Skessuhorn - 08.01.2020, Page 27
MIÐVIKUDAGUR 8. JANúAR 2020 27
Krossgáta Skessuhorns
Bæta
Skýli
Flan
Leti
Egna
Bindi
Pípa
Óhóf
Froða
Tónn
Ferð
Friður
Sýl
Dvelja
Átt
Þráður
Mynni
Þekkt
Hrím
Siga
Leðja
Stamp-
ur
Brúskur
Hrær-
ingur
Kvað
2 5
Til
Kona
Samhlj.
Tónn
Grugg
A um R
Yfir-
höfn
Kvaka
Nóa
Rimla-
kassi
Spurn
Ótti
Stafina
Kvísl
Skinn
Kúst
Ljósker
8
Valdi
Sé
Sefa
Háð
Þvaga
Slark
Kvað
Spýta
Pappírs-
hlíf
Þófi
Dyr
Stofur
Galsi
Gróður
Irrin
Kusk
Ískra
Bók
Efni
Æti
Kennir
Ð - a
Lita
3
Dyggur
9 Grín
Hár
Röskur
Samtök
Spil
Étandi
Tölur
Vein
Reikar
Hleypur
1000
Sjár
Karl
Svall
6
Róta
Fegruð
Þegar
Sigti
Tónn
Nálægð
Op
Einnig
7
Aumt
Trjónur
Vitund
Tíndi
Málmur
Sniðug-
ur
4
Hrekkir
Sk.st.
Þófi
Þegar
Leir
Hlífir
Samhlj.
1
1 2 3 4 5 6 7 8 9
Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Athygli er vak-
in á því að ný krossgáta er birt í blaðinu aðra hverja viku. Þeir sem
vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@
skessuhorn.is fyrir klukkan 15:00 á mánudögum, 12 dögum eftir að
hún birtist. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með
lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á:
„Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja
þarf lausnir í síðasta lagi á fimmtudegi í vikunni eftir að hún birt-
ist). Dregið er úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn
bók að launum.
Lausn á krossgátu í Jólablaði Skessuhorns verður ekki birt fyrr en
í næstu viku. Við hvetjum fólk til að senda inn lausnir, sömuleiðis
lausnir á Myndagátunni.
Fáir hafa lifað jafn skipulegu lífi og
öðlingurinn Magnús Óskarsson.
Tilviljun réði fáu um skref hans,
flest voru þau ákveðin og und-
irbúin af fyrirhyggju enda varð ævi
hans afburða farsæl. Magnús helg-
aði Hvanneyrarskóla alla starfs-
ævi sína. Þar lauk hann fagnámi
sínu og þangað sneri hann til starfa
að framhaldsnámi erlendis loknu.
Þeim störfum má skipta í þrennt og
mundi hver hluti duga til sem ævi-
starf meðalmanns og efni í væna
bók: kennarinn, fræðimaðurinn og
svo allt hitt.
Kennslugreinar Magnúsar voru
efnafræði og ýmsar greinar jarð-
ræktar. Hann var ákaflega áhuga-
samur og hugkvæmur kennari og
ófáar sögur lifa um brellur hans og
kennsluhætti. Margir búfræðing-
ar hafa það til dæmis enn á hreinu
hvernig vatnssameind lítur út eft-
ir að Magnús lét þá sem nemend-
ur leika hana. Námsefnið var mat-
reitt skipulega og fram borið við
hæfi þeirra er neyta skyldu en hæfið
skynjaði Magnús flestum betur.
Magnús var um árabil tilrauna-
stjóri skólans og stóð þá fyrir um-
fangsmikilli og fjölbreyttri rann-
sóknastarfsemi. Hann gerði sér sér-
stakt far um að fylgjast vel með á
sínu fagsviði, leitaði endurmennt-
unar og sótti fjölþjóða ráðstefnur.
Rannsóknaverkefnin snerust eink-
um um brýn úrlausnarefni í jarð-
rækt. Með félaga sínum, Þorsteini
Þorsteinssyni lífefnafræðingi, tókst
Magnúsi til dæmis með tilraunum
og mælingum á næringu jarðvegs
og heyja í bland við erlenda ný-
þekkingu og með faglegri heild-
arsýn í samvinnu við glögga ná-
grannabændur að finna ráð til úr-
bóta. Líka varpaði hann ljósi á mik-
ilvægi fosfórs í næringu túna.
Snemma setti að Magnúsi ugg
um að ekki væri allt með felldu
hvað snerti meðferð auðlinda og
matvælaframleiðslu heimsins.
Tímamótabók Rachel Carson, Si-
lent Spring (1962), varð honum
umhugsunar- og samræðuefni. Í
glaumi daganna vöktu orð Magn-
úsar lengi vel litla athygli, urðu
jafnvel tilefni spaugs og flimtinga.
Nú vitum við að Magnús varð með
þeim fyrstu hérlendis til að vekja
athygli á umhverfismálum, einkum
hvað landbúnað snerti.
Kemur þá að þeim kafla sem snún-
astur er: Öllu hinu. Eitt er að hafa
völd. Annað að hafa áhrif. Magnús
hefði ekki þurft annað en setja nafn
Magnús Óskarsson
f. 9.7.1927
d. 28.12.2019
sitt undir viðeigandi bréf til þess að
verða skólastjóri á Hvanneyri er sú
staða losnaði árið 1972. Það hvarfl-
aði þó varla að honum. Hógværð-
in varð nefnilega stundum að galla
í fari hans. Yfirmenn Hvanneyrar-
skóla á starfstíma Magnúsar áttu
honum mikið að þakka. Hann var
löngum samviska stofnunarinnar,
afskaplega næmur á anda starfsum-
hverfisins og ráðhollur. Svei mér
ef hann var ekki forvitri líkt og
Njáll. Ráð hans dugðu enda betur
en flestra annarra. Því urðu til þeir
tímar í starfi Hvanneyrarskóla, ekki
síst í andbyr, að Magnús var límið;
bjálkinn sem bar.
Sjálfur naut ég leiðsagnar Magn-
úsar öll samstarfsár okkar á Hvan n-
eyri og við fjölskyldan vináttu hans,
hvort tveggja markað af einstökum
heilindum og trausti. Til fárra var
betra að leita ráða og með fáum
var betra að hlæja að góðri sögu.
Nú blessum við minningu hans og
þökkum af alhug fræðandi, hvetj-
andi og skemmtandi handleiðslu og
samfylgd.
Bjarni Guðmundsson Mynd tekin á afmælisári Bændaskólans á Hvanneyri 1989 af Magnúsi. Táknræn bending. Ljósm. Haukur Júlíusson.
Magnús Óskarsson. Mynd tekin í á
fjósloftinu 2015.
Ljósm. Bjarni Guðmundsson.