Skessuhorn


Skessuhorn - 08.01.2020, Qupperneq 25

Skessuhorn - 08.01.2020, Qupperneq 25
MIÐVIKUDAGUR 8. JANúAR 2020 25 Þriðjudaginn 17. desember síð- astliðinn brautskráðust við hátíð- lega athöfn átta nemendur frá Fjöl- brautaskóla Snæfellinga í Grundar- firði. Af félags- og hugvísindabraut brautskráðust Aleksandra Wasie- wicz, Alma Jenný Arnarsdóttir og Dawid Einar Karlsson. Af nátt- úru- og raunvísindabraut braut- skráðist Finnbogi Steinarsson. Af opinni braut til stúdentsbrautar brautskráðust Eva María Sævars- dóttir, Ísak Þórir Ísólfsson Líndal og Kolbrún Ösp Guðrúnardótt- ir. Með viðbótarnám til stúdents- prófs brautskrifast Björn Viðar Jó- hannsson og af framhaldsskóla- braut 1 brautskráðist Patryk Kuc- zynski. Þess má geta að síðastliðinn júlímánuð útskrifaði skólameistari Hraundísi Pálsdóttur af félags- og hugvísindabraut. Athöfnin hófst á því að Hrafn- hildur Hallvarðsdóttir skólameist- ari brautskráði nemendur í 29. sinn í sögu skólans og flutti ávarp. Sól- rún Guðjónsdóttir aðstoðarskóla- meistari afhenti síðan nemendum viðurkenningar fyrir góðan náms- árangur. Sveitarfélögin sem standa að skólanum gáfu viðurkenning- ar í formi bókagjafa, en auk þess gaf Landsbankinn peningagjöf. Elva Björk Jónsdóttir nemandi flutti lögin Ef ég nenni og Óska- listinn minn. Sólveig Guðmunds- dóttir flutti kveðjuræðu kennara og starfsfólks, Gunnhildur Gunn- arsdóttir flutti ræðu fyrir hönd tíu ára stúdenta og Alma Jenný Arnars- dóttir hélt kveðjuræðu nýstúdenta. Að athöf lokinni bauð skólameist- ari nemendum og gestum að þiggja veitingar. „Það er gaman að segja frá því að þeir útskriftarnemendur sem ekki sáu sér fært um að vera með okkur mættu þó í „fjærveru“ okk- ar sem mikið hefur verið notuð síð- astliðið ár. Í fyrsta sinn var athöfn- inni einnig streymt beint af fésbók- arsíðu skólans,“ segir í tilkynningu frá skólanum. mm Laugardaginn 11. janúar næst- komandi verður opnuð í Safna- húsi Borgarfjarðar fyrsta samsýn- ing hópsins Flæðis. Í honum eru átta konur sem hittast reglulega og mála saman. Allar hafa þær bak- grunn úr Myndlistarskóla Kópa- vogs hjá Derek Mundell. Einn- ig hafa þær sótt námskeið erlend- is jafnt sem innanlands hjá kennur- um eins og Keith Hornblower, Ann Larsson Dahlin og Bridget Woods. Konurnar í Flæði eru: Fríða Björg Eðvarðsdóttir, Guðrún Steinþórs- dóttir, Rósa Traustadóttir, Sesselja Jónsdóttir, Sigríður Ásgeirsdótt- ir, Svanheiður Ingimundardótt- ir, Þorbjörg Kristinsdóttir og Þóra Mínerva Hreiðarsdóttir. Meiri- hluti hópsins hefur mikla tengingu við Borgarfjörðinn, ein býr þar og margar eiga sumarhús á svæðinu sem oft er uppspretta listrænna myndefna sem sést í mörgum verk- um á sýningunni. „Hópurinn hefur heillast af vatnslitum og töfrum þeirra þegar litur og vatn flæða saman. Vatns- litir eru krefjandi miðill sem erfitt er að stjórna en glíman við þá leiðir mann að endalausum möguleikum. Efni sýningarinnar er eins og heiti hennar gefur til kynna, flæði vatns, lita og myndefnis,“ segir í tilkynn- ingu. Eftir opnunardaginn er sýning- in opin alla virka daga frá klukkan 13 til 18 og um helgar samkvæmt samkomulagi sem þá verður aug- lýst sérstaklega. Hún stendur til 18. febrúar. mm Næstkomandi sunnudag klukkan 14 verður frumsýnd á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi sýningin Öxin - Agnes og Frið- rik. Þennan dag 12. janúar eru lið- in 190 ár upp á dag frá því að síð- asta aftakan fór fram á Íslandi. Þá lét Björn Blöndal sýslumaður háls- höggva þau Agnesi Magnúsdóttur og Friðrik Sigurðsson. Þau voru fundin sek fyrir morðið á Natani Ketilssyni, bónda á Illugastöðum og Pétri Jónssyni, gestkomandi á bænum. Magnús ólafsson fyrrverandi bóndi á Sveinsstöðum í Vatnsdal er sagnamaður af guðs náð og gjör- þekkir þessa örlagasögu. Magnús hefur á undanförnum árum farið með gesti í hestaferðir um sögu- svið Illugastaðamorðanna og sagt söguna þar sem atburðirnir gerð- ust. Magnús mun frumsýna frá- sögnina Öxin - Agnes og Friðrik á Söguloftinu í Landnámssetrinu í Borgarnesi nákvæmlega þegar 190 ár upp á klukkutíma eru lið- in frá aftökunni. Frumsýningin hefst klukkan tvö, en aftakan fór fram klukkan tvö 12. janúar 1830. Fjölskylda Magnúsar tengist þess- um voðaatburðum persónulega en faðir Magnúsar og afi komu báðir að því árið 1934 að flytja líkams- leifar sakamannanna í vígða mold, eða þegar rúmlega 100 ár voru lið- in frá því þau tvö voru höggvin. Af þeim gjörningi er dularfull og merkileg saga sem Magnús mun rekja í tengslum við sjálfa morð- söguna. Um þessa atburði hafa verið skrifaðar bækur, gerð kvikmynd og væntanleg er íslensk ópera inn- an tveggja ára. En Magnús kem- ur með persónulegan og óvænt- an vinkil með sýn sinni á efninu. Áhugafólki er ráðlagt að missa ekki af þessari sýningu. mm/ fréttatilk. Útskriftarnemendur sem mættir voru ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara. Ljósm. tfk. Brautskráð frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga Botnssúlur er vatnslitamynd eftir Svanheiði Ingimundardóttur í Borgarnesi. Flæði er samsýning kvenna með tengingu við Borgarfjörð Konurnar átta sem mynda Flæði. Í aftari röð f.v: Sesselja Jónsdóttir, Þóra Mínerva Hreiðarsdóttir, Fríða Björg Eðvarðsdóttir, Þorbjörg Kristinsdóttir og Sigríður Ásgeirsdóttir. Fremri röð f.v: Svanheiður Ingimundardóttir, Rósa Traustadóttir og Guðrún Steinþórsdóttir. Ljósm. Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir. Magnús Sveinsson á staðnum þar sem síðasta aftakan fór fram hér á landi. Frumsýning þegar 190 ár verða liðin frá síðustu aftökunni

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.