Morgunblaðið - 30.05.2020, Qupperneq 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2020
✝ Sigríður Svav-arsdóttir fædd-
ist í Húsum, Fljóts-
dal, N-Múlasýslu 6.
janúar 1945. Hún
lést á nýrnadeild
Landspítalans 18.
maí 2020.
Foreldrar hennar
voru Lilja Hall-
grímsdóttir, f. 27.3.
1926, d. 4.5. 2013, og
Svavar Bjarnason, f.
12.12. 1915, d. 8.8. 1995.
Systkini Sigríðar eru Sigmar, f.
1946, d. 2017, Kári, f. 1950, Mar-
grét Hólmfríður, f. 1952, Rósa
Gerða, f. 1953, og Björk, f. 1957.
Börn Sigríðar eru: 1) Grétar
Berg, f. 12.7. 1965, börn hans eru
a. Viktor Berg. b. Karen Birta. 2)
Jón Ágúst, f. 31.1. 1968, kvæntur
Ingibjörgu Þórólfsdóttur. Börn
Jóns eru a. Heiðdís Björk, í sam-
ið 1968 réð hún sig sem ráðskona
á Kverná í Eyrarsveit hjá Þor-
steini Ásmundssyni bónda. Þar
kynntist hún Víði Jóhannssyni og
þau giftust hinn 11.5. 1969. Þau
hófu búskap í Grundarfirði. Árið
1975 slitu þau samvistum og Sig-
ríður flutti til Reykjavíkur með
börnin. Árið 1977 kynntist hún
Garðari Kjartanssyni og bjó með
honum uns leiðir skildi árið 1990.
Í gegnum árin vann Sigríður
ýmis verslunarstörf. Síðustu
starfsárin vann hún sem síma-
dama á Borgarbílastöðinni.
Upp úr tvítugu fór Sigríður að
kenna sér meins heilsufarslega.
Kom þá í ljós að hún var með
nýrnasjúkdóm. Sjúkdómurinn
ágerðist og árið 2000 fékk hún
ígrætt nýra frá Danmörku. Hún
glímdi við veikindi til dauðadags.
Sigríður hafði alla tíð gaman af
bóklestri. Seinni ár undi hún sér
vel heima við, við hannyrðir, bók-
lestur og spilamennsku.
Árið 2018 flutti Sigríður í
Foldabæ í Grafarvogi.
Útförin fór fram frá Fossvogs-
kirkju 25. maí 2020 í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
búð með Guðmundi
Andra, barn þeirra
Emil Orri. b. Hafþór
Örn. 3) Kristín
Hólmfríður, f. 22.10.
1969, gift Hermundi
Pálssyni. Börn
þeirra eru a. Fanný
Lilja, barn hennar er
Hera Kristín. b. Arn-
ór Yngvi, kvæntur
Maríu Kúld, börn
þeirra eru Baltasar
Kúld, Arney Kúld og Móeiður
Kúld. c. Ellert Þór. 4) Hafrún
Lilja, f. 22.6. 1971, börn hennar
eru a. Jóhann Dagur, b. Magnús
Máni. 5) Helena Hafdís, f. 4.11.
1974.
Sigríður ólst upp á Seyðisfirði
og bjó þar til tvítugs, að undan-
skildum fimm árum sem hún
dvaldi í sveit hjá góðu fólki á bæn-
um Saurbæ í Hvalfjarðarsveit. Ár-
Elsku mamma, nú kveð ég þig í
hinsta sinn. Takk fyrir allt sem þú
hefur gert fyrir mig, kennt mér og
fyrir að vera ávallt til staðar. Ég
mun geyma í hjarta mínu allar
góðu stundirnar. Sunnudagar voru
okkar dagar þar sem við spiluðum
dollara og fengum okkur vöfflur
með rjóma eða annað góðgæti. Það
er skrítin tilfinning að nú get ég
ekki hringt í þig eða hitt til að
spjalla. Það var alltaf svo gott að
tala við þig og ræða við þig um
vandamál eða það sem var að ger-
ast í heiminum. Þú varst alltaf svo
hnyttin og skemmtileg.
Þú hafðir mikinn baráttuvilja og
þrautseigju en líkaminn byrjaði
hægt og rólega að bregðast þér og
þú áttir erfitt með hreyfingar.
