Morgunblaðið - 30.05.2020, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 30.05.2020, Qupperneq 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2020 ✝ Bjarný, eðaBaddý eins og hún var ætíð köll- uð, fæddist á Mos- felli í Ólafsvík 15. nóvember 1941. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Vesturlands á Akranesi 20. maí 2020. Foreldrar henn- ar voru Sigtryggur Sigtryggsson, f. 6.8. 1898 á Ríp í Skagafirði, d. 16.4. 1978, og Guðbjörg Jenný Vigfúsdóttir, f. 11.10. 1902 á Kálfárvöllum í Staðarsveit, d. 10.8. 1982. Bjarný var yngst sjö systkina og eina stelpan, en bræður hennar voru eftir aldursröð Haukur, Sverrir, Þráinn, Sveinbjörn, Vigfús og Hafsteinn, og eru þeir allir látnir. Eiginmaður Baddýjar var Ríkarð Magnússon, fæddur 23. apríl 1933 á Hlaðseyri við Pat- reksfjörð og ólst hann þar upp. Foreldrar Ríkarðs voru hjónin Magnús Jónsson skipstjóri og bóndi, f. 13.6. 1889, d. 1970, og Kristín Finnbogadóttir hús- móðir, f. 14.10. 1909. d. 31.5. 1998. Ríkarð lést á dvalarheim- ilinu Jaðri Ólafsvík 13. sept- ember 2017. Bjarný og Ríkarð, eða Baddý og Rikki eins og þau voru ætíð kölluð, gengu í hjónaband 26. desember 1964. Börn þeirra hjóna eru: 1) Guðbjörg Jenný, f. 6. janúar 1962. Gift Hafsteini Garð- arssyni. Eiga þau tvo syni: Garð- ar, f. 1981, og Tryggva, f. 1985. 2) Bylgja Sjöfn, f. 31. maí 1963. Fyrrverandi sambýlismaður Arnór Vikar Arnórsson. Dætur þeirra eru Bjarný Björg, f. 1980, og Alma Ösp, f. 1986. 3) Magnús, f. 20. ágúst 1964. Giftur Önnu Huldu Long. Eiga þau fjögur börn: Helenu Ósk, f. 1986, Sól- veigu Rut, f. 1988, Ríkarð, f. 1990, og Unni Ástrós, f. 1999. 4) Ríkarð, f. 23. maí 1968. Börn hans eru fjögur: Andri Freyr, f. 1988, Birgitta Ýr, f. 1999, Oddný Sjöfn, f. 2004, og Vibekka, f. 2010. Uppeldisdóttir Ríkarðs er Amelíja Katalina, f. 2000. 5) Díana Harpa, f. 24. sept- ember 1972. Gift Vigfúsi Magn- ússyni. Eiga þau tvö börn: Alex- ander, f. 1997, og Erlu Sól, f. 2003. Fyrir átti Rikki dótturina Bjarneyju Birgittu, f. 1. febrúar 1958. Ólst hún upp hjá móð- urforeldrum sínum í Neskaup- stað. Bjarney er gift Axel Að- alsteinssyni. Eiga þau þrjú börn: Ríkarð Svavar, f. 1978, Unni Maríu, f. 1982, og Ársæl f. 1990. Barnabarnabörnin eru 20. Baddý og Rikki byrjuðu bú- skap 1961 að Sandholti 10 Ólafs- vík. Árin 1964-65 bjuggu þau í Grundarfirði, þar sem Rikki var skipstjóri á bátnum Blíðfara. Fluttu þau síðan aftur til Ólafs- víkur og byggðu sér hús að Sandholti 38, þar sem þau bjuggu allt þar til þau fluttu á dvalarheimilið Jaðar 1. sept- ember 2017. Baddý fór að vinna úti eftir að börnin voru stálpuð og vann hún í fiskvinnslu hjá Hraðfrysti- húsi Ólafsvíkur í allmörg ár, en síðustu 24 starfsárin vann hún á dvalarheimilinu Jaðri, Ólafsvík. Útför Baddýjar fer fram frá Ólafsvíkurkirkju í dag, 30. maí 2020, klukkan 14. Elsku mamma mín er dáin; ég spjalla ekki lengur við hana nán- ast daglega eins og ég hef gert allt mitt líf. Mamma mín var hús- móðir af gamla skólanum. Pabbi alltaf úti á sjó, svo hún sá um allt ein sem kom að daglegum rekstri heimilisins. Við systkinin krefj- andi hvert á sinn hátt. En ómet- anleg í öllu þessu amstri voru for- eldrar og bræður mömmu, alltaf á kantinum til aðstoðar. Stórfjölskylda mömmu bjó öll í Ólafsvík á mínum uppvaxtarár- um en hún var langyngst sjö systkina og eina stelpan. Svein- björn bróðir hennar minntist þess við dóttur sína að honum hefði fundist sólskinið koma í bæ- inn við fæðingu hennar, mér finnst þessi lýsing svo undurfal- leg og hlý. Mikill gestagangur var heima þegar ég var krakki, elstu bræðradætur mömmu leit- uðu til hennar líkt og til stóru- systur, þar komu líka allar vin- konur mömmu og vinir okkar systkina, og svo kom Badda syst- ir á sumrin. Þessir dagar og kvöld þegar húsið iðaði af fólki og fjöri, sagðar voru sögur og tíðindi úr bæjarlífinu, hlegið og hlustað (stundum án leyfis) voru stundir sem mamma elskaði. Ekkert af okkur systkinum settist að í Ólafsvík, æskuvinir okkar búandi í Ólafsvík hafa reynst mömmu og pabba vel og rétt hjálparhönd þegar reynt hef- ur á, fyrir það erum við ævinlega þakklát, einnig fjölskyldu okkar á staðnum. Sumarbústaðurinn í Húsafelli var mikill sælustaður fyrir mömmu og pabba og okkur af- komendur þeirra