Skessuhorn


Skessuhorn - 08.01.2020, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 08.01.2020, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 8. JANúAR 20202 Á nýju ári strengir fólk gjarnan ára- mótaheit en svo þegar líður á árið reynist mörgum erfitt að halda þau. Þá er mikilvægt að muna að fall er fararheill og þó maður fari út af sporinu er ekki allt ónýtt. Á morgun er útlit fyrir suðvestan- átt 15-26 m/s og él. Heldur hægari vindur og léttskýjað austanlands og frost 0-7 stig. Á föstudag snýst í austlæga átt með snjókomu víða. Rigning eða slydda þegar líður á daginn á Suður- og Austurlandi og hlánar þar. Á laugardag er spáð norðlægri átt og snjókomu norð- anlands en vestanátt og éljum á Suðurlandi. Frost 0-7 stig. Á sunnu- dag er útlit fyrir norðanátt og snjó- komu eða él um landið norðan- vert en þurrt syðra. Kalt í veðri. Á mánudag er spáð norðaustanátt með éljum á Norður- og Austur- landi. Á vef Skessuhorns voru lesendur spurðir hvernig nýja árið legðist í þá. 48% sögðu árið leggjast mjög vel í sig og 34% sögðu það leggj- ast alveg þokkalega í sig. Þannig eru 82% fremur eða mjög jákvæð í upphafi árs. 7% sögðu árið leggj- ast „mjög illa“ í sig, 6% höfðu ekki skoðun á því og 5% sögðu nýja árið leggjast frekar illa í sig. Í næstu viku er spurt: Settir þú þér ákveðin markmið fyrir árið? Allir þeir sem hafa tekið þátt í leit að týndum manni í Hnappadal undanfarna viku eru Vestlending- ar vikunnar að þessu sinni. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Hross drápust HOLTAV.H: Veginum um Holtavörðuheiði var lokað um miðjan dag á mánudaginn. Vegna veðurs og færðar höfðu þá fimm bílar farið út af veg- inum á skömmum tíma. Mik- il hálka var á heiðinni og all- hvasst. Samkvæmt upplýsing- um frá Lögreglunni á Norður- landi vestra fóru m.a. vörubíll og tveir hrossaflutningabílar út af, en starfsmenn Vegagerðar- innar fóru á vettvang til að að- stoðar. Þrjú hross á öðrum bíln- um drápust, en sá flutti alls 13 hross. Utan vegar hallaði bíll- inn það mikið að hrossin gátu ekki fótað sig og reyndist ekki hægt að ná þeim út fyrr en eftir að tvö þeirra höfðu troðist und- ir. Þriðja hrossið drapst síðar um kvöldið. Öðrum slösuðum hrossum var komið undir dýra- læknishendur á Hvammstanga. -mm Ríkið geri tafar- lausar úrbætur LANDIÐ: Í kjölfar óveðursins sem gekk yfir landið um miðj- an desember, þegar stór hluti norðanvers landsins varð án raf- magns og fjarskipta, þykir stjórn Byggðastofnunar nauðsynlegt að hvetja ríkisstjórn Íslands til að skerpa á þessum málum í ljósi þess að miklir veikleikar komu fram í mikilvægum öryggisinn- viðum landsins og að stór hluti íbúa landsbyggðarinnar býr við mikið óöryggi hvað varðar flutning raforku og fjarskipti. „Það er með öllu óásættanlegt og ógnar búsetuskilyrðum víða um land.“ Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ályktun fund- ar stjórnar Byggðastofnunar frá 17. desember. „Stjórn Byggða- stofnunar hvetur ríkisstjórn Ís- lands, Alþingi, Landsnet og veitufyrirtæki til að gera allt sem í valdi þeirra stendur til að tryggja afhendingaröryggi raf- orku um land allt og gera áætl- un um úrbætur og viðbrögð til að skapa öryggi um þessa mik- ilvægu grunnþætti byggðar og búsetu.“ -mm Veðurhorfur FJARNÁM Skráning á haustönn fer fram dagana 22. ágúst til 5. september á slóðinni www.fa.is/fjarnam Skráning á vorönn stendur til 17. janúar l . Fiskmarkaður Snæfellsbæjar gekk nýverið frá samningi um kaup á ísverksmiðjunni í Ólafsvík. Selj- andi er HG Geisli sem rekinn var af Hjörleifi Guðmundssyni. Andri Steinn Benediktsson, framkvæmda- stjóri Fiskmarkaðs Snæfellsbæj- ar, segir í samtali við Skessuhorn að ísverksmiðjan hafi verið auglýst til sölu en rekstur hennar er nauð- synlegur í Snæfellbæ. Sú hætta hafi verið til staðar að vélarnar yrðu seldar burt úr bæjarfélaginu og húsnæðinu fenginn annar tilgang- ur. „Fiskmarkaður Snæfellsbæjar tók því ákvörðun um að festa kaup á verksmiðjunni til þess að tryggja að reksturinn yrði áfram