Það var mikill léttir fyrir okkur
systkinin þegar þú fékkst herbergi
á Foldabæ þar sem þú fékkst fé-
lagsskap og þar var hugsað vel um
þig síðustu tvö árin. Þín verður sárt
saknað.
Þú ert gull og gersemi
góða besta mamma mín.
Dyggðir þínar dásami
eilíflega dóttir þín.
Vandvirkni og vinnusemi
væntumþykja úr augum skín
Hugrekki og hugulsemi
og huggun þegar hún er brýn.
Þrautseigja og þolinmæði
– kostir sem að prýða þig.
Bjölluhlátur, birtuljómi,
barlóm lætur eiga sig.
Trygglynd, trú, já algjört æði.
Takk fyrir að eiga mig.
(Anna Þóra)
Hvíl í friði, elsku mamma.
Þín
Helena.
Elsku elsku mamma mín, þá
ertu farinn í draumalandið og þótt
ég viti að þú sért hvíldinni fegin er
söknuðurinn svo sár og minning-
arnar streyma.
Ætti ég að láta linna
lof um Guð minn, hann, sem er
læknir allra meina minna,
mig í líknarskauti ber?
Allt, sem hans í hjarta bærist,
heit er ást og blessuð náð,
gjöf er hans og gæskuráð,
að ég lifi, er og hrærist.
Allt fær brugðist annað skjótt,
aldrei Drottins kærleiks gnótt.
(Gerhardt/Helgi Hálfdánarson)
Ástarkveðja
Þinn
Jón Ágúst.
Elsku amma.
Ótrúlega þykir mér leiðinlegt að
skrifa til þín á þennan hátt, ég sem
hlakkaði svo mikið til að eyða meiri
tíma með þér þar sem við Hera
Kristín erum loks fluttar á höfuð-
borgarsvæðið.
Þú varst einstök kona; þrjósk,
beinskeytt og sast alls ekki á skoð-
unum þínum. Við vorum ekkert
alltaf sammála en þótti alltaf gott
að vera saman þrátt fyrir það.
Ég man svo vel eftir því þegar
ég var lítil hversu gaman það var
að koma til þín og fá brauð í ör-
bylgjuofni og hálfan molasykur
með kaffidreitli. Þegar ég eltist
þótti mér bara frábært að sitja með
þér, spjalla um daginn og veginn
og jafnvel spila nokkra Dollara.
Það var svo gaman að fylgjast
með þér og litlu Heru Kristínu. Þú
varst svo ánægð með hana og það
geislaði af þér þegar þið voruð
saman.
Ég er svo ánægð með að hafa
tekið fallegar myndir af ykkur
saman til að sýna henni í framtíð-
inni.
Ég er svo þakklát fyrir allan
þann tíma sem við áttum saman,
sérstaklega þessi síðustu ár. Elsku
amma, ég vona að þú hafir það gott
þarna uppi. Knús frá okkur mæðg-
um.
Fanný Lilja
Hermundardóttir.
Elsku mamma mín.
Það er sárt að hugsa til þess að
þú sért farin frá okkur, aðeins 75
ára gömul. Nú þegar ég er loksins
flutt til Reykjavíkur og var farin að
hlakka til að njóta með þér meiri
samveru, þá dettur þú og brotnar
og áður en ég veit af ertu dáin.
Ég hefði svo viljað að þú hefðir
fengið fleiri góð ár þar sem þér var
farið að líða svo vel á Foldabæ,
þangað sem þú fluttir fyrir tæpum
tveimur árum. Í fyrstu fannst þér
erfitt að vera þar, þar sem þú hafð-
ir alltaf hugsað um þig sjálf þrátt
fyrir heilsubrest. Ég hafði það á til-
finningunni að þér fyndist að við
værum að svipta þig sjálfræðinu.
En fljótt sástu að þessi lausn var
þér bara til bóta.
Þar hafðir þú félagsskap, gast
spjallað við konurnar, saumað í og
hlustað á útvarpið. Við krakkarnir
droppuðum inn og þá gátum við
spilað og spjallað.
