Skessuhorn


Skessuhorn - 08.01.2020, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 08.01.2020, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 8. JANúAR 2020 11 Gleðilegt heilsuræktarár 2020 Morguntrimm • spinning • hádegispúl • átakstímar • sundleikfimi • leiðsögn í þreksal Opið alla virka daga kl. 6.00 – 22.00 • Laugardaga og sunnudaga kl. 9.00 – 18.00 Verið velkomin Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi - www.borgarbyggd.is S K E S S U H O R N 2 02 0 Okkar yndislega, heittelskaða eiginkona, mamma, dóttir, systir, mágkona, barnabarn, tengdadóttir, frænka og vinkona Berglind Rósa Jósepsdóttir (Begga Jobba) Grundarfirði lést á Landspítalanum í faðmi fjölskyldunnar 30. desember. Útför hennar fer fram í Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 11. janúar klukkan 13. Innilegt þakklæti til starfsfólks krabbameinsdeildar Landspítala og Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk með krabbamein, fyrir sam- fylgd, hjálp og umönnun. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þau sem vilja minnast Beggu er bent á skíðadeild UMFG í Grundarfirði, 0321-13-110106, kt. 630189-2689. Sigurbjörn Z. Hansson Hans Bjarni Sigurbjörnsson Magni Rúnar Sigurbjörnsson Anna Guðrún Aðalsteinsdóttir Heiðrún Hallgrímsdóttir Tómas Freyr Kristjánsson Dagný Ósk Guðlaugsdóttir og aðrir aðstandendur Jósep Magnússon Aðalsteinn Jósepsson Guðrún Jóna Jósepsdóttir Magnús Jósepsson Júlíus Arnar Jósepsson Arndís Jenný Jósepsdóttir Á hverju ári gefur sjávarútvegsráð- herra út reglugerð um veiðar á grá- sleppu. Á undanförnum árum hef- ur ekki verið mikil efnisleg breyt- ing á reglum sem gilt hafa um veið- arnar. Föstudaginn 20. desember síðastliðinn voru sett í samráðsgátt stjórnvalda drög að reglugerð um hrognkelsaveiðar fyrir árið 2020. Í henni felst kúvending á þeim reglum sem grásleppusjómenn við Íslandsstrendur hafa þurft að sæta. Í tilkynningu frá ráðuneytinu seg- ir að breytingarnar séu gerðar til að sporna við meðafla. „Helstu breyt- ingarnar eru afnám svæðaskipting- ar, að undanskildum Breiðarfirði, lenging veiðitímabils, vitjunartími styttur, fækkun neta, hert á kröfum um að bátar séu með aflaheimild- ir fyrir áætluðum meðafla, fellt út ákvæði um að skila veiðiskýrslu og lagt til að Fiskistofa geti sett eft- irlitsmann um borð á kostnað út- gerðar ef meðafli er óeðlilegur.“ Í reglugerðardrögunum eru helstu breytingar frá gildandi reglugerð eftirfarandi: Afnám svæðaskiptingar (að • undanskildum innanverðum Breiðafirði). Upphafstími veiða verði 1. • mars í stað 20. mars. Áður en veiðiferð hefst skal • útgerð sjá til þess að bátur- inn hafi þær aflaheimildir sem dugi fyrir ætluðum meðafla í veiðiferðinni. Grásleppunet skulu dregin eigi • síðar en þremur sólarhringum, í stað fjögurra eins og nú er, eftir að þau eru lögð í sjó. Hámarkslengd neta á hvern • bát verði stytt um helming verði 3.750 m í stað 7.500 m. Fiskistofu verði heimilt að • svipta bát veiðileyfi ef um óeðlilega veiði á botnfisk- tegundum að ræða þann- ig að magn botnfiskstegunda í þorskígildum talið sé ítrek- að svipað eða meira en magn grásleppuaflans í þorskígild- um talið. Fellt er út ákvæði um skil á • veiðiskýrslu. Umsóknarfrestur til grá-• sleppuveiða verður frá 15. janúar - 15. febrúar 2020 og verða umsóknir sem berast eftir þann tíma ekki teknar til greina. Fækka þurfi niður í einn í áhöfn Grásleppusjómenn eru afar óhress- ir við þessar breytingartillögur Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarút- vegsráðherra og segja að ef af þeim verður gangi þær að atvinnugrein- inni dauðri. Stjórn smábátafélags- ins Sæljóns á Akranesi fordæm- ir breytingartillögur ráðherra og gengur svo langt að lýsa vantrausti á Kristján Þór Júlíusson. Í ályktun sem félagið sendir frá sér skömmu fyrir áramót segir að mótmælt sé harðlega þeim breytingum sem fram koma í drögum að reglugerð um hrognkelsaveiðar á árinu 2020 sem birt eru á samráðsgátt stjórn- valda. „Breytingar sem koma fram í þessum drögum eru svo íþyngj- andi að þær geta leitt til þess að grásleppuveiðar í Faxaflóa og víðar leggjast af. Undirtónninn í þessum aðgerðum/drögum eru gríðarlegt og hert eftirlit, takmörkuð sóknar- geta og hámarkslengd neta á hvern bát verði stytt um helming, verði 3.750 m í stað 7.500 m. Ef þessar tillögur hljóta brautargengi verð- ur afkoma grásleppubáta svo léleg að fækka þarf í áhöfnum grásleppu- báta, þannig að þeir verða í flestum tilfellum einungis einn maður.“ Lýsa vantrausti á ráðherra Jóhannes Simonsen, formaður Sæ- ljóns, segir í samtali við Skessu- horn reglugerðina ekki vera ann- að en beina aðför að smábátasjó- mennsku á Íslandi. „Sú síðasta í langri röð aðgerða og tillagna frá sjávarútvegsráðherra og opinberra aðila til þess að veikja smábátaút- gerð á Íslandi. Við lítum á þetta út- spil sem herfndaraðgerð af hálfu Kristjáns Þórs Júlíussonar vegna andstöðu okkar við kvótasetningu á grásleppu. Við í Sæljóni höfum lagt tillögur til lausnar á vandamálum varðandi meðafla við grásleppu- veiðar, að gefa mönnum kost á að gera hlé á veiðum án dagaskerð- ingar ef um óeðlilegan meðafla er að ræða. Ráðherra hefur ítrekað hafnað þeim tillögum. Við í stjórn Sæljóns, félags smábátaeigenda á Akranesi, lýsum því yfir vantrausti á sjávarútvegsráðherra Íslands Krist- ján Þór Júlíusson og skorum á LS að gera slíkt hið sama,“ segir Jó- hannes. mm Jóhannes Simonsen við bát sinn Guðmund Þór sem hann keypti nýverið frá Breiðdalsvík. Lýsa vantrausti á sjávarútvegsráðherra vegna reglugerðar um hrognkelsaveiðar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.