Skessuhorn - 08.01.2020, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 8. JANúAR 20204
Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 3.280 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.840. Rafræn áskrift kostar 2.570 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.370 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Allir í átak
Gleðilegt ár lesendur góðir og takk fyrir samskiptin á liðnum árum. Enn
á ný höldum við inn í nýtt ár með fyrirheit um að gera okkar besta hverju
sinni. Hver gerir það svo sem ekki? Allir ætla að standa sig sem best þeir
mega í starfi og leik, viðhalda stöðugleika og sækja fram. Margir hugsa um
heilsuna og eru áramót oft sá tími sem stóru heitin eru strengd, bót og
betrun lofað. Sjálfur setti ég mér meira að segja markmið að þessu sinni. Í
kjölfar þess að hafa slegið fram nokkrum vænlegum áramótaheitum valdi
ég úr. Get upplýst að nú þykist ég ekki lengur ætla að láta rigningarsudda
eða goluþyt vera afsökun fyrir að fara ekki í daglega heilsubótargöngu. Í
mataræðinu verður lambakjet, fiskur, egg og aðrar heilnæmar landbúnað-
arafurðir ofarlega á listanum á kostnað kolvetnaríkrar fæðu í föstu og fljót-
andi formi. Áheit á sjálfan mig verða í tímaröð þannig að fyrst verður stefn-
an sett á að sjá á baðvigtina - og í framhaldi af því að sjá þar ekki nema
tveggja stafa tölu. Hvort sem þá verður enn vetur, komið vor eða jafnvel
sumar, á tíminn einn eftir að leiða í ljós. Markmiðið er ögrandi, en langt í
frá óraunhæft.
Það er nefnilega þannig að öll neysla getur farið út fyrir mörk þess sem
réttlætanlegt er. Við fitnum ef hún er meiri en bruninn og versti fjandinn
að brennslan minnkar í sama hlutfalli og hárvöxtur eykst þar sem hann var
ekki áður og svo öfugt. Við þurfum því að haga seglum eftir þeim vindi sem
blæs. En það þurfa fleiri að gera. Líka þeir sem stjórna stóru fyrirtækjunum
og gera sig breiða á íslenskum fyrirtækjamarkaði. Á markaði sem við erum
neydd til að eiga viðskipti (lesist fákeppnisfyrirtækin). Fróðir menn segja
mér að nú sé viðskiptalífið hjá þeim „fyrir sunnan“ komið á fullt swing líkt
og í aðdraganda gjaldþrots bankanna haustið 2008. Það megi meðal annars
merkja á óþarfa utanlandsferðum, almennu óhófi, launavísitölu stjórnenda,
óráðsíu og söluvísitölu kampavíns í ríkinu.
En af hverju færi ég þetta í tal? Jú, lítum aðeins á hverjir raunverulega
stýra fákeppnisfyrirtækjunum. Þeir sem leika aðalhlutverk þar eru íslensku
lífeyrissjóðirnir. Lögbundið hafa sjóðirnir svo miklar tekjur að þá skortir
vitræna fjárfesta til að koma peningnum í skynsamlega vinnu. Þeir hafa
því keypt upp nánast öll fákeppnisfyrirtækin innanlands sama hversu illa
rekin þau hafa verið. Leggja svo á þau 3-5% arðsemiskröfu sem fer síðan
annað hvort beint út í verðlagið eða/og skerða þjónustuna. Birtingarmynd
þess er til dæmis hærra matvöruverð svokallaðra lágvöruverðsverslana en
við þekkjum í nágrannalöndunum, lokun umboðsskrifstofa tryggingafélag-
anna í skjóli meintrar hagræðingar og áfram mætti telja. Þessi samþjöppun
peninga og valds á fárra hendur hefur því gert banka, lífeyrissjóði og aðra
fjárfestingarsjóði fyrirferðarmikla gerendur í íslensku atvinnulífi, þar sem
fjármunum er kastað á glæ í arfavitlausar fjárfestingar á borð við kísilver.
Á meðan situr íslenskur almenningur hnýpinn, borgar svimandi upphæðir
í lífeyrissjóði sem þeir að líkindum njóta ekki ávinningsins af þegar að því
kemur. Því gleðst ég yfir væntanlegri málssókn Gráa hersins sem ætlar að
höfða mál gegn ríkinu til að verja réttindi sín.
Ég held að íslensk stjórfyrirtæki, allir þrjátíu lífeyrissjóðirnir og aðrir
þeir sem hafa yfir annarra peningum að ráða þurfi að taka sér tak nú í upp-
hafi árs. Til lengri tíma er hagur þeirra að íslenskur almenningur hafi efni
á að borga. Að óbreyttu höfum við nefnilega ekki efni á að bæði borga yfir-
verð í matvöruverslunum, alltof há tryggingiðgjöld, okurverð fyrir eldns-
neyti á bílana eða hvaðeina annað sem fylgir daglegri neyslu. Á sama tíma
erum við nefnilega látin borga fyrrgreint yfirverð í lífeyrissjóðahítina. Þetta
er einfaldlega ekki hægt lengur. Við þurfum því með góðu eða illa að koma
stjórnendum þessara sjóða, stjórnvöldum og stórfyrirtækjum í skilning um
að það sé þjóðráð fyrir þá að fara á hollara mataræði og sýna ráðdeild í
eigin neyslu, ekki ósvipað og ég feiti kallinn sem ætlar að sjá á baðvigtina
með vorinu.