Á meðan þú dvaldist á sjúkra-
húsinu leið ekki sú stund að þú
minntist ekki á það að þú ættir
heima á Foldabæ og þangað ætl-
aðir þú að fara aftur. Fá þér kaffi
og sígó. Já, það var sko hluti af þínu
lífi, kaffi og sígó. Kaffið varð að
vera með mjólk og svo mola, mátti
sko alls ekki gleyma molanum.
Aldrei hef ég drukkið kaffi en
það voru ófáir hálfir molar sem ég
borðaði í bernsku sem búið var að
dýfa í kaffið hennar mömmu.
Lífið hefur ekki alltaf verið þér
gott.
Áföll á æskuárum mörkuðu þig
út lífið. En hvað sem á bjátaði þá
stóðstu upp og hélst áfram. Þú
varst ótrúlega seig kona, vinnusöm
og dugleg.
Ólst upp fjögur börn svo til ein,
fæddir okkur og klæddir. Það voru
nú ekki alltaf til peningar í þá daga
en einhvern veginn bjargaðist
þetta allt.
Það er margs að minnast en ég
geymi minningarnar í hjartanu og
varðveiti þær vel.
Elsku mamma mín, nú er komið
að kveðjustund. Ég vil trúa því að
núna sértu verkjalaus og þér líði
vel. Ég veit að núna ert þú hjá
ömmu Lilju og Svavari afa. Spilar
við ömmu dollara og þið hlæið og
rífist til skiptis.
Ég kveð þig með þessum fallega
texta/lagi sem minnir mig á þig.
Takk fyrir allt, elsku mamma
mín, ég elska þig.
Hún bar þig heiminn og hjúfraði að sér.
Hún heitast þig elskaði og fyrirgaf þér.
Hún ávallt er vörn þín, þinn skjöldur og
hlíf.
Hún er íslenska konan sem ól þig og
helgar sitt líf.
Með landnemum sigld’ ún um svarrandi
haf.
Hún sefaði harma, hún vakt’ er hún
svaf.
Hún þerraði tárin hún þerraði blóð.
Hún var íslenska konan sem allt á að
þakka vor þjóð.
Hún þraukaði hallæri, hungur og fár.
Hún hjúkrað’ og stritaði gleðisnauð ár
Hún enn í dag fórna sér endalaust má.
Hún er íslenska konan sem gefur þér allt
sem hún á.
Og loks þegar móðirin lögð er í mold
þá lýtur þú höfði og tár falla á fold.
Þú veist hver var skjól þitt þinn skjöldur
og hlíf.
Það var íslenska konan sem ól þig og gaf
þér sitt líf.
En sólin hún hnígur og sólin hún rís.
Og sjá þér við hlið er þín hamingjudís,
sem alltaf er skjól þitt, þinn skjöldur og
hlíf.
Það er íslenska konan, tákn trúar og
vonar,
sem ann þér og helgar sitt líf.
(Ómar Ragnarsson.)
Þín
Kristín (Stína).
Mig langar að minnast Sigríðar
tengdamömmu og þakka henni um
leið.
Fyrst langar mig að þakka fyrir
móttökurnar þegar ég kom inn í
fjölskylduna og er ég þakklát fyrir
allar samverustundirnar. Það var
alltaf gott að koma til þín, það var
alltaf kaffi á könnunni og meðlæti í
skúffunni, kex, kökur og alls kyns
góðgæti.
Þú undir hag þínum vel heima
fyrir á fallega heimilinu þínu og
varst dugleg við ýmsar hannyrðir
og hafðir alltaf gaman af því að lesa
góðar bækur.
Ég lærði nú aldrei spilið sem þú
spilaðir við börnin þín, þegar þið
spiluðuð með tvo spilastokka. Það
var ætíð stutt í húmorinn hjá þér,
varst jákvæð og dillandi hláturinn
var alltaf svo smitandi.
Elsku Sigga, sorgin er sár og
söknuðurinn mikill en minningarn-
ar eru góðar og lifa áfram í hjörtum
okkar.
Fósturlandsins Freyja,
fagra Vanadís,
móðir, kona, meyja,
meðtak lof og prís!
Blessað sé þitt blíða
bros og gullið tár;
þú ert lands og lýða
ljós í þúsund ár!
(Matthías Jochumsson)
Takk fyrir allt.
