Morgunblaðið - 30.05.2020, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 30.05.2020, Qupperneq 29
MINNINGAR 29Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2020 AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur er Svavar Alfreð Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrar- kirkju syngja. Organisti er Una Har- aldsdóttir. ÁRBÆJARKIRKJA | Helgi og ferm- ingarstund kl. 11. Sr. Þór Hauksson þjónar. Organisti er Krisztina Kalló Szklanér. Kaffi og spjall eftir stund- ina. ÁSKIRKJA | Messa og ferming kl. 11. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Jóhönnu Maríu Eyjólfsdóttur djákna. Kór Áskirkju syngur. Organisti Bjartur Logi Guðnason. ÁSKIRKJA í Fellum | Hátíðarguðs- þjónusta kl. 11. Fermd verða tvö börn. Prestur Ólöf Margrét Snorradóttir, org- anisti Drífa Sigurðardóttir. Kór Ás- kirkju syngur. BORGARNESKIRKJA | Hátíðarguðs- þjónusta kl. 11. Séra Þorbjörn Hlynur Árnason þjónar fyrir altari, Steinunn Árnadóttir organisti leiðir sálmasöng ásamt kirkjukór Borgarneskirkju. BREIÐHOLTSKIRKJA | Hátíðarguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Magnús Björn Björnsson þjónar fyrir altari. Kór Breið- holtskirkju syngur undir stjórn Arnar Magnússonar organista. Alþjóðlegi söfnuðurinn kl. 14. Guðs- þjónusta á farsi. Prestur er Soroush Hojati. BÚSTAÐAKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11. Daníel Ágúst og Sóley ræða við börnin, sr. Eva Björk Valdimarsdóttir messar. Una Dóra Þorbjörnsdóttir sópran syngur einsöng og félagar úr Kór Bústaðakirkju leiða söng undir stjórn Jónasar Þóris og messuþjónar aðstoða. DIGRANESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Helga Kolbeinsdóttir og Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti leiða stundina ásamt félögum úr kór Hjallakirkju. Guðsþjónustan er sam- eiginleg fyrir Hjallakirkju og Digra- neskirkju. Vegna aðstæðna er ekki gengið til altaris. Að guðsþjónustu lok- inni verður boðið upp á kleinur og kon- fekt. DÓMKIRKJAN | Fermingarmessa kl. 11, séra Elínborg Sturludóttir þjónar, Dómkórinn og Kári Þormar. Á annan hvítasunnudag er guðsþjónusta kl. 11 þar sem séra Sveinn Valgeirsson þjón- ar og Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. EGILSSTAÐAKIRKJA | Hátíðarguðs- þjónusta kl. 10.30. Sr. Þorgeir Arason prédikar og þjónar fyrir altari. Org- anisti er Torvald Gjerde. Kór Egils- staðakirkju syngur. FELLA- og Hólakirkja | Hátíðarguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunn- arsson þjónar og prédikar. Garðar Eggertsson syngur einsöng. Kór kirkj- unnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur. Meðhjálpari Helga Björg Gunnarsdóttir. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Ferm- ingar- og hátíðarmessa kl. 14. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson þjónar fyrir altari. Hljómsveitin Mantra og Söng- hópurinn við Tjörnina leiða sönginn ásamt Gunnari Gunnarssyni org- anista. GLERÁRKIRKJA | Kvöldmessa kl. 20. Prestar: Sindri Geir og Guð- mundur Guðmundsson. Organisti er Petra Björk Pálsdóttir. GRAFARVOGSKIRKJA | Hátíðar- guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Sig- urður Grétar Helgason og organisti er Hákon Leifsson. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. GRENSÁSKIRKJA | Hátíðarguðs- þjónusta kl. 11. Sr. María Guðrúnar. Ágústsdóttir þjónar ásamt messu- hópi. Ásta Haraldsdóttir annast tón- listina ásamt Kirkjukór Grensáskirkju. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12 hinn 2. júní og út þann mánuð. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Fermingarguðsþjónusta kl. 10.30. Prestar Leifur Ragnar Jónsson og Pét- ur Ragnhildarson. Organisti Hrönn Helgadóttir og kór Guðríðarkirkju syng- ur. Meðhjálpari er Guðný Aradóttir og kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Hátíð- arguðsþjónusta kl. 11. Sr. Jón Helgi Þórarinsson og sr. Þórhildur Ólafs leiða stundina og flytja hugvekjur. Org- anisti er Guðmundur Sigurðsson. Þór- unn Vala Valdimarsdóttir syngur. Há- tíðarsöngur sr. Bjarna Þorsteinssonar. Kaffisopi á eftir. HALLGRÍMSKIRKJA | Hátíðarguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Ósk- arsdóttir prédikar og þjónar ásamt sr. Sigurði Árna Þórðarsyni. Messuþjónar aðstoða. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. Stjórnandi Hörður Áskelsson. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Barnastarf kl. 11 í kórkjallara. Annar í hvítasunnu: Guðsþjónusta kl. 11. Kristján Kjartansson, fram- kvæmdastjóri ÆSKR, prédikar. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar. Fé- lagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskels- son. HÁTEIGSKIRKJA | Hátíðarguðsþjón- usta kl. 11. Félagar úr Kordíu, kór Háteigskirkju, leiða messusöng. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Prestur er Eiríkur Jóhannsson. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Sam- eiginleg guðsþjónusta Digranes- og Hjallasóknar er í Digraneskirkju á hvítasunnudag kl. 11. HVERAGERÐISKIRKJA | Ferming- armessa kl. 11. Prestur er Ninna Sif Svavarsdóttir. Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsókna syngur, organ- isti er Miklós Dalmay. KEFLAVÍKURKIRKJA | Messa kl. 20. Elmar Þór Hauksson syngur við undirleik Arnórs Vilbergssonar org- anista. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjón- ar. KOTSTRANDARKIRKJA | Ferming- armessa kl. 13.30. Prestur er Ninna Sif Svavarsdóttir, Kirkjukór Hvera- gerðis- og Kotstrandarsókna syngur, organisti Miklós Dalmay. KÓPAVOGSKIRKJA | Hátíðarguðs- þjónusta kl. 11. Sjöfn Jóhannesdóttir, settur sóknarprestur, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar. Þetta verður síð- asta guðsþjónustan í kirkjunni fyrir viðgerðir á gluggum Gerðar Helgadótt- ur, sem fram fara síðar í sumar. Eftir hvítasunnu færist allt helgihald kirkj- unnar í kapellu í safnaðarheimilinu Borgum. LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Guðbjörg Jóhannesdóttir sókn- arprestur þjónar, félagar úr Kór Lang- holtskirkju syngja undir stjórn Magn- úsar Ragnarssonar organista. Barn verður fermt í messunni. Léttur há- degisverður í safnaðarheimili að messu lokinni. Enn eru nokkur blóm eftir til sölu á vegum kvenfélagsins í safnaðarheimilinu eftir messu. LÁGAFELLSKIRKJA | Fermingarguð- sþjónustur kl. 10.30; 12 og 13. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Arndís Linn Bernhardsdóttir þjóna fyrir altari og ferma. Anna Sigríður Helgadóttir, söngkona syngur og leiðir söng. Org- anisti er Þórður Sigurðarson. Kirkju- vörður er Bryndís Böðvarsdóttir. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 20. Kór Lindakirkju kemur til baka eft- ir samkomubann og syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Guðni Már Harðarson þjónar. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng, undir stjórn organista. Ritningartextar lesnir á ýmsum tungum. Steinunn A. Björnsdóttir þjónar. Annar í hvítasunnu: Helgistund kl. 18. Ávaxtatré sett niður í garð kirkjunnar. Félagar úr Kór Neskirkju flytja sum- arlög undir stjórn Steingríms Þórhalls- sonar. Prestur Skúli S. Ólafsson. Listaspjall eftir stundina. Messíana Tómasdóttir ræðir um sýningu sína ,,Heimurinn er ljóð sem mannkynið yrkir“ sem er á Torgi kirkjunnar. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Kvöld- messa 1. júní kl. 20 – ath. breyttan messutíma. Sr. Pétur Þorsteinsson þjónar. Kristján Hrannar sér um kór og undirleik. Unnur Sara Eldjárn syngur og spilar. Messugutti Petra og Ólafur mun taka á móti kirkjugestum. Maul eftir messu. SAUÐÁRKRÓKSKIRKJA | Hátíðar- guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukórinn leið- ir söng. Organisti er Rögnvaldur Val- bergsson, prestur er Sigríður Gunnarsdóttir. SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11, sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar, Tómas Guðni Eggertsson leikur á org- el og Kirkjukór Seljakirkju syngur, messukaffi í lokin. SELTJARNARNESKIRKJA | Hátíðar- guðsþjónusta kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stef- ánsson er organisti. Félagar úr Kamm- erkór Seltjarnarneskirkju leiða al- mennan safnaðarsöng. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safn- aðarheimilinu. SEYÐISFJARÐARKIRKJA | Við tök- um þátt í Hreyfiviku í samstarfi við Gönguklúbb Seyðisfjarðar og Heilsu- eflandi samfélag og bjóðum til göngu- guðsþjónusta á hátíð heilags anda. Hittumst við útikennslustofu fyrir ofan Múlaveg og gengið er inn að Fjarða- seli. Gengið á hraða þess sem hæg- ast fer. Gott að taka með sér nesti og kaffi á brúsa fyrir kirkjukaffið á eftir. Rusa Petriashvili og kór Seyðisfjarð- arkirkju leiða söng. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Hátíðar- og fermingarmessa kl. 14. Sr. Egill Hallgrímsson annast prestsþjón- ustuna. Skálholtskórinn syngur. Sungnir verða hátíðasöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar. Organisti er Jón Bjarnason. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Hátíðarhelgistund kl. 20. Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson þjónar fyrir altari og Helga Þórdís Guðmundsdóttir org- anisti sér um tónlistarflutning. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Hátíðar- guðsþjónusta kl. 11. ORÐ DAGSINS: „Hvar er Guð þinn?“ (Sálmarnir 42.11) Morgunblaðið/Sigurður Bogi Svarfaðardalur Vallakirkja ✝ Sigrún Rúnars-dóttir fæddist í Reykjavík 23. ágúst 1965. Hún lést 3. maí 2020 á Land- spítalanum. Foreldrar henn- ar voru Sigurbjörg Rögnvaldsdóttir, f. 26.3. 1940, og Rún- ar Ársælsson, f. 1.3. 1941, d. 22.4. 1983. Systkini Sigrúnar voru: sammæðra Rögnvaldur Ómar Gunnarsson, f. 16.6. 1957, d. 4.1. 2013, samfeðra Gunnar, f. 6.10. 1961, alsystur Anna, f. 2.12. 1963, og Erla Vigdís, f. 16.6. 1982. Eftirlifandi eiginmaður Sig- rúnar er Guðmundur Ragnar Ár- sælsson, f. 7.6. 1962. Foreldrar Guð- mundar eru Ársæll Guðmundsson, f. 15.5. 1939, og Ást- ríður Ástmunds- dóttir, f. 25.7. 1938, d. 1.2. 2013. Börn Sigrúnar og Guð- mundar eru: 1) Rún- ar, f. 27.4. 1985, kona hans Hanna Agla, f. 2.1. 1986, sonur Jakob Hrafn. 2) Ársæll, f. 9.6. 1987, unnusta hans Lilja Kar- en Björgvinsdóttir, f. 18.3. 1988. 3) Ásta Björk, f. 9.1. 1991, unn- usti hennar Viggó Már Ingason, f. 30.12. 1983. Útför hennar fór fram 14. maí 2020. Að kveðja Strúnu vinkonu mína er sárt. Við hittumst fyrst þegar hún mætti í saltfiskvinnsl- una í Glettingi þegar við vorum á 14. ári. Hún greinilega vissi ekki alveg í hvað hún var að fara því hún mætti í strigaskóm og að mér fannst í fullfínum fötum fyrir þessa vinnu. Upp fá þessari stundu lágu leiðir okkar saman. Við byggðum hús hlið við hlið og ólum upp krakkana okkar og vorum mikið saman því að menn okkar voru lítið heima við. Við ferðuðumst innanlands með krakkana litla, fórum í bústaði og til útlanda og hjálpuðum hvor annarri við ótrúlegustu hluti. Ekkert var of ómerkilegt til að ekki væri rétt fram hjálparhönd. Það verður erfitt að geta ekki skottast yfir til hennar, jafnvel í náttbuxunum, opnað hurðina og kallað á hana. Þó að tárin renni þá er ég þakklát fyrir að hafa haft Strúnu mér við hlið í öll þessi ár og get yljað mér við margar góð- ar samverustundir og minningar sem sumar hverjar eru bara okk- ar. Það falla tár heimurinn er grár. Ég lít yfir til þín, þú varst vinkona mín. Þó leiðir skilji að sinni, þú ert í vitund minni. Því minning þín er huggun mín, ég síðar kem upp til þín. (J.G.) Ég kveð með trega mína ást- kæru vinkonu með sömu orðum og venjulega: „Sjáumst.“ Innilegar samúðarkveðjur til ástvina Strúnu. Jóna. Sigrún Rúnarsdóttir Minningarvefur á mbl.is Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að- gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.         þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber       ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát Minningar og andlát Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RÓSAR VIGFÚS EGGERTSSON tannlæknir, lést þriðjudaginn 26. maí. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Ljósið. Magdalena M. Sigurðardóttir Sigurður Eggert Rósarsson Dóróthea Magnúsdóttir Gunnar Oddur Rósarsson Ásdís Helgadóttir Hulda Björg Rósarsdóttir Þórólfur Jónsson Ragnheiður Erla Rósarsd. Gústaf Vífilsson Gunnlaugur Jón Rósarsson Guðrún Þóra Bjarnadóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir mín, SVEINBORG ÞÓRA DANÍELSDÓTTIR, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 26. maí. Innilegar þakkir færi ég starfsfólki D-deildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og taugalækningadeildar Landspítalans fyrir góða umönnun á erfiðum tímum. Sunneva Guðjónsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR HILMAR GUÐJÓNSSON húsasmíðameistari, Bárugerði, Sandgerði, lést á sjúkrahúsi á Torrevieja á Spáni þriðjudaginn 26. maí. Minningarathöfn verður auglýst síðar. Sæunn Guðmundsdóttir Guðjón Ingi Gunnhildur Ása Geir Sigurðsson Sævar Erla Sigurjónsdóttir Sigurður Jóna Pálsdóttir afabörn og langafabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.