Skessuhorn


Skessuhorn - 08.01.2020, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 08.01.2020, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 8. JANúAR 2020 15 Almannavarnanefnd höfuðborg- arsvæðisins hefur, í samvinnu við Rauða krossinn, björgunarsveitir og Vegagerðina, sett upp skilti við Vesturlandsveg, sem er fyrsta skilti sinnar tegundar. Það er gert til að beina fólki að fjöldahjálparstöð sem staðsett er í Klébergskóla á Kjalar- nesi. Sú fjöldahjálparstöð er hvað oftast opnuð sökum veðurs, að minnsta kosti fimm sinnum á síð- asta ári. Nú síðast var hún opnuð 10. desember, þegar óveður skall á öllu landinu. Var skiltið þá notað í fyrsta sinn til þess að aðstoða fólk við að komast að fjöldahjálparstöð- inni. „Fólkið sem stendur vaktina í fjöldahjálparstöðinni í Kléberg- skóla eru sjálfboðaliðar Rauða krossins, en einnig eru þau starfs- menn og stjórnendur skólans, sem er mikill kostur þar sem þau þekkja bæði til skólans og svæðisins. Þeg- ar veður skellur á leggja þau niður sín störf og fara frá fjölskyldum sín- um til þess að aðstoða ferðamenn og aðra sem eru á ferðinni. Þeirra hluti í slíku verkefni er gríðarlega mikilvægur og eiga þau hrós skil- ið fyrir sín störf,“ segir Jón Viðar Matthíasson, framkvæmdastjóri al- mannavarnanefndar höfuðborgar- svæðisins. „Mikill fjöldi fólks, sérstaklega erlendir ferðamenn, á leið þarna um og yfir vetrartímann þarf við ákveðnar aðstæður að loka veg- inum vegna veðurs. Í kjölfarið er nauðsynlegt að opna fjöldahjálpar- stöð þar sem fólk getur fengið skjól á meðan versta veðrið gengur yfir. Það hafði borið á að fólk vissi ekki hvert það gæti farið og hvar stöðin væri.“ Fjöldahjálparstöðvar eru starf- ræktar á neyðartímum til að bjóða þolendum náttúruhamfara og ann- arra alvarlegra atburða öruggt skjól. Þar er þeim séð fyrir helstu grunnþörfum svo sem mat, fatnaði og húsaskjóli. Einnig er gert ráð fyrir að í boði sé ýmis frekari þjón- usta svo sem skyndihjálp, sálrænn stuðningur, ráðgjöf og upplýsing- ar. Á heimasíðu Rauða krossins er hægt að sjá staðsetningu fjölda- hjálparstöðva um land allt ásamt frekar upplýsingum. Það eru marg- ir sem koma að lokun vega og ferlið sem fer í gang er margslungið. Veð- urstofa Íslands gefur viðvaranir um veður og vegna náttúruvár, Vega- gerðin veitir upplýsingar um færð á vegum og tekur ákvörðun um lokun, lögregla og björgunarsveit- ir sinna lokunum og Rauði kross- inn opnar og rekur fjöldahjálpar- stöðvar. mm Umhverfis- og auðlindaráðuneyt- ið hefur kynnt í samráðsgátt tvö frumvörp; um Hálendisþjóðgarð og um Þjóðgarðastofnun og þjóð- garða. Frumvarp um Hálendis- þjóðgarð tekur til stofnunar þjóð- garðs á miðhálendi Íslands, á land- svæði sem er í sameign þjóðarinnar; þjóðlendum og friðlýstum svæð- um innan miðhálendisins. „Það er í samræmi við tillögur nefndar fulltrúa allra þingflokka og stjórn- valda, bæði ríkis og sveitarfélaga, sem vann að undirbúningi stofn- unar þjóðgarðsins,“ segir í tilkynn- ingu frá ráðuneytinu. Í frumvörpunum er lögð áhersla á að stjórnun Hálendisþjóðgarðs sé bæði hjá ríki og viðkomandi sveit- arfélögum. Gert er ráð fyrir að sér- stök