Ingibjörg Þórólfsdóttir.
Sigríður
Svavarsdóttir
Þeim Siggu og
Fidda kynntist ég
fyrir hartnær 30 ár-
um þegar við Magga
fórum að rugla reyt-
um okkar saman. Fyrstu viðbrögð
hennar við að sjá mig voru að tjá
mér að ég væri fölur og horaður
en síðan var það aldrei rætt aftur
og við urðum hinir mestu mátar
og ræddum oft saman um lífið og
tilveruna.
Fyrir mér voru það alltaf gæða-
stundir að fara í Laugarhvamm til
þeirra hjóna, fyrst og fremst að
sitja og spjalla yfir kaffibolla og
alltaf var til eitthvert bakkelsi,
litla sundlaugin í hvamminum var
vinsæl viðkomustaður hjá okkur
og það var ekki ónýtt að geta svo
sest inn í spjall á eftir.
Ég kunni alltaf vel við þann
samskiptamáta sem Sigga notaði,
og oft vorum við búin að taka
rimmur á hreinni íslensku en allt-
af í góðu og fram á okkar síðasta
fund sem var 1. mars síðastliðinn
var ég svo einstaklega heppinn að
eiga vináttu hennar alltaf vísa.
Eftir að Sigga kom út á Krók til
langtímaveru á sjúkrahúsinu lágu
leiðir okkar mjög oft saman og
fyrir mér voru það gæðastundir
þegar hún sagði mér sögur af fólki
sem ég kannaðist við úr sveitinni
eða fjölskyldunni, oft týndi ég tím-
anum því frásagnir hennar af at-
burðum í lífi hennar voru svo ljós-
lifandi og minni hennar með
ólíkindum gott.
Sögur af barnæsku sinni sagði
hún með skemmtilegu orðalagi og
maður sá í augum hennar hvað
hún hafði gaman af að rifja upp
samtöl og atburði frá fyrri tíð, og
Sigríður
Magnúsdóttir
✝ Sigríður Magn-úsdóttir fædd-
ist 20. júlí 1925.
Hún lést 9. maí
2020.
Útförin fór fram
29. maí 2020.
seinna voru það fjöl-
skyldan og öll börnin
sem voru henni svo
kær,
Þó var skuggi á
þessu, og þrátt fyrir
að vera mjög opin og
bein í samskiptum
var ekki alltaf því að
sælda að allir væru
sammála í kringum
hana, í seinni tíð tók
þetta mikið á hana
og hún sagði mér stundum hvað
henni þætti þetta erfitt en gæti
bara ekkert gert í þessu lengur,
„ég bara skil þetta ekki“ sagði
hún.
Handverkið hennar Siggu er
búið að gleðja marga, og á sá sem
þetta skrifar nokkra fallega gripi
sem hún málaði og gaf okkur hjón-
um, svo ekki sé talað um marglitu
ullarsokkana sem hún laumaði
gjarnan að mér eftir gott spjall og
lét oftar en ekki fylgja að senni-
lega væri ekkert gagn í þeim, en
sennilega hef ég aldrei notað aðra
sokka eins mikið og þá sem hún
hefur gefið mér í gegnum tíðina.
Í seinni tíð fannst henni hún
vera hálf léleg, en þrátt fyrir það
lét hún sjaldan verk úr hendi falla.
Það var því eðlilega erfitt fyrir
hana að kyngja því að geta ekki
lengur gert eitthvað með höndum
eða lesið sér til dægrastyttingar.
En til hennar komu margir og
stundum var litla herbergið henn-
ar þétt setið af fólki sem henni
þótti svo vænt um.
Við fjölskyldan kveðjum lang-
ömmu, ömmu og tengdaömmu og
vin, og þökkum fyrir allar gæða-
stundirnar sem okkur voru gefnar
saman, á jólunum þegar hún kom
og borðaði með okkur, rúntar um
sveitina, við fórum saman í brúð-
kaup, á þorrablót, og svo bara allt
hitt sem minningabankinn geymir
um ókomna tíð.
Kári Heiðar, Margrét
og fjölskylda.
