Skessuhorn


Skessuhorn - 08.01.2020, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 08.01.2020, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 8. JANúAR 202020 Björgunarsveitir á Vesturlandi Björgunarsveitin Ok er staðsett á jaðarsvæði þar sem sveitin þarf að vera vel búin til að takast á við fjöl- breytt verkefni. Að sögn Jóhannes- ar Bergs, formanns Björgunarsveit- arinnar Oks, er svæði sveitarinn- ar nokkuð krefjandi. „Við þurfum að eiga öflug tæki, öfluga jeppa og beltabíla til að sinna því sem þarf að sinna á svona svæði og erfiði hlut- inn er að fjármagna þetta allt,“ seg- ir Jóhannes. Björgunarsveitin Ok er með húsnæði í Reykholti sem heitir Þorsteinsbúð, en það er nefnt eftir bróður Jóhannesar. „Það hag- ar þannig til að bróðir minn týnist árið 1963, þá þriggja ára gamall, og var þá safnað saman hópi manna til að leita að honum,“ segir Jóhann- es en því miður fannst bróðir hans ekki á lífi. Upp frá þessu hófst sam- tal í sveitinni um að stofna björgun- arsveit. „Það var svo örfáum árum síðar, um 1965 held ég, að það týn- ist rjúpnaskytta, Jóhannes Leví að nafni. Þá fór fjöldi manns til leit- ar og meðal annarra þeir sem komu að því að leita að bróður mínum. Maðurinn fannst á lífi en hann var eitthvað kalinn á höndum og fót- um alla tíð eftir þetta. En þetta var svona upphafið af þessari björg- unarsveit og því heitir húsið okkar Þorsteinsbúð,“ útskýrir Jóhannes. Fóru þrjú í útkall á Norðurland Hús sveitarinnar er um 220 fer- metrar að stærð. „Það má segja að við séum alltaf að berjast við að hús- næðið sé of lítið,“ segir Jóhannes. Þá er sveitin nokkuð vel búin tækj- um. „Við eigum tvo breytta jeppa, tvo snjóbíla, gamlan Scania vöru- bíl, fjórhjól, sexhjól, rúmlega fjög- urra metra langan slöngubát og jet ski,“ segir Jóhannes. Spurður hver hafi verið stærstu verkefni sveitar- innar á liðnu ári segir Jóhannes það án efa vera útkallið á Norðurlandi um miðjan desember, bæði vegna óveðursins og drengsins sem leit- að var en lést í krapaflóði. „Við fór- um þrjú saman á einum bíl frá Oki. Við vorum á ferðinni þegar mesta veðrið var yfir staðið en við keyrð- um Heydalinn og Laxárdalsheið- ina. Þegar við vorum komin yfir heiðina og fórum inn Hrútafjörð komum við að Hólmavíkurlínunni sem liggur yfir veginn svona í fram- rúðuhæð. Þá voru þegar komn- ir tveir bílar frá Rarik og biðu þeir eftir leyfi frá Orkubúi Vestfjarð- ar, sem átti línuna, til að klippa lín- una í sundur svo hægt væri að keyra áfram.“ Upplifðu að fólk hefði orðið fyrir áfalli „Við keyrðum svo að Hvamms- tanga og öll Vestur Húnavatnssýsl- an var í svarta myrkri, allt rafmagns- laust. Við keyrðum framhjá Stað- arskála án þess að taka í raun eft- ir því, það var bara allt slökkt. Þeg- ar við vorum að koma að Hvamms- tanga var greinilega einn bær með varaafl því þar var eina ljósið,“ seg- ir Jóhannes. Þegar þau komu á Hvammstanga voru menn þar bún- ir að vera að vinna í um einn og hálfan sólarhring og orðnir afar þreyttir. „Þeir voru að ljúka verk- efnalistanum til að geta komist til hvíldar. Það var allt rafmagnslaust, meira að segja heilbrigðisþjónust- an. Sem betur fer var hiti á húsun- um á Hvammstanga en það var ekki alls staðar í nágrenninu. Við vorum send áfram inn í Blöndudal að vitja fólks á bæjum þar. Sumir bæir voru bara að kólna niður og fólk hafði ekki getað komist í neitt samband við íbúana í langan tíma og enginn vissi neitt um ástandið. Við komum að einum bæ stutt frá Blönduvirkj- un en samt var þar allt rafmagns- laust og ástandið vægast sagt slæmt. Það hefur örugglega verið svipað á mörgum bæjum þarna en á þess- um bæ var kúabú. Ungi bóndinn á bænum sagði okkur frá því að kýrn- ar hefðu ekki verið mjólkaðar í tvo daga og voru því farnar að veikjast og sáu þau fram á að þurfa að láta þær fara. Gafl hafði fokið af fjár- húsunum og þak af nautgripahúsi svo það snjóaði bara inn á gripina. Það eina sem var í lagi þarna var að hægt hafði verið að gefa skeppnun- um. Bærinn var að