Skessuhorn - 08.01.2020, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 8. JANúAR 2020 7
• Auglýst er laust til umsóknar starf
forstöðumanns tæknideildar Faxaflóahafna sf.
Leitað er eftir tækni- eða verfræðimenntaðri manneskju sem hefur eftirfarandi til að bera:
• Háskólamenntun í tækni- eða verkfræði sem nýtist í starfi.
• Reynslu af verklegum framkvæmdum og mannvirkjagerð,
sem jafna má til verkefna á sviði hafnarmála.
• Skipulagshæfni og hagnýtri reynslu af áætlanagerð.
• Færni í samskiptum við fólk og fyrirtæki.
• Góða tölvukunnáttu og færni í ensku.
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Í starfinu felst m.a.:
• Umsjón og eftirlit hönnunar og hafnarframkvæmda
• Eftirlit með hafnarmannvirkjum Faxaflóahafna sf.
• Áætlanagerð um skilgreindar viðhalds- og nýframkvæmdir
• Umsjón og uppfærsla tæknigagna í eigu Faxaflóahafna sf.
• Önnur þau störf, sem viðkomandi kunna að vera falin og falla innan eðlilegs
starfsviðs forstöðumanns tæknideildar
Umsóknarfrestur er til og með föstudag 10. janúar n.k.
Umsókn og ferilskrá með nöfnum umsagnaraðila skal skilað til Faxaflóahafna sf., Tryggvagötu 17, Reykjavík
eða þær sendar mannauðs- og launafulltrúa Faxaflóahafna sf. á netfangið olafur@faxafloahafnir.is .
Nánari upplýsingar veitir hafnarstjóri gislig@faxafloahafnir.is eða í síma 5258900.
Faxaflóahafnir hafa staðist jafnlaunavottun og hlotið Jafnlaunamerki Velferðarráðuneytis.
Hafnarstjóri Faxaflóahafna sf.
Forstöðumaður tæknideildar Faxaflóahafna sf.
Ný heimasíða sveitarfélagsins
Borgarbyggðar leit eins og kunn-
ugt er dagsins ljós í haust. Síðan er
afrakstur undirbúnings stýrihóps
starfsmanna sveitarfélagsins með
hliðsjón af ábendingum íbúa og
kjörinna fulltrúa. „Vel tókst til og
almenn ánægja hefur mælst á með-
al íbúa. Starfsmenn sveitarfélagsins
þakka öllum þeim sem sendu inn
ábendingar, þær hafa gert gæfu-
muninn við vinnslu síðunnar,“ seg-
ir í tilkynningu.
Við gerð síðunnar var lagt upp
með að einfalda aðgengi að upplýs-
ingum og gera vefsíðuna notenda-
vænni. Vefsíðan er bjartari yfirlit-
um og snjöll sem felur í sér að hún
er hönnuð og sett upp til að aðlaga
sig að skjástærðum, hvort sem síð-
an er opnuð í gegnum hefðbundna
tölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma.
Nú hefst markviss vinna við að
auka rafræna þjónustu á heimasíðu
Borgarbyggðar. Af því tilefni er vert
að minna á að eftirfarandi aðgerð-
ir er hægt að framkvæma á heima-
síðuna borgarbyggd.is: Panta við-
tal hjá starfsmanni Borgarbyggðar,
gerast áskrifandi af fréttum, raf-
rænt umsóknarferli, setja inn við-
burði, skoða útgefna reikninga frá
Borgarbyggð og ráðstafa og skoða
notkun frístundastyrks.
„Vinna við þróun heimasíðunnar
mun halda áfram á komandi vikum
og mánuðum. Þeir sem vilja koma
ábendingum á framfæri er bent á
hnappinn „Senda ábendingu“ sem
er að finna bæði efst og neðst á síð-
unni. Borgarbyggð vonar að íbúar
sveitarfélagsins og aðrir velunnar-
ar verði duglegir að nýta sér þessa
möguleika á síðunni. Það er von
að nýja heimasíðan stuðli að auknu
upplýsingaflæði og gegnsærri
stjórnsýslu,“ segir í tilkynningu frá
Borgarbyggð. mm
Rannsóknarnefnd samgönguslysa
telur að aðgæsluleysi við stjórnun
farþegabátsins Særúnar hafi orðið
þess valdandi að báturinn strand-
aði á skeri í apríl síðastliðnum.
RúV greinir frá. Mikill viðbúnað-
ur var vegna strandsins í vor, þyrla
Landhelgisgæslunnar var kölluð
út og björgunarsveitir frá Stykkis-
hólmi og Rifi héldu á vettvang.
Þrír farþegar voru um borð í
skipinu þegar það strandaði. Þeir
voru fluttir yfir í línubát sem færði
þá til hafnar í Stykkishólmi. Áhöfn
Særúnar varð hins vegar eftir um
borð. Skipið losnaði af strands-
stað fjórum klukkustundum síð-
ar og var siglt undir eigin vél-
arafli til hafnar í Hólminum, þar
sem það var tekið í slipp. Þá kom í
ljós tveggja metra rifa sem mynd-
ast hafði í þurrrými stjórnborðs-
megin.
Við rannsókn nefndarinnar kom
fram að skipstjórinn, sem var einn
í brúnni þegar skipið strandaði,
taldi sig þekkja svæðið mjög vel.
