Skessuhorn


Skessuhorn - 08.01.2020, Page 19

Skessuhorn - 08.01.2020, Page 19
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2019 19 Björgunarsveitir á Vesturlandi Björgunarsveitir á Vesturlandi Að sögn Gísla Sigurjóns Þráinsson- ar formanns Björgunarfélags Akra- ness er áhersla sveitarinnar fyrst og fremst að vera vel búin fyrir öll þau útköll sem berast. Þó segir hann að sökum staðsetningar sveitarinnar, við sjóinn, sé töluverð áhersla lögð á búnað og kunnáttu við sjóbjörg- un. „Við erum í raun stóra sveitin á þessu svæði sem við tilheyrum og okkur þykir því mikilvægt að vera vel búin í flest þau útköll sem ber- ast á þessu svæði. Við leggjum því eiginlega áherslu á allt og höfum lítið verið að sérhæfa okkur. Við æfum vel bæði aðstoð á sjó og svo fjallamennsku,“ segir Gísli. Hann segir sveitina einnig vel búna tækj- um og búnaði í alla helstu björgun. Björgunarfélag Akraness á til að mynda fjóra bíla, sjö snjósleða, sex- hjól, snjóbíl, björgunarskip, einn harðbotna slöngubát og tvo létta slöngubáta auk þess sem húsnæði sveitarinnar er rúmgott og vel búið að sögn Gísla. Sendu mannskap og snjóbíl norður Aðspurður segir Gísli stærstu verkefni Björgunarfélags Akra- ness árið 2019 hafi fyrst og fremst verið aðstoð vegna óveðursins á Norðurlandi um miðjan desemb- er. Frá Akranesi fór einn snjó- bíll á Hvammstanga með tveimur mönnum og þá fóru tólf manns frá Akranesi til að taka þátt í að leita að drengnum sem fór í krapaflóð- inu í Núpá. Árinu lauk einnig með heldur stóru útkalli þar sem um 20 manns fóru á næstsíðasta degi árs- ins á Snæfellsnes að leita að týnd- um manni. „Þetta eru svona stærstu verkefnin okkar en svo eru auðvitað fjáraflanirnar partur af þessu. Flug- eldasalan skiptir okkur mestu máli en svo er sala neyðarkallsins einnig frekar stór fjáröflun. Við tökum svo að okkur ýmis minni verkefni eins og að vera í gæslu á þorrablótum, safna dósum og svoleiðis, margt smátt gerir eitt stórt. En flugeld- arnir eru mikilvægastir og salan á þeim hefur mikið að segja um hvað við getum gert varðandi end- urnýjun og viðhald,“ segir Gísli. Spurður um verkefnin sem fram- undan eru segir hann það stærsta vera breytingu á bíl. „Við erum að klára að láta breyta fyrir okkur 54” jeppa. Hann er í breytingu núna og er væntanlegur í vor ef allt stenst,“ segir Gísli. Björgunarstarf fyrir alla „Fyrir mér er margt gott við að vera í björgunarsveit. Það er nátt- úrulega frábær félagsskapur, mik- il útivist og svo að sjálfsögðu að leggja eitthvað af mörkum,“ seg- ir Gísli aðspurður. En er björg- unarsveitastarfið fyrir alla? „Eng- in spurning. Þetta er klárlega fyrir alla sem vilja því það er alltaf hægt að finna verkefni við hæfi hvers og eins. Það þurfa ekki allir að fara upp á fjöll. Það eru svo mörg verk- efni sem fylgja þessu starfi og það geta allir fundið eitthvað við hæfi,“ svarar Gísli. arg Björgunarsveitin Björgunarfélag Akraness Sveitin er vel búin tækjum og tólum Flugeldasalan er enn mikilvægasta fjöröflun félagsins. Hér er mynd frá sölunni skömmu fyrir áramót. Birna Björnsdóttir og Björn Guðmundsson í afgreiðslunni, en Haraldur Ingólfsson að skoða úrvalið. Hvert er stofnár sveitarinnar? 2000 Hve margir eru í sveitinni? Um 100 Hve margir eru á útkallslista? Um 50 Hvert er starfssvæði sveitarinn- ar? Akranes og Hvalfjarðarsveit en sveitin fer líka um allt starfssvæði fjögur sem nær frá botni Hval- fjarðar, inn Borgarfjörðinn og upp á Holtavörðuheiði. Gísli Sigurjón Þráinsson, formaður Björgunarfélags Akraness. Formaður Björgunarsveitarinn- ar Brákar er Einar Örn Einars- son og að hans sögn leggur Björg- unarsveitin Brák fyrst og fremst áherslu á að geta sinnt útköllum bæði til fjalla og sjávar. „Við leggj- um áherslu á að geta siglt aðeins