Skessuhorn


Skessuhorn - 08.01.2020, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 08.01.2020, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 8. JANúAR 2020 13 SK ES SU H O R N 2 02 0 Jólatré sótt 8.-10. janúar Akraneskaupstaður mun sjá um hirðingu jólatrjáa daganna 8.-10. janúar og er það í boði fyrir alla bæjarbúa. Eina sem þarf að gera er að setja trén út við götu. Ath. eingöngu jólatré verða tekin, ekki annað sorp. Akraneskaupstaður hvetur bæjarbúa til að ganga vel um og hreinsa upp eftir flugelda, sprengjur, kökur og fleira sem fellur til eftir nýárs- og þrettándagleði. Á Gamlársdag fögnuðum Grund- firðingar börnum ársins 2019. Allt frá árinu 2006 hafa nýfædd börn í Grundarfirði verið boðin velkomin í heiminn með gjöfum frá sveitung- um sínum. Það er Grundarfjarðar- bær í samstarfi við Leikskólann Sól- velli, Heilbrigðisstofnun Vestur- lands í Grundarfirði og Slysavarna- deildina Snæbjörgu sem stendur að þessum viðburði. Hverju barni eru færð að gjöf hagnýtur fatnað- ur, tannbursti, bækur og bæklingur frá leikskólanum, auk þess sem með fylgja endurskinsmerki og leið- beiningar til foreldra, t.d. gátlisti um öryggi barna á heimili. Haldið var samsæti í Sögumiðstöðinni fyrir börn ársins og fjölskyldur þeirra, en í árslok búa 16 börn í Grundarfirði fædd á árinu, sjö drengir og níu stúlkur. Börn ársins 2018 voru tíu talsins, en þó hefur fjölgað og nú eru í þeim árgangi 14 börn. Grund- firðingum er því að fjölga. Gjöfin hefur verið kölluð „sæng- urgjöf samfélagsins“ og er hluti af fjölskyldustefnu Grundfirðinga, sem sett var 2006. Hugmyndin átti þá rætur sínar að rekja til Finn- lands, þar sem tíðkast hafði að gefa börnum hagnýtar gjafir í kassa sem mátti síðan breyta í vöggu. „Í okkar litlu samfélögum skipt- ir hver einstaklingur miklu máli. Þetta er sú leið sem okkar samfélag fer til að bjóða nýjustu íbúana sér- staklega velkomna. Það þarf nefni- lega heilt þorp til að ala upp barn. Þannig er þetta líka hugsað til að minna okkur öll á gildi þess að hlúa hvert að öðru, ekki síst börnunum, til að rækta gott samfélag,” segir Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri. mm Matvöruverslunin Fresh Market var opnuð við Stillholt 16 á Akra- nesi að morgni miðvikudagsins 18. desember síðastliðins. Fresh Mar- ket er pólsk búð og þar er að finna úrval af matvöru frá Póllandi, allt frá pólskum pylsum og niðursuðu- vörum til gosdrykkja og sælgætis, auk hreinlætisvara og dagvara ým- iss konar. Upphaflega stóð til að opna verslunina viku fyrr en ein vöru- sending skilaði sér ekki til landsins í tíma. Sú sending innihélt meðal annars pylsurnar og að sögn starfs- manns Fresh Market sem Skessu- horn ræddi við þótti aðstandend- um verslunarinnar ótækt að opna pólska búð án þess að bjóða pylsur til sölu. Var því ákveðið að fresta opnuninni til 18. desember. Fresh Market verður opin alla daga vikunnar. Opnunartíminn er milli 10:00 og 21:00 á virkum dögum en frá 10:00 til 20:00 um helgar. Þeim sem vilja fylgjast með versluninni á netinu er bent á Fa- cebook-síðu hennar; Fresh Mar- ket. kgk Pólskir drykkir í ýmsum tegundum. Pólsk verslun opnuð á Akranesi Horft inn í sal verslunarinnar. Pólskar vörur í úrvali. Nýir Grundfirðingar boðnir velkomnir And lát: Magnús Óskarsson

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.