Skessuhorn


Skessuhorn - 08.01.2020, Side 14

Skessuhorn - 08.01.2020, Side 14
MIÐVIKUDAGUR 8. JANúAR 202014 Guðlaug við Langasand er handhafi Umhverfisverðlauna Ferðamála- stofu 2019. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn við Guðlaugu síðdegis miðvikudaginn 18. des- ember síðastliðinn. Það var Skarp- héðinn Berg Steinarsson ferða- málastjóri sem afhenti verðlaunin og Sævar Freyr Þráinsson bæjar- stjóri veitti þeim viðtöku fyrir hönd Akraneskaupstaðar. Er þetta í 25. skipti sem Ferða- málastofa stendur að útnefningu umhverfisverðlaunanna, en þau hafa verið veitt óslitið frá árinu 1995. Tilgangur verðlaunanna er að beina athygli að þeim ferða- mannastöðum eða ferðaþjónustu- fyrirtækjum sem sinna umhverfis- málum í starfi sínu og framtíðar- skipulagi. Verðlaunin eru nú veitt í fjórða sinn verkefni sem naut styrks úr Framkvæmdasjóði ferðamanna- staða. Guðlaug við Langasand var formlega tekin í notkun fyrir rétt rúmu ári síðan, í byrjun desember 2018. Guðlaug er steinsteypt laug á þremur hæðum, alls sex metra hátt mannvirki staðsett á Langa- sandi fyrir aftan áhorfendastúku Akranesvallar og Aggapall. Efst er útsýnispallur sem gengið er út á af göngustígnum meðfram Langa- sandi. Undir pallinum er stjórnher- bergi og samsíða honum heit laug sem vísar á móti sjónum með út- sýni út á hafið. Önnur grynnri laug er á neðstu hæðinni sem nýtir yfir- fallið úr pottinum fyrir ofan. Á því rétt rúma ári sem liðið er frá opnun Guðlaugar hafa ríflega 30 þúsund gestir baðað sig í lauginni, að því er fram kom í máli Sævars Freys við afhendingu verðlaunanna. Upphafið að byggingu Guðlaug- ar má rekja til þess þegar minn- ingarsjóði í nafni Jóns Gunnlaugs- sonar útvegsbónda og Guðlaug- ar Gunnlaugsdóttur, húsmóður í Bræðraparti á Akranesi, var slitið árið 2014. Ákvað stjórn sjóðsins að ráðstafa 14 milljónum til uppbygg- ingar á heitri laug á Akranesi, auk þess að veita aðra styrki. Upp frá því hófst undirbúningur að verk- efninu. Guðlaug naut einnig styrks úr Framkvæmdasjóði ferðamanna- staða, sem fyrr segir, upp á tæpar 30 milljónir króna. Laugin var hönnuð af Basalti arki- tektum og Mannviti verkfræðistofu fyrir Akraneskaupstað. Yfirverktaki var Ístak ehf. og Vélaleiga Halldórs Sigurðssonar undirverktaki. Raf- þjónusta Sigurdórs og Pípulagn- ingaþjónustan önnuðust rafmagns- og vatnslagnir og Trémsiðjan Akur smíðaði búningsherbergin undir stúku Akranesvallar. kgk Sylvía Hera Skúladóttir tók við starfi verslunarstjóra Kjörbúðarinn- ar í Búðardal á áramótum. Hún hóf störf fimmtudaginn 2. janúar síð- astliðinn og er mjög jákvæð í garð nýja starfsins. „Þetta leggst rosalega vel í mig og ég er spennt að kynnast nýju fólki á nýjum stað,“ segir Sylvía í samtali við Skessuhorn. Sylvía er dóttir Skúla Hreins Guðbjörnsson- ar og Guðrúnar Estherar Jónsdóttir á Miðskógi í Dölum. Hún segir að faðir hennar hafi bent henni á starf- ið. „Pabbi hringdi í mig og sagði mér að auglýst væri eftir verslun- arstjóra hér í Búðardal. Ég hugsaði með mér „af hverju ekki að slá til, prófa eitthvað nýtt og kynnast nýju samfélagi?“ segir hún. Sylvía er fædd og uppalin á Hvammstanga en fluttist á Akra- nes 16 ára gömul. Hún hefur ekki gegnt starfi verslunarstjóra áður, en er þó enginn nýgræðingur þeg- ar kemur að versluarstörfum. „Ég vann í Nettó eftir að ég flutti fyrst á Akranes, en fór þaðan í Krónuna og svo yfir í Bónus. Ég var um tíma aðstoðarverslunarstjóri Bónuss á Ísafirði, í hálft ár, en undanfarið hef ég búið á Akranesi og starfað á leik- skóla auk þess að vera í námi,“ segir Sylvía sem er menntaður leikskóla- liði og stuðningsfulltrúi. „Ég kom einmitt sem nemi í Auðarskóla síð- asta vor, var þar í starfsnámi þegar