Magnús Magnússon
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís-
lands, tilkynnti það í ávarpi sínu
á nýjársdag í Ríkissjónvarpinu að
hann gæfi kost á sér til endurkjörs
í embætti forseta Íslands. Núver-
andi kjörtímabili forseta lýkur í
sumar. Ef fleiri bjóða sig fram til
embættisins verður kosið 27. júní.
Ef ekki, verður forsetinn sjálfkjör-
inn í embættið. Guðni Th. Jóhann-
esson er sjötti forsetinn frá stofnun
lýðveldisins 1944. Á undan honum
sátu Sveinn Björnsson, Ásgeir Ás-
geirsson, Kristján Eldjárn, Vigdís
Finnbogadóttir og Ólafur Ragnar
Grímsson.
mm
Margrét Jónsdóttir Njarðvík hef-
ur verið ráðin rektor Háskólans á
Bifröst frá og með 1. júní 2020, en
hún var valin úr hópi sjö umsækj-
enda. Eins og fram hefur kom-
ið lætur Vilhjálmur Egilsson þá
af starfi rektors. Margrét er með
doktorspróf í spænsku máli og bók-
menntum frá Princeton University
og MBA frá Háskólanum í Reykja-
vík. Hún hefur víðtæka reynslu af
alþjóðastarfi á menntasviði, sem og
úr íslenskum háskólum en hún var
lektor í spænsku við Háskóla Ís-
lands og síðan dósent við viðskipta-
deild Háskólans í Reykjavík á árun-
um 1995-2007. Árið 2007 tók hún
við starfi forstöðumanns alþjóða-
sviðs Háskólans í Reykjavík þar
sem hún mótaði og leiddi m.a. al-
þjóðastarf og erlent markaðsstarf
skólans.
Margrét stofnaði árið 2011 fyrir-
tækið Mundo sem hún hefur síðan
stýrt en fyrirtækið sérhæfir sig m.a.
í þjálfunarferðum íslenskra kenn-
ara erlendis, skiptinámi og sumar-
búðum ungmenna erlendis og ann-
ast ráðgjöf í alþjóðamálum. Má þar
m.a. nefna úttekt á þróunarsjóði
EFTA á Spáni.
Margrét hefur setið í stjórnum
fyrirtækja, m.a. sem stjórnarfor-
maður Hótels Sigluness á Siglu-
firði og í Forlaginu JPV. Hún sit-
ur í stjórn Félags kvenna í at-
vinnurekstri, gegnir formennsku
í spænsk-íslenska viðskiptaráðinu
auk þess sem hún var stjórnarmað-
ur í Fulbright á Íslandi um fimm ára
skeið og hefur frá árinu 2001 verið
vararæðismaður Spánar hér á landi.
Konungur Spánar veitti Margréti
heiðursorðuna Isabela la Católica
fyrir þau störf.
Margrét er gift Hálfdáni Sveins-
syni og á hún þrjá syni og tvö stjúp-
börn.
mm
„Stofnvísitala þorsks hefur lækkað
töluvert frá árinu 2017 þegar hún
mældist sú hæsta frá upphafi haust-
mælingarinnar og er nú svipuð því
sem hún var árið 2012. Stofnvísi-
tölur ýsu og ufsa lækkuðu frá fyrra
ári eftir að hafa farið hækkandi frá
2014. Vísitölur gullkarfa, skarkola
og löngu eru háar miðað við árin
fyrir aldamót. Vísitölur djúpkarfa,
grálúðu, blálöngu og gulllax lækk-
uðu frá fyrra ári og eru nú undir
meðaltali tímabilsins. Stofnar hlýra,
tindaskötu, sandkola og skrápflúru
eru í sögulegu lágmarki.“ Þetta
er meðal þess sem kemur fram í
skýrslu Hafrannsóknastofnunar
þar sem greint er frá helstu niður-
stöðum stofnmælingar botnfiska að
haustlagi, sem fram fór dagana 26.
september til 3. nóvember sl. Verk-
efnið hefur verið framkvæmt með
sambærilegum hætti ár hvert frá
1996. mm
Tryggingafélagið TM birti í vik-
unni fyrir jól auglýsingu í sjón-
varpsdagskránni Póstinum þar sem
tilkynnt var að félagið myndi loka
tryggingaumboði sínu við Borgar-
braut 61 í Borgarnesi um áramótin.
Engar nánari skýringar eru gefnar
fyrir ástæðu lokunarinnar. Engin
fréttatilkynning hefur verið send út
um ástæðu lokunarinnar, hvorki til
fjölmiðla né birt á heimasíðu TM.
Þess er getið í fyrrgreindri aug-
lýsingu að Ómar Örn Ragnarsson,
sem rekur Tækniborg í Borgarnesi,
muni taka að sér tjóna- og áhættu-
skoðanir.
Árið 2018 lokaði tryggingafélag-
ið VÍS umboðsskrifstofum sínum á
landsbyggðinni við litla hrifningu
viðskiptavina. Nú eftir áramótin er
Sjóvá því eina tryggingafélagið sem
heldur úti umboðsskrifstofu í Borg-
arnesi. mm
Margrét Jónsdóttir Njarðvík ráðin
rektor Háskólans á Bifröst
Á forvarnadegi forsetans síðastliðið haust heimsótti Guðni Menntaskóla Borgar-
fjarðar í Borgarnesi. Hér eru teknar myndir af honum og einum nemanda skólans.
Ljósm. kgk.
Guðni Th. gefur kost á sér áfram
Stofnvísitala þorsks er nú svipuð og 2012
TM lokaði umboðsskrifstofu sinni í Borgarnesi