Skessuhorn


Skessuhorn - 08.01.2020, Qupperneq 8

Skessuhorn - 08.01.2020, Qupperneq 8
MIÐVIKUDAGUR 8. JANúAR 20208 Reglugerðar- breyting í þágu sykursjúka LANDIÐ: Reglugerð sem kveður á um greiðsluþátt- töku sjúkratrygginga í nýj- um búnaði fyrir sykursjúka með insúlínháða sykursýki tók gildi 1. janúar síðast- liðinn. Búnaðurinn hefur til þessa ekki staðið til boða sjúklingum með sykursýki hér á landi. Með reglugerð- inni er einnig kveðið á um aukinn rétt fólks sem er ný- greint með sykursýki til nið- urgreiddra blóðstrimla til blóðsykursmælinga. -mm Árekstur í hálku SNÆFELLSBÆR: Á öðr- um degi jóla varð umferð- arslys á útnesvegi á Snæ- fellsnesi við Grísafoss þegar tveir bílar rákust saman. Til- drög slyssins voru þau að bif- reið staðnæmdist í brekku, þar sem hún dreif ekki upp sökum hálku. Annarri bif- reið var ekið niður brekkuna og rann hún til í hálkunni og á kyrrstæða bílinn. Einn kenndi sér eymsla í hálsi og mjóbaki eftir áreksturinn. Sá var fluttur með sjúkrabíl til Ólafsvíkur. Bílvelta á Holtavörðu- heiði BORGARBYGGÐ: Bíll valt sunnarlega á Holta- vörðuheiði stuttu eftir kl. 15:00 laugardaginn 28. des- ember síðastliðinn. Öku- maður á leið suður Vestur- landsveg missti stjórn á bif- reiðinni í þæfingi og hálku, með þeim afleiðingum að bíllinn hafnaði utan vegar og endaði á hliðinni. Öku- maður og farþegi voru flutt- ir með sjúkrabíl í Borgarnes, en voru ekki taldir alvar- lega slasaðir. Kalla þurfti til kranabifreið til að fjarlægja bílinn. -kgk Grunsamlegir iðnaðarmenn BORGARBYGGÐ: Lög- reglunni á Vesturlandi var tilkynnt um grunsamlega menn á ferð við sumarhúsi við Helluskóga í Borgar- byggð kl. 9 að morgni mánu- dagsins 30. desember. Sást til þriggja manna með höf- uðljós að sniglast í kringum sumarbústaðinn. Lögregla kannaði málið og kom þá í ljós að mennirnir reyndust vera iðnaðarmenn að störf- um. -kgk Datt í hálku BORGARBYGGÐ: Karl- maður á áttræðisaldri féll í hálku fyrir utan Arion banka við Digranesgötu í Borgar- nesi um kl. 14:30 mánudag- inn 30. desember. Maðurinn gat ekki staðið upp og hafði legið í götunni í smá stund þegar einhver varð hans var. Var hann því orðinn örlít- ið kaldur, en slapp óbrotinn. Hann var fluttur á heilsu- gæslustöðina í Borgarnesi til læknisskoðunar. -kgk Hefðbundin verk- efni á jólum VESTURLAND: Verkefni Lög- reglunnar á Vesturlandi voru að mestu leyti hefðbundin yfir jól- in. Töluvert var um of hraðan akstur í umdæminu, að sögn lög- reglu. Einnig var nokkuð um til- kynningar um athugavert aksturs- lag yfir hátíðirnar og kannaði lög- regla hvort fólk hefði nokkuð ekið undir áhrifum heim úr jólaboðum. Aðfararnótt jóladags kl. 4:30 var ökumaður stöðvaður og reyndist hann aka eftir að hafa verið svipt- ur ökuréttindum. Reyndist bifreið- in sem hann ók enn fremur vera ótryggð. Föstudaginn 27. desemb- er um kl. 23 var ökumaður í um- dæminu stöðvaður fyrir of hraðan akstur. Reyndist hann enn frem- ur vera án ökuréttinda og undir áhrifum ólöglegra ávana- og fíkni- efna. Á gamlárdag fjarlægði lög- regla skráningarnúmer af óskoð- uðum bíl í Borgarnesi, sem enn fremur var ólöglega lagt. Að öðr- um kosti fóru hátíðirnar að mestu friðsamlega fram, fyrir utan heim- ilisofbeldismálið sem greint er frá hér í annarri frétt og auðvitað leit að göngumanni á Heydal. Hef- ur sú leit verið áberandi í verkefn- um lögreglu undanfarið og enn er verið að vinna að henni þegar þessi orð eru rituð. -kgk Ofbeldi á jóladag VESTURLAND: Tilkynnt var um heimilisofbeldi í umdæminu á jóladagsmorgun kl. 11:00. Lög- regla fór á staðinn og handtók mann, færði hann til yfirheyrslu auk þess sem skýrslur voru tekn- ar. Málið er til rannsóknar og hef- ur jafnframt verið tilkynnt barna- verndaryfirvöldum. Þá var lögreglu sömuleiðis tilkynnt um heimilisó- frið í sumarhúsi 30. desember síð- astliðinn. -kgk Áramótaaflatölur fyrir Vesturland 28. desember - 3. janúar Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 1 bátur. Heildarlöndun: 10.110kg. Mestur afli: Ebbi AK: 10.110 kg í tveimur róðrum. Arnarstapi: Engar landanir á tímabilinu. Grundarfjörður: 3 bátar. Heild- arlöndun: 135.985 kg. Mestur afli: Runólfur SH: 50.566 kg í einni löndun. Ólafsvík: 11 bátar. Heildarlöndun: 63.581 kg. Mestur afli: Bárður SH: 13.784 kg í þremur róðrum. Rif: 8 bátar. Heildarlöndun: 95.166 kg. Mestur afli: Gullhólmi SH: 22.956 kg í tveimur löndunum. Stykkishólmur: 2 bátar. Heildarlöndun: 2.728 kg. Mestur afli: Kristborg SH: 1.530 kg í einum róðri. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Runólfur SH - GRU: 50.566 kg. 30. desember. 2. Farsæll SH - GRU: 46.409 kg. 30. desember. 3. Sigurbjörg SH - GRU: 39.010 kg. 30. desember. 4. Særif SH - RIF: 15.613 kg. 28. desember. 5. Gullhólmi SH - RIF: 13.329 kg. 30. desember. -kgk Á föstudag fyrir jól kom upp eld- ur í vélarrúmi Runólfs SH þar sem skipið lá við bryggju í Grundarfirði. Eldurinn kviknaði út frá litlum mótor í vélarrúmi skipsins. Slökkvi- lið Grundarfjarðar var kallað á vett- vang, en búið var að slökkva með duftslökkvitæki þegar það kom á staðinn. tfk Kraftur hvetur alla sem eru búsettir á Akranesi og nágrenni til að perla með sér nýtt „Lífið er núna“ arm- band í dag, miðvikudaginn 8. janú- ar. Kraftur mun þá leggja leið sína í bæjarfélagið og verður í Grunda- skóla milli klukkan 16:30 og 20:00. „Armböndin sem um ræðir eru í sannkölluðum norðurljósalitum og eru sérstök afmælisarmbönd í til- efni 20 ára afmæli Krafts. Arm- böndin eru með áletruninni „Líf- ið er núna“ og eru auðveld í sam- setningu svo að allir geta tekið þátt, börn sem fullorðnir. Þetta er skemmtileg stund fyrir alla fjöl- skylduna og tilvalið tækifæri að láta gott af sér leiða. Með því að taka þátt í viðburðinum er fólk að hjálpa Krafti að standa við bakið á ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum þar sem armböndin eru seld til styrkar félaginu,“ segir í tilkynningu. Öll armböndin eru perluð í sjálf- boðavinnu og því mikil hugsjón lögð í hvert armband. Norður- ljósaarmböndin eru einnig seld í vefverslun félagsins www.kraftur. org/vefverslun en þau eru seld í takmörkuðu upplagi í tilefni af 20 ára afmæli Krafts, félags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. mm Fjöldi björgunarsveitafólks hefur á liðnum dögum tekið þátt í um- fangsmikilli leit að karlmanni á sextugsaldri sem talinn er týndur í Hnappadal á Snæfellsnesi. Hann heitir Andris Kalvans, Letti bú- settur hér á landi. Eftirgrennslan og leit hófst mánudagskvöldið 30. desember eftir að bíll mannsins fannst yfirgefinn í vegarkanti milli bæjanna Mýrdals og Heggsstaða. Talið var líklegast að Andris hafi farið í fjallgöngu á svæðinu, enda er hann vanur fjallgöngumaður. Að beiðni Lögreglunnar á Vestur- landi voru björgunarsveitir kallað- ar út síðdegis 30. desember. Leit- in var fjölmennust þá um kvöld- ið og fram á aðfararnótt gamlárs- dags og síðan aftur dagana 2. og 3. janúar eftir því sem veðurað- stæður leyfðu. Komu leitarhópar Landsbjargar af Vesturlandi, höf- uðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Húnavatnssýslu. Leitarsvæðið hefur einkum beinst að Heydal og nærliggjandi svæðum. Björgunarsveitir hafa án árang- urs leitað á landi og skipað sér niður í hópa ýmist í sérhæfðum gönguhópum eða fjallabjörgunar- hópum þegar farið hefur verið um mesta brattlendið. Þá hefur verið reynt að notast við dróna en það gengið misvel sökum kulda og hvassviðris. Einnig hafa sérhæfð- ir leitarhundar verið með í för og þyrla Landhelgisgæslunnar hefur einnig flogið yfir. mm Perlað af Krafti á Akranesi í dag Eldur út frá mótor í vélarrúmi Runólfs Andris Kalvans er 57 ára Letti búsettur hér á landi. Víðtæk leit að manni í Hnappadal Aðstæður að kvöldi 30. desember voru erfiðar til leitar. Ljósm. Landsbjörg.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.