kólna niður og tvær konur á bænum keyrðu með lítið barn á annan bæ þar sem var rafmagn því ekki var talið hægt að hafa barnið í þessum kulda. Eldri bóndinn kom út á móti okkur og sagði okkur allt sem hafði gengið á og ég upplifði bara að hann þurfti að létta á sér og tala við einhvern um þetta og segja frá ástandinu. Hann hafði bara orðið fyrir áfalli,“ segir Jóhannes. Fóru að leita að drengnum Eftir þetta héldu þau í Oki áfram á Blönduós til að gista en þá var búið að kalla eftir aðstoð þeirra við leit að 16 ára dreng sem hafði týnst í krapaflóði í Núpá. „Við fórum þarna til að aðstoða og vorum bara að moka bakkana þar sem hann fór út í. Það var nýbúið að segja okkur að vaktinni okkar væri lokið og aðr- ir væru að koma til að taka við þeg- ar við heyrum bara kallað í talstöð- ina: „Alvara, alvara, alvara.“ Það er að koma krapaflóð niður og allir þurfa að fara upp.“ Eftir það komu tvö svona flóð í viðbót. „Þá áttaði fólk sig almennilega á hættunni sem þarna var og fólk fékk ekki að fara niður í gilið aftur, nema með sérstökum viðbúnaði. Við fórum því bara í bakkaleit eftir það. Það var svo í hádeginu daginn eftir sem drengurinn fannst,“ segir Jóhann- es. En er ekki erfitt að hugsa sér að fara í svona útköll? „Nei, þetta var landsútkall og ef maður er í þessu björgunarsveitastarfi á annað borð á maður að sinna þessu. Þegar svona útkall berst upplifir maður ákveðna skyldu og það eiga bara allir að fara sem geta,“ segir Jóhannes. Þetta er lífsstíll Þá segir Jóhannes að fyrir utan þetta útkall norður hafi ekki mörg stór útköll verið á liðnu ári, en það skal tekið fram að síðar sama dag og blaðamaður spjallaði við hann barst útkall með beiðni lögreglu um leit að týndum manni í Hnappadal. „Við erum alltaf svolítið að sinna ferðalöngum á Kaldadal og Ux- ahryggjum en það var minna um það á síðasta ári en oft áður. Við fórum líka í eitt útkall á Langa- vatnsdal í haust vegna flóða,“ seg- ir Jóhannes og bætir því við að stór hluti starfsins í sveitinni snúist um fundi, æfingar, vinnukvöld og fjár- aflanir. „Við seljum neyðarkallinn sem er frekar stór fjáröflun hjá okk- ur. Svo er flugeldasalan stærsta fjár- öflunin. Við erum líka með dósa- gáma þar sem við söfnum dósum og flöskum,“ segir Jóhannes og bætir því við að sveitin hafi þó ver- ið í nokkru veseni með einn dósa- gám í Skorradal á síðasta ári. Búið er að brjóta upp fimm lása á gámn- um og stela úr honum dósum. „Það sem við höfum fengið úr þeim gámi dugar varla fyrir kostnaði við að kaupa nýja lása,“ útskýrir Jóhannes. Aðspurður segir hann engin stór verkefni fyrirhuguð hjá sveitinni á næstunni. „Framundan er bara að halda sjó, en það eru engar fram- kvæmdir fyrirhugaðar,“ segir Jó- hannes. Spurður hvað það sé í hans huga að vera í björgunarsveit svarar Jóhannes að það sé fyrst og fremst lífsstíll en sjálfur hefur hann verið viðloðandi starf sveitarinnar í um þrjátíu ár. arg Björgunarsveitin Ok „Þegar svona útkall berst upplifir maður ákveðna skyldu“ Frá leit í Núpá í desember. „Það var nýbúið að segja okkur að vaktinni okkar væri lokið og aðrir væru að koma til að taka við þegar við heyrum bara kallað í talstöðina: „Alvara, alvara, alvara.“ Það er að koma krapaflóð niður og allir þurfa að fara upp. Eftir það komu tvö svona flóð í viðbót. Þá áttaði fólk sig almennilega á hættunni sem þarna var og fólk fékk ekki að fara niður í gilið aftur, nema með sérstökum viðbúnaði. Við fórum því bara í bakkaleit eftir það.“ Ljósm. úr safni/Björgunarfélag Akraness. Hvert er stofnár sveitarinnar? 1967 Hve margir félagar eru í sveitnni? Á milli 80 og 90 Hve margir eru á útkallslista? Um 45 Hvert er starfssvæði sveitarinnar? Fram í Hvítársíðukrók, niður að Árdal, um Kaldadal, Arnarvatns- heiði og stóran hluta af Lang- jökli. Tryggvi Valur Sæmundsson, Jóhannes Berg og Símon Bergur Sigurgeirsson stóðu vaktina í flugeldasölunni þegar blaðamaður Skessuhorns ræddi við Jóhannes milli hátíðanna.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.