Skessuhorn


Skessuhorn - 08.01.2020, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 08.01.2020, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 8. JANúAR 202016 „Við erum sjóbjörgunarsveit svona fyrst og fremst. Þó að landið hafi verið að koma sterkt inn undanfarið erum við sjóbjörgunarsveit í grunn- inn,“ segir Helgi Már Bjarnason, formaður Björgunarsveitarinn- ar Lífsbjargar í Snæfellsbæ í sam- tali við Skessuhorn. Helstu áhersl- urnar í starfi sveitarinnar eru enda björgun á sjó, en einnig er haldið uppi unglingastarfi. Að sögn Helga hefur stór hluti þeirra nýliða sem hafa gengið til liðs við sveitina und- anfarið komið inn í gegnum ung- lingastarfið. Húsakostur Lífsbjargar er ekki af verri endanum og óhætt að segja að sveitin búi að einu glæsileg- asta björgunarsveitarhúsi landsins. Húsið var vígt 2012 og því deilir Lífsbjörg með slysavarnadeildinni Helgu Bárðardóttur á Hellissandi og slysavarnadeildinni Sumargjöf í Ólafsvík. Helsti tækjakostur eru bílar og bátar. Lífsbjörg á Atlantic 21, harðbotna bát og björgunar- skipið Björgu, sem sveitin fékk af- hent á nýliðnu sumri og leysir eldri Björgu af hólmi. „Síðan er það For- dinn okkar og Unimog trukkur. Svo vorum við að fá nýjan buggy- bíl á Þorláksmessu og erum með hann í breytingum. Hann verður merktur og sett á hann ljós og þá er hann tilbúinn. Við erum búin að safna síðustu tvö árin fyrir tæki með sölu á Neyðarkallinum og tekin var ákvörðun um að kaupa svona bíl,“ segir Helgi og bætir því við að hann megi nota í ýmislegt. „Þegar hann er kominn á belti komumst við upp á jökul og þá er hann eiginlega snjóbíll. Hann mun komast nánast allt og það er erfitt að festa hann en reyndar enn erfiðara að losa hann ef út í það er farið,“ segir formað- urinn léttur í bragði. Mörg verkefni á sjó Hafið var áberandi í starfi sveitar- innar á árinu 2019 og flest verk- efni sem sveitin kom að tengdust sjónum. Allnokkrir vélarvana bátar voru dregnir til hafnar af Björg- inni, björgunarskipi sveitarinnar, en einnig kom sveitin til aðstoðar nokkrum göngumönnum sem slös- uðust í gönguferðum. „Svo fórum við norður eftir vonda veðrið núna í desember til aðstoðar við heima- menn, sjö saman. Það hefur líklega verið umfangsmesta verkefnið,“ segir Helgi. „Við fórum að leita að hestum sem höfðu fælst und- an veðrinu. Talið var að einhverjir þeirra hefðu grafist undir, sem varð síðan raunin, en við fundum þarna 29 hesta stóð,“ skýtur Ægir Þór Þórsson björgunarsveitarmaður inn í. „En heilt yfir var þetta tiltölulega rólegt ár hvað varðar útköll,“ segir hann. Við þetta má bæta að félagar í Lífsbjörgu tóku þátt í viðamikilli leit að manni sem týndist á göngu í Hnappadal og leit hófst að í síð- ustu viku. útkallið barst hins vegar ekki fyrr en eftir að Skessuhorn var á ferðinni í Snæfellsbæ. Þakklátt starf Aðspurður segir Helgi að ekki hafi verið tekin ákvörðun um nein verk- efni á nýju ári en að það verði gert snemma árs. „Eftir áramótasöluna verður tekin ákvörðun um hvað við gerum. Það veltur allt á því hvað selst af flugeldum,“ segir Helgi og bætir því við að Lífsbjörg hafi nán- ast allar sínar tekjur af flugeldasöl- unni. „Það er allt undir henni kom- ið,“ segir hann. Spurður hvað felist í því að vera björgunarsveitarmaður nefnir Helgi strax að það sé mjög gefandi. „Þakklætið sem maður fær þegar maður er að aðstoða fólk, maður sér það í augunum á fólki og finn- ur fyrir því. Þakklætið er mjög gef- andi,“ segir Helgi Már Bjarnason að endingu. kgk Hvert er stofnár sveitarinnar? 2007 Hve margir félagar eru í sveitinni? 40-50 Hve margir eru á útkallslista? 