og margar góðar minningar eigum við þaðan. Ferðalög voru fastur liður á sumr- in alla þeirra búskapartíð, með okkur krakkana og síðan þau tvö með tjaldvagninn. Fannst mér stundum nóg um hvað þau, orðin þetta fullorðin, lögðu á sig að sofa í tjaldvagni. En þetta var líf þeirra og yndi, þau ferðuðust líka erlend- is, má segja að þau hafi verið lífs- glöð hjón. En Parkinsonsjúkdómurinn sem mamma greindist með 58 ára og var nokkuð viðráðanlegur framan af versnaði með ári hverju eftir sjötugt og skerti verulega lífsgæði hennar. Pabbi var stoð hennar og stytta, sameiginlegt Bjarný Sólveig Sigtryggsdóttir Elsku Hjödda, það er ekki hægt að koma því í orð hvernig okkur líður að þú sért farin frá okkur. Bar- áttuvilji þinn í veikindunum og harkan sem þú sýndir í gegnum öll þessi ár hafa kennt okkur svo margt. Þú varst ótrúleg kona, alltaf svo Hjördís Baldursdóttir ✝ Hjördís Bald-ursdóttir fædd- ist 26. desember 1947. Hún lést 19. maí 2020. Útför Hjördísar fór fram 29. maí 2020. lífsglöð og glæsileg. Elsku Hjödda, takk fyrir allt, hvíldu í friði. Við elskum þig. Elías Már og Viktor Leó. Elsku besta Hjödda mín. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Kristín Hannesdóttir. Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Jón G. Bjarnason, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG HÖGNADÓTTIR, lést á Hrafnistu Boðaþingi þriðjudaginn 19. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Katrín Björk Guðjónsdóttir Sæmundur Árni Tómasson Berglind Dögg Guðjónsdóttir Guðmundur Gunnarsson og barnabörn Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁGÚST GUÐMUNDSSON frá Djúpavík, Strandvegi 30, Vestmannaeyjum, lést í faðmi fjölskyldunnar aðfaranótt 23. maí. Útför fer fram frá Landakirkju föstudaginn 5. júní klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á söfnunarreikning sem stofnaður hefur verið til handa Heru líknarþjónustu. Kt. 021144-4449, reikningur 0185-05-44. Ása Sigurjónsdóttir Ester Fríða Ágústsdóttir Guðlaugur Ólafsson Guðmundur Ágústsson Andrea Inga Sigurðardóttir Ágúst Grétar Ágústsson Erna Ósk Grímsdóttir Sæþór Ágústsson Rampai Kasa barnabörn og barnabarnabörn Astkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA SNORRADÓTTIR frá Hlíðarhúsi, Siglufirði, lést föstudaginn 15. maí. Jarðarförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 6. júní klukkan 11. Hafdís Fjóla Bjarnadóttir Jóhann Þór Ragnarsson Óskar Einarsson María Ben Ólafsdóttir barnabörn og langömmubarn Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, GUÐNI ÞÓRÐARSON byggingatæknifræðingur, Sækambi vestri, Nesvegi 105, lést á Landakoti mánudaginn 18. maí. Útförin fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 3. júní klukkan 13. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóði Landspítalans. Sjöfn Guðmundsdóttir Hulda Rós Guðnadóttir Dennis Helm Sunna Jóna Guðnadóttir Brynja Þóra Guðnadóttir Andri Páll Pálsson Guðrún Tómasdóttir og barnabörn FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 13-16 virka daga Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, KRISTJÖNU JÓNSDÓTTUR sem lést 4. maí. Sérstakar þakkir fær starfsfólk dvalarheimilisins Höfða. Jón Sigurðsson Emilía Ólafsdóttir Þorvaldur Ólafsson Þóra Sigurðardóttir Guðbjörn Tryggvason Hlín Sigurðardóttir Guðni R. Tryggvason og ömmubörnin Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, ALFREÐ ÞORSTEINSSON fv. borgarfulltrúi og framkvæmdastjóri, lést á Landspítala við Hringbraut miðvikudaginn 27. maí. Guðný Kristjánsdóttir Lilja Dögg Alfreðsdóttir Magnús Óskar Hafsteinsson Linda Rós Alfreðsdóttir Eysteinn Alfreð Signý Steinþóra Guðný Gerður Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANFRÍÐUR SIGURLAUG EYVINDSDÓTTIR frá Siglufirði, síðast til heimilis að Suðurgötu 53, Hafnarfirði, lést laugardaginn 16. maí á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir eru færðar til starfsfólks Ægishrauns á Hrafnistu fyrir góða umönnun og hlýhug. Örn S. Einarsson Jóna R. Stígsdóttir Steindór Gunnarsson Þorbjörg S. Gísladóttir Katrín Fabbiano Gunnarsd. Louie Fabbiano Kolbeinn Gunnarsson Anna Ásdís Björnsdóttir Eyvindur Gunnarsson Hrafnhildur Jónsdóttir og ömmubörnin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.