stjórn, sem í sitji ellefu stjórn- armenn, fari með stjórn þjóðgarðs- ins og að hún verði að meirihluta skipuð fulltrúum sveitarfélaga, auk félagasamtaka og hagsmunaaðila. Þá verði þjóðgarðinum skipt upp í sex rekstrarsvæði og yfir hverju þeirra sérstakt umdæmisráð, skip- að fimm fulltrúum sveitarfélaga, auk fulltrúum frá útivistarsamtök- um, umhverfisverndarsamtökum, Bændasamtökum Íslands og ferða- þjónustuaðilum. Gert er ráð fyrir að Hálendisþjóðgarður verði sjálf- stæð eining innan nýrrar stofnun- ar, Þjóðgarðastofnunar, sbr. drög að frumvarpi um stofnunina sem kynnt hafa verið í samráðsgátt. Með frumvarpi um Þjóðgarða- stofnun og þjóðgarða er gert ráð fyrir að í stað tveggja ríkisstofnana, þ.e. Vatnajökulsþjóðgarðs og Þjóð- garðsins á Þingvöllum, verði sett á fót ein ný ríkisstofnun. Auk þess er gert ráð fyrir að verkefni Umhverf- isstofnunar á sviði náttúruverndar verði færð til stofnunarinnar, auk Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls sem nú heyrir undir Umhverfisstofnun. Frestur til að gera athugasemdir við frumvarpsdrögin í Samráðsgátt stjórnvalda er til 15. janúar 2020. Fyrirhuguðum kynningarfundum umhverfisráðherra um væntanleg- an Hálendisþjóðgarð var frestað í gær vegna veðurs. Halda átti fund í Borgarnesi eftir hádegið og verður hann síðar, þótt tímasetning liggi ekki fyrir. mm Í lok desember voru síðustu dagarn- ir sem Byggðasafn Dalamanna var opið á Laugum í Sælingsdal. Af því tilefni var gestum boðið frítt inn á safnið, húslestur var í boði og heitt á könnunni. Nú á nýju ári verð- ur síðan hafist handa við að pakka safnkostinum niður. Frá þessu var greint á heimasíðu safnsins. Safn- kosti verður pakkað saman og kom- ið til geymslu til bráðabirgða þar til búið verður að finna safninu nýtt húsnæði. Meðal annars hefur verið horft til gamla skólahússins á Stað- arfelli, en það eru í eigu ríkissjóðs. Engir samningar þó liggja fyrir um nýtingu þess. „Skipulögð söfnun muna í Dölum fyrir væntanlegt Byggðasafn Dala- manna hófst sumarið 1968. Fyrsta sýning safnsins var í einu sýninga- borði sumarið 1974 í tengslum við þjóðhátíð. Á Laugum voru fyrstu sýningar safnsins opnaðar sumar- daginn fyrsta 1977. Sumardaginn fyrsta 1979 var safnið vígt af þá- verandi forseta Íslands, Kristjáni Eldjárn.“ Þá segir á heimasíðu byggðasafnsins að saga Byggða- safns Dalamanna verði ekki sögð án þess að geta Magnúsar Gestsson- ar (1909-2000) frá Ormsstöðum. „Magnús var frumkvöðull að stofn- un safnsins. Fór um Dalina sumar- ið 1968 og safnaði munum. Hann gekk frá húsnæði safnsins til sýn- ingarhalds, smíðaði sýningarkassa, dyttaði að munum og setti upp sýn- ingar. Magnús var safnvörður frá stofnun til 1998, þá 88 ára að aldri. Magnús var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1985 fyrir störf sín í þágu Byggðasafns Dalamanna. Í ár á safnið 40 ára vígsluafmæli og 51 ár síðan söfnun muna hófst. Á þessum 40-50 árum hefur margt breyst í starfsemi safna, þar á með- al kröfur til húsnæðis. Heitavatns- lagnir í lofti, leysinga- og rigninga- vatn hefur flætt inn á safnið, skortur á geymslum, vinnuaðstöðu og fleira hefur hamlað allri starfsemi og