Í veiðitúrum
kynnist maður
innsta eðli annarra,
það er mín bjargföst trú. Það eru
hartnær 30 ár síðan ég fór í fyrsta
veiðitúrinn með Stjána bróður,
Kristjáni Kristjánssyni, þegar
við fórum saman í veiðitúr með
Vigga bróður, Egil bróður og
Gunna frænda innanborðs og svo
okkur félagana Óla Matt, Einar
Þorvarðar og undirritaðan. Í
svona karlatúrum með atvinnu-
og hobbýkokka innanborðs verð-
ur alltaf of mikið borðað, of mikið
drukkið, of mikið blaðrað og of
lítið veitt.
Og menn kynnast. Stjáni bróð-
ir var dæmigerður miðjubróðir
með passlega athyglissjúka
bræður fyrir framan og aftan,
leyfði þeim að eiga sviðið en
laumaðist inn með sinn frábæra
húmor og elskulegheit. Hann var
einn af þessum mönnum sem
maður kynnist í lífinu, ef maður
er heppinn, sem í rauninni geta
allt.
Frábær kokkur sem vílaði ekki
fyrir sér að elda ofan í heilu
vinnuflokkana, hagur í höndum,
bólstraði heilu kirkjubekkina,
hannaði húsgögn og smíðaði og
Kristján Ólafur
Kristjánsson
✝ Kristján ÓlafurKristjánsson
fæddist 15. ágúst
1958. Hann lést 3.
maí 2020. Vegna
aðstæðna hefur
bálför farið fram
en útför hans verð-
ur síðar.
hafði mikið verksvit.
Leigði út (og vann
á) vinnuvélar sem
hann keypti í gamla
og nýja Merkúr og
þannig lágu okkar
leiðir einnig saman í
áratugi. Í hátt í 20
ár höfum við verið í
hjónaveiðiklúbbi
með Stínu og Stjána
og þá sá maður hve
vel þau áttu saman
og bættu hvort annað upp ef svo
má að orði komast.
Það var ljóst í nokkurn tíma í
hvað stefndi hjá Stjána þótt hann
bæri sig vel og hefði trú á að hann
myndi hafa þetta af. Eftir forsýn-
ingu á „Síðustu veiðiferðinni“,
rétt í þann mund sem allt lokaðist
út af Covid, hringdi ég í Stjána og
gaf honum skýrslu um myndina
og hlógum við að gömlum minn-
ingum og hlökkuðum til nýrra í
Flókunni í júní. Hann verður í
hjörtum okkar viðstaddur með
glas í hendi, pípustertinn í öðru
munnvikinu og góðlátlega glottið
sitt í hinu.
Þegar ég hrindi í Vigga bróður
til að votta honum samúð mína
svaraði Viggi: „Sömuleiðis, hann
var jú líka bróðir þinn.“ Það var
málið, skyldir í áttunda lið sam-
kvæmt Íslendingabók, ekki bara
vinir, heldur bræður.
Við Klara sendum Stínu og
fjölskyldunni allri okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Minningin
um góðan dreng mun svo sann-
arlega lifa meðan við lifum.
Þröstur Lýðsson.
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
amma og langamma,
KRISTÍN BJARNADÓTTIR,
Dvalarheimili HSN á Sauðárkróki,
lést 24. maí. Útför hennar fer fram frá
Sauðárkrókskirkju þriðjudaginn 2. júní
klukkan 11. Þeir sem vilja minnast hennar vinsamlega látið
HSN á Sauðárkróki njóta þess.
Bjarni Pétur Maronsson Laufey Haraldsdóttir
Sigurlaug Helga Maronsdóttir
og fjölskyldur
Elskulegur eiginmaður minn,
HÖSKULDUR JÓNSSON,
fyrrverandi forstjóri ÁTVR,
lést á Kanaríeyjum 19. mars. Kveðjuathöfn
fer fram í Grafarvogskirkju föstudaginn
5. júní klukkan 13.
Vegna gildandi reglna um fjölda á samkomum er athöfnin
aðeins opin boðsgestum.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðlaug Sveinbjarnardóttir
Látinn er
ÁRNI GRETAR FERDINANDSSON
verslunarmaður.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju
miðvikudaginn 3. júní klukkan 15.
Fyrir hönd aðstandenda,
Steinunn Ísfeld Karlsdóttir