Hann vissi af því grunni sem skip-
ið strandaði á, en það kemur ekki
upp á stórstraumsfjöru. Taldi hann
ástæður strandsins vera mannleg
mistök. Kvaðst hann enn fremur
hafa haft sólina í augun, sem hafi
blindað hann auk þess sem hann
taldi sig hafa kveikt á sjálfstýringu
skipsins. Hann hefði talið að hann
væri að beygja á bakborð en þess í
stað hafi skipið siglt beint af aug-
um.
Í skýrslu nefndarinnar kemur
fram að aðstæður hafi verið góð-
ar þegar strandið varð, logn og
sléttur sjór. Skipstjórinn hafi því
ekki talið neina hættu á ferðum og
ákvað að bíða eftir flóði í stað þess
að reyna að losa skipið. Umhverf-
isstofnun telur að ekki hafi orðið
teljandi mengun af strandinu þó
olía hefði lekið úr skipinu eftir að
það losnaði.
kgk
Maður var dæmdur í átta mánaða
fangelsi fyrir kynferðislega áreitni
gegn konu og líkamsárásir gegn
henni og annarri konu á Akranesi
aðfararnótt 17. apríl 2018. Dóm-
ur í málinu var upp kveðinn í Hér-
aðsdómi Vesturlands 20. desemb-
er síðastliðinn. Var manninum gef-
ið að sök að hafa áreitt fyrri kon-
una kynferðislega með því að káfa
á brjóstum hennar innan klæða,
snúa upp á handlegg hennar, slá
hana ítrekuðum höggum á bringu
og skera hana á fingri með odd-
hvössum hlut. Þá var honum einn-
ig gefið að sök að hafa skallað aðra
konu ítrekað í andlitið og slá með
ól með kúlu á endanum, en höggið
hafnaði á vinstra handarbaki henn-
ar. Fyrri konan hlaut skurð á löngu-
töng, mar á hægri framhandlegg og
vinstra brjósti. Hin hlaut skurð ofan
augabrúnar, sár í hársverið á hnakka
og mar aftan við vinstra eyra, ótil-
frært brot á miðhandarbeini vinstri
handar, tognun og ofreynslu á háls-
hrygg, sem og heilahristing.
Dómurinn taldi framburð
kvennanna trúverðugan, auk þess
sem framburður þeirra var studdur
vitnisburði, auk vottorðs og fram-
burðar lækna um áverka brotaþol-
anna. Ákærði kaus að tjá sig ekki
um sakargiftirnar og neitaði að
svara spurningum þar að lútandi.
Maðurinn á langan sakaferil að
baki, að því er fram kemur í dómn-
um. Frá árinu 1995 hefur hann
verið sakfelldur 17 sinnum fyrir
brot gegn almennum hegningar-
lögum, umferðarlögum og ávana-
og fíkniefnalöggjöf, þar af tvisvar
áður fyrir líkamsárásir. Síðast var
hann dæmdur í 12 mánaða fangelsi
í Héraðsdómi Vesturlands í ágúst
2013. Þótti dómnum hæfileg refs-
ing ákærða því ákveðin átta mánaða
fangelsisvist. Var honum enn frem-
ur gert að greiða fyrri konunni 500
þúsund króna miskabætur og seinni
konunni 400 þúsund króna miska-
bætur og tæpar 21 þúsund króna
bætur vegna útlagðs sjúkrakostn-
aðar. Honum var einnig gert að
greiða sakarkostnað, málsvarnar-
laun og þóknun brotaþola. kgk
Við eftirgrennslan feðganna Kol-
beins og Höskuldar bænda í Stóra-
Ási fundu þeir síðastliðinn fimmtu-
dag fé í landi Húsafells. Tuttugu
kindur og eitt lamb úr Húnavatns-
sýslu. Oft hefur það reynst erfitt að
hafa hendur í hári kinda sem sjá hag
sínum best borgið með að forðast
afskipti mannfólksins og halda því
til í Húsafellsskógi og fjöllunum þar
í kring. Sumar eru lunknari í þeim
feluleik en aðrar. Feðgarnir köll-
uðu til aðstoð fleiri smala auk fjár-
hunda og náðist að handsama féð
og færa til byggða. Í hópnum var
m.a. ómörkuð kind á þriðja vetur
með væna gimbur. Kind þessi hefur
því ekki einvörðungu fæðst á fjöll-
um heldur haldið sig þar í tvö og
hálft ár laus við afskipti fólks. Hún
var því að sjá menn í fyrsta skipti
nú, í það minnsta í návígi.
Að sögn Snorra Jóhannessonar
bónda á Augastöðum fannst fjár-
hópurinn norðantil í Selfjallinu,
sitthvorum megin við Mógilið.
Snorri gerir ráð fyrir því að enn ley-
nist kindur í Húsafellslandi, enda í
seinni tíð ekki náðst að hreinsmala
þar. Aðspurður segir hann að ómer-
kingum af þessu tagi, sem ekki er
hægt að færa sönnur á eignarhald,
sé lógað. Sömuleiðis gimbrinni
úr Húnavatnssýslu sem kemur af
svæði sem riða hefur greinst á.
mm
Aukin rafræn þjónusta
Aðgæsluleysi þegar
Særún strandaði
Særún strandaði á skeri í apríl síðast-
liðnum. Ljósm. úr safni/ LHG.
Í hópnum var m.a. þessi ómarkaða kind á þriðja vetur ásamt dóttur sinni.
Ljósm. Snorri Jóhannesson.
Þriggja vetra í fyrsta sinn undir
manna hendur
Í fangelsi fyrir áreitni og árás