15 Hvert er starfssvæði sveitarinnar? Snæfellsbær, Breiðafjörður og Faxaflói Björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ: „Maður sér þakklætið í augunum á fólki og finnur fyrir því“ Helgi Már Bjarnason er formaður Björgunarsveitarinnar Lífsbjargar í Snæfellsbæ. Þær stóðu vaktina í flugeldasölunni í björgunarsveitarhúsinu í Rifi þegar Skessuhorn bar að garði. F.v. Kristín Olsen, Diljá Birna Gunnarsdóttir, Birgitta Rut Sigurðardóttir og Ísabella Una Halldórsdóttir. Þessi ungi piltur sýndi flugeldunum mikinn áhuga og skoðaði úrvalið gaumgæfilega. „Viðbragð okkar er eins og hjá flestum minni sveitum á lands- byggðinni. Erum aðeins í flestu, en þó ekki í sérhæfðri fjallabjörgun eða slíku,“ segir Kristján Ingi Arn- arsson, formaður Björgunarsveit- arinnar Óskar í samtali við Skessu- horn. „Mannskapur og tæki Ósk- ar eru klár í minni verkefni á sjó og flest almenn verkefni á landi. Helsta sérhæfing okkar er straum- vatnsbjörgun, sem nokkrir félagar hafa fengið námskeið í og æft,“ seg- ir Kristján og bætir því við að undir Björgunarsveitinni Ósk, í samstarfi við Slysavarnadeild Dalasýslu, sé starfrækt Unglingadeildin Óskar. Telur hún um 15 manns sem taka þátt í reglulegum fundum og ferð- um, að sögn formannsins. Ósk er til húsa að Vesturbrat 12b í Búðardal. Þar eru tæki sveitar- innar og búnaður geymdur og smá krókur þar sem björgunarsveitar- menn geta tyllt sér og spjallað sam- an yfir kaffibolla. „Helstu tækin eru Ford Econoline, sem varð þrítug- ur í fyrra (2019), mikið breyttur Landrover, harðbotna slöngubátur, sexhjól með beltabúnaði sem var keypt nýtt vorið 2019 og tveir sleð- ar,“ segir Kristján. Alls kyns verkefni Helstu verkefni liðins árs seg- ir Kristján hafa verið þátttöku í hópslysaæfingu á Kaldármelum, ýmis námskeið, þátttaka í skipulagi Landsæfingar sem haldin var í Rifi í haust, endurnýjun endurvarpa á Skeggöxl og fjáraflanirnar. Þar eru sala Neyðarkalls og flugeldasalan langstærstu verkefnin. „útköllinn voru helst minni aðstoðarbeiðn- ir, fyrir utan leitina á Snæfellsnesi núna í lok árs,“ segir Kristján. „Föst verkefni eru fjáraflanir, námskeið og starf unglingadeildarinnar. En síðan er alltaf verið að skoða end- urnýjun eða breytingar á tækjum og búnaði. Stjórn og félagar hafa ýms- ar hugmyndir sem vonandi kom- ast í framkvæmd á árinu. Við vitum minna um hvort og hvaða útköll við komum til með að fá,“ segir hann. Nei, björgunarsveitarmaðurinn veit aldrei hvað felst í næsta útkalli og heldur ekki hvenær von er á því. Er það ekki einmitt það sem felst í starfinu? „Björgunarsveitarmaður er tilbúinn að fara út þegar kallið kemur. Hann leggur tíma í fjárafl- anir, rekstur tækja og eigna og eigin þjálfun með þátttöku í námskeiðum og æfingum,“ segir hann. „Verk- efnin eru úr öllum áttum og starf- ið fjölbreytt. En þó að ábyrgðin sé mikil og verkefnin sum hver alvar- leg, þarf starfið að vera skemmti- legt og félagsskapurinn góður,“ segir Kristján Ingi Arnarsson að endingu. kgk/ Ljósm. sm. Björgunarsveitin Ósk í Dalabyggð „Björgunarsveitarmaður er tilbúinn að fara út þegar kallið kemur“ Salan á gamlársdag var góð. Hvert er stofnár sveitarinnar? 1978 Hve margir félagar eru í sveitinni? 65 manns Hve margir eru á útkallslista? 65 (en framundan í vetur er tölu- verð tiltekt á listanum) Hvert er starfssvæði sveitarinnar? DalabyggðKristján Ingi Arnarsson er formaður Björgunarsveitarinnar Óskar. Ljósm. sá. Guðmundur Guðbjörnsson, Sigríður Vigdís Þórðardóttir og Jóhanna Lind Brynj- ólfsdóttir stóðu vaktina í flugeldasölunni á gamlársdag. Björgunarsveitir á Vesturlandi Björgunarsveitir á Vesturlandi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.