þró- un. Tímabært er því að koma safn- kostinum í öruggt skjól með von um að með hækkandi sól og hæfi- legri bjartsýni fáist nýtt húsnæði til framtíðar,“ segir í færslu á heima- síðu Byggðasafns Dalamanna. mm Fjöldahjálparstöð í Klébergsskóla þegar þarf Gullakista á Byggðasafni Dalamanna. Í henni er að finna hefðbundin leikföng barna fyrr á tímum; horn, leggi, bein, skeljar og kuðunga. Allt sem þarf til að hefja búskap. Kista þessi er úr búi Sesselju Bergþórsdóttur (1871-1958) húsfreyju í Litlu- Tungu á Fellsströnd. Ljósm. Byggðasafn Dalamanna. Síðustu opnunardagar Byggðasafnsins á Laugum Frumvörp um Hálendisþjóðgarð í samráðsgátt Á undanförnum árum hafa Samtök ferðaþjónustunn- ar kallað eftir því við stjórn- völd að auka svigrúm varð- andi notkun negldra hjólbarða á bílaleigubílum til að auka ör- yggi í umferðinni. Í erindi til samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra sem SAF sendu á dög- unum er þessi skoðun ítrekuð. „Öryggismál og forvarnir eru ein af undirstöðum faglegrar ferðaþjónustu. Umræðan um öryggismál magnast þegar al- varleg atvik koma upp og fjöldi þeirra eykst. Mikilvægt er að hafa núllsýn í huga og efla að- gerðir til að draga úr umferð- arslysum. SAF hafa á undan- förnum árum átt frumkvæði að samræðum við stjórnvöld, viðbragðsaðila og trygginga- félög um forvarnaraðgerðir og eru stýrisspjöld bílaleigubíla, merkingar á ensku o.fl. afrakst- ur af því starfi,“ segir í tilynn- ingu. Samkvæmt reglugerð um gerð og búnað ökutækja er heimilt að aka um á negldum hjólbörðum á tímabilinu 1. nóvember til og með 14. apríl. SAF kalla eftir því að heimilt verði að nota neglda hjólbarða undir bílaleigubíla á tímabilinu frá 1. september til og með 31. maí. „SAF hafa löngum verið þess sinnis að stór þáttur í að gæta að öryggi vegfarenda hér á landi er að heimila bílaleig- um að bjóða til leigu ökutæki á nagladekkjum þegar þess er þörf. Það kallar á aukið svig- rúm miðað við það sem reglur gera ráð fyrir í dag. Þörf fyr- ir aukið svigrúm tilhanda bíla- leigum skýrist m.a. af miklum fjölda ökutækja og tímafreku starfi dekkjaskipta en ekki síð- ur af því að mikil hálka og erf- ið færð getur skapast og hefur skapast utan núgildandi tíma- bils nagladekkja. Yfir vetrartímann telur bíla- leiguflotinn hér á landi um 20 þúsund bifreiðar. Gróflega má ætla að dekkjaskipti þurfi að eiga sér stað á allt að fimm þúsund bílaleigubílum hvert haust og vor. Reynslan sýnir að það tekur bílaleigur um sex vikur að ljúka dekkjaskiptum á öllum þeim flota. Til að ljúka við dekkjaskipti fyrir 15. apríl ár hvert má ætla að bílaleigur þurfi að hefja dekkjaskipti upp úr miðjum marsmánuði. Í ljósi umferðaröryggissjónarmiða er það vitaskuld ekki raunhæft, enda geta veður verið válynd á Íslandi eins og þekkt er. Sam- tök ferðaþjónustunnar skora því á samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra að gera breyt- ingar á reglugerð þannig að erlendir ferðamenn geti ekið um á bílaleigubílum búnum öruggasta búnaði á því tímabili þar sem aðstæður geta verið erfiðar.“ mm Nagladekk eru mikilvægur öryggisbúnaður

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.