ég var að læra til stuðningsfulltrúa,“ segir hún. Sylvía er gift Stefáni Erni Karls- syni og saman eiga þau þrjú börn. Sylvía og börnin eru flutt í Dalina frá Akranesi og munu þau fyrst um sinn búa hjá foreldrum hennar á Miðskógi. Stefán flytur síðan vest- ur þegar hjónin fá íbúðina fyrir ofan verslunina afhenta. „Sú íbúð er á vegum Samkaupa og ætluð verslun- arstjóra. Við flytjum inn í hana þeg- ar hún losnar,“ segir Sylvía og kveðst hæstánægð að vera flutt í sveitina. „Ég elska að vera í sveitinni, þyk- ir gott að vera nálægt mömmu og pabba og hef aðeins verið að kynn- ast fólki í gegnum þau. Dalamenn hafa tekið vel á móti mér, vilja all- ir vita hver ég er og hvaðan ég er og hvort ég sé nú ekki dóttir hans Skúla á Miðskógi,“ segir hún létt í bragði. Spurð hvort að nýjar áherslur muni fylgja nýjum verslunarstjóra þá segir hún að svo sé alltaf. „Mað- ur vill alltaf bæta þjónustuna, gera betur en sá sem var á undan manni, sama hver það er og sama hvern- ig staðan var þegar maður tók við. Alltaf vill maður bæta hlutina og ná öllum á sitt band,“ segir hún. „Dala- menn mega eiga von á jákvæðum og háværum verslunarstjóra, það fer ekkert lítið fyrir mér,“ segir hún og hlær við. „Það þarf ekki að leita lengi að mér ef ég er á staðnum,“ segir Sylvía létt í bragði að endingu. kgk Rakel Óskarsdóttir hefur verið ráð- in framkvæmdastjóri Golfklúbbs- ins Leynis á Akranesi. Hún tekur við starfinu af Guðmundi Sigvalda- syni, sem stýrt hefur klúbbnum frá árinu 2013. Rakel hefur störf föstudaginn 10. janúar næstkomandi og var að von- um ánægð með ráðninguna þegar Skessuhorn ræddi við hana. „Starfið leggst mjög vel í mig enda einstak- lega spennandi umhverfi að starfa í þar sem golfíþróttin fer hratt vax- andi á Íslandi. Ég hlakka til að vinna með öllu því góða og duglega fólki sem stendur að baki klúbbn- um og veit að ég tek við góðu búi af fráfarandi framkvæmdastjóra og stjórn,“ segir Rakel í samtali við Skessuhorn. „Starfinu fylgja spenn- andi tækifæri og miklar áskor- anir. Starfsumhverfi Golfklúbbs- ins Leynis hefur batnað til muna á síðustu misserum og ekkert því til fyrirstöðu að blása í seglin og gera klúbbinn stærri og völlinn eins og hann getur orðið bestur,“ bætir hún við. Rakel er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Bifröst og með meistarapróf í markaðs- og alþjóða- viðskiptum frá Háskóla Íslands. Hún hefur meðal annars gegnt starfi markaðs- og atvinnufull- trúa Akraneskaupstaðar og starfað við verslunarrekstur í Versluninni Bjargi. Rakel hefur verið bæjar- fulltrúi á Akranesi frá árinu 2014 og var oddviti á lista Sjálfstæðis- flokks fyrir sveitarstjórnarkosning- arnar 2018. Samhliða störfum bæj- arstjórnarfulltrúa hefur hún tekið að sér ýmis verkefni, hefur meðal annars setið í stjórn Byggðastofn- unar, Orkuveitu Reykjavíkur, Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, verið formaður Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi og formaður sveitar- stjórnarvettvangs EFTA. kgk Rakel stýrir Leyni Rakel Óskarsdóttir er nýr fram- kvæmdastjóri Golfklúbbsins Leynis. Ljósm. úr safni. „Maður vill alltaf bæta þjónustuna“ segir Sylvía Hera, nýr verslunarstjóri Kjörbúðarinnar í Búðardal Sylvía Hera Skúladóttir, nýr verslunarstjóri Kjörbúðarinnar í Búðardal. Ljósm. sm. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir nokkur orð með verðlauna- gripinn og blómvönd í hönd. Guðlaug sæmd Umhverfisverðlaunum Ferðamálastofu Fulltrúar Akraneskaupstaðar ásamt fulltrúum Ferðamálastofu og öðrum gestum að athöfn lokinni. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri afhenti verðlaunin fyrir hönd Ferðamálastofu.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.