfiðri
stöðu er hvítur enn með í leiknum.
27. … Df5 28. Hxb5 Dg6 29. Da8
Re5 30. Hd8!
Skyndilega hótar hvítur máti á h8.
En svartur hefur undirbúið vörn
sem felur sér lævísa gildru.
30. … Re8
31. Hxe8??
Þetta mátti hann aldrei gera en
tíminn var naumur.Eftir 31. Kh1
meta „vélarnar“ stöðu hvíts mun
betri!
31. … Hxe8 32. Dxe8 Rf3+! 33.
Kh1 Dd3
Hvítur er varnarlaus gagnvart
hótuninni 35. .. Dd1+.
34. Bd2 Dxd2
- og So gafst upp.
Skákin komst aftur
á skrið á Íslandsmóti
grunnskólasveita
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Ari Márus Johnsen fæddist
30. maí 1860 á Ísafirði. For-
eldrar hans voru Daníel
Johnsen, þá verslunarstjóri á
Ísafirði, og Anna Guðrún Du-
us. Ari átti eina systur og
fluttist fjölskyldan til Kaup-
mannahafnar þegar Ari var
barn að aldri. Hann lærði
verslunarfræði og söng í
Kaupmannahöfn en nam síð-
an söng í Þýskalandi um tví-
tugt.
Ari hefur verið nefndur
fyrsti íslenski óperusöngv-
arinn. Hann náði miklum
frama og söng í óperuhúsum
í Berlín, Hamborg og London
og fyrir þýsku keisarah-
irðina. Hann var barí-
tónsöngvari.
Ari kom til Íslands árið
1901 og hélt tónleika í Góð-
templarahúsinu í Reykjavík
við hrifningu landsmanna. Í
ritdómi Hannesar Þorsteins-
sonar, ritstjóra Þjóðólfs, seg-
ir: „Þeir voru margir, er ekki
þóttust fegurri söng heyrt
hafa, en þetta kvöld.“
Eftir að ferli Ara lauk var
hann söngkennari í Ham-
borg. Hann var vellauðugur
maður eftir ferilinn en missti
allar eigur sínar í verð-
hruninu 1918. Hann flutti þá
til Kaupmannahafnar og hélt
áfram kennslu þar.
Ari var ókvæntur og barn-
laus.
Ari Johnsen lést 17.6. 1927.
Merkir Íslendingar
Ari Johnsen
Morgunblaðið/SÍ
Íslandsmeistarar í eldri flokki F.v.: Birgir Logi, Baltasar Máni, Stefán
Orri, Óskar Víkingur og Björn Ívar Karlsson liðsstjóri.
Morgunblaðið/SÍ
Sigurlið Vatnsendaskóla með liðsstjóranum
Kristófer Gautasyni.
Hugur minn og bænir
hafa að sjálfsögðu verið
hjá og fyrir þeim sem
veiktust illa af Covid 19
og eru jafnvel enn að
bíta úr nálinni með eft-
irköstin. Þá ekki síður
aðstandendum þeirra
sem látist hafa úr sjúk-
dómnum. En yfir
350.000 manns eru sagð-
ir hafa látist í heiminum
úr faraldrinum. Líklega
þó mun fleiri. Fólk af
holdi og blóði en ekki
bara tölur á blaði. Það er
svo þungt að missa, hvað
þá við svona aðstæður
eins og verið hafa og það
er alltaf sárt að sakna.
Föðuramma mín, Gróa Bjarnadóttir,
dó úr spænsku veikinni í nóvember
1918 frá sjö börnum, eins til níu ára. Og
enda þótt lífið hafi haldið áfram og
börnin verið svo gæfusöm að komast til
manns með Guðs hjálp og góðra
kvenna og manna og lifa sínu ágæta lífi
til hárrar elli var þessi reynsla alltaf í
bakpokanum og fylgdi þeim sem
skuggi alla tíð. Það segir sig sjálft að
það hefur ekki verið auðvelt að standa
þrjátíu og þriggja ára einn uppi með
sjö ung börn í slíkri stöðu. Þessari
reynslu lýsir föðurafi minn og alnafni,
sem þá rak ásamt félaga sínum Verzl-
unina Vísi við Laugaveg 1, einmitt
ágætlega í öðru bindi sjálfsævisögu
sinnar, Himneskt er að lifa, sem gefin
var út 1968.
Landspítali og heilbrigðis-
starfsfólk til fyrirmyndar
Hugur minn hefur einnig verið hjá
heilbrigðisstarfsfólki. Læknum, hjúkr-
unarfræðingum og öllu því góða og
magnaða fagfólki sem starfar Land-
spítalanum eða í tengslum við heil-
brigðisþjónustuna. Þannig vill til að ég
hef hin síðari ár verið fastagestur á
göngudeild krabbameins- og blóðlækn-
inga á spítalanum og hef af þeim sök-
um einnig þurft að koma víða við á spít-
alanum vegna alls kyns æfinga því
tengdra, til dæmis vegna uppskurðar,
geislameðferðar, lyfjameðferða, blóð-
mælinga, myndataka og
viðtala auk alls annars.
Á undanförnum vik-
um og mánuðum á Co-
vid-tímanum hefur það
vakið athygli mína og
aðdáun hversu starfsemi
spítalans hefur verið vel
skipulögð í erfiðum að-
stæðum. Viðmót fag-
fólks og alls starfsfólks
til mikillar fyrirmyndar
og allt fyrirkomulag
haganlegt þar sem ýtr-
ustu varfærni hefur ver-
ið gætt. Þar sem þjón-
usta og þægindi
skjólstæðinga hafa verið
í fyrirrúmi í aðstæðum
sem eru hreint ekki allt-
af þær auðveldustu sök-
um húsakosts og ann-
arra annmarka.
Þá hefur hugur minn einnig verið
hjá þeim fjölmörgu sem misst hafa
störf sín á undanförnum vikum og
mánuðum vegna ástandsins í þjóð-
félaginu. Fólk með fjölskyldur og
skuldbindingar sem bíður milli vonar
og ótta og enginn veit einhvern veginn
hvað verður. Það vill til að ég kannast
við svipaðar aðstæður þar sem ég var
fenginn til starfa sem ráðgjafi og fyr-
irlesari hjá Vinnumálastofnun árin
2010 og 2011, á árunum eftir efnahags-
hrunið, þar sem ég sá meðal annars
um kynningu á verkefni sem stjórn-
völd og stofnunin komu þá tímabundið
á laggirnar: ÞOR, Þekking og reynsla.
Héldum við á þeim tíma um 140 fundi
og horfði ég í augun á yfir sex þúsund
manns. Það var mikil reynsla og get ég
því gert mér í hugarlund hvernig fólki
kann að líða núna. Hugur minn er því
einnig hjá starfsfólki Vinnumálastofn-
unar sem gerir nú sitt besta, veit ég, í
snúinni stöðu, þar sem úrlausnarefnin
kunna að vera afar krefjandi og flókin.
Kærleikur Guðs, náð, friður og
blessun fylgi öllu þessu fólki og hópum
sem ég hef hér talið upp og okkur öll-
um alla tíð, alla leið.
Með samstöðu-, friðar- og kærleik-
skveðju.
– Lifi lífið!
Hugsum hlýlega
hvert til annars
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
» Það er svo
þungt að
missa og svo
sárt að sakna.
Sigurbjörn Þorkelsson
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og aðdáandi lífsins.