Skessuhorn - 08.01.2020, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 8. JANúAR 2020 9
Hallsteinssalur er í Safnahúsi, að Bjarnarbr. 4-6 í
Borgarnesi. Opið til kl. 16 á opnunardaginn og
eftir það 13-18 virka daga. Ókeypis aðgangur.
Safnahús Borgarfjarðar
433 7200 - www.safnahus.is
safnahus@safnahus.is
Sýning á vatnslitaverkum í Hallsteinssal
11. janúar 2020 - 18. febrúar 2020
Sýningin verður opnuð laugardaginn 11. janúar kl.
13.00. Hópinn Flæði skipa átta konur sem lagt hafa
stund á myndlist, hittast reglulega og mála saman.
Sameiginlegur bakgrunnur er úr Myndlistarskóla
Kópavogs. Þær eru:
Fríða Björg Eðvarðsdóttir, Guðrún Steinþórsdóttir,
Rósa Traustadóttir, Sesselja Jónsdóttir, Sigríður
Ásgeirsdóttir, Svanheiður Ingimundardóttir, Þorbjörg
Kristinsdóttir og Þóra Mínerva Hreiðarsdóttir.
Verið velkomin!
Flæði
Þaktúður•
Hurðastál•
Áfellur•
Sérsmíði•
Viðgerðir•
Málmsuða•
www.blikkgh.is • blikkgh@blikkgh.is • Akursbraut 11b • 431-2288
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
0
Bæjarstjórnarfundur
1305. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjar-
þingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 14. janúar kl. 17:00.
Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og
kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta
á fundinn á FM 95,0 og horfa á beina útsendingu á facebooksíðu
Akraneskaupstaðar.
Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir:
Framsókn og frjálsir í Frístundamiðstöðinni, •
laugardaginn 11. janúar kl. 10:30.
Samfylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18 •
laugardaginn 11. janúar kl. 10:30.
Sjálfstæðisflokkurinn að Kirkjubraut 8, •
laugardaginn 11. janúar kl. 10:30.
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is
Eins og fram kom í frétt Skessu-
horns síðla í nóvember, kvað Hér-
aðsdómur Vesturlandi upp úrskurð
í máli íslenska ríkisins gegn land-
eigendum á Arnarvatnsheiði. Rík-
ið höfðaði málið og beindi kröfu
sinni gegn Sjálfseignarstofnun um
Arnarvatnsheiði og Geitlandi ann-
ars vegar en hins vegar eigendum
Kalmanstungu I og II. Gerði ríkið
kröfu um að felldur yrði úr gildi úr-
skurður óbyggðanefndar nr. 4/2014
þess efnis að Arnarvatnsheiði,
Geitland ásamt Langjökli tilheyrði
sjálfseignarstofnuninni og landeig-
endum Kalmanstungu I og II. Þá
krafðist ríkið þess jafnframt að við-
urkennt yrði fyrir dómi að land-
svæðið yrði túlkað sem þjóðlenda.
Héraðsdómur Vesturland sýkn-
aði landeigendur af öllum kröfum
ríkisins. Málskostnaður var felldur
niður og allur gjafsóknarkostnaður
skal greiðast úr ríkissjóði.
Fjármálaráðherra, fyrir hönd
Ríkissjóðs, hafði mánuð til að áfrýja
dómnum til æðra dómsstigs. Sam-
kvæmt heimildum Skessuhorns
nýtti hann sér það ekki fyrir tilskil-
inn frest 22. desember sl. Dómur
héraðsdóms stendur því sem loka-
niðurstaða í málinu. Í honum kem-
ur meðal annars fram fram að stað-
fest er að Eiríksjökull er nú sem
fyrr allur í eigu Kalmanstungu I og
II og er þannig einn af fáum jöklum
hér á landi í einkaeigu.
mm
Umsóknarfrestur um starf sveit-
arstjóra í Borgarbyggð rann út 28.
desember síðastliðinn. Að sögn
Lilju Bjargar Ágústsdóttur, starf-
andi sveitarstjóra, bárust 18 um-
sóknir um starfið en þrír drógu
umsagnir sínar til baka í kjölfar
þess að byggðarráð ákvað í síðustu
viku að birta nöfn umsækjenda.
Það er ráðningarstofan Intellecta
sem hefur umsjón með áfram-
haldi ráðningarferlis í samráði við
sveitarstjórn. Næsta skref verð-
ur að ákveða hvaða umsækjenda
verða kallaðir í viðtöl. Stefnan er
að nýr sveitarstjóri hefji störf eigi
síðar en 1. mars næstkomandi.
„Það er einkar ánægjulegt að
okkur bárust margar mjög flottar
umsóknir um starfið. Þessi mikli
áhugi endurspeglar að mínu áliti
að fólk hefur trú á framtíðinni hér
í Borgarbyggð. Það eru ýmsar já-
kvæðar breytingar sem eru að eiga
sér stað. Til að mynda er íbúum
í dreifbýli að fjölga öndvert við
flest önnur dreifbýlissvæði lands-
ins. Þá má rekja vöxt til ýmissa
breytinga sem miðað hafa að því
að gera sveitarfélagið þjónustu-
miðaðra. Hér var framkvæmt fyrir
tæpan milljarð á síðasta ári án þess
að taka ný lán. Batnandi fjárhagur
og íbúaþróun gefur því vísbend-
ingu um að það séu spennandi
tímar framundan í sveitarfélaginu
og umsækjendafjöldinn endur-
speglar það,“ segir Lilja Björg.
Umsækjendur um starf-
ið eru í stafrófsröð:
Aðalsteinn Júlíus Magnússon,
framkvæmdastjóri
Árni Hjörleifsson,
oddviti Skorradalshrepps.
Ásgeir Sæmundsson,
rafvirki
Bjarni Ó Halldórsson,
rekstrarhagfræðingur
Einar Örn Thorlacius,
lögfræðingur
Eva Hlín Alfreðsdóttir,
verkefnastjóri
Eyjólfur Vilberg Gunnarsson,
forstöðumaður
Guðni Halldórsson,
framkvæmdastjóri
Hafdís Vala Freysdóttir,
forstöðumaður
Jón Fannar Guðmundsson,
sérfræðingur
Ólafur Kjartansson,
viðskiptastjóri
Umsækjendur um stöðu
sveitarstjóra Borgarbyggðar
Sæmundur Ásgeirsson,
verkstjóri
Þorsteinn Valur Baldvinsson,
jarðvinnuverkstjóri
Þórdís Sif Sigurðardóttir,
sviðsstjóri
Þórólfur Árnason,
verkfræðingur.
mm
Fjármálaráðherra áfrýjaði
ekki héraðsdómi
um Arnarvatnsheiði