Morgunblaðið - 30.05.2020, Blaðsíða 41
ÍÞRÓTTIR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2020
Það er orðið ansi margt ís-
lenska handboltafólkið sem ætl-
ar að yfirgefa Danmörku og
leika annars staðar næsta vetur.
Í einhverjum tilfellum hafa
þessir leikmenn komið heim en í
einhverjum tilfellum farið til
Þýskalands. Nú síðast ákvað
Arnar Birkir Hálfdánsson að fara
frá Danmörku til Þýskalands.
Bendir þetta til þess að fólk
treysti því ekki að umhverfið í
danska handboltanum verði
traust næsta vetur.
Hinn möguleikinn í stöðunni
gæti svo verið að dönsku félögin
séu skynsöm og dragi saman
seglin í kreppu. Eins og eðilegt
er að gera. Séu ekki að lofa
góðum samningum upp í ermina
ef tæpt er að við þá verði stað-
ið.
Ef til vill gæti þessi síðasta
setning hljómað eins og latína í
eyrum einhverra þeirra sem fara
fyrir félögum í boltagreinunum á
Íslandi. Þessir aðilar hafa margir
hverjir kallað á fjármagn frá
hinu opinbera í kreppunni. Það
getur hins vegar ekki verið
stemning fyrir því að nota al-
mannafé til að borga fólki fyrir
að keppa í íslensku deildunum.
Ekki veit ég hversu oft í gegn-
um árin þjálfarar og leikmenn í
boltagreinunum hér heima hafa
sagt manni að þau fái greitt
seint, illa eða eigi inni hjá fé-
lögum þegar þau ákveða að fara
annað. Aldrei vill fólk þó láta
hafa það eftir sér í fjölmiðlum.
Vilja halda friðinn. Ekki hefur
þurft farsóttir eða eldgos til að
þessi staða komi upp.
Íþróttaheimurinn er oft
undarlegur. Í atvinnulífinu hefur
fólk yfirleitt einhvern rétt ef
ekki er staðið við gerða samn-
inga og getur leitað réttar síns.
Íþróttafólkið er lítið í því.
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Knattspyrnu-
samband Íslands
hefur greitt 100
milljónir króna
af eigin fé sam-
bandsins til að-
ildarfélaganna
til að aðstoða þau
vegna kórónu-
veirufaraldurs-
ins sem sett hef-
ur strik í
reikning íþróttahreyfingarinnar
undanfarna mánuði.
Öll aðildarfélög KSÍ, bæði þau
sem eru með barna- og unglinga-
störf og félög án þess, fá þar að
auki niðurfellingu ferðaþátt-
tökugjalds og þátttökugjalds í mót
á vegum sambandsins. KSÍ birtir á
heimasíðu sinni lista yfir greiðslur
til allra knattspyrnufélaganna.
KSÍ greiðir
100 milljónir
til félaganna
Guðni
Bergsson
Þýskaland
A-deild kvenna
Wolfsburg – Köln..................................... 4:0
Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leik-
inn með Wolfsburg.
A-deild karla:
Freiburg – Leverkusen ........................... 0:1
B-deild:
Darmstadt – Greuter Fürth ................... 1:1
Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik-
inn með Darmstad.
KNATTSPYRNA
KA
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Húsvíkingurinn Hallgrímur Mar
Bergmann Steingrímsson er á leiðinni
í sitt ellefta tímabil hjá knattspyrnuliði
KA á Akureyri. Hefur hann leikið með
KA linnulaust frá árinu 2010, að und-
anskildu einu tímabili hjá Víkingi
Reykjavík árið 2015. Eins og flest ann-
að knattspyrnufólk landsins er Hall-
grímur spenntur fyrir Íslandsmótinu
sem hefst eftir tvær vikur. Fyrsti leik-
ur KA er gegn ÍA á útivelli hinn 14.
júní næstkomandi. „Stemningin á
Akureyri er mjög góð og það eru allir
hressir með að þetta sé loksins komið
af stað og menn farnir að æfa saman.
Stemningin er því mjög góð og veðrið
er að koma til, eins og völlurinn,“ sagði
Hallgrímur í samtali við Morg-
unblaðið, en hann hefur spilað 209
keppnisleiki fyrir KA og skorað í þeim
60 mörk. Fjórtán af þeim komu á síð-
ustu leiktíð, en hann hefur aldrei skor-
að eins mikið á einu tímabili.