út fjörðinn enda erum við sveit sem er staðsett við sjó. En við erum þó ekki svo vel búin að eiga skip og hefur sveitin á Akranesi sinnt útköllum sem krefjast þess að notuð séu skip. Við eigum þó góðan harðbotna bát sem nýtist vel og við höfum farið á honum út og reddað ýmsum verk- efnum. Við leggjum líka áherslu á að komast upp á fjöll enda erum við með Hafnarfjallið, Skessuhorn- ið og Skarðsheiðina. Við keyptum okkur líka bíl á sínum tíma með það í huga að geta farið upp á jökul og aðstoðað ef á þarf að halda. Sam- vinna sveitanna hér í nágrenninu er mjög góð og þó það sé ekki jök- ull á okkar svæði förum við alveg í útköll upp á jökla,“ segir Einar og bætir því við að samvinna björgun- arsveitanna á starfssvæði fjögur sé til fyrirmyndar. „Ég veit að við höf- um verið notuð sem dæmi um gott samstarf í fyrirlestrum hjá Lands- björgu,“ segir Einar. Nýtt húsnæði á árinu Björgunarsveitin Brák er með hús- næði í Brákarey sem stendur til að skipta út á þessu ári. Sveitin er búin tveimur Toyota Land Cruser jeppum, einum Ford Econoline, tveimur fjórhjólum, einum harð- botna báti og einum zodiac báti. „Toyoturnar eru meiri svona jepp- ar og Fordinn er notaður í fólks- flutninga. Við töpuðum reyndar öðru fjórhjólinu í óhappi í októ- ber en það stóð til að fara að endur- nýja bæði hjólin og verður það gert á næstunni. Við viljum ekki að þau verði of gömul, bæði svo þau tapi ekki verðgildi sínu og svo viljum við vera með örugg og góð hjól,“ útskýrir Einar. Aðspurður segir hann óveðursútkallið um miðjan desember hafa verið eitt af stærri útköllum ársins 2019 en þrír menn fóru norður frá Brák. útkall vegna leitar í Hnappadal skömmu fyrir áramót var ekki komið þegar rætt var við Einar fyrr sama dag. „Svo voru flóðin við Langavatn í haust nokkuð krefjandi útköll. Þar var allt á floti og allir vegir skoluðust í sundur,“ segir Einar. Þá voru fjár- aflanirnar í ár stór partur af verk- efnum sveitarinnar, eins og önn- ur ár. Meðlimir í Brák selja neyð- arkallinn, jólatré og flugelda. „Það skiptir allt miklu máli, sérstak- lega núna því framundan er bygg- ing á nýju húsnæði sveitarinnar en við erum bara að bíða eftir síðustu teikningum til að geta farið af stað. Það stendur til að byrja að byggja bara fljótlega og það er allt tilbúið til að fara af stað um leið og teikn- ingarnar eru komnar. Upphaflega stóð til að ná húsinu upp fyrir 20. mars en þá hefðum við þurft að byrja mikið fyrr. Vonandi náum við að komast inn í húsið fyrir lok árs- ins,“ segir Einar. Verður að vera tilbúinn þegar kallið kemur „Þegar ég var lítill var bróðir minn í Slysavarnadeildinni Ingólfi í Reykjavík og mér þótt allt svo flott í kringum það; að sjá tækin, bún- ingana og allt það,“ svarar Einar spurður um hvers vegna hann hafi gengið í björgunarsveit. Þá segir hann starfið einnig vera skemmti- legt og krefjandi. „Mér þykir líka bara gott að geta hjálpað fólki og svo er þetta eiginlega bara lífsstíll. Þegar maður er í björgunarsveit þá verður maður að vera tilbúinn að stökkva til þegar kallið kemur. Þó maður sitji við matarborðið á jól- unum með fjölskyldunni eða bara hvenær sem er. Ég vil hjálpa,“ segir Einar að lokum. arg Björgunarsveitin Brák í Borgarnesi „Þó maður sitji við matarborðið á jólunum“ Einar Örn og Jakob Guðmundsson ræða málin eftir þrettándabrennuna á sunnudaginn. Ljósm. Brák. Hvert er stofnár sveitarinnar? 1949 Hve margir félagar eru í sveit- inni? Um 100 Hve margir eru á útkallslista? Á bilinu 20-30 Hvert er starfssvæði sveitarinn- ar? Frá Gufuág langt inn í Andakíl og eitthvað vestur á Mýrar. Einar Örn Einarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Brákar, í sameiginlegri flug- eldasölu Brákar og Heiðars.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.