Skessuhorn


Skessuhorn - 08.01.2020, Side 10

Skessuhorn - 08.01.2020, Side 10
MIÐVIKUDAGUR 8. JANúAR 202010 Grái herinn, baráttuhópur innan Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni sem berst fyrir mann- sæmandi kjörum og virðingu allra, hefur ákveðið að fara í mál á hend- ur ríkisvaldinu vegna skerðinga á lífeyrisgreiðslum frá Trygginga- stofnun. Helgi Pétursson tals- maður félagins skrifar um málið og segir að það hafi verið í und- irbúningi mánuðum saman en nú sjái fyrir endan á því. „Við búumst við að hægt verði að dómtaka málið á næstu vikum,“ segir Helgi. Nokkur verkalýðs- félög hafa þegar lofað fjárframlög- um vegna kostnaðar við málssókn- ina, en betur má ef duga skal. „Við skulum búa okkur undir að þetta verður ekki auðvelt. Við erum að eiga við öfl sem segja eitt en gera svo allt annað og finnst það allt í lagi. Samningar og jafnvel niður- staða dómstóla virðist ekki skipta neinu. En fyrst og fremst er það landlægt virðingarleysi gagn- vart eldra fólki og kjörum þess, svo ekki sé minnst á þá langelstu, sem liggja á göngum og í skúma- skotum, sem fær að viðgangast. Að breyta þessu viðhorfi gagnvart eldra fólki er stóra verkefni okkar allra,“ skrifar Helgi í tilkynningu sem talsmaður Gráa hersins. Gert er ráð fyrir að lögfræðingar Gráa hersins leggi fram prófmál fyrir hönd eins einstaklings, sem síðan verður yfirfært á aðra eldri borg- ara vinnist sigur. mm Ný umferðarlög tóku gildi nú um áramótin og þar er ýmis nýmæli að finna. Til að mynda skulu lög- boðin ökuljós vera kveikt bæði að framan og aftan, óháð aðstæðum, en dagljósabúnaður fjölmargra bíla er þannig að ljós kvikna ekki að aft- an ef ljósabúnaðurinn er stilltur á sjálfvirkni. Notkun snjalltækja er óheimil undir stýri og gildir það jafnt um ökumenn vélknúinna öku- tækja og hjólreiðamenn. Létt bifhjól í flokki 1, til dæmis svokallaðar rafmagnsvespur og hjól sem ná að hámarki 25 km hraða á klst., verða skráningar- og skoðun- arskyld. Eftir sem áður mega 13 ára og eldri aka þeim á gangstéttum og víðar. Enn hefur ekki verið útfært hvernig staðið verður að skráningu þessara ökutækja. Þá er í umferðar- lögum sérstaklega kveðið á um að umferðarfræðsla skuli fara fram í leikskólum, grunnskólum og fram- haldsskólum. Leyfilegt áfengismagn í blóði lækkar úr hálfu prómilli í 0,2 pró- mill. Sem fyrr verður þó aðeins refsað ef magnið fer yfir hálft pró- mill, en akstur stöðvaður við 0,2 prómill. Þá er ráðherra veitt heim- ild til að setja reglugerð um van- hæfismörk lyfja sem hafa áhrif á aksturshæfni. Þá verður lögreglu heimilt að afturkalla ökuréttindi ökumanns tímabundið í þrjá mán- uði ef vafi leikur á að hann uppfylli heilbrigðisskilyrði til að fá útgefið ökuskírteini. Hann skal svo gang- ast undir mat á aksturshæfni undir umsjón trúnaðarlæknis samgöngu- stofu og verða réttindi ekki gild fyrr en slíkt mat hefur farið fram. Þá er víðtækara ákvæði í lögunum um þá sem hafa verið sviptir ökuréttind- um og þurfa að sækja sérstakt nám- skeið á vegum Samgöngustofu. Hámarkshraði í vistgötum lækk- ar niður í 10 km/klst. og ekki er lengur heimilt að veita undanþágu frá notkun bílvelta í hópbifreiðum í almenningsakstri í dreifbýli á veg- um þar sem aka má hraðar en 80 km á klst. Veghaldara er heimilað að tak- marka eða banna umferð um stund- arsakir ef mengun er yfir heilsufars- mörkum eða hætta talin á að svo verði. Hjólreiðamönnum er heimilt að hjóla á miðri akrein á götum þar sem hámarkshraði er 30 km/klst., en almennt skal hann halda sig hægra megin á akrein sem er lengst til hægri á veginum. Ef ökumaður ætlar að beygja þvert á hjólarein skal hann veita hjólandi umferð for- gang. Hjálmaskylda barna er færð í lög og nær til barna 16 ára og yngri, í stað 15 ára áður. Hjólreiðamönn- um er gert að gefa gangandi veg- farendum hljóðmerki þegar hann nálgast þá, ef ætla má að þeir verði hans ekki varir. Ítarlegt yfirlit yfir helstu nýj- ungar í nýjum umferðarlögum má finna á vef Samgöngustofu. kgk/ Ljósm. úr safni/ þg. Á fundi stjórnar Sorpurðunar Vest- urlands 11. desember síðastlið- inn var samþykkt að hækka gjald- skrá fyrir sorpurðun frá og með ný- liðnum áramótum. Jafnframt