Morgunblaðið - 30.05.2020, Síða 38
70 ára Sverrir er Reyk-
víkingur, ólst upp í
Smáíbúðahverfinu og
býr þar. Hann er kenn-
ari frá KÍ og íþrótta-
kennari frá Laugar-
vatni. Sverrir vann
lengi hjá ÍTR, en síðast
á skóla- og frístundasviði hjá Rvíkurborg.
Maki: Elísabet Ingvarsdóttir, f. 1951,
vinnur í móttökunni hjá Icelandair.
Synir: Ingvar, f. 1970, Friðþjófur Ingi, f.
1975, d. 1984, og Sverrir Þór, f. 1977.
Barnabörnin eru 6.
Foreldrar: Friðþjófur Björnsson, f. 1920,
d. 2001, skrifstofumaður hjá Vegagerð-
inni, og Ingibjörg Jóna Marelsdóttir, f.
1925, d. 1994, húsmóðir. Þau voru búsett
í Reykjavík.
Sverrir Friðþjófsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú dregur að þér athygli sem er
þér ekki að skapi. Þú stendur með pálm-
ann í höndunum eftir prófin. Þú færð
fljótalega atvinnuviðtal.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú hefur með ákveðni og þolinmæði
náð þeim áfanga sem þú hefur lengi stefnt
að. Ævintýri bíða handan við hornið.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Fáðu einhvern til þess að fara í
gegnum málin með þér því þá færðu betri
yfirsýn. Hafðu hugfast að ekkert varir að
eilífu.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Bjartsýni ræður ríkjum í dag.
Hlustaðu á það sem barn þitt hefur fram
að færa, jafnvel þó að það kunni að vera
eilítið yfirdrifið og óhefðbundið.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Varastu að láta aðra ráðskast með líf
þitt þótt viðkomandi þykist vita betur. Ekki
mála skrattann á vegginn þótt eitthvað
bjáti á.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Allt mun taka lengri tíma í dag en
þú gerir ráð fyrir, jafnvel þótt þú gefir þér
góðan tíma. Til allrar hamingju kanntu vel
við að grúska í einrúmi þessa dagana.
23. sept. - 22. okt.
Vog Valdatogstreita í fjölskyldunni gæti
gert vart við sig í dag. Reyndu að skapa
þér olnbogarými og sinna þínum áhuga-
málum þótt nóg sé að gera.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Einhverjum gætu sárnað um-
mæli þín svo þú skalt gæta þess að segja
ekkert að óhugsuðu máli framvegis. Beittu
persónutöfrum næst þegar þú þarft að
semja um eitthvað.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Flutningar eða breytingar á
starfi eru líkleg á næstu mánuðum. Ef þú
hugsar hlýlega til annarra og reynir að sjá
það besta í fólki þá ertu í góðum málum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það hefur lítið upp á sig að bíða
þess að aðrir hlaupi undir bagga með þér.
Láttu meta fasteign þína á næstu dögum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú vilt fá að halda þig út af fyrir
þig um sinn. Þú hefur svigrúm núna til að
bæta við þig menntun. Láttu slag standa.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er svo margt að gerast, að þér
finnst þig vanta fleiri klukkustundir í sólar-
hringinn. Þú kemur í veg fyrir óhapp og
færð hrós fyrir.
heimur sem skýrði svo margt sem
fræðin gátu ekki náð fyllilega utan
um varðandi kvenfyrirmyndir og
hlutskipti kvenna í karllægri menn-
ingu. Mér þykir því ætíð sérstaklega
gaman að hafa náð að íslenska þessa
bók og fært hana þannig inn í ís-
lenskan bókmenntaheim.“
Reykjavíkurbréfahöfundur
Um aldamótin 2000 söðlaði Fríða
Björk um og hóf störf við Morgun-
blaðið, þar sem hún var menningar-
ritstjóri, leiðara- og Reykjavíkur-
bréfahöfundur um árabil. „Styrmir
og Matthías höfðu samband við mig
og báðu mig um að skrifa um mynd-
list fyrir blaðið, en ég hafði ekki hug
á því. Þá buðu þeir mér fullt starf
við að skrifa um listir og menningar-
pólitík, sem ég þáði að lokum, þótt
ég hafi aldrei ætlað mér að verða
blaðamaður. Þessi tíu ár sem ég var
á Mogganum voru mjög lærdóms-
rík, ekki síst vegna þess að þetta var
gullöld menningarumföllunar blaðs-
ins og viðhorfið til slíkrar umfjöll-
ýmsu tagi og þýðingar á skáld-
verkum. „Ég held að margir sem
eru bókhneigðir líkt og ég hafi orðið
fyrir sérstakri uppljómun af lestri
tiltekins verks. Ég rakst á The Bell
Jar eftir Sylviu Plath í bókabúð í
Hollandi upp úr 1980 og upp laukst
F
ríða Björk Ingvarsdóttir
fæddist 30. maí í
Reykjavík og sleit
barnsskónum í Reykja-
vík og síðar í Kópavogi.
Hún varð stúdent frá Verzlunar-
skóla Íslands árið 1980 og hóf í kjöl-
farið nám í bókmenntafræði við Há-
skóla Íslands. Árið 1983 fluttist hún
búferlum með manni sínum og dótt-
ur til Lúxemborgar og hélt þar
áfram námi í ensku og bókmenntum
við Centre Universitaire de Luxem-
bourg. Árið 1991 fluttist hún svo
með manni sínum og tveimur börn-
um til Norwich og útskrifaðist með
meistaragráðu í bókmenntum 19. og
20. aldar frá University of East
Anglia.
