Skessuhorn


Skessuhorn - 08.01.2020, Síða 26

Skessuhorn - 08.01.2020, Síða 26
MIÐVIKUDAGUR 8. JANúAR 202026 Fjölmenni var mætt í Hjálmaklett í Borgarnesi síðastliðinn sunnudag þegar uppskeruhátíð íþróttafólks fór þar fram á vegum Ungmenna- sambands Borgarfjarðar. Auk þess sem kjöri Íþróttamanns Borgar- fjarðar var lýst, veittu nokkur að- ildarfélög UMSB og hestamanna- félagið Borgfirðingur viðurkenn- ingar. Einnig voru veitt verðlaun úr Minningarsjóði Auðuns Hlíðkvist Kristmarssonar. Bjarki Pétursson golfari var kjör- inn Íþróttamaður Borgarfjarð- ar árið 2019. Bjarki stóð sig vel á árinu en hann var í sigurliði Kent State í Mid-American Conference 2019. Hann spilar fyrir hönd Ís- lands á Evrópumóti einstaklinga og liða í Austurríki og í Svíþjóð. Bjarki var sá áhugamannakylfing- ur sem var á besta skori í atvinnu- mannamóti í Finnlandi sem er á vegum Nordic League mótaraðar- innar. Bjarki er einnig einn fimm Íslendinga sem hafa unnið sér inn keppnisrétt í Challange Tour móta- röðinni. Hann var eini áhugakylf- ingurinn í heiminum árið 2019 sem komst í gegnum 2. stig og spilaði á 3. stigi fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Um er að ræða sterkustu mótaröð í Evrópu og næst sterk- ustu í heiminum. Kjörið á íþróttmanni Borgar- fjarðar var spennandi þar sem afar litlu munaði á stigum milli íþrótta- manna. Alls voru tíu íþróttamenn tilnefndir og röðuðust fimm efstu sætin þannig: 1. Bjarki Pétursson - golf 2. Alexandrea Rán Guðnýjardóttir - kraftlyftingar 3. Bjarni Guðmann Jónsson - körfuknattleikur 4. Helgi Guðjónsson - knattspyrna 5. Brynjar Snær Pálsson – knatt- spyrna Aðrir sem tilnefndir voru í staf- rófsröð: Birgitta Dröfn Björns- dóttir fyrir dans, Guðrún Kar- ítas Hallgrímsdóttir fyrir frjálsar íþróttir, Kristín Þórhallsdóttir fyrir kraftlyftingar, Randi Holaker fyr- ir hestaíþróttir og Sigursteinn Ás- geirsson fyrir frjálsar íþróttir. Minningarsjóður Einnig var viðurkenning úr minn- ingarsjóði Auðuns Hlíðkvist Krist- marssonar afhent. Í ár var það Al- mar Orri Kristinsson körfubolta- piltur í Borgarnesi sem hlaut þá við- urkenningu. Foreldrar Auðuns, þau Kristmar Ólafsson og Íris Bjarna- dóttir afhentu Almari farandbik- ar og eignarbikar, en þetta var í 25. skipti sem Auðuns er minnst með úthlutun úr styrktarsjóðnum, en Auðunn var afar efnilegur íþrótta- maður þegar hann lést í bílslysi 14 ára gamall. Aðrar viðurkenningar Maraþonbikarinn fékk Ingveldur Herdís Ingibergsdóttir, Inga Dísa, fyrir gott maraþonhlaup á árinu 2019. Hestamannafélagið Borgfirðing- ur afhenti Kolbrúnu Kötlu Hall- dórsdóttur sérstaka viðurkenn- ingu félagsins fyrir góðan árangur á árinu 2019 en hún komst á verð- launapall á flestum þeim mótum sem hún keppti á á árinu. Auk þess veittu aðildarfélög- in Umf. Íslendingur, Umf. Reyk- dælir og frjálsíþróttafélag UMSB íþróttafólki sínu viðurkenningar og verðlaun. Íþróttamaður Umf. Íslendings er dansarinn Birgitta Dröfn Björnsdóttir, Íþróttamað- ur Umf. Reykdæla er Lisbeth Inga Kristófersdóttir og Frjálsíþrótta- félag UMSB veitti Sigursteini Ás- geirssyni viðurkenningu sem frjáls- íþróttamaður ársins. mm Jakob Svavar Sigurðsson, hestaíþróttamaður úr Hestamanna- félaginu Dreyra, er Íþróttamaður Akraness 2019. Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, varð önnur í kjörinu og Alexander Örn Kárason, kraftlyftingamaður úr Kraftlyftingafélagi Akraness, hreppti þriðja sætið. Kjörinu var að venju lýst við hátíðlega athöfn að kvöldi þrettándans, mánudaginn 6. janúar síðastliðinn. Jakob Svavar hefur verið í fremstu röð íslenskra hesta- manna um árabil, margoft orðið Íslandsmeistari og auk þess hampað heimsmeistaratitli. „Jakob er agaður keppnismaður en þó ávallt prúður og til fyrirmyndar. Hann hlaut mörg verð- laun á árinu fyrir góða reiðmennsku og prúðmennsku. Jakob sýnir hesta sína af öryggi og hefur fumlaust og létt taumsam- band við hrossin sem undirstrikar hæfileika hestsins,“ sagði Hallbera Jóhannesdóttir, sem kynnti íþróttafólk ársins til leiks áður en greint var frá kjörinu og María Mist Guðmundsdótt- ir afhenti honum Friðþjófsbikarinn. Bikarinn er gefinn til minningar um Friðþjóf Arnar Daníelsson af móður hans og systkinum. Var hann nú afhentur í 29. skiptið. María Mist af- henti bikarinn fyrir hönd fjölskyldunnar, en hún er langaf- abarn Helga Daníelssonar, bróður Friðþjófs. Kjörið á Íþróttamanni Akraness fer sem fyrr þannig fram að hvert íþróttafélag innan vébanda Íþróttabandalags Akra- ness tilnefnir sína fulltrúa. Þeir sem hlutu tilnefningu að þessu sinni eru, í stafrófsröð: Alexander Örn Kárason, kraftlyftingamaður ársins Andri Júlíusson, knattspyrnumaður Kára Brynhildur Traustadóttir, sundmaður ársins Chaz Malik Franklin, körfuknattleiksmaður ársins Drífa Harðardóttir, badmintonmaður ársins Emma Rakel Björnsdóttir, íþróttamaður Þjóts Fríða Halldórsdóttir, knattspyrnukona ársins Jakob Svavar Sigurðsson, hestaíþróttamaður ársins Jóhann Ársæll Atlason, keilumaður ársins Kristrún Bára Guðjónsdóttir, karatemaður ársins Óttar Bjarni Guðmundsson, knattspyrnumaður ársins Sóley Brynjarsdóttir, fimleikamaður ársins Stefán Gísli Örlygsson, skotmaður ársins Sylvía Þórðardóttir, klifrari ársins Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur ársins Var þetta í annað sinn sem Jakobi Svavari hlotnast heið- ursnafnbótin Íþróttamaður Akraness, en hann varð einnig efstur í kjörinu árið 2013. Valdísi Þóru Jónsdóttur hefur oft- ast hlotnast sá heiður, eða sjö sinnum en næstar á eftir henni koma sundkonurnar Ragnheiður Runólfsdóttir og Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, sem báðar voru sex sinnum efstar í kjör- inu. Íþróttamaður Akraness var nú valinn í 45. sinn. Fyrst var kosið árið 1965, næst árið 1972 og síðan hefur það verið gert árlega frá 1977. Konur hafa 22 sinnum orðið efstar í kjörinu en karlar einu sinni oftar, eða 23 sinnum að kjörinu nú með- töldu. Sundfélag Akraness er sigursælast aðildarfélaga ÍA með 21 titil, Golfklúbburinn Leynir kemur þar á eftir með 11 titla og fulltrúar knattspyrnufélags ÍA hafa tíu sinnum fagnað sigri. Styrkir vegna Íslands- og bikarmeistara Akraneskaupstaður veitti á athöfninni sérstaka styrki og viðurkenningar þeim aðildarfélögum ÍA sem eignuðust Ís- lands- og/eða bikarmeistara í efstu deildum á liðnu ári. Það var Ragnar Baldvin Sæmundsson, fultrúi skóla- og frístunda- sviðs, sem afhenti forsvarsmönnum félaganna styrkina. Ágúst Júlíusson, formaður Sundfélags Akraness, Einar Örn Guðna- son, formaður Kraftlyftingafélags Akraness og Kolbrún Pét- ursdóttir, formaður Badmintonfélags Akraness, veittu styrkj- unum viðtöku fyrir hönd sinna félaga. kgk Jakob Svavar er Íþróttamaður Akraness 2019 Íþróttamenn ársins sem tilnefndir voru af aðildarfélögum innan vébanda ÍA, eða fulltrúar þeirra, ásamt Marellu Steinsdóttur, for- manni ÍA. Jakob Svavar Sigurðsson, Íþróttamaður Akraness 2019, tekur við Friðþjófsbikarnum úr hendi Maríu Mistar Guðmundsdóttur. Jakob Svavar Sigurðsson, Íþróttamaður Akraness 2019. Bjarki er Íþróttamaður Borgarfjarðar 2019 Ólafur Flosason formaður hesta- mannafélagsins Borgfirðings afhenti Kolbrúnu Kötlu Halldórsdóttur sérstaka viðurkenningu fyrir góðan árangur í hestaíþróttum. Tíu efstu í valinu á Íþróttamanni Borgarfjarðar 2019. Bjarki Pétursson golfari fremst í miðju. Almar Orri Kristinsson fékk verðlaun úr Minningarsjóði Auðuns Hlíðkvist Krist- marssonar. Hér er Almar Orri ásamt Kristmari.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.