voru samþykktar veigamiklar breyting- ar sem fela í sér fjölgun gjaldskrár- flokka eftir tegundum flokkaðs úr- gangs. Eftir þá breytingu verða 18 gjaldflokkar fyrir sorp í Fíflholtum. Lægst er innheimt fyrir spæni og kurlað timburð 3 krónur fyrir kíló, en hæsta gjald er tekið fyrir urðun veiðarfæra, eða 25 krónur á kíló. Gjald fyrir almennt heimilissorp, þ.e. blandaðan úrgang sem safnað er í sveitarfélögum, er 10 krónur fyrir kílóið, hækkar úr 8,10 krón- um fyrir kg. Það jafngildir 23,46% hækkun frá gjaldskrá 2019. Ekki var einhugur um afgreiðslu hækkunar á gjaldskrá og greiddu fimm stjórn- armenn atkvæði með hækkun en tveir voru á móti. Bæjarráð Akra- ness mótmælir hækkuninni, þrátt fyrir að fulltrúi meirihluta bæjar- stjórnar í stjórn Sorpurðunar Vest- urlands hafi samþykkt hækkunina. Búnaður vegna aukinna krafna Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ er formaður stjórnar Sorpurðunar Vesturlands. Hann segir í samtali við Skessuhorn að ástæða hækkunar á gjaldskrá fyrir urðun í Fíflholtum nú megi rekja til aukinna krafna sem ríkið set- ur um sorpurðun almennt. Til að standa undir kröfum þurfi að fara í ýmsar fjárfestingar í Fíflholtum á næstu þremur árum. Hann nefn- ir að endurnýja þurfi troðara, koma upp brennsluofni fyrir dýrahræ, ný urðunarrein þarf að fara í hönnun- arferli og umhverfismat og áfram þurfi að vinna að bættum fokvörn- um og gróðursetningu á svæðinu. „Ríkið setur stífar kröfur um urð- un sorps sem okkur er uppálagt að verða við. Valið stóð því um hvort sveitarfélögin sem að Sorpurðun Vesturlands standa tækju sjálf á sig aukin útgjöld, farið yrði í lántöku, eða að gjaldskráin fyrir urðunar- staðinn yrði hækkuð, sem er náttúr- lega hreinlegasta afgreiðslan,“ seg- ir Kristinn. Hann telur þó að gjald- skrárhækkun nú sé hófleg og áfram verði ódýrt á landsvísu að urða sorp í Fíflholtum. „Ég vil meina að það séu forréttindi okkar á Vesturlandi að hafa hagkvæman og góðan urð- unarstað eins og er rekinn í Fífholt- um. Ég bendi á til samanburðar að Sunnlendingar þurfa að greiða 59 krónur fyrir kílóið af sorpi til urð- unar erlendis og hjá Sorpu á höf- uðborgarsvæðinu er urðunargjald- ið 17,42 krónur á kíló á sama tíma og það verður 10 krónur nú eftir áramót hjá okkur. Hlutverk Sorp- urðunar Vesturlands er að mæta þeim kröfum sem ríkisvaldið setur urðunarstöðum sem okkar og því er óhjákvæmilegt að ráðast í ýms- ar fjárfestingar á svæðinu,“ ítrekar Kristinn. Akurnesingar mótfallnir Á fundi bæjarráðs Akraneskaup- staðar 19. desember síðastliðinn var samþykkt bókun þar sem ákvörðun Sorpurðunar Vesturlands frá 11. desember um 29% hækkun á gjald- skrá er mótmælt. „Bæjarráð telur að ekki liggi fyrir nægjanleg gögn til rökstuðnings hækkuninni en þar sem um þjónustugjöld er að ræða þarf slíkt ávallt að liggja til grund- vallar slíkri ákvörðun og er einnig í andstöðu við ákvæði lífskjarasamn- inganna. Bæjarráð er með þessu ekki að gera lítið úr þörf á aukn- um fjárfestingum í þessum mikil- væga málaflokki, en horfa þarf til forgangsröðunar og vinna áætlanir til lengri tíma samhliða því,“ segir í bókun bæjarráðs Akraness. „Hef talað fyrir daufum eyrum“ Kristinn Jónasson harmar að ekki ríki einhugur um fyrirhugaða gjald- skrárhækkun í Fíflholtum. „Félagar mínir í bæjarráðinu á Akranesi hafa nú mótmælt þessu með bókun. Mér þykir leitt að þeir fallist ekki á þau rök sem liggja að baki ákvörðun um hækkun gjaldskrár. Ég get hins veg- ar glatt þá með að ég mun láta af embætti formanns stjórnar Sorp- urðunar Vesturlands á næsta aðal- fundi, en er jafnframt hryggur yfir að ég hef talað fyrir daufum eyrum um mikilvægi þess að við byggj- um urðunarstaðinn í Fíflholtum áfram upp á næstu þremur árum með myndarlegum hætti. Það þarf að finna í sameiningu góða lausn í sorpmálum sem er í senn fjárhags- lega hagkvæm og umhverfisvæn fyrir svæðið til framtíðar,“ segir Kristinn í samtali við Skessuhorn. mm Grái herinn hyggst höfða dómsmál gegn ríkinu Ýmis nýmæli í nýjum umferðarlögum Þrátt fyrir gjaldskrárhækkun er sorpurðun ódýr á Vesturlandi Svipmynd frá núverandi urðunarrein í Fíflholtum.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.