til staðar í heimabyggð og ekki síst til þess að tryggja að viðskiptavinir okkar fengju ís eftir þörfum. Einnig spil- aði inn í þessa ákvörðun að rekst- ur Fiskmarkaðs Snæfellsbæjar hef- ur gengið vel og því var svigrúm til fjárfestinga,“ segir Andri Steinn. Hann ítrekar að ís sé einn af lykilþáttum í sjávarútvegi í dag. „Framleiðslugeta ísverksmiðjunnar er um 50 tonn á sólarhring en með í kaupunum fylgdi önnur ísvél sem hægt er að setja upp og auka þar með framleiðsluna í um 75 tonn á sólarhring. Við munum sennilega þurfa að bæta við manni eftir þessi viðskipti og er það í skoðun. Þá mun Hjörleifur verða okkur innan handar til þess að byrja með,“ segir Andri Steinn og bætir við að hann vilji þakka Hjörleifi kærlega fyrir góða þjónustu og ríka þjónustulund síðustu ár. af Hjá Samtökum sveitarfélaga á Vest- urlandi er kominn út nýr Hagvís- ir sem fjallar um ríkisstörf á Vest- urlandi, staðsetningu ríkisstarfa vítt og breitt um landið og um hlut- fallslegan fjölda á Vesturlandi og í einstökum sveitarfélögum inn- Höfuðborgarsvæðið hefur sogað til sín opinber störf á kostnað landsbyggðarinnar an landshlutans. Höfundur skýrsl- unnar er Vífill Karlsson hagfræð- ingur. Fram kemur að hvergi er eins lítið af ríkisstörfum og á Vest- urlandi þegar tekið hefur verið til- lit til fjölda íbúa og borið saman við önnur landssvæði. Suðurland kem- ur þar næst á eftir með næstlægsta hlutfallið. Flest eru ríkisstörfin á höfuðborgarsvæðinu. Þá kemur fram að ef störfum opinberra stofnana er bætt við skil- greind ríkisstörf almennt er Vest- urland og Suðurland nánast í jafn slæmri stöðu þar sem minnst er af ríkisstörfum þar í samanburði við önnur landsvæði. Þegar breyting ríkisstarfa var skoðuð á tímabilinu 2013 til 2018 kemur í ljós að hvergi fækkaði eins mikið og á Vestur- landi, eða um 5%, en fjölgunin var 28% þar sem hún var mest. Fjölgun ríkisstarfa á höfuðborgarsvæðinu á þessu tímabili, upp á 1.347 einstak- linga, hefði farið mjög langt með að leiðrétta ríkisstarfahalla þeirra landshluta sem bjuggu við hann. Hallinn taldi 1.390 störf. „Þegar Vesturland var brotið upp eftir sveitarfélögum kom í ljós að engin ríkisstörf voru í Helgafells- sveit og Eyja- og Miklaholtshreppi. Af þeim sveitarfélögum sem einhver ríkisstörf voru var hallinn mestur í Hvalfjarðarsveit, þá í Snæfellsbæ og svo á Akranesi. Þegar breyting ríkisstarfa var skoðuð eftir sveitar- félögum á Vesturlandi árin 2013 til 2018 kom í ljós að hvergi fækkaði ríkisstarfsmönnum eins mikið og í Stykkishólmi, um 24,3% og í Borg- arbyggð um 17,9%. Þeim hafði hins vegar fjölgað í fimm sveitarfélögum af tíu en hlutfallslega miklu minna en í þeim sveitarfélögum þar sem fækkun ríkisstarfsmanna varð.“ Vífill segir í skýrslunni að for- sendur vaxtar á landsbyggðinni hafi breyst mikið. Landsbyggðin byggði lengi vel á landbúnaði og sjávarút- vegi. Hlutur landbúnaðar í heildar- fjölda starfa landsins hefur farið úr um 80% árið 1870 í um 2% árið 2015. Í fiskveiðum var hlutdeild- in mest um 22% árið 1910 en var komin í um 2% árið 2015. Ferða- þjónustan, sem nýtir landið og miðin eins og hinar tvær atvinnu- greinarnar, var farin að nálgast það að nýta um 10% alls vinnuaflsins árið 2015. Vífill bendir á að árið 1870 voru opinberir starfsmenn 1% af heildarvinnuafli í landinu en voru komnir í 30% árið 2018. Samkvæmt bráðabirgðaskoðun á tölum Hagstofu Íslands voru um 72% opinberra starfsmanna kon- ur. útgjöld ríkissjóðs hafa farið úr að vera 3% af vergri landsfram- leiðslu (VLF) árið 1901 í um 30% árið 2017. Þegar hið opinbera er allt tekið saman þá fóru útgjöld- in úr um 20% af VLF árið 1945 í 43% 2017. Hagvísinn má í heild sinni lesa á vef SSV. mm Á þessu grafi má sjá starfaskiptinu ríkisins eftir landhlutum. Þrátt fyrir að á Vesturlandi búi 4,62% íbúa landsins eru ríkisstörf þar einungis 3% af heildinni. Ísverksmiðjan í Ólafsvík hefur nú skipt um eigendur. Fiskmarkaður Snæfellsbæjar kaupir ísverksmiðjuna

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.