„Ég var svo heppin að komast inn
í einstaka námsbraut sem rekin var
af afburða fræðimönnum og rithöf-
undum. Margir þekktustu og um-
deildustu höfundar hins enskumæl-
andi heims á þessum tíma komu
beint að náminu svo tengingin við
skapandi ferli og þýðingu listarinnar
við mótun samtímans var einstök. Í
þessum stóra og öfluga háskóla var
rík áhersla lögð á menningarfræði
og greiningu á samfélagslegum slag-
krafti menningar og vísinda, þvert á
öll mæri og hugmyndafræði sem ég
bý enn að.“
Að lokinni Englandsdvölinni lá
leiðin aftur til Lúxemborgar og loks
til Íslands árið 1994. „Á þessum
tíma hafði maðurinn minn, Hans Jó-
hannsson fiðlusmiður, náð að koma
þannig undir sig fótunum með sína
vinnu á meginlandi Evrópu að við
töldum okkur óhætt að halda heim,
án þess að hann glataði þeim
tengslum. Okkur langaði til að börn-
in okkar kynntust Íslandi og fjöl-
skyldum okkar þar, því við komum
lítið heim öll þessi ár. Árin í Lúxem-
borg voru þó dásamleg, við komum
þangað kornung og fengum svigrúm
og næði til að ferðast mikið, upp-
götva annarskonar lífsmáta og verða
sjálfstæðar manneskur á forsendum
sem við kusum okkur sjálf.“
Eftir heimkomuna starfaði Fríða
Björk sem háskólakennari í bók-
menntum við HÍ og Kennaraháskól-
ann. Hún stundaði líka ritstörf af
unar af hálfu ritstjóranna þannig að
menningin hafði mikinn slagkraft og
skipti máli. Svo miklu máli að stund-
um titruðu jafnvel ráðherrar undan
skrifunum. Sumt af því sem ég fékk
að vinna á sviði myndlistar hefur
ratað í eigu erlendra listasafna og á
sýningar víða um heim, til að mynda
verk sem ég vann með Roni Horn,
Ólafi Elíassyni og fleiri myndlistar-
mönnum. Á þessum árum voru
þarna einstök tækifæri til að færa
íslenskan menningarheim í stærra
samhengi alþjóðlegra strauma.“
Frá 2013 hefur Fríða Björk verið
rektor Listaháskóla Íslands. „Ég
fékk þar ómetanlegt tækifæri til að
nýta mér mitt tengslanet og innsýn
inn í ólíkar greinar lista og menn-
ingar. Það er ótrúlegur hug-
myndafræðilegur drifkraftur í
menntastofnun á borð við listahá-
skóla og gaman að fá að móta náms-
samfélag sem á beinlínis eftir að
vera drifkraftur framtíðarinnar.
Listaháskólinn er ungur skóli, var
rétt svo búinn að slíta barnsskónum
þegar ég tók við, svo það hefur verið
mitt hlutverk að móta innviði hans
og stefnu sem fullburða stofnunar
sem þarf að standast samanburð
bæði innanlands og erlendis. Þessu
fylgir mikil ábyrgð því ég lít svo á að
menningin sé það langlífasta úr
samfélaginu hverju sinni – sagan
hefur sannað það í gegnum ald-
irnar.“
Fríða Björk hefur meðfram öðr-
um störfum verið ötull bókmennta-
gagnrýnandi í ýmsum miðlum, fyrst
í Morgunblaðinu, en síðan á RÚV og
í fagtímaritum. Hún hefur einnig
gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, m.a.
fyrir Artangel í Bretlandi í tengslum
við Vatnasafnið í Stykkishólmi, hún
situr í Þjóðleikhúsráði, var stjórnar-
formaður safnsins að Gljúfrasteini,
stjórnarformaður Kynningarmið-
stöðvar íslenskrar myndlistar,
stjórnarmaður í Skaftelli, auk þess
að hafa starfað í nefndum og ráðum
á vegum ríkis og borgar.
Fjölskylda
Eiginmaður Fríðu til röskra 40
ára er Hans Othar Jóhannsson, f.
28.6. 1957, fiðlusmiður. Þau eru bú-
Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands – 60 ára
Rektor Fríða að útskrifa nemendur frá LHÍ í júní 2019.
Menningin lifir lengst í samfélaginu
Hjónin Fríða og Hans.
40 ára Högni býr í
Mosfellsbæ og er
fæddur þar og upp-
alinn. Hann er verk-
efnastjóri hjá Garðl-
ist. Högni er
félagsmaður í Fálk-
unum og Liverpool-
klúbbnum.
Maki: Marta Gíslrún Ólafsdóttir, f.
1979, sjúkraliði á Hjúkrunarheim-
ilinu Mörk.
Börn: Silja Rún, f. 2002, og Haukur
Helgi, f. 2008.
Foreldrar: Helga Marta Hauksdóttir,
f. 1951, sjúkraliði, búsett í Mos-
fellsbæ, og Haukur Högnason, f.
1950, vélvirki, búsettur í Mos-
fellsbæ.
Högni Snær Hauksson
Til hamingju með daginn
FERÐALÖG
Sérblað fylgir Morgunblaðinu
á miðvikudögum
Við förum hringinn um landið skoðum
hvað er skemmtilegt að sjá
og gera í sumar
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFA:
BERGLIND GUÐRÚN BERGMANN
Sími 569 1246, berglindb@mbl.is
BYLGJA BJÖRK SIGÞÓRSDÓTTIR
Sími 569 1148, bylgja@mbl.is
Sérblað um
VESTURLAND
miðvikudaginn
3. júní Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is