Skessuhorn - 08.01.2020, Page 23
MIÐVIKUDAGUR 8. JANúAR 2020 23
Sunnudaginn 5. janúar var árleg
þrettándasamkoma haldin í Borg-
arnesi. Dagskráin hófst síðdegis
með lýsingu á kjöri Íþróttamanns
Borgarfjarðar í Hjálmakletti, en
frá því er greint í annarri frétt hér
í blaðinu. Að því loknu var farin
kyndilganga frá Hjálmakletti og
niður í Englendingavík þar sem
boðið var upp á söng og heitt kakó
en auk þess flugeldasýningu í boði
Borgarbyggðar og björgunarsveit-
anna Brákar og Heiðars. Meðfylgj-
andi myndir af viðburðinum eru úr
fórum félaga í Björgunarsveitinni
Brák. mm
Menningarnefnd Snæfellsbæjar
óskaði eftir tillögum frá íbúum um
fallega skreytt jólahús í Snæfellsbæ
ásamt keppni um fallegasta pipar-
kökuhúsið. Voru piparkökuhúsin til
sýnis í Þín Verslun Kassinn og gáta
bæjarbúar skoðað þau þar. Menn-
ingarnefnd tilkynnti svo sigurveg-
arana á sunnudeginum fyrir jól. Að
þessu sinni var jólahús Snæfells-
bæjar valið Skipholt 1 en þar búa
hjónin Gylfi Scheving og Jóhanna
Hjelm ásamt dóttur sinni Kristínu
Scheving. Verðlaun fyrir fallegasta
piparkökuhúsið fékk Soffía Elín
Egilsdóttir en mikil fjölgun var á
þátttakendum í keppninni um pip-
arkökuhúsið að þessu sinni og tóku
níu hús þátt. Það voru þær Svandís
Jóna Sigurðardóttir og Rut Ragn-
arsdóttir sem afhentu viðurkenn-
ingarnar.
þa
Að venju er mikið um dýrðir þeg-
ar jólin er kvödd í Snæfellbæ á
þrettándanum. Margir voru sam-
an komnir við Pakkhúsið í Ólafsvík
seinni partinn og var farin skrúð-
ganga inn að Hvalsá þar sem álfa-
drottning og álfakóngur voru mætt
en þau leiddu gönguna inn að
Hvalsá. Grýla og Leppalúði voru
þarna mætt í leit að óþekkum börn-
um, en Grýla var ekki ánægð í þetta
skiptið því enginn börn hafa verið
óþekk og því fóru þau hjónakornin
heldur betur niðurbrotin til fjalla á
ný en engin börn fóru í poka þeirra
þetta árið. Glæsileg flugeldasýn-
ing var svo í lok samkomunnar og
börnin enduðu á að sníkja nammi í
poka langt fram eftir kvöldi. af
Hin árlega þrettándabrenna á
Akranesi var haldin að kvöldi þrett-
ándans, mánudaginn 6. janúar síð-
astliðinn. Að venju hófst viðburð-
urinn með blysför frá félagsmið-
stöðinni Þorpinu og gengið var sem
leið lá að þyrlupallinum við Jaðars-
bakka. Álfar, tröll og jólasveinar
leiddu gönguna að vanda. Bæjarbú-
ar gerðu sér glaðan dag við söng og
dans og kvöddu jólin saman. Við-
burðinum lauk síðan með flugelda-
sýningu Björgunarfélags Akraness.
Að svo búnu bauð Íþróttabanda-
lag Akraness gestum upp á heitt
kakó í íþróttamiðstöðinni að Jað-
arsbökkum, áður en greint var frá
úrslitum í kjörinu á Íþróttamanni
Akraness fyrir árið 2019. Nánar er
fjallað um það í annarri frétt hér í
blaðinu. kgk
Fallega skreytt hús og
glæsilegasta piparkökuhúsið
Skipholt 1.
Piparkökuhúsin voru hvert öðru
fallegri.
Sigurvegarar með
viðurkenningar sínar.
Jólin kvödd í Snæfellbæ
Allnokkrir gripu með sér stjörnuljós í
tilefni dagsins.
Jólin kvödd með blysför og brennu
Gengið að Þyrlupallinum. Í broddi fylkingar var trommusveit, álfar, tröll og
jólasveinar.
Fjölmenni sótti þrettándabrennu og flugeldasýningu á Akranesi á mánudags-
kvöld.
Borgnesingar kvöddu
jólin í Englendingavík