Með kærustunni til Hollands
Hallgrímur hefur lítið spilað síð-
ustu mánuði þar sem hann tók aðeins
þátt í tveimur af ellefu leikjum KA á
undirbúningstímabilinu, áður en kór-
ónuveirufaraldurinn skall á hér á
landi. Fór Hallgrímur með kærust-
unni sinni til Hollands, þar sem hún
sækir nám. „Þetta var smá vesen fyr-
ir mig því ég var 1/3 af vetrinum í
Hollandi að æfa einn og með liði þar,
þar sem kærastan mín er þar í námi.
Ég kem síðan heim, næ tveimur leikj-
um og allt er komið í lás aftur. Maður
fór nánast í sama farið aftur, svo það
var smá þreytandi en maður reyndi
að gera gott úr þessu. Þetta var smá
erfitt í lokin þegar maður fór að
hlaupa út um allan bæ og í ein-
hverjum brekkum og tröppum einn
síns liðs. Þetta var ekki skemmtilegt,
en þetta varð strax skárra þegar við
fengum að æfa í litlum hópum. Maður
var svo eins og krakki á jólunum þeg-
ar við fengum að æfa allir saman aft-
ur,“ sagði Hallgrímur. Hann hafði
áhuga á að semja við félag í Hollandi,
en það gekk ekki eftir.
„Ég fékk leyfi frá KA til að fara í
fjóra mánuði til að vera þar og æfa.
Ég æfði með liði í fjórðu efstu deild
og það var fínasta lið og tempóið á æf-
ingunum var mjög gott. Ég fékk að
æfa með þeim til að halda mér í formi.
Þá var planið að koma heim í mars og
taka fullan þátt í undirbúnings-
tímabilinu fyrir sumarið. Það var því
fyrst og fremst út af kærustunni sem
maður fór út, en svo var maður eitt-
hvað að þreifa fyrir sér úti en það fór
of seint af stað.“
Fimmta sætið hjálpar
KA endaði í fimmta sæti Pepsi
Max-deildarinnar á síðustu leiktíð.
Liðið lenti í miklum hremmingum um
mitt mót og sat m.a. í fallsæti í júlí og
í ágúst eftir einn sigur í sjö leikjum.
KA tapaði hins vegar ekki í sjö síð-
ustu leikjum sínum og vann fjóra af
þeim. Þegar upp var staðið voru KA-
menn nær Evrópusæti en fallsæti.
„Þetta endaði vel hjá okkur í fyrra.
Það eru margir að tala um að þetta
fimmta sæti skipti ekki máli því það
voru mörg lið ekki að keppa um neitt í
lokin. Fimmta sætið er hinsvegar
alltaf fimmta sætið og það mun klár-
lega hjálpa okkur inn í sumarið núna.
Við stefnum að sjálfsögðu á að vera
þarna uppi að berjast við þessi stóru
sex sem talað er um.“
Nokkuð er um breytingar á milli
ára hjá KA. Leikmenn eins og Alex-
ander Groven, Callum Williams,
Daniel Cuerva, Iosu Villar og Torfi
Tímóteus Gunnarsson eru horfnir á
braut. KA nældi hinsvegar í Gunnar
Örvar Stefánsson frá Magna og Ro-
drigo Gomes frá Grindavík. Þá fékk
KA sömuleiðis tvöfaldan liðsstyrk frá
Danmörku; Jibril Abubakar kom að
láni frá Midtjylland og Mikkel Qvist
frá Horsens, sömuleiðis á lánssamn-
ingi. „Ég veit ekki hvort þetta verður
öðruvísi lið en það eru nokkrar breyt-
ingar á hópnum. Callum er kominn
aftur heim til Englands og við miss-
um Torfa aftur til Fjölnis. Elfar er
svo meiddur. Við erum samt með
flottan og sprækan hóp og það eru
ungir strákar sem eru að koma inn í
liðið núna sem eru spennandi og fá
meiri ábyrgð en í fyrra. Ég er spennt-
ur að sjá stráka eins og Nökkva [Þeyr
Þórisson], Bjarna Aðalsteinsson og
fleiri. Við erum líka komnir með
menn eins og Rodri, Gunna, Mikkel
og Jibril,“ sagði Húsvíkingurinn.
Það vakti sérstaka athygli þegar
framherjinn Jibril Abubakar samdi
við KA. Félög eins og Juventus og
Leicester fylgdust með honum á
tímabili, en hann hefur gert góða
hluti með unglingaliði Midtjylland.
Hallgrímur er spenntur að sjá hvað
strákurinn ungi hefur fram að færa í
sumar. „Ég hef ekki æft sérstaklega
mikið með honum þar sem það fór
eiginlega allt í lás um leið og ég kom
til landsins. Þá var hann ekki kominn
með leikheimild og gat ekki spilað
þessa leiki. Maður sér það núna samt
að hann er flottur strákur. Hann er
enn bara 19 ára, en hann hefur margt
fram að færa fyrir okkar lið. Hann er
sterkur, fljótur og sterkur í loftinu
líka. Það er spennandi að sjá hvernig
hann kemur út. Það voru félög eins
og Leicester að sýna honum áhuga og
það verður spennandi að sjá hvað
hann sýnir okkur í sumar.“
Ósáttur á Twitter
Hallgrímur vakti athygli fyrr í
mánuðinum þegar hann notaði sam-
félagsmiðla til að greina frá óánægju
með hve langan tíma takmarkanir
voru á æfingunum hér á landi. Máttu
aðeins sjö æfa saman þar til síðastlið-
inn mánudag, þegar lið máttu æfa án
takmarkana. „4 smit komin hingað til
í maí og hann er hálfnaður, en nei,
maður æfir enn í einhverjum 7 manna
hópum með 1-2 metra á milli eins og
hægt er. Guð minn einasti,“ skrifaði
hann á Twitter. Hallgrímur við-
urkennir að hann hafi verið eilítið
fljótfær þegar hann lét skoðun sína í
ljós. „Maður vill alltaf komast út í fót-
bolta, en þetta var í fljótræði gert. Á
þessum tímapunkti fannst mér ekki
vera nein ástæða til að æfa ekki sam-
an. Ég skrifaði eiginlega bara það
sem ég var að hugsa, en ég var ekkert
brjálaður. Þetta fékk ágæta athygli,
sem er fínt og hefði mögulega getað
flýtt fyrir,“ sagði Hallgrímur Mar við
Morgunblaðið.
Eins og krakki á jólunum
Mikill spenna fyrir sumrinu á Akureyri Nokkuð breytt lið mætir til leiks
Hallgrímur lítið með á undirbúningstímabilinu Vilja berjast við sex efstu
Morgunblaðið/Þórir Tryggvason
Akureyri Hallgrímur Mar Bergmann Steingrímsson fagnar með Daníel Hafsteinssyni og bróður sínum Hrannari Birni Bergmann Steingrímssyni.
Ólsarar eru þessa dagana að þétta
raðirnar fyrir knattspyrnusumarið.
Englendingurinn Harley Willard
hefur skrifað undir tveggja ára
samning við Víking Ólafsvík og
kemur til félagsins frá Fylki. Hann
skoraði 11 mörk fyrir Víking í
næstefstu deild í fyrra en fór í milli-
tíðinni til Fylkis.
Þá hefur Brynjar Kristmundsson
verið ráðinn aðstoðarþjálfari meist-
araflokks karla en Jón Páll Pálma-
son er á leið inn í sitt fyrsta tímabil
sem þjálfari Víkings. Tók hann við
af Ejub Purisevic. sport@mbl.is
Ólsarar þétta
raðirnar
Morgunblaðið/Hari
Marksækinn Raðar Harley Willard
inn mörkunum í sumar?
Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Vic-
tor Pálsson lék allan leikinn með
Darmstad er liðið gerði 1:1-jafntefli
við Greuther Fürth á heimavelli í
þýsku B-deildinni í fótbolta í gær-
kvöld. Darmstad komst í 1:0 á 56.
mínútu en gestirnir jöfnuðu í lokin
og þar við sat. Darmstad er í 5. sæti
deildarinnar með 43 stig, þremur
stigum á eftir Hamburg sem er í
umspilssæti um sæti í efstu deild.
Í 1. deildinni stökk Leverkusen
upp í þriðja sætið með 1:0-sigri á
Freiburg. Er liðið átta stigum á eft-
ir toppliði Bayern München.
Misstu af dýr-
mætum stigum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Þýskaland Guðlaugur Victor er í
baráttu um sæti í efstu deild.