Skessuhorn


Skessuhorn - 08.01.2020, Page 24

Skessuhorn - 08.01.2020, Page 24
MIÐVIKUDAGUR 8. JANúAR 202024 Föstudaginn fyrir jól voru 65 ný- stúdentar brautskráðir frá Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi. Athöfnin fór að mestu fram með hefðbundnu sniði. Jónína Víg- lundsdóttir áfangastjóri flutti annál haustannar og rifjaði upp helstu at- riði viðburðaríkrar annar. Guðjón Snær Magnússon, nýstúdent frá Ás- garði í Borgarfirði, flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema og rifjaði upp eftirminnileg augnablik skólagöng- unnar. Borgnesingurinn Magnús Geir Eyjólfsson, fyrrverandi nem- andi skólans, ávarpaði útskriftar- nema og miðlaði til þeirra hagnýt- um ráðum á þessum tímamótum í þeirra lífi. Nokkur tónlistaratriði voru flutt við útskriftarathöfnina: Þeir Edgar Gylfi Skaale Hjaltason og Sigurð- ur Jónatan Jónsson léku nokkur lög fyrir gesti fyrir athöfnina. Ragna Benedikta Steingrímsdóttir söng og Guðjón Snær Magnússon spil- aði undir á gítar. Einnig söng Jóna Alla Axelsdóttir við undirleik Edg- ars Gylfa á píanó. Hekla Björns- dóttir lék einnig á píanó verkið Le Petite Negre eftir Debussy. Fjölmargar viðurkenningar Eftirtaldir útskriftarnemar fengu verðlaun og viðurkenningar fyrir ágætan námsárangur og störf að fé- lags- og menningarmálum. (Nöfn þeirra sem gáfu verðlaun eru innan sviga): Bjartur Finnbogason fyrir góðan árangur og ástundun í íþróttum (VS- Tölvuþjónusta). Guðjón Snær Magnússon fyrir góð störf að félags- og menningarmálum, en Guðjón Snær starfaði meðal ann- ars í aðalstjórn nemendafélags skól- ans, bæði sem forseti og meðstjór- nandi. (Minningarsjóður um Karl Kristinn Kristjánsson). Hildigunnur Einarsdóttir hlaut hvatningarverðlaun til áframhaldandi náms (Zontaklúbbur Borgarfjarðar). Irma Alexandersdóttir fyrir góð- an árangur í dönsku (Danska sendi- ráðið), fyrir góðan árangur í þýsku (Terra) og fyrir fyrir góðan árangur í ensku (Penninn Eymundsson). Ísak Máni Sævarsson fær viður- kenningu fyrir góð störf að félags- og menningarmálum, en Ísak Máni starfaði í aðalstjórn nemendafélags skólans og var forseti kvikmynda- og tækniklúbbs. (Minningarsjóður um Karl Kristinn Kristjánsson). Jón Hjörvar Valgarðsson fékk við- urkenningu fyrir góð störf að félags- og menningarmálum, en Jón Hjörv- ar starfaði í aðalstjórn nemenda- félags skólans bæði sem forseti og meðstjórnandi, gegndi formennsku í íþróttaklúbbi og viskuklúbbi og tók þátt í Gettu betur fyrir hönd skólans. (Minningarsjóður um Karl Kristinn Kristjánsson). Ólöf Lilja Magnúsdóttir fær viður- kenningu fyrir góðan árangur í sér- greinum á sjúkraliðabraut (Lands- bankinn á Akranesi). Sólon Ívar Símonarson fær viður- kenningu fyrir góðan árangur í raf- virkjun (Elkem Ísland). Melkorka Jara Kjartansdóttir fær viðurkenningu fyrir góðan árangur í húsasmíði (Skaginn 3x). mm/ Ljósm. Myndsmiðjan/Guðni Hannesson. Hekla Björnsdóttir frá Rauðsgili í Hálsasveit lék á flygilinn. Brautskráð frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi Útskriftarhópurinn ásamt forsvarsmönnum skólans. Þorbjörg Ragnarsdóttir, aðstoðarskólameistari og Irma Alexandersdóttir, dúx FVA 2019. Hluti gesta við útskrift frá FVA. Guðjón Snær Magnússon spilaði á gítar og Ragna Benedikta